Morgunblaðið - 24.05.1992, Page 22

Morgunblaðið - 24.05.1992, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992 löngu áður en vestrænir rokkarar fóru að gefa tónlistarstraumum ut- an engilsaxneskra landá nokkurn gaum. Sígaunakonungarnir hafa lagt heiminn að fótum sér á undanförn- um árum með einstæðri tónlist sinni. Má líkja uppgangi þeirra við það þegar Liverpool komst á kortið með Bítlunum. Á sama tíma hafa ýmsir aðrir listamenn utan hins engilsaxneska rokksvæðis hlotið alþjóðlega frægð, og gamalreyndir rokkarar leitað fanga á nýjum og óvæntum miðum. Rokkið er að brjótast út úr þeim skefjum sem markaðsöfl hafa sett því. Menn láta sér ekki lengur nægja staðlaða fjöldaframleiðslu, enda höfða aug- lýsingastjörnur á borð við ónefndan Michael Jackson varla til viti borins fólks yfir átta ára aldri. Hins ber einnig að geta, að það rokk engil- saxneskt, sem merkingarbært hef- ur mátt teljast, hefur löngum verið af vitrænum toga fremur en tilfinn- ingalegum, og allt of oft einkennst af niðurrifi, þunglyndi og bölmóði. Þetta stafar einfaldlega af menn- einnar þjóðar, heldur allra þeirra sem byggja lönd að Miðjarðarhafi. Þeir tala tungumál sem er að stofni til spænska, en þó ekki spænska. Auk frumsaminna tónsmíða (sem þeir færa ekki á blöð því ólæsið nær líka til nótnanna) leita þeir fanga til Spánar, Ítalíu og víðar. (í því sambandi er freistandi að geta þess í framhjáhlaupi, að lagið sem þekkt er undir nafninu „My Way“ og Sin- atra nokkur gerði frægt er franskt að uppruna). Þjóðlöndin eru bara mismunandi sveitir í sama ríki. Það er Miðjarðarhafssvæðið. Sígaunakonungamir skemmta sér konunglega, það er auðheyrt á tónlist þeirra. Þeir kunna að skemmta sér, og þeir kunna að skemmta öðrum. Nýlega tróðu þeir upp í Royal Albert Hall í Lundúnum fyrir fullu húsi, og fóru áheyrendur á öllum aldri þaðan léttir á brún og fjaðurmagnaðir í spori. Þar fluttu tónlistarmennirnir meðal annars nýtt lag af plötu sem vænt- anleg er á markað nú um mánaða- mótin, Pidamelo, og munu íslenskir áheyrendur fá forsmekkinn af því, eftir Ólöfu Pétursdóttur HINGAÐ upp á skerið eru vænt- anlegir sígaunakonungar, hljóm- sveitin Gipsy Kings. Ríki þeirra er tónlistin, og aðalsmerki þeirra suðræn lífsgleði. Landvinningar þeirra spanna heimsbyggð alla, enda er gleði þeirra bráðsmit- andi og ómótstæðileg. Þeim er lítt um skilgreiningar fræðinga gefið, en síp 4 milli kalla þeir tónlf§í sftm siígftHfmrftkk- Ríkisfengið er frfflgW, en þjóð- ernið er ennnð npf virðir ekki laníffHníPFi: Peir ern sígeun- er með bfeefn við Rénerésa, mýtlent ng sólbakað landflæmi sem nær niður að Mið- jarðarhafí. Þar heitir Camargue og er náttúra svæðisins friðlýst, enda er griðland fjölda villtra fuglateg- unda þar í saltmýrunum. Á Miðjarð- arhafsströndinni er einnig helgi- staður sígauna, kenndur við heilag- ar Maríur, og þar hittast sígaunar álfunnar við árlega pílagrímsför, einmitt í maímánuði. Sígaunakonungarnir eru því börn Miðjarðarhafsins. Þeir tjá sig með tónlist sem er þeim í blóð borin, ómenguð lærdómi, nótnalestri, kennisetningum, skilgreiningum eða pælingum, en full sólarorku og lífsþrótts. Það helgast einmitt af þvi umhverfi sem konungarnir eru sprottnir úr. Sígaunar hafa komist upp með að lifa á útjaðri samfélags- ins öldum saman, og er svo enn. Flestir þeirra eru ólæsir, enda eiga þeir sér ekki hefð fyrir varðveislu skráðra heimilda og sjá enga þörf á henni. Þeir þekkja ekki leikreglur nútímasamfélags og kæra sig inni- lega kollótta um þær, en lifa og hrærast í fjölskyldu sinni, ætt- flokknum, og lúta umgengnisregl- um hans eingöngu. Þeir hafna fastri búsetu því hún er þeim fjötur um fót og andstæð eðli þeirra. Flökku- lífið, ættarsamfélagið og ólæsið hefur einangrað þá og verndað fyr- ir utanaðkomandi áhrifum. Tilraun- ir vestræns þjóðfélags til að koma þessum óhreinu bömum Evu undir sína forsjá og steypa í sama mót og okkur maurana hafa lítinn árangur borið. Er það nema von? Hvaða heilvita maður vildi skipta á litríku hjólhýsi og ömurlegri blokk- aríbúð í úthverfi? Sígaunar lifa draum okkar hinna um frelsi og ævintýralegt flökkulíf á vegum úti. Menning þeirra er ferðalagið og líð- andi stund. Sígaunakonungarnir veita okkur kerfísþrælum hlutdeild að slíku frelsi með tónlist sinni. Þessi þjóðflokkur hefur löngum ver- ið litinn homauga á Vesturlöndum, og margar kreddur siðmenningar- innar tengjast honum. En nú eru tímarnir að breytast, og menn sækj- ast ekki lengur eftir einsleitu sam- félagi. í Frakklandi er það orðin stefna stjómvalda að hvetja þjóðar- brot til þess að halda á lofti einkenn- um sínum, jafnframt því sem mönn- um er ætlað að öðlast skilning á menningu annarra, enda sé §öl- breytnin vel til þess fallin að auðga og efla menningararfinn. Þetta hef- ur menningarmálaráðherra, Jack Lang, skilið manna best, og lagt mesta áherslu á í starfi sínu, og hafa skarpskyggnir sjónvarpsgláp- endur ugglaust séð þess stað í svo- kallaðri Eurovision-söngkeppni á undanförnum ámm. Slík stefna ber vott um þroska, víðsýni og mannúð og getur aðeins horft til heilla. En víkjum aftur að konungunum. Hljómsveitin er að stofni til tvennir bræður, og segir nú lítillega af ættum þeirra, Baliardo og Reyes, en síðamefnda nafnið merkir ein- mitt „konungar" á spænsku. Þessar fjölskyldur fluttust frá Spáni til Frakklands um 1920, og bera sterk- an svip af báðum löndunum. I raun- inni má segja að þær séu á góðri leið með að verða tónlistarlegt ætt- arveldi. Náfrændi Baliardo-bræðra er maður sem tók sér listamanns- nafnið Manitas de Plata, gítarleik- ari sem hlaut heimsfrægð fyrir tveimur áratugum eða svo, og gerði víðreist. Listamannsnafnið þýðir „smáar silfurhendur" á spænsku. Ósagt skal látið um hvort þar muni átt við silfurtóna þá, sem hrukku af strengjum undan nettum höndum Baliardos, eða það skotsilfur, sem greipar þær sóttu á alþjóðlegan tónlistarmarkað. Hvort tveggja á vel við. Hitt er víst, að Manitas sló í gegn, ekki síst vestanhafs, með eldfjörugu, líkt og óþreyjufullu gít- arspili, og þóttu mönnum undur hve hátt hann gat látið gítarinn gjalla rafmagnslausan. Manitas frændi leitaði gjama fulltingis söngvara af ætt Reyes, og má því segja að samstarf ættanna tveggja hafi löngum numið eyru manna vítt á byggðu bóli. A ferðum sínum áskotnaðist Manitas fjöldi platna héðan og þaðan, og ólust litlu frændur hans því ekki eingöngu upp við Rolling Stones og annað rokk engilsaxneskt, svo sem títt var um jafnaldra þeirra, heldur hrifust þeir snemma af þjóðlegri tónlist frá mörgum heimshornum. Brátt fóru þeir að reyna fyrir sér á tónlistar- brautinni, og blönduðu þá þegar saman ýmsum tónlistarstefnum, án þess þó að ásetningur réði þar ferð- inni, heldur einungis tóneyra síg- aunaprinsanna litlu og eðlislægur smekkur. Til dæmis þótti þeim ásláttur Afríkumanna og Suður- Ameríkumanna mun þróttmeiri og skemmtilegri en rokkstaðallinn, og spiluðu eftir því. Eins þótti þeim márísk sönghefð og raddbeiting áhrifameiri en önnur, og heyra má þess merki í tónlist þeirra. Flam- enkótónlist var að sjálfsögðu skammt undan, en ekki leist lista- mönnunum ungu á það að fara að þeim ströngu reglum sem ríkja í þeirri hefð, hvort sem um dans eða hljóðfæraleik er að ræða. Þeir brugðu því á það ráð að hagnýta sér það sem þeim þótti henta úr flamenkóhefðinni, en halda frelsi sínu og Ieika lausum hala. Má segja að með því að spila og syngja með sínum neQum og hræra saman áhrifum úr ýmsum áttum hafi drengirnir byijað að flytja heims- tónlist fyrir tveimur áratugum, Sígaunakonungarnir eru því börn Miðjarðarhafsins. Þeir tjá sig meðtónlistsem er þeim íbióð borin, ómenguð lærdómi, nótnalestri, kenni- setningum, skilgreiningum eða pælingum, en full sólar- orku og lífsþrótts. ingarlegum uppruna þess háttar rokks, og er allt gott um það að segja, en einhæfnin var fullmikil, einokunin stóð of lengi. Síróps- diskóið veldur í besta falli andlegri hægðartregðu, og þungarokkið er fínt með öðru, en lýjandi til lengdar í hröðum heimi kennitölunnar. Góðu heilli er nóg til af trefjaríku og bita- stæðu gáfumannarokki af ýmsum toga, en löngum hefur skort sval- andi aldinsafa til að slökkva frum- stæðasta þorstann. Svo er sú tíð liðin að allir verði að syngja á ensku, eins og mörlandinn hefur raunar uppgötvað fyrir þó nokkru, til allrar hamingju. Áðrir menningarheimar eru í sókn, ekki síst hinn spænsku- mælandi heimur. Hann er bókstaf- lega skíðlogandi af tjáningarþörf og hugarflugi. Nýtt og rauns'annara jafnvægi er að komast á, þar sem hinar ýmsu greinar rokksins endur- spegla fjölbreytni mannkynsins og jarðvistarinnar. Sígaunakonung- arnir eru ekki fulltrúar neinnar ef að líkum lætur. Á næsta ári kem- ur svo út hljómleikaplata, sem tekin var upp á ferðum sveitarinnar um Þýskaland í fyrra. Það er gleðilegt að Sígaunakonungar skuli vera á leið hingað til að bræða klakahjört- un. Það var að sögn ekki síst vegna landslagsmyndskreyttra ferðapésa (landkynningin lætur ekki að sér hæða) sem þeir létu til leiðast, en jarðhiti sá sem fyrir augu þeirra bar er þeim framandi með öllu og kitlaði forvitnistaugarnar. Þeir eru sérfræðingar í öðrum greinum varmaaflsfræðinnar, tilfinninga- funa, mannlegri hlýju og blóðhita, þeim vanræktu náttúruauðlindum. Þeir lækna slen og sút með ljúffeng- um fjörefnum einlægrar spilagleði, eru pottþétt meðal við stimpil- klukkustreitu og ákvæðisvinnuein- kennum, og hrista upp botnfaljið sólskinið í sinni hvers manns. Án aukaefna eða geymsluefna, gervi- sykurs eða matarlits. Eiturs gerist ekki þörf. Á ferðum þeirra um hnöttinn hefur enginn fyrirfundist svo beinfrosinn og gegnstirður að hann hafi ekki fengið ómótstæðileg- an fiðring í tærnar á hljómleikum hjá Sígaunakonungum. Vinsældir þeirra stafa einmitt af því, að þeir höfða til sammannlegs sólskins- barns sem blundar í okkur öllum, vekja það til lífsins á ný og laða það fram. Það er barnið sem lætur sig dreyma um tataralestir, dansa við varðelda, víðáttur og villta tóna. Taumlausa gleði. (Byggt á samtölum við hljómsveitina.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.