Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR Jórunn Ingvars- dóttir - Minning Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér. Hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn. Hve öll sú gleði er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta tóm hjá undrinu að heyra þennan róm. Já, vita eitthvað anda hér á jörð, er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumamótt. • Ó, alheimsljós, Ó mynd, sem hverfur skjótt. (Halldór Laxness) Enn einu sinni erum við minnt á hvað bilið milli Iífs og dauða er stutt. Hetjan mín er horfin yfir móðuna miklu, hún sem ég átti svo mikið að þakka, hún sem öllum vildi hjálpa. Allir sem kynntust Jórunni Mary bera henni sömu sögu, sönn hetja sem barðist við sjúkdóm, neitaði að gefast upp, kvartaði aldrei, þegar kaljið kom tók hún því með reisn. Ég kynntist Dúddu fyrir 25 árum og okkar vinskapur styrktist með hveiju ári. Margt áttum við sameig- inlegt, þó í mörgu værum við mjög ólíkar. Þó svo langt væri á milli okkar, hún í Lúx og ég á íslandi, héldum við alltaf góðu sambandi og oft fór ég yfír hafíð í heimsókn. Örlögin höguðu því þannig að ég kynntist núverandi manni mínum í gegnum Emil og Dúddu, en þeim kynntist ég þegar ég giftist Herði sem nú er iátinn og trúlega hefur hann tek- ið hana í faðm sinn nú. Fyrir ári fluttist ég til Lúx og átti því Iána að fagna að vera í samvistum við mína elskulegu vin- konu daglega, við ræddum lífið og tilveruna, við skildum hvor aðra, við töluðum sama tungumálið. Að endingu vil ég þakka henni fyrir allt, ég minnist síðustu ferðar okkar saman til Dubai sem við fór- um í febrúar, hún ætlaði þangað og það tókst, dásamleg ferð. Elsku Emil, Inga og Adda, ykkur unni hún heitast og litlu bamaböm- in sem hún lifði fyrir. Guð gefí ykkur styrk. Aldraðri móður og öðmm ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Ég kveð vinkonu mína með bæn- inni sem við fómm svo oft með aman og reyndum að lifa eftir. Guð gefi mér æðruleysi, til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Heiða. Það var fagur sunnudagsmorg- unn hér í Lúxemborg þann 17. maí, heiðskírt og sól, og.jgróðurinn skartaði sínu fegursta. Eg var að hugsa um að hringja í Dúddu og Emil og bjóða þeim í mat um kvöld- ið, en þau vom vön að líta við hjá okkur á sunnudögum. Ég var ekki búin að hringja þeg- ar Björn vinur okkar kom til þess að segja okkur að Dúdda hefði lát- ist um morguninn. Við vissum vel að Dúdda var með ólæknandi sjúk- dóm, en að endalokin væm svona nálægt datt engum í hug því hún kvartaði aldrei. Ég talaði við hana í síma föstudaginn 15. maí og var hún þá að planta sumarblómunum sínum og sagði allt Ijómandi gott, eins og venjulega. Dúdda hét fullu nafni Jómnn Mary Ingvarsdóttir. Hún leit fyrst dagsins ljós á Siglufírði 19. nóvem- ber 1934, dóttir hjónanna Aðal- bjargar Sigurðardóttur og Ingvars Eiríkssonar. Fjölskyldan fluttist til Akureyrar þegar Dúdda var ungl- ingur og bjó hún þar þangað til hún fluttist til Keflavíkur og giftist þar 18. nóvember 1956 eftirlifandi manni sínum, Emil Sigurbjömssyni. í febrúar 1973 fluttust þau til Lúxemborgar og hafa átt þar heima síðan, þar sem Emil vinnur hjá Cargolux. Dúdda eignaðist tvíburadætur 12. mars 1953. Ingu Sigrúnu gifta Smára Ámasyni og eiga þau 4 böm og Aðalbjörgu Maríu gifta Páli Sig- urgeirssyni og eiga þau 2 böm. Þær búa báðar á Akureyri. Dúdda var mikið snyrtimenni og er mér minnisstætt þegar þau hjón- in buðu okkur að vera í íbúð sinni á meðan þau vom á íslandi. Dúdda sagði mér hvar ég fyndi sængur- fatnað og það sem til þurfti. Ég opnaði skápinn og mér krossbrá, ~ Fjv þar var öllu raðað upp eins og tommustokkur hefði verið notaður við verkið og ætlaði ég varla að þora að hrófla við nokkru. Þau hjónin hafa verið óþreytandi við að liðsinna gestum sínum sem hafa verið ótalmargir hér í Lúxem- borg og eru Trier-ferðir Dúddu með ferðalanga óteljandi. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa. Maðurinn uppsker eins og hann sáir, og fræin sem Dúdda sáði báru ríkulegan ávöxt. Hún var umvafín vinum í sínu veikindastríði, sem allt vildu fyrir hana gera og verð ég sérstaklega að nefna Maríu Huesmann og Aðalheiði Árnadótt- ur. Þær stóðu sem klettur við hlið hennar, með Emil, í þau rúmlega 2 ár sem hún háði sína baráttu. Það eru erfíðir tíma framundan hjá Emil, en hann háði stríðið með Dúddu frá upphafí til enda. Við sendum Emil, Ingu og Öddu, Aðalbjörgu móður Dúddu og Björk stjúpdóttur hennar okkar einlæg- ustu samúðarkveðjur. Við kveðjum Dúddu í hinsta sinn. Hún var þögul hetja. Inga og Kalli. Elsku mágkona okkar lést eftir langvarandi veikindi 17. þessa mán- aðar. Dúdda mágkona var mjög hlýleg og góð heim að sækja, hún var allt- af boðin og búin að gera allt fyrir okkur þegar við vorum í heimsókn hjá þeim í Luxemborg. Fólk gerði sér ekki grein fyrir hve mikið veik hún var því hún var svo sterk og kvartaði aldrei. Um síðustu páska áttum við þess kost að vera með henni nokkra daga. Þá virtist hún svo hress en kallið kom fyrr en við héldum. Elsku bróðir okkar á nú um sárt að binda því þau voru einstaklega samhent hjón. Við vonum að Guð styrki bróður okkar, aldraða móður hennar, dæt- ur og bamaböm í þeirra miklu sorg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. Grátnir til grafar gðngum vér nú héðan, fylgjum þér vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem) 1R 24. MAÍ 1992 Mig langar að minnast Dúddu í örfáum orðum. Þegar ég var í Lúx- emborg reyndist hún mér og syni mínum sem móðir og amma. Við gátum alltaf leitað til hennar og hún reyndist okkur ómetanlega vel. Elsku Emil frændi, við Bergur vott- um þér og dætrunum okkar innileg- ustu samúð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þeiri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hijóta skalt. (V. Briem) María og Bergur Örn. Einu sinni er það svo að það er sama hversu mikið dauðinn hefur gert boð á undann sér, maður held- ur alltaf að hann fari fram hjá án þess að taka neinn frá manni. Fram á síðustu 'stundu bar ég alltaf þá von að henni Dúddu myndi batna. Síðast þegar að ég hitti Dúddu geislaði frá henni svo mikill kraft- ur, að það var eins og ekkert gæti bugað hana. En öll verðum við víst að láta í minni pokann fyrir mannin- um með ljáinn þegar hann reiðir höggið. Eg man fyrst eftir Jórunni Ingv- t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faöir, afi og langafi, GUÐBRANDUR SVEINN ÞORLÁKSSON frá Veiðileysu, Öldugötu 2, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju f Hafnarfirði, þriðjudaginn 26. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Krabba- meinsfélagið. Ásta Dagmar Jónasdóttir, Ólöf Guðbrandsdóttir, Jón B. Jónsson, Þorlákur Guðbrandsson, Þuríður Steingrímsdóttir, Guðrún Steingrimsdóttir, Þórir Steingrfmsson, Stefán Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sonja Haraldsdóttir, Óli H. Þórðarson, Ármann Hallbertsson, Margrét Sveinbjörnsdóttir, Margrét Hreinsdóttir, t Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýnt hafa okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okk- ar, tengdafööur, afa, bróður og tengdasonar, BJÖRNSGUÐNASONAR byggingameistara, Hólavegi 22, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Skagfirðinga. Guð blessi ykkur öll. Margrét Guðvinsdóttir, Óskar Guðvin Björnsson, Erla Kjartansdóttir, Lovísa Birna Björnsdóttir, Vigfús Vigfússon, Guðni Ragnar Björnsson, Anna Marie Stefánsdóttir, Björn Jóhann Björnsson, Edda Traustadóttir, barnabörn, systur og tengdamóðir. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og sonar, SÆVARS SIGURÐSSONAR húsasmíðameistara, Smiðjustfg 2, Fáskrúðsfirði. Sóley Sigursveinsdóttir, Dagmar Þóra Sævarsdóttir, Jón Ellert Sævarsson, Freyr Gauti Sævarsson, Dagmar Einarsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jaröarför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJÓNS ÓLAFSSONAR frá Vestmannaeyjum, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Sigríður Friðriksdóttir, Gréta Guðjónsdóttir, Friðrik Ó. Guðjónsson, Sigrún B. Sigurðardóttir, Guöjón Sigurbjörnsson, Þórunn B. Bjarnadóttir, Guðbjörg Osk Friðriksdóttir, Dominico Gaia, Ófeigur Friðriksson, Árelíus og Marfa Birgitt Gala. arsdöttur óg Emil þegar þau komu í héimsóknir til okkar eftir að þaú voru flutt til Lúxemborgar. Það var alltaf einhver töfraljómi yfir þeim heimsóknum. Dúdda og Émil voru frá einhverju ævintýralandi, langt í burtu. í mínum huga voru þau svo miklu merkilegri en aðrir gestir, að ég hvíslaði alltaf að vinum mínum „Dúdda og Emil eru í heimsókn". Og enn þann dag í dag vita þeir merkingu þessara orða. Ég þreyttist aldrei á því að dást að þessari glæsilegu konu, hún var alltaf eitthvað. svo mikil frú. Með langar, vel snyrtar neglur og hár sem var svo vel sett upp að það hæfði hvaða drottningu sem var. Og alltaf fannst mér jafn gaman að skoða skeggið á Emil, það hefur alltaf verið svo heillandi. Svo kom að því að foreldrar mín- ir ákváðu að fara að heimsækja Dúddu og Emil til Lúxemborgar. Auðvitað fannst mér það alveg of- boðslega merkilegt og beið spennt eftir því að þau kæmu heim aftur, svo að ég gæti fengið nákvæma lýsingu á þessu dularfulla landi þar sem Dúdda og Emil bjuggu. En ferðalagið endaði með hræðilegu bílslysi, og mamma og Dúdda slös- uðust lífshættulega. Það tók Dúddu langan tíma að jafna sig, en loks rann upp sá dagur að hún var kom- in aftur að heimsækja okkur. Ég gleymi því aldrei, hversu hrædd ég var að horfa framan í hana, ég hélt að hún hefði skaddast svo illa. En loksins þegar að ég lét mig hafa það, sá ég að fyrir utan nokkra plástra og skrámur var þetta ennþá glæsilega frúin sem ég hafði alltaf dáðst að og mér létti mikið. Eftir að Dúdda og Emil og mamma og pabbi, höfðu komist svona nálægt dyrum dauðans sam- an, fannst mér eins og líf okkar tengdust með dýpri og sterkari böndum en vináttunni einni saman. Og nú varð Lúxemborg ennþá merkilegri í huga mér. Svo kom að því að ég fékk lang- þráðan draum minn uppfylltan. Eg átti að fá að vera hjá Dúddu og Emil í heilan mánuð. Ég gleymi aldrei tilhlökkuninni sem heltók mig morguninn sem ég var ein í fríhöfn- inni aðeins tíu ára gömul og eyddi öllum peningunum mínum í ilmvatn handa Dúddu, á meðan Emil fékk bara einn poka af súkkulaði. Dúdda kom að taka á móti mér í Lúxem- borg á litla rauða Datsuninum sín- um, sem var notaður óspart það sem eftir var dvalar minnar. Á bílnum þeyttumst við þvert og endilangt um alla Lúxemborg og ég þreyttist aldrei að dást að þessu fallega landi. Emil var reyndar í Afríku, en við Dúdda létum okkur aldrei leiðast og var hvert augnablik nýtt ævin- týri. Á morgnana vorum við svo klukkutímum skipti að punta okk- ur. Dúdda kenndi mér hvernig ég ætti að þvo mér almennilega um hárið og svo blésum við það og krulluðum. Síðan snyrtum við á okkur neglurnar og dressuðum okk- ur upp þar til að við vorum orðnar tilbúnar að sýna okkur í bænum. Við eyddum dögunum við heim- sóknir og verslunarleiðangra, en á kvöldin sátum við saman, röbbuðum og hlustuðum á plötur eða horfðum á sjónvarpið. Dúdda var mér ekki bara eins og móðir heldur var hún líka félagi. Hún var alltaf tilbúin að hlusta á mig og virtist bara hafa gaman af ruglinu í mér. Dúdda gleymdi aldrei unglingnum í sjálfri sér og átti þess vegna alltaf svo auðvelt með að setja sig í spor þeirra sem voru svona miklu yngri en hún. Hún opnaði fyrir mér nýja heima í tónlist enda fylgdist hún vel með öllu sem var að gerast í þeim efnum. Þessi heimsókn var mér ógleymanleg lífreynsla sem ég var svo heppin að fá að endurupp- lifa strax árið eftir. Þær eru ótæm- andi minningarnar sem að við eig- um frá þessum tveimur heimsókn- um mínum og höfum við aldrei þreyst á að rifja upp þessa skemmti- legu tíma þegar við höfum hist. En það leið langur tími þangað til að ég gat heimsótt þau aftur. Það var ekki fyrr en ég útskrifaðist úr menntaskóla að leið mín lá til Lúxemborgar aftur. Ég held nú að Dúddu hafi fundist leitt að ég var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.