Morgunblaðið - 24.05.1992, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 24.05.1992, Qupperneq 27
ekki alveg jafn tilbúin til að láta punta mig eins og tíu árum áður, en við skemmtum okkur samt við að rifja upp gömlu góðu dagana. Eftir að mamma komst að því að Dúdda væri veik, ákvað hún að heimsækja hana og veita henni fé- lagsskap. í þessari ferð kynntu þau Dúdda og Emil mömmu fyrir Bigga og stend ég ávallt í þakkarskuld við þau fyrir það. Eftir að mamma flutti til Lúxemborgar gat hún ver- ið nær Dúddu og stutt hana í gegn- um alla erfiðleikana sem að sjúk- dómurinn hafði í för með sér. Ég var fegin að við gátum gert eitt- hvað fyrir Dúddu, sem gerði svo mikið fyrir okkur. Ég verð alltaf þakklát fyrir að hafa fengið tæki- færi á að heimsækja Dúddu og njóta þess að sitja og rabba við hana um allt milli himins og jarðar í þetta síðasta skipti um jólin. Guð veit að ég á eftir að sakna Dúddu og mér finnst Lúxemborg aldrei sú sama án hennar. En ég er viss um að pabbi hefur tekið vel á móti henni hinum megin og er fegin að_ vita að kvalir hennar eru á enda. Ég vona bara að góður Guð gefi þér styrk Emil minn til að yfir- stíjga söknuðinn. Ég verð alltaf litla prinsessan ykkar. Ragna Árný Lárusdóttir. Okkur brá þegar við fréttum sl. sunnudag að Dúdda, eins og hún var oftst kölluð af fjölskyldunni og nánum vinum, væri látin. Við fjöl- skyldan höfðum örfáum dögum áð- ur eytt með þeim kvöldstund, en einmitt þá vorum við að tala um hvað hún væri hress og liti vel út. Við höfðum ekki séð hana í nokkra mánuði. Okkur Iangar, með örfáum Qi'ð- unt, tí! að kveðja mágkonu mípa Qg vinkonu okkar sem við þárum rrtikla virðingu fyrir og áttum marg- ar góðar stundir með. Við Dúdda ræddum oft heimsmálin í eldhúsjnu hjá henni í Lúxemborg. Dúdda hafði mjög ákveðnar skoðanir á hlutum og var ekki freimin við að láta þær í ljós, en jafnframt hafði hún mjög jákvæð áhrif á fólk, jafnt vini sem aðra. Sem drengur umgekkst ég Dúddu mjög mikið, en það var samt ekki fyrr en þau hjónin fluttust búferlum til Lúxemborgar, sem við fórum að umgangast þau mikið. Það var alltaf yndislegt að koma við hjá Dúddu, margar nætur gist- um við hjá þeim og alltaf var mað- ur hjartanlega velkominn. Andlegur styrkur, og sá mikli vilji til að lifa jákvæðu lífi, kom svo mjög í ljós þegar Dúdda veiktist af þeim slæma sjúkdómi sem loks tók völdin að fuliu. Þessi ár mátti aldrei vorkenna henni, né vildi hún láta hafa of mikið fyrir sér og má segja að þetta hafi hjálpað henni mikið í veikindunum. Við eigum góðar endurminningar og eigum eftir að sakna þeirra stunda þegar við sátum í eldhúsinu hjá henni í Lúxemborg og ræddum heimspekilega um allt mögulegt. Dúdda verður með okkur áfram og megi sá styrkur, sem hún hafði, hjálpa bróður mínum og dætrum í gegnum erfitt tímabil sem framund- an er. Sigmar og fjölskylda . BLOM SEGJA ALIT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. MAI 1992 Hún Dúdda okkar er dáin. Það var svo freistandi að trúa því að hún hefði sigur í þetta sinn. Hún hafði áður glímt við ólæknandi sjúkdóm og farið með sigur af hólmi. Sýndi þá að hennar mesti styrkur fólst í því að sigra veikleika sinn. Því hún var sterk. Skapstór, tilfinningarík, ákveðin, stolt og sterk. Í grannvöxnum, liðugum lík- ama þessarar konu leyndist meiri styrkur en í mörgum okkar til sam- ans. Hafði hetjulund og kjark sem sérhver karlmaður væri fullsæmdur af. Hún lifði með reisn og dó með þeirri reisn sem henni hæfði. Það eru bjartir dagar í minning- unni þegar mótun okkar litla þjóðfé- lags hófst fyrir tuttugu árum. Flest okkkar ung að árum að hefja bú- skap í ókunnu landi fjarri vinum og vandamönnum. Þó búslóðin væri fátækleg var nóg af bjartsýni æsku- mannsins í farteskinu. En kjölfest- una vantaði og Emil og Dúdda ívið eldri en við hin þóttu sjálfkjörnir fulltrúar til að ganga okkur í for- eldrastað og í beinu framhaldi af því afi og amma barnanna okkar. Þau gegndu því hlutverki af sinni alkunnu alúð og eignuðust vísan samastað í hjörtum þeirra. Fylgdust með þeim og þeirra högum af ein- lægum áhuga til síðasta dags. Ótal- in eru barnaafmælin sem þau þóttu jafn ómissandi í og afmælistertan sjálf. Emil og Dúdda. Samstæð heild, en samt svo ólík- ir einstaklingar. Samtaka í því að láta gott af sér leiða í okkar litla samfélagi. Hún eins og stöðuvatn, kyrrt, rólegt og botnlaust. Hann eins og syngjandi lækur, glaður og hlýr. Heimilið var gestkvæmt og þau tóku öllum opnum örmum. ÁvalLt reiðubúin að veita liðsinni sitt þar sem þess var þörf. Ótelj- andi kaffibollar, ófá tár og mýmörg leyndarmál fóru um eldhúsið henn- ar Dúddu, því fáir gátu hlustað betur og skilið margslungið eðli mannanna barna. En vei þeim, sem reyndi að sigla undir fölsku flaggi sjálfsréttlæting- ar inn í landhelgi hennar. Þá ská- skaut hún fram hökunni og lét álit sitt í ljós, rólega af öryggi og festu. Því hún var alltaf heil og sönn. Fram hjá alsjáandi stórum augum hennar var engin undankomuleið. Þessi alsjáandi augu hennar virt- ust sjá og skynja flest með meira 27 innsæi dýpt og vídd en við hin vor- um fær um. Hversdagslegustu hlut- ir og fólk öðluðust meira líf og lit þegar Dúdda var búin að sýna okk- ur það í sínu ljósi. Gerði allt jafn vel og vandlega sem hún snerti á. Valdi hvert orð af sömu kostgæfni og hárgreiðsluna, háhæluðu skóna, bílana. Tók sér tíma. Allt þurfti sinnar athugunar við. Samfylgdin við hana hefur verið okkur ómetanleg. Við munum alltaf búa að því sem hún miðlaði okkur og fyrir það erum við þakklát. Elsku Emil, dætur og aðrir að- standendur. Við vottum ykkur inni- lega samúð. Guð blessi ykkur. F.h. Félags Islendinga í Lúxemborg, Þorbjörg Jónsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HAFSTEINN ORMAR HANNESSON frá (safirði, til heimilis á Grandavegi 47, Reykjavík, verðúr jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á hjálparsveit skáta á ísafirði. Kristfn Bárðardóttir, Bárður Hafsteinsson, Edda Gunnarsdóttir, Guðrún K. Hafsteinsdóttir, Einar Pétursson, Hannes Hafsteinsson, Soffia Jóhannsdóttir og barnabörn. t Elskulegur bróðir og móðurbróðir okkar, KÁRI GÍSLASON, Skipasundi70r verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. maí kl. 15.00. Krístín Gísladóttir, Guðrún B. Árnadóttir, inga B. Árnadóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐRIK JÓNSSON frá Hvestu, Arnarfirði, Drápuhlið 46, Reykjavik, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 21. maí. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. maí nk. kl. 15.00. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JENS V. MARTEINSSON, Marklandi 4, lést fimmtudaginn 21. maí. Gerða Guðnadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, ÞÓRÐUR ÓLAFUR ÞORVALDSSON, Arnarhrauni 21, Hafnarflrði, verður jarðsunginr) frá Hafnarfjarðarkirkju rpánudaginp 25. mal kl. 15.00. Karólípa Þóra Ágústsdóttir, Sigurlfna Kristín Þórðardóttir, Ágúst Helgi Þórðarson, Katrin Guðmunda Þórðardóttir. t Ástkærfaðir minn, fósturfaðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLLÞÓRÐARSON, Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, er andaðist 19. maí, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mið- vikudaginn 27. maí kl. 13.30. Guðjón Pálsson, Sigríður Jónsdóttir, Margrét Sturlaugsdóttir, Geir Guðgeirsson, Guðný Jónsdóttir, Páll Kristjánsson, Kristín Hannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Kristín Friðriksdóttir, Valdimar Hergeirsson, Þórður Friðriksson, Sólborg Pétursdóttir, Sesselja Friðriksdóttir, Sigurjón Antonsson, Guðrún Friðriksdóttir, Auðunn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýjan hug við andlát og útför, KARÓLÍNU SOFFÍU JÓNSDÓTTUR frá Fossi. Reynir Aðalsteinsson, Jónína Hlfðar, Viðar Aðalsteinsson, Helga Sigurðardóttir, íris Grefa Valberg, Trausti Guðlaugsson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför dóttur okkar, systur, mág- konu og frænku, MARGRÉTAR VÖLU EMILSDÓTTUR tölvunarfræðings. Sérstakar þakkir viljum við færa lækn- um og hjúkrunarfólki heimahlynningar Krabbameinsfélagsins, starfsfólki geisladeildar Landspítalans og starfs- fólki hjá Sjóvá-Almennum. Jóna Vestmann, Emil Guðmundsson, Emil Emilsson, «. Ellen Emilsdóttir, Steinar Jónsson, og systursynir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR INGIBJÖRG SVEINSDÓTTIR frá Seljanesi, Reykhólasveit, lést föstudaginn 22. maí. Páll Jónsson, Sveinn Jónsson, Magnús Jónsson, Sesselja Jónsdóttir, Jón Hjálmar Jónsson, Unnur Stefánsdóttir, Wiví Hassing, Dagbjört Hafsteinsdóttir, Dagný Stefánsdóttir, Svala Sigurvinsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF HELGA FERTRAMSDÓTTIR frá Nesi í Grunnavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. maí kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hennar, eru beðnir að láta Slysavarnafélag íslands njóta þess. Guðbjörg Halidórsdóttir, Gunnar Halldórsson, Ólafur Halldórsson, Ingólfur Halldórsson, Margrét Halldórsdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Pétur Pétursson, Álfhildur Friðriksdóttir, Margrét Reimarsdóttir, Anna Dóra Ágústsdóttir, Gústaf Gústafsson, Ingólfur Konráðsson, Guðrún Björnsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.