Morgunblaðið - 24.05.1992, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992
Þórður 01. Þorvalds-
son — Kveðjuorð
Fæddur 26. febrúar 1934
Dáinn 15. maí 1992
15. maí sl. lést í Landspítalanum
í Reykjavík móðurbróðir minn kær,
Þórður Ólafur Þorvaldsson.
Doddi eins og hann var kallaður
fæddist í Flatey á Breiðafirði 26.
febrúar 1934, yngstur fjögurra
barna hjónanna Katrínar G. Einars-
dóttur og Þorvaldar Péturssonar,
sem þar bjuggu.
Föður sinn missti hann þegar
hann var átta ára, og þremur árum
seinna flutti íjölskyldan suður til
Reykjavíkur.
Að lokinni skólagöngu stundaði
hann sjómennsku, fyrst á fiskiskip-
um, en seinna í mörg ár á skipum
Eimskipafélags íslands. Eftir að
hann stofnaði heimili hóf hann störf
hjá Lögreglunni í Hafnarfirði, og
starfaði þar til dauðadags.
Eftirlifandi eiginkona hans er
Karólína Ágústsdóttir, ættuð úr
Hafnarfirði, og eignuðust þau þijú
börn, Sigurlínu, f. 1970, Agúst, f.
1972, og Katrínu, f. 1980.
Þau hófu búskap í Reykjavík, en
fluttust fljótlega til Hafnarfjarðar,
og bjuggu þar síðan.
Doddi skipaði heiðurssess í hug-
um okkar systrabarna hans. Hann
hafði svo næmt auga fyrir þörfum
okkar, það var enginn eins dugleg-
ur og hann að hlusta á okkur og
leika við okkur þegar við vorum lít-
Kveðjuorð:
Jón G. Lúðvíksson
Fæddur 5. nóvember 1917
Dáinn 15. maí 1992
Mig langar að kveðja Jón Guðna
Lúðvíksson. Síðasti fundur okkar
var stuttur, við hittumst við búðar-
dyr, ég með fangið fullt af vörum,
hann kaldur og hrakinn því það var
kalsaveður, handtak hans var samt
hlýtt að venju.
Ég hef verið 7 ára þegar við
ky.nntumst, þá var ég sumarlangt
á Suðpreyri hjá fósturforeldruin
hans. Það var ævintýri líkast að
koma í hoi-nið við sainkomuhúsið,
þar sem sjómennirnir stóðu og
sögðu sögur og við pollarnir mænd-
um upp til þeirra með aðdáun.
Seinna fór hann suður í sigling-
ar, það var sko ekki ónýtt að þekkja
farmann, sem gat keypt dót í út-
löndum.
Þegar Jón Guðni hóf nám í Sjó-
mannaskólanum urðum við her-
bergisfélagar. Það kom sko ekki
annað til greina en sjómennska hjá
honum, örlögin urðu önnur.
Ástin setti strik í reikninginn,
sjómennskún varð að víkja og hann
lærði trésmíði, byggði hús og eign-
aðist fallegt heimili.
Útþráin hlundaði samt alltaf í
honum og hann fór í ferðalög U1
annarra landa ásamt konu sjnni.
Ein ferðin varð öríagarík, þar sem
kona hans lést í framandi landi.
Lífið hélt áfram. Hann gaf sig
að iðkun andlegra fræða, hugleiðslu
og biblíulesfi. Trú, kærieikur og
manngæsla hans var mikil. Hann
naut þess að umgangast börnin í
Álftamýrarskólanum þar sem hann
var húsvörður síðustu starfsárin.
Söknuður vina Jóns Guðna er
mikill. Hann lét sér aldrei nægja
að heilsa eða kveðja með annarri
hendi, hann notaði alltaf báðar og
faðmlag að auki.
Hvíli vinur minn í friði.
Þorsteinn Hörður Björnsson.
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN
íþróttaskór
Verð
kr. 2.495,-
Stæröir: 36-46
Litun Hvftur.
Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur.
V.
Toppskórinn,
Veltusundi,
sími 21212
Dontus Medico,
Egilsgötu 3,
sími 18519
Kringlunni,
Kringlunni 8-12,
sími 689212
Minning:
Theodóra Hallgríms
dóttir frá Hvammi
il. Mér fannst það alltaf forréttindi
mín og Þorvaldar bróður að fá að
alast upp með honum, en hann
hélt heimili með móður sinni og
systur, þar til hann gifti sig.
Ég kveð nú kæran frænda, sem
var mér, Sigríði systur sinni, Þor-
valdi bróður mínum og fjölskyldum
okkar svo óendanlega traustur og
velviljaður, með sárum söknuði og
þakklæti.
Hugurinn er hjá Kaju og börnun-
um, sem sjá nú á bak ástríkum eig-
inmanni og föður um aldur fram.
Blessuð sé minning hans.
Katrín Guðjónsdóttir.
Hugur minn hverfur til liðinna
tíma og nemur staðar við fyrstu
kynni okkar frændanna á Jsafirði.
Með okkur Hermanni Snorra Jak-
obssyni frá Látrum í Aðalvík tókst
vinnátta einlæg og sönn, sem ég
held að hafi verið okkur báðum
nokkurs yirði.
Það er sérkennilegt landslag á
Homströndum, hrikalega fagurt.
Fagrar klettamyndanir, þar búa
álfar og huldufólk. Falleg er Aðal-
vík þegar hún er lygn við sólsetur
á sumrin. Þarna lifði og starfaði
Hermann, uns hann flutti til ísa-
fjarðar 1946 með fjölskyldu sína. í
Áðalvík sótti Hermann sjóinn og
fískaði venjulega vel. Var þetta
auðvitað aðaltekjulindin fyrir heim-
ilið.
Árið 1933 kvæntist Hermann
frændkonu sinni, Maríu Guðmundu
Þorbergsdóttur úr Efri-Miðvík.
Fædd 5. jútí 1927
Dáin 8. mars 1992
Með örfáum orðum langar mig
að minnast Önnu Svanhildar Daní-
elsdóttur. Mjög leitt þótti mér að
heyra um lát hennar. Mig langar
til að senda kveðju mína. Ég kynnt-
ist henni 1972 þegar ég fór að passa
ömmudrenginn hennar, og síðar
nöfnu hennar. Um leið tók hún mér
eins og ömmubarni sínu, svo hlý
og indæl var hún ætíð. Oft fómm
við í strætó til Reykjavíkur til að
gefa öndunum brauðbita, síðan var
haldið inná Leifsgötu til ömmu
Svanhildar. Svo sannarlega kunni
hún að gleðja aðra, alltaf bar hún
á borð nýbakaðar kökur og brauð,
Fædd 9. nóvember 1895
Dáin 13. maí 1992
Theodóra Hallgrímsdóttir frá
Hvammi í Vatnsdal verður jarð-
sungin í dag. Theodóra var öldruð
kona er hún lést, 96 ára gömul.
Eiginmaður Theodóru var Stein-
grímur Ingvarsson frá Sólheimum.
Hann lést á árinu 1947. Þau hjónin
bjuggu í Hvammi og eignuðust
fjögur börn, Ingvar, Hallgrím Heið-
ar, Reyni, sem féll frá árið 1989
og Sigurlaugu. Barnabörn þeirra
eru mörg. Munu aðrir greina nánar
frá ætt hennar og uppruna.
Upphaf kynna fjölskyldu minnar
af fólkinu í Hvammi voru í tíð Ara
Arnalds, afa míns, er hann var
sýslumaður á Blönduósi. Faðir
minn, Sigurður, dvaldi á sínum
unglingsárum á sumrin hjá Hall-
grími föður Theodóru, sem bjó í
Hvammi. Síðar áttu yngri bræður
mínir þrír einnig eftir að dvelja í
Hvammi á sumrum, fyrst Ragnar,
svo Sigurður og loks Einar. Þannig
tekur vinskapur fjölskyldnanna til
þriggja ættliða.
Vatnsdalur er fegurst sveita
norðanlands. Gott útsýni er frá
Hvammi út og suður yfir dalinn.
Settu þau bú að l.átrum. Þau eign-
uðust fjögur börn. Öll eiga þau það
sameiginlegt að vera einstakt dugn-
aðarfólk. Systkinahópurinn er sam-
rýmdur og þau hafa reynst foreldr-
um sínum einstaklega vel og best
þegar þess hetst verið þörf. Þau
eru: Snorri, húsasmíðameistari á
ísafirði, kvæntur Auði H. Hagalín.
Jóhanna Ingibjörg, gift Jónasi Guð-
mundssyni. Helga Birna, ekkja
Trausta Sigurlássonar. Trausti Jó-
el, kvæntur Sólveigu Ólafsdóttur.
Ég hef alltaf notið þess að heim-
sækja Guðmundu og Hermann, og
ekki stóð á því að hella upp á könn-
una er gesti bar að garði. Í alúð-
inni og hlýjunni var ekki síður að
finna samheldni þeirra hjóna en í
dugnaðinum og atorkunni.
Góðir vinir flytja til hærri heima,
en jarðnesk samleið hefur skilið
eftir Ijúfar endurminningar.
Blessun Guðs fýlgi Hermanni á
nýjum framfaravegum og einlæg-
ustu samúðarkveðjurtil ástvinanna.
Hetgi Falur.
enda var meðlætið eins og kónga-
fólk væri komið í heimsókn, svo vel
tók hún á móti öllum sem til henn-
ar komu, enda var hún Hstakona í
allri matseld, og fórum við ætíð
glöð frá henni.
Með þessum örfáu orðum langar
mig að þakka henni þau góðu
kynni, enda tet ég mig lánsama að
hafa fengið að njóta hennar kær-
leika og htýju.
Minning hennar mun lifa í huga
okkar, blessuð sé minning hennar.
Mínar samúðarkveðjur sendi ég
til barna hennar og ástvina, missir
ykkar er mikill.
Jóhanna Guðmundsdóttir
Ancramdale, New York.
Hefur Hvammur löngum verið stór-
býli. Engjar eru mjög víðáttumiklar
fram með Vatnsdalsá, en þykja
blautar. Ég var sex ára gamall
þegar ég fyrst kom í Hvamm til
Theodóru og Steingríms. í Hvammi
átti ég eftir að vera í níu sumur
samfleytt og var reyndar hjá Tlieo-
dóru nokkur sumur eftir að hún
missti Steingrím eiginmann sinn,
en hún bjó í mörg ár eftir það á
jörðinni með sonum sínum. Oneit-
anlega mótaðist litli snáðinn, er
þarna óx úr grasi, af fólkinu, fjöll-
unum og dalnum. Theodóra gekk
mér að nokkru leyti í móðurstað
þann tíma er ég var hjá henni og
leit ég á börn hennar sem nána
vandamenn. Svo djúp spor hefur
þetta skilið eftir í vitund minni, að
enn þann dag í dag hrærist ég í
þessu umhverfi í draumum mínum.
Heimilið í Hvammi var stór-
myndarlegt. Gestrisnin og rausnin
var dæmafá. Fólkið í Vatnsdalnum
var glaðvært og lifandi, svo sem
alkunna er. Menn höfðu fastmótað-
ar skoðanir og urðu skoðanaskipti
á stundum all hressileg og hvöss.
Allt var þetta drenglynt dugnaðar-
fólk, sem ég minnist með hlýhug.
Eftir Theodóru liggur mikið og
gott ævistarf. Hún var hlý og
HJári-ftgPð húsmóðir. Yfir henni var
rejgn pg höfðingsbragur. Á þessum
Úrpip var yéiyæðing að ganga f
garð í sveitum. Uppbygging var
mikil og framtíðin björt. Vjnnan
var í hávegum böfði pg vinnudagur
tíðum langur pg strangur á sumrin.
Theodóra var starfssiini og veivirk
kona og dró ekki af sér við vinnuna
á þeim árum. Ekki virtist það hafa
spillt heilsu hennar, hvorki á líkama
eða sát, svo em og heilbrigð sem
hún var í ellinni, full af lífsþrótti
og áhuga á tilverunni.
Fólk var lífglatt og hamingju-
samt í þá daga. Þótt þjóðartekjur
og þjóðarauður sé meiri nú á dög-
um, virðist það ekkert hamingju-
samara. Menn telja sér samt sem
áður trú um, að tekjuauki sem litlu
munar, skipti sköpum um hamingju
þeirra.
Theodóra yar vinsæl kona og
hvers manns hugljúfi. Hún var létt
í lund og viðmótsþýð í umgengni.
Mest um vert var þó eðlislæg um-
byggja hennar fyrir náttúrunni og
dýrunum. Tilfinningar hennar til
fagurs umhverfis voru af hjartans
einlægni. Theodóra var góð kona í
þess orðs fyllstu merkingu. Návist
hennar var öllum notaleg. Það er
ekki lítið lán að mega ljúka ævi-
starfi sínu og leggjast til hvíldar
með slíkri farsæld.
Að leiðarlokum flyt ég Theodóru
innilegt þakklæti mitt og kveðju.
Aðstandendum öllum votta ég ein-
læga hluttekningu.
Jón L. Arnalds.
Birting afmælis-
og minningargreina.
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á f miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Leyfilegt er að
birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt
skáld, og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregla er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir fullu
nafni höfundar.
Hermann S. Jakobs-
son - Kveðjuorð
Fæddur 25. nóvember 1901
Dáinn 17. maí 1992
Minning:
Anna S. Daníelsdóttir