Morgunblaðið - 24.05.1992, Page 30

Morgunblaðið - 24.05.1992, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. MAI 1992 CLASSICA Gróðurhús fyrir íslenska veðráttu. Formfagurt - sterkbyggt - dönsk hönnun. Heildverslunin SMIÐSHUS - E. Sigurjónsdóttir, Smiðshús, 225 Bessastaðahreppi, sími 650800. Umboðsmaðurá Egilsstöðum: Guðrún Sigurðardóttir, Tómstundaiðjan, Selási 1. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Satín brúðarskór BRUNO MAGLI Höfum eínnig margar tegundir af hvítum leðurskóm. Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 Gunnþóra Bjöms- dóttír - Minning Fædd 23. sept. 1910 Dáin 18. maí 1992 Á morgun fer fram frá kirkju Hvítasunnusafnaðarins í Reykjavík útför Gunnþóru Björnsdóttur, sem lést á Sólvangi í Hafnarfirði 18. þ.m. Gunnþóra var fædd í Reykjavík 23. september 1910, dóttir hjón- anna Bjöms Bogasonar bókbindara í Reykjavík, sem fæddur var á Brennistöðum í Borgarhreppi í Mýrarsýslu og Elínar Klemensdótt- ur, sem fædd var og ættuð úr Vog- um á Vatnsleysuströnd. Börn þeirra Björns og Elínar voru sjö. Fjögur þeirra dóu ung, en auk Gunnþóru komust tvö þeirra, Klemens og Kristín, til fullorðinsára. Lifir nú Kristín ein þeirra systkina, en hún er búsett í Reykjavík. Árið 1941 giftist Gunnþóra Kristjáni Gamalíelssyni frá Hafnar- fírði, en hann var móðurbróðir þess sem þetta ritar. Kristján var þá verkamaður, en stundaði síðar ýmis afgreiðslustörf og var síðast í mörg ár starfsmaður á pósthúsinu í Hafn- arfirði. Hann lést 1986. Þau Gunn- þóra og Kristján stofnuðu sitt heim- ili í Hafnarfírði og áttu þar æ síðan heima, lengst að Selvogsgötu 17. Þau voru barnlaus. Blómastofa Friófinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiðöllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. STUDENTAFAGNAÐUR Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn föstudaginn 29. maí á Hótel íslandi og hefst kl. 19.00. Nýstúdentar og allir afmælisárgangar eru hvattir til þess að fjölmenna. Miðasala verður á Hótel íslandi (anddyri skemmtistaðarins) miðvikudaginn 27. og fimmtudaginn 28. maí kl. 16-19 báða dagana. Samkvæmisklæðnaður. Stjórnin. V!SA% Gunnþóra fékk heilablóðfall 1982, en komst til nokkrar heilsu aftur, enda þótt hún næði sér aldr- ei að fullu eftir það. Síðustu árin var hún vistmaður á Sólvangi í Hafnarfirði, þar sem hún naut góðr- ar umönnunar, sem hún var inni- lega þakklát fyrir. Gunnþóra var ein af þessum hljóðlátu lindum, kona sem ekki fór mikið fyrir í lífinu, en innti sín verk af hendi af hógværð og samvisku- semi. Hún var nægjusöm og þolin- móð, en umfram allt greiðvikin og góðviljuð í annarra garð. Þau Stjáni og Þóra, eins og þau voru nefnd af öllum sem þau þekktu, voru mjög samrýmd hjón. Þau reyndust ein- staklega trygg vinum sínum og skyldmennum. Á heimili þeirra dvöldu um árabil foreldrar Kristjáns og bróðir Þóru átti þar heimili síð- ustu árin sem hann lifði, þá farinn að heilsu. Sjálfur dvaldi ég á heim- ili þeirra Stjána og Þóru í Hafnar- firði, fímm vetur á námsárum mín- um. Naut ég þar umhyggju og hlýju þeirra beggja. Vil ég að leiðarlokum færa þeim hjónum, sem bæði voru mér afar kær, hjartans þakkir fyrir alla góðsemi þeirra í minn garð og fjölskyldu minnar. Gunnþóra og Kristján voru bæði trúhneigð. Þau gengu í Hvítasunnu- söfnuðinn fyrir mörgum árum og störfuðu þar af einlægum huga. Söng Kristján meðal annars lengi með kór safnaðarins. Innan safnað- arins eignuðust þau marga vini og veitti starfið þar þeim mikla lífsfyll- ingu. Hvorug kviðu þau þeirri för sem allra bíður. Trú þeirra var ekki bara málefni sunnudagsins, heldur líka hversdagsins. Þannig var líf þeirra beggja. Guð blessi minningu Gunnþóru Björnsdóttur. Árni Grétar Finnsson. Valgerður Benedikts- dóttir — Kveðjuorð Fædd 17. júlí 1943 Dáin 12. maí 1992 Það er ávallt erfitt að sætta sig við dauðann, sérstaklega þegar fólk í blóma lífsins fellur frá, eins og Valla frænka. Valla hefur alltaf átt sérstakan stað í hjarta okkar og þegar við fengum þessar sorgar- fréttir- riljuðust upp margar ánægjustundir með henni. Hugljúfustu minningarnar með Völlu eru frá barnæsku okkar. Og fyrstu minningarnar eru þegar Valla og Matta komu til okkar þeg- ar gosið var í Eyjum árið 1973, en þær dvöldu hjá okkur nokkra daga áður en þær héldu áfram til Hólma- víkur. Minningin er svo sterk hjá okkur um þær mæðgur er þær komu í þetta sinn, því okkur fannst þær hafa upplifað það sem var í okkar barnshuga svo stórkostlegur atburður. Síðar fluttu þær aftur út til Eyja en komu oft upp á land og gistu þá oft hjá okkur. Þegar við vissum að von var á Völlu, Möttu og Pálma ríkti viss stemmning hjá okkur, því Valla var alltaf svo barn- góð og hún veitti okkur svo mikla athygli og eftir því sem við vorum yngri því meiri athygli fengum við. Það var allt svo sgennandi sem Valla gerði með okkur, hvort sem það var að fara í bæinn, fara í heim- sóknir eða vera bara heima á Álf- hólsveginum. Það var okkar einlæga ósk að fá að fara til Vestmannaeyja og heim- sækja Völlu. Sú ósk rættist og var það í fyrsta skipti sem við fórum eitthvað án foreldra okkar. Þó að heimþrá hafi gert vart við sig var sá leiði fljótur að hverfa vegna þess að það var svo gaman. Ef við eigum eftir að fara aftur til Vestmanna- eyja verður minningin um Völlu ofarlega í huga okkar. . Elsku Matta, Elva Dögg, Thelma Ýr, Pálmi, Þórólfur, Matta og Bensi, ykkur vottum við dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Blessuð sé minning Valgerðar Benediktsdóttur. Kristín Lilja, Ragnhildur og Sólrún Þorsteinsdætur. Legsteinar Framleiðum altar staerðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf umi S.HELGASON NF SKEMMUVEGI 48'SlMI 7B677 27. og 28. maí til Bmfdomi 2eða Svifeur - Verð ftú kr. 38.750.-* m 8 sæti laus — Viðbötargísting á Lavante Club. Pantaðu strax! ‘Miðast við 2 fullorðna og 2 börn i íbúð. FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR AÐALSTRÆTI 16 - SÍMI 91-62149

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.