Morgunblaðið - 24.05.1992, Síða 32

Morgunblaðið - 24.05.1992, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ ATVII\II\IA/RAÐ/SMÁ sunnudagur 24. MAI 1992 Tannlæknastofa Aðstoð óskast á tannlæknastofu í miðbæn- um til áramóta. Vinnutími mánudaga-fimmtudaga kl. 8-14. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir þriðjudagskvöld merktar: „Rösk - 10307.“ Sólvallaskóla, Selfossi Við Sólvallaskóla á Selfossi eru nokkrar kennarastöður lausar til umsóknar. Meðal kennslugreina eru íþróttir, sérkennsla (6.-10. bekkjar), myndmennt, samfélags- og raungreinar. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í símum 98-21256 og 98-21178. Tónlistarskóli Njarðvíkur Tónlistarkennara vantar í eftirtaldar greinar næsta skólaár: Slagverk, málmblásturshljóðfæri, píanó (til 1. febrúar 1993) og bóklegar tónlistargreinar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendistTónlistarskóla Njarðvík- ur, Þórustíg 7, 260 Njarðvík. Umsóknarfrestur rennur út þriðjudaginn 2. júní. Upplýsingar veitir undirritaður í síma 92-12903 á kvöldin. Skólastjóri. Atvinnurekendur athugið! Atvinnumiðlun námsmanna hefur hafið starf- semi sína. Fjöldi námsmanna er á skrá með margvíslega menntun og starfsreynslu að baki. Skrifstofan er opin frá kl. 9-18 alla daga. Vanti ykkur starfskrafta í sumar, þá eru þeir hjá okkur! ATVINNUMIÐLUN NÁMSMANNA, Stúdentaheimilinu v/Hringbraut, símar 621080 og 621081. il ST. JÓSEFSSPÍTALI LANDAKOTI Barnadeild Hjúkrunarfræðingar Hefur þú áhuga á að starfa með börnum og foreldrum? Við á barnadeild Landakotsspít- ala þurfum á fleiri hjúkrunarfræðingum að halda til að vinna með okkur að umönnun barnanna. Hjúkrunarsvið deildarinnar er bæði sértækt og fjölbreytilegt. Við bjóðum upp á 3ja mánaða starfsaðlögun og leggjum áherslu á símenntun með stöðugri fræðslu- starfsemi á vegum deildarinnar. Deildin sinnir bráðavöktum. Upplýsingar gefur Auður Ragnarsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 604326. „Au pair“ - Svíþjóð Óskum eftir barngóðri og ábyrgri manneskju til að gæta tveggja barna, 4ra og 11/2 árs. Við erum staðsett rétt fyrir utan Gautaborg. Sveigjanlegur vinnutími, frí um helgar. Létt heimilisstörf, sérherbergi með sérinngangi og baði. Viðkomandi verður sem einn af fjöl- skyldunni. Þarf að geta byrjað í ágúst ’92 og geta talað eitt Norðurlandamál eða ensku. Vinsamlegast skrifið til: Christina Bruce, Fasonstigen 3, 44332 Lerum, Svíþjóð. Innkaupa- og birgðastýring Eitt stærsta tölvufyrirtæki landsins óskar eftir að ráða starfsmann í „Logistick". Starfssvið: - Pantanir frá innlendum og erlendum birgjum - Miðlun upplýsinga til sölumanna - Eftirlit með verði - Úrvinnsla upplýsinga (statistik) - Eftirlit með reglulegum lagertalningum - Vinna eftir markmiðum um öryggisbirgðir - Sjá um öll samskipti við toll - Halda utan um skuldir við erlenda birgja - Samræma og sjá um innkaup fyrir stærri verkefni Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi góða menntun, sé talnaglöggur, nákvæmur og hafi gott vald á ensku. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 27. maí nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustig 1a - 101 Reykjavlk - Slmi 621355 VINNUEFTIRLIT RIKISINS Administration of occupational safety and health Bíldshöföa 16 • Pósthólf 12220 • 132 Reykjavík Vinnueftirlit ríkisins auglýsir laus til umsóknar eftirtalin störf: Skrifstofustarf hjá umdæmisskrif- stofu Suðurnesja f Keflavík Um er að ræða 50% starf sem felst m.a. í símavörslu, vélritun og tölvufærslu. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Æskilegt er að umsækjendur hafi nokkra reynslu af tölvunotkun og hafi góða kunnáttu í íslensku. Enskukunnátta æskileg. Nánari upplýsingar um starfið veitir Gestur Friðjónsson, umdæmisstjóri, í síma 92-11002 eða aðalskrifstofan í síma 91-672500. Skrifstofustarf hjá umdæmisskrif- stofu Suðurlands f Hveragerði Um er að ræða 50% starf sem felst m.a. í símavörslu, vélritun og tölvufærslu. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Æskilegt er að umsækjendur hafi nokkra reynslu af tölvunotkun og hafi góða kunnáttu í íslensku. Nánari upplýsingar um starfið veitir Gísli Rúnar Sveinsson, umdæmisstjóri, í síma 98-34660 eða aðalskrifstofan í síma 91-672500. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknum, ásamt upplýsing- um um menntun og fyrri störf, skal skila til Vinnueftirlits ríkisins, Bíldshöfða 16, fyrir 14. júní 1992. Rafeindavirki Rafeindavirki óskast á rafeindaverkstæði. Umsóknir skilist á auglýsingadeild Mbl., merktar: „Raf - 3479". „Au pair“ - London íslensk fjölskylda með tvö börn, ársgamlan dreng og 3ja ára stúlku, sem búa í einbýlis- húsi í rólegu úthverfi London, óska eftir barn- góðri „au pair" frá 1. september 1992 til 1. september 1993. Aðeins mjög ábyrgur, samviskusamur og barngóður einstaklingur, sem hefur áhuga á börnum og rólegu fjölskyldulífi, kemur til greina. Óskað er eftir einstaklingi eldri en 18 ára sem reykir ekki. Þeir sem áhuga hafa sendi umsóknir ásamt persónulegum upplýsingum á auglýsinga- deild Mbl. merktar: „L - 9691“ fyrir 1. júní 1992. Öllum umsóknum verður svarað fyrir 15. júní 1992. Starfsmaður - þjónustudeild Stórt þjónustufyrirtæki vill ráða starfsmann í þjónustudeild strax. Viðkomandi þarf að vera á aldrinum 23-30 ára, duglegur, sam- vinnuþýður og hafa þjónustulund. Haldgóð menntun er áskilin ásamt því að vera „tæki- færissinnaður“. Starfið felst í viðhaldi og uppsetningu á sér- hæfðum búnaði. Gott framtíðarstarf. Umsóknarfrestur er til 28. maí nk. Guðniíónsson RAÐCjÖF &RADNINCARÞJONUSTA TJARNARGÖTU 14. 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Fjármálastjóri Óskum að ráða í stöðu fjármála- og skrif- stofustjóra hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfell- inga (KASK), Höfn, Hornafirði. Starfssvið fjármálastjóra: ★ Dagleg fjármála- og skrifstofustjórn. ★ Gerð rekstrar- og greiðsluáætlana. ★ Yfirumsjón ,og ábyrgð á fjárreiðum og bókhaldi. ★ Rekstrareftirlit og innri endurskoðun. ★ Samningagerð við viðskiptavini og lána- stofnanir. ★ Uppgjör og úrvinnsla upplýsinga úr bók- haldi og skýrslugerð. ★ Umsjón með ársuppgjöri og gerð árs- reiknings. ★ Stefnumótun, markmiðasetning og stjórn- un í samráði við aðra stjórnendur. ★ Fjármálastjóri er staðgengill kaupfélags- stjóra. Víð leitum að viðskiptafræðingi eða manni með aðra haldgóða viðskipta/verslunar- menntun. Haldgóð þekking á bókhaldi og reynsla af fjármálastjórnun nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar „Fjármálastjóri KASK" fyrir 1. júní nk. Hagva ngurhf " w' Skeifunni 19 Reykjavík Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.