Morgunblaðið - 24.05.1992, Side 39

Morgunblaðið - 24.05.1992, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 24, MAÍ 1992 39 Morgunblaðið/Júlíus Stúdentar í FB setja upp húfurnar. Fjölbrautaskóli Breiðholts: 151 brautskráður með stúdentspróf FJÖLBRAUTASKÓLA Breiðholts var slitið sl. föstudag og voru alls 243 nemendur brautskráðir frá hinum ýmsu deildum skólans, þar á meðal 151 með stúdentspróf. Um 1.500 nemendur stunduðu nám í dagskóla á vormisseri, en um 900 í kvöldskóla. Fór athöfnin fram í íþróttahúsi skólans við Austurberg. Við skólaslitin hélt Kristín Arn- alds skólameistari ræðu og kór skólans söng undir stjórn Ernu Guðmundsdóttur. Alis störfuðu 152 kennarar við skólann á vor- önn, þar af 105 við kvöldskólann. Sjö erlendir skiptinemar stunduðu nám við skólann á árinu, og tóku þeir virkan þátt í skólastarfinu. Tveir þeirra léku auk þess í einu leikrita Þjóðleikhússins. tClXVÍ-lt/W. A ....... Sjö nemendur luku prófi á eins árs grunnnámsbraut matvælasviðs og 25 luku almennu tveggja ára verslunarprófi af viðskiptasviði. Af þriggja ára brautum luku 58 nemendur sjúkraliðaprófi, fjórir luku snyrtifræðiprófi, einn nem- andi lauk námi á matartæknisviði og 40 luku burtfararprófi af tækni- sviði. Nemendur sem luku stúdents- prófi skiptust þannig milli deilda: 42 luku prófi af bóknámssviði, 12 af listasviði, 44 af viðskiptasviði, 14 af heilbrigðissviði, 3 af mat- vælasviði og 36 af félagsgreina- sviði. Bestum árangri á stúdentsprófi náðu Eva Vilhjálmsdóttir af félags- fræðibraut, Þorsteinn Berghreins- son af listasviði dagskóla og Krist- ín Kristinsdóttir af viðskiptasviði kvöldskóla. Auk þess hlaut Davíð Logi Sigurðsson viðurkenningu Rotarykiúbbs Breiðholts og Eva Erlendsdóttir hlaut viðurkenningu Soroptimista. Fjölbrautaskóli Breiðholts var stofnaður árið 1975, og er fyrsti fjölbrautaskóli á landinu. Eðli málsins samkvæmt Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Ógnareðli („Basic Instinct"). Sýnd í Regnboganum. Leik- stíjóri: Paul Verhoeven. Hand- rit: Joe Eszterhas. Aðalhlut- verk: Michael Douglas, Sharon Stone, George Dzundza, Janne Tripplethorn. Carolco og Canal Plus. 1992. Engin óbreytt spennumynd hef- ur hlotið eins mikið umtal eða vak- ið jafnmiklar deilur og Ógnareðli eftir Paul Verhoeven, sem nú hefur verið frumsýnd í Regnboganum. Samkynhneigðir hafa mótmælt því sem þeir nefna neikvæða lýsingu á samkynhneigðum konum í mynd- inni, Verhoeven lenti í klípu með bandaríska kvikmyndaeftirlitið vegna full bersöglislegra kynlífs- atriða og myndin hefur rokið upp vinsældaiistann vestra. Um hvað snýst svo allur titringurinn? Góðan, hraðan, ofbeldisfulian og „sexí“ „þriller" með heilmikið skemmti- gildi en galla í frásögn og endi sem varla er hægt að segja að veiti neina fullnægingu. Sumsé, fastir liðir eins og venju- lega en með auknum þunga á of- beldi og kynlíf. Það mátti etida búast við því frá Verhoeven („Tot- al Recall", „RoboCop"), sem er hollenskur og sérstaklega leikinn í að kvikmynda hrátt og afdrátta- laust ofbeldi, og gerði sinn fyrsta þriller í Hollywood eftirminnilegan. Hann hefur stigið skrefi lengra með formúluna, hann hefur berað stórstjörnurnar meira en þekkist, bakhlutinn á Michael Douglas er Úr myndinni Ógnareðli. mjög til sýnis, og þótt hörkulegt kynlífið virðist allt hannað ná- kvæmlega með reiknistokk - lík- amar slást mikið utaní veggi af einhveijum gæjalegum ástæðum - er það bullandi heitt og verulega tælandi. Því má ekki síst þakka nýjustu kunbombunni í Hollywood, Sharon Stone. Þó fer besta kynlífsatriðið og það eina virkilega snilldarlega sem fínna má í myndinni fram í öllum fötum. Það er fyrsta yfirheyrslan. Morðingi gengur laus. Böndin ber- ast að tvíkynhneigðum kvenmanni sem Stone leikur að sönnu eins og kyntákn í akkorði. Hún er kölluð til yfirheyrslu frammi fyrir nokkr- um harðhausum í löggunni og til að auka á spennuna fá áhorfendur að vita að hún er í engum undir- buxum. Þetta er sérstaklega gam- ansöm og erótísk sena sem rústar öllu því karlmannlega sem löggur í þessum myndum belgja sig út af. Myndin er gerð eftir metsölu- handriti Joe Eszterhas er framleið- endurnir keyptu fyrir peninga- summu sem átti sér fá fordæmi (180.000.000). Orðbragðið er klúrt en samtölin kómísk og oft snjöll. Hetjurnar eru hvorki sléttar og félldar svo það er erfitt að finna samúð með einum eða neinum. Sem dæmi má nefna að Douglas leikur löggu sem siðanefnd lög- reglunnar hefur á skrá því áður notaði hann dóp og skaut tvo sak- lausa túrista í eltingarleik við bóf- ana. Hann fær nýjasta morðmálið í hendur, kvenmaður gengur laus sem drepur karlmenn á blóðugan hátt með litlum járnfleyg. Hann grunar helst Stone, sem síðast sást með nýjasta fórnarlambinu, en á í mestum brösum með að falla ekki fyrir henni enda gerir hún í því að hræra í hausnum á honum. Verhoeven heldur vel á spöðun- um. Hann nær strax upp þraða í frásögninni og byggir upp spennu sem liggur ekkert síður í hinu and- lega og líkamlega sambandi á milli Douglas og Stone en í morðmál- inu. Hann leggur áherslu á dökkt og ískalt útlit sem er í fullkomnu samræmi við persónugerðirnar og tónlist Jerry Goldsmith á ekki síst- an þátt í að magna upp andrúms- loft spennu og óhugnaðar. Hér eru handverksmenn sem kunna vel til verka þegar kemur að því að gera vandaða afþreyingu og þótt morð- sagansjálf sé glompótt og endirinn leiðinlega tvöfaldur í roðinu veitir myndin fína skemmtun aðdáend- um góðra spennumynda. Minningargjöf um séra Bjarna Sigurðsson frá Mosfelli afhent MINNINGARGJÖF um séra Bjarna Sigurðsson frá Mosfelli, sem lést síðastliðið haust, var afhent safnaðarheimili Lágafellssóknar á þriðjudag, á 72. ártíð séra Bjarna. Séra Bjarni Sigurðsson var fæddur þann 19. maí árið 1920, og þjónaði Mosfellsprestakalli um 22 ára skeið á árunum 1954- 1976. Þá hvarf hann til kennslu- starfa við guðfræðideild Háskóla íslands, og kenndi þar í 15 ár. Var séra Bjarni farsæll prestur í Mosfellssveit, og mörg af hans gömlu sóknarbörnum voru við- stödd afhendinguna, en eldri borg- arar í Mosfellsbæ hafa hist á þriðjudögum í vetur í Safnaðar- heimilinu. Bjarki Bjarnason afhenti minn- ingargjöfina fyrir hönd gefenda, og séra Jón Þorsteinsson, sóknar- prestur, veitti henni viðtöku. Gjöfin er vasi, unninn í steinleir af tengdadóttur séra Bjarna, Þóru Sigurþórsdóttur, leirlistakonu. Morgunblaðið/Ingvar Við afliendingu minningargjafarinnar. Frá vinstri: Jón Þorsteinsson, sóknarprestur Lágafellssóknar, Bjarni Bjarkason, Bjarki Bjarnason, Þóra Sigurþórsdóttir, Vilborg Bjarkadóttir, Sigurður Hreiðar Hreið- ai-sson, Aðalbjörg Sigríður Guðmundsdóttir, ekkja séra Bjarna Sig- urðssonar, Steingerður Sigurðardóttir og Sif Bjarnadóttir með Hilmi Ibsson. Gjöfin er vasi úr steinleir, og er hann fyrir miðri mynd. FEROAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Sunnudagur 24. maí kl. 13 Raðgangan1992,3. áfangi A. Fjallahringurinn: Eyrarfjall (476 m.y.s). Gott útsýni yfir Kjós- ina og víðar. B. Strönd og láglendi: Hval- fjarðareyri - Hálshólar. Fjöl- breytt strandganga meðfram Laxvogi. Verð. 1.100.- kr., frítt fyrir börn með fullorðnum. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin (stansað við Mörkina 6). Verið með ( sem flestum raðgönguferðunum um Hvalfjörð og nágrenni. Gengið er í 10 áföngum á hálfsmánaðar- fresti frá Kjalarnesi í Borgarnes. Göngudagur Ferðafélagsins verður sunnudaginn 31. maí Hann er tileinkaður flutningi skrifstofu F.í. i nýja félagsheimil- ið. Tvaer ferðir: A. Kl. 11 Heið- mörk - Elliðaárdalur - Mörkin. 10 km ganga. B. Kl. 13 Fjöl- skylduganga frá Mörkinni í Ell- iðaárdal. Brottför frá Mörkinni 6 (austast við Suðurlandsbraut). Ekkert þátttökugjald. Helgarferð til Vestmanna- eyja 29.-31. maí Munið hvítasunnuferðirnar 5.-8. júnf: 1. Afmælisferð á Snæfellsnes og Snæfellsjökul (60 ár frá fyrstu Ferðafélagsferðinni). 2. Öræfa- jökull - Skaftafell. 3. Skaftafell - Öræfasveit. 4. Þórsmörk - Langidalur. Upplýsingar og farmiðar á nýju skrifstofunni Mörkinni 6, 108 Reykjavík. Ný númer: Sími 682533, fax 682535. Ferðafélag islands. KROSSÍNl Sunnudagur: Samkoma í dag kl. 16.30. Þriðjudagur: Bibliulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. ÚTIVIST Hallveigarstíg 1, sími 14606 Dagsferðir sunnud. 24. maí Kl. 10.30 Fjallganga nr. 2, Ingólfsfjall (551 m). Kl. 10.30 Klóarvegur. Kl. 13.00 Strandganga í land- námi Ingólfs. Kvöldganga miöd. 27. maí kl. 20 Um næstu helgi: 28. maf-31. maí (4 d). Básar á Goöalandi: Gist í skála félagsins. Skipulagðar gönguferðir. Fimmvörðuháls frá Básum: Gengið úr Básum á Fimmvörðu- háls og gist í Fimmvörðuskála. Farið á gönguskíðum um ná- grenni skálans. Upplýsingar og miðasala á skrif- stofunni, Hallveigarstíg 1. Dagsferðir sunnud. 31. ma( Kl. 9.15 Kirkjugangan 11. áfangi. Kl. 13.00 Kræklingafjöruferð. Sjáumst! Útivist. Kristniboðsfélag karla, Reykjavík Fundur verður í Kristniboðssaln- um, Háaleitisbraut 58-60, mánudagskvöldið 25. maí kl. 20.30. Benedikt Arnkelsson hef- ur biblíulestur. Allir karlmenn velkomnir. Stjórnin. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Bresku miðlarnir Coral Polge og Bill Landis halda skyggnilýsingar- fund á vegum félagsins mánu- daginn 25. maí kl. 20.30 á Soga- vegi 69 á vegum félagsins. Coral Polge, psychic artist, teiknar og Bill Landis lýsir. Nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu félagsins, Garðastræti 8, 2. hæð, opið frá 13-17, sími 18130. Stjórnin. Hörgshlíð 12 Boöun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Útisamkoma á Lækjartorgi kl. 16.00. Hjáipræðissamkoma kl. 20.00. Ingibjörg Jónsdóttir talar. Jóhannes Ingimarsson syngur einsöng og Óskar Einarsson stjórnar. Hermannavígsla. Fimmtudagur kl. 20.30: Hátiðar- samkoma. Allir velkomnir. ÍKFUK KFUM Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30 á Háaleitisbraut 58. Ræðumaður: Ragnar Gunnars son. Allir velkomnir. Z Orð lífsins, Grensásvegi 8 Vakningarsamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. VEGURINN Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kóp. Fjölskyldu samvera kl. 11.00. Guðni Þorvaldsson prédikar. Almenn samkoma kl. 20.30. Einar Gautur Steingrímsson prédikar. Almenn samkoma kl. 20.30. Björn Ingi Stefánsson prédikar. Allir velkomnir. „Náð sé með yður og friður fró Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi." Hvítasunnukirkjan Fíladeifía Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaöur Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. fÍMnhjólp Aimenn samkoma í Þríbúöum, Hverfisgötu 42 i dag kl. 16.00. Dorkas-konur annast samkom- una með söng og vitnisburðum. Barnagæsla. Stjórnandi Ásta Jónsdóttir. Kaffi að lokinni sam- komu. Allir velkomnir. Samhjálp. Kanntu að vélrita? Vélritun er undirstaða tölvu- vinnslu. Kennum blindskrift og alm. uppsetningar á nýjar, full- komnar rafeindavélar. Síðustu námskeið á þessu vori byrja 4. júní. Innritun í s. 28040 og 36112. Ath.: VR og BSRB styrkja félaga sina á námskeiðum skólans. Vélritunarskólinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.