Morgunblaðið - 24.05.1992, Side 47

Morgunblaðið - 24.05.1992, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ ÚTVARP/SJÓNVARP SUNNUÐAGUR 24. MAI 1992 Sjónvarpið: Stanley og konumar Sir Kingsley Amis höfundur sögunnar sem myndin byggir á liggur yfirleitt ekki á skoðunum sínum, nema hvað varðar eigin fjölskyldu Sir Kingsley Amis. Myndin er tekin árið 1986. SJÓNVARPIÐ sýnir í kvöld annan þáttinn af fjórum í breska framhaldsmynda- flokknum Stanley og konurnar sem byggður er á metsölubók eftir sir Kingsley Amis, einn kunnasta rithöfund Bretlands, sem nú er uppi. Æviminningar hans, sem komu út fyrir rúmu ári, vöktu verulega athygli fyr- ir bersögli og vægðarleysi höf- undarins við vini sína. Rithöf- undurinn hefur aldrei legið á skoðunum sínum um hvað sem vera skal nema fjölskyldu sína. í æviminningum sinum er hann opinskár að vanda um þekkta menn og óþekkta, sem hann hefur mætt á lífsleiðinni, og hlífir engum. Höfundurinn tal- ar illa um nánast alla en þó eru þar nokkrar undantekningar. Ein þeirra er Margaret Thatch- er, fyrrum forsætisráðherra, sem hann segir einhverja feg- urstu konu er hann hafi séð um ævina. Það var einmitt Thatch- er sem aðlaði sir Kingsley. Þá vakti það mikla athygli þegar hann tók afstöðu með Banda- ríkjamönnum í Víetnamstríð- inu. Kingsley Amis fæddist árið 1922 í Bretlandi og var af þeirri kynslóð sem nefndist „reiðu ungu mennirnir". Þeir voru upp- reisnargjarnir og gagnrýnir á það sem feður þeirra höfðu gert og á gömul gildi. Amis hefur skrifað Qöldann allan af bókum og valið sér fjölbreytt viðfangsefni; háðsk- ar skáldsögur, njósnasögur, leið- beiningarit um vín, ritgerðir um bókmenntir og flest þar á milli. Eftir lát rithöfundarins Ian Flem- ings var hann einn þeirra sem skrifaði skáldsögu um James Bond. Á yngri árum var hann einnig bókmenntagagnrýnandi. Hann vakti fyrst athygli fyrir skáldsögu sína Lucky Jim (1954). Á seinni árum hafa skáldsögur hans ögrað feminisma í æ ríkara mæli og má þar t.d. nefna Jake’s Thing (1978) og Stanley and the Women (1984). Engar bækur hans hafa verið þýddar á íslensku. Varpar nýju ljósi á aldraða í Bretlandi var nýlega tekin til sýninga þriggja þátta mynd hans The Old Devils, sem gerð er eftir samnefndri bók, en hún kom út árið 1984. Myndin varð tilefni þess að Nicholas Bagnall, sem skrifar í sjónvarpsblað The Daily „í æviminningnm sín- um er hann opinskár að vanda um þekkta menn og óþekkta, sem hann hefur mætt á lífsleiðinni, og hlífir engum. Höfundurinn talar illa um nánast alla en þó eru þar nokkrar undantekn- ingar. Ein þeirra er Margaret Thatcher.“ Telegraph — og segist vera á svip- uðum aldri og Amis — fór að líta eldra fólk öðrum augum en áður. „Frá löngu liðinni tíð og þar til nú hefur eldra fólk haft slæma ímynd,“ segir Bagnall. „Nútíma bókmenntir gera gys að eldra fólki án lítillar miskunnar," og Bagnall tekur dæmi um setningar sem hafa birst í Spectator og Litla húsinu í Allington: „Það eru svo fáir sem eldast með glæsibrag,“ og „Ég er einungis gömul kona.“ Hann segir að The Old Devils sé alls ekkert þessu líkt. Gömlu mennirnir séu hrein óargadýr, nöldrandi óargadýr, ruddalegir, erfitt sé að gera þeim til hæfís. Þeir ropi, leysi vind og séu með hávaða og læti á bjórkránum. „Þeir hafa alls ekkert breyst und- anfarin 40 ár og eru haldnir sömu ástríðum og þá. Það er þetta sem mér fínnst skipta máli,“ segir Nicholas Bagnall. Þáttaröðin í Sjónvarpinu I fyrsta þættinum um Stanley komst hann að því að Steve sonur hans er veikur á geði. í þættinum í kvöld fær hann að heyra skýring- ar geðlæknis á orsökum sjúk- dómsins og þær eru honum síst að skapi. Vandræðin í einkalífínu eru farin að bitna á vinnunni en þó er barátta hans við kvenfólkið rétt að hefjast. í hlutverki Stan- leys er John Thaw en með önnur helstu hlutverk fara Geraldine James, Sheila Gish, Penny Downie, Sian Thomas, Michael Aldridge og Michael Elphick. Þýð- andi er Gauti Kristmannsson. Þátturinn hefst kl. 22.00. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Maður án ábyrgðar NÆTURUTVARPID 1.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. (Endurtekinn þáttur.) 2.00 Fréttir. Þáttur Svavars heldur áfram. 3.00 í dagsins önn. Mótorhjól í umferðinni. Um- sjón: Gestur Einar Jónasson. (Frá Akureyri.) (End- urtekinn þáttur frá deginum áður á Rás 1.) 3.30 Glefsur. Úrdægurmálaútvarpi mánudagsins. 4.00 Næturlög. 4.30 Veðurfregnir. Næturlögin halda áfram. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.05 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson leikur íslenska tónlist, flutta af íslendingum. (End- urtekið úrval frá kvöldinu áður.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Morguntónar. Ljúf lög í morgunsárið, LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 8.10-8.30 og 18.35-19.00 Útvarp Norðurland. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 / 103,2 7.05 Morgunútvarpið. Umsjón Guðmundur Bene- diktsson og Ingibjörg Gunnarsdóttir. islenskt mál, hollustu- og heilbrigðismál, matargerð. o.fl. 12.30 Aðalportið. Flóamarkaður. 13.00 Hjólin snúast. Umsjón Jón Atli Jónasson og Sigmar Guðmundsson. 18.00 Islandsdeildin. [slensk dægurlög. 19.00 Kvöldverðartónar. 20.00 í sæluvimu á sumarkvöldi. Óskalög, afmælis- kveðjur o.fl. 22.00 Blár mánudagur. UmsjónPéturTyrfingsson. Fréttirkl.8,9,10, II. 12,13,14,15,16og 17. STJARNAN FM 102,2 7.00 Morgunútvarp. Umsjón Ásgeir Páll. Morgun- korn kL.7.45.-.8.45 i umsjón Gunnars Þor- steinss. 9.00 Jódis Konráðsdóttir. 13.00 Ásgeir Páll. 17.00 Morgunkorn, endurtekið frá morgni. 17.05 Ólafur Haukur, 19.05 Ævintýraferð i Odyssey. 19.35 Vinsældalisti, 20 efstu sætin. 20.35 Richard Perinchief prédikar. 21.05 Vinsældalistinn ... framhald. 22.05 Fræðsluþáttur um fjölskylduna. Umsjón: dr. James Dobson. 24.00 Dagskrárlok. Bænastund kl. 9.30,13.30,17.30,22.45 og'23.50. Bænalínan er opin kl. 7 - 24. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eirikur Jónsson, Guðrún Þóra. Fréttir kl. 7, 8 og 9. 9.05 Tveir með öllu. Jón Axel Ólafsson og Gunn- laugur Helgason. Fréttir kl. 10, 11 og 12. 12.15 Rokk og rólegheit. Anna Björk Birgisdóttir. Iþróttafréttir, Bibbao.fi. Fréttirkl. 14,15 og 16. 16.05 Reykjavík siðdegis. Steingrímur Ólafsson. Fréttir kl. 17 og 18. 18.05 Landssíminn. Bjarni Dagur Jónsson. 19.00 Flóamarkaður Bylgjunnar. 19.19 Fréttir. 20.00 Kristófer Helgason. Óskalög. 24.00 Næturvaktin. EFFEMM FM 95,7 7.00 í morgunsárið. Sverrir Hreiðarsson. 9.00 Morgunþáttur. Ágúst Héðinsson. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Valdis Gunnarsdóttir. Tónlist og getraunir. 15.00 ivar Guðmundsson. Stafaruglið. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Gullsafnið, Ragnar Bjarnason. 19.00 Halldór Backman. Kvöldmatartónlistin. 22.00 Ragnar Már Vilhjálmsson. 1.05 Haraldur Jóhannsson. 5.00 Náttfari. HUÓÐBYLGJAN Akureyri FM 101,8 17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson. Tekið á móti óskalögum og afmæliskveðjum. Fréttir frá frétta- stofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 18.00. HITTNÍU SEX FM 96,6 7.00 Morgunþáttur. Umsjón Arnar Albertsson. 10.00 Klemens Arnarson. 13.00 Arnar Bjarnason. 16.00 Jóhann Jóhannesson. 19.00 Karl Lúðviksson. 22.00 Rokkhjartað. Umsjón Sigurjón Skæringsson. 1.00 Næturvaktin. SÓLIN FM 100,6 8.00 Morgunþáttur. Haraldur Kristjánsson. 10.00 Jóna de Groot. Fyrirtækjaleikur o.fl. 13.00 Björn Markús. 17.00 Steinn Kári. Óskalög. 19.00 Hvað er að gerast? 21.00 Hulda Tómasína Skjaldardóttir. 1.00 Næturdagskrá. ÚTRÁS FM 97,7 16.00 Iðnskólinn i Reykjavík. 18.00 FB. 20.00 Kvennaskólinn. 22.00 í öftustu röð. Ottó Geir Borg og isak Jónsson. 1.00 Dagskrárlok. Hvað er að vera maður? Stundum hefur það verið skil- greint sem svo að munurinn á manninum og öðrum skepnum jarðarinnar sé sá, að maðurinn hafí minni, geti lært af reynsl- unni og beri ábyrgð á því sem hann gerir. Eitthvað vefst það nú samt fyrir okkur í verald- arvolkinu hvort maður beri yfír- leitt nokkra ábyrgð á verkum sínum, jafnvel sá sem skelfíleg- ast hefur brotið gegn náungan- um, drepið og nauðgað. Alls staðar frá berast nú frásagnir af voðavérkum á því sem kallað er átakasvæði, þar sem saklaust fólk er pyndað og myrt — og það oft úr launsátri — í krafti ein- hverrar sannfæringar. Jafnframt er í fréttum sagt frá umræðum um persónulega ábyrgð einstaklinga, sem fyrrum hafa framið voðaverk í skjóli slíkra aðstæðna og upp kemst. Þeir sem lásu í síðasta sunnu- dagsblaði átakanlega sanna sögu Króatans Ivica og fjölskyldu hans, sem í átökunum í Júgóslav- íu urðu réttdræp fyrir að búa á svæði þar sem Serbar urðu ofan á, hafa kannski spurt sig hvort Serbinn æskuvinur hans beri ekki persónulega ábyrgð á því að segja til hans og leiða sam- starfsmenn hans til að drepa hann, soninn og aldraða foreldra. Svona dæmi eru nú komin upp um alla Austur-Evrópu, þá að sjálfsögðu með mönnum sem ekki vilja bera ábyrgð á illvirkj- um sínum. Líka víðar um heims- byggðina. í Frakklandi er nú fyrir rétti arabinn Fuel Ali Sala, sem sakaður er um að hafa varp- að sprengjunni í Tate-versl- unarmiðstöðinni í Rue de Rennes í París haustdaginn 1987 þegar efnalitlir foreldrar flykktust að venju með börn sín til að kaupa á þau skólafötin. Og tætti það saklausa fólk. Eigum við sjón- varpsáhorfendur, sem fengum þessa skelfíngu með blóðslettun- um á skjáinn hjá okkur af því að sjónvarpsvélar voru þar af tilviljun að mynda, að gleyma þeirri sýn og segja eins og tals- menn Alis Sala, að hann eigi ekkert að bera persónulega ábyrgð á því sem hann gerði, af því að illa sé farið með landa hans annars staðar? Maðurinn beri ekki ábyrgð á sínum gerð- um? Dæmin eru fjölmörg. Stellan Skarsgard, sem leikur Ralf Wall- enberg í mynd sem er að koma í Háskólabíói, sagði mér að hann væri ekki enn búinn að ná sér eftir að hafa fyrst staðið við kvikmyndatökuna andspænis leifunum af gyðingunum sem upplifðu útrýmingu nasista og uppgötva svo hve hatrið á gyð- ingum lifir enn í Búdapest, þar sem fólk tekur ekki á sig ábyrgð- ina á því sem það gerði þá. Get- ur þar af leiðandi ekkert af því lært. Um það snýst málið, að taka eða láta menn taka á sig ábyrgð, svo þeir sjálfír og aðrir megi nokkuð af því læra. Þessi spurning um persónu- lega ábyrgð á eigin gerðum og sekt er sífellt að skjóta upp koll- inum. Sá sem yfírleitt hefur nokkra afstöðu til mála kemst ekki hjá því að hafa á þessu skoðun. Kristilegu kærleiks- blómin spretta kringum hitt og þetta, eins og skáldið sagði. En ekki hefur nú tekist betur til með þennan skrifara, þrátt fyrir kristilegt uppeldi, að þegar rifj- ast upp raunveruleg dæmi sem maður hefur upplifað, þá verða kristilegu kærleikblómin að visn- um stráum. Ef ég fengi nú t.d. vitneskju um hvaða rauður khmeri í Kambódíu hefði rist á kvið ungbörnin í þorpinu á landa- mærunum við Tæland haustið 1977 eftir að hafa brennt og drepið fullorðna fólkið, er ég viss um að ég vildi ekki strika yfir það, hversu langt sem er síðan hann framdi verknaðinn. Þessu er ekki hægt að gleyma í 100 ár. Hann einn getur borið ábyrgð á þessum gerðum sínum. Og þá líklega líka Ivo, æskuvinur hans Ivica í Júgóslavíu, sem sagt var frá í síðasta sunnudagsblaði. En hvern þann, sem að hrellir mest og blekkir, heldur fólkið jafnan beztan mann sagði hann Vilhjálmur í Skál- holti í ljóðinu Jesús Kristur og ég. Á maðurinn kannski aðeins að bera ábyrgð á gerðum sínum ef um einhverjar smásyndir gegn náunganum er að ræða? Mörgum finnst bera æði mikið á því við- horfi í íslenskri löggjöf. Saman- ber meðferð nauðgunarmála. Og oft fjármála, þar sem alltaf má kasta öllum syndum sínum bak við sig og sjá þær aldrei meir — né þá sem komið var á kaldan klaka. Fá löglega aflausn og byija jafnharðan upp á nýtt við stjórn nýs eða endurreists fyrir- tækis — aftur og aftur til ell- iára. Hafa þannig misst af þessu einkenni manneskjunnar um- fram hinar skepnurnar á jarð- kringlunni að muna og læra. Væri ekki ófróðlegt að taka þetta upp í þeim miklu umræðum og áhuga sem nú virðist vaknaður á siðfræði í þessu landi og kem- ur fram í troðfullum fyrirlestra- sölum og fjölmiðlaumræðu. En hvað er þá orðið um mann- inn — þennan sem skilur sig frá dýrunum með hæfileikanum til að muna, læra af reynslunni og bera ábyrgð? Kannski vill hann bara vera maður án ábyrgðar, semsagt hver önnur skepna jarð- ar. E.t.v. verður maður bara grimmari eftir að hafa nokkrum sinnum sjálfur séð á átakasvæð- um og í flóttamannabúðum með- ferðina sem einstaklingar hafa orðið fyrir af öðrum einstakling- um í skjóli þess að þeir séu í ábyrgðarlausu samfélagi? Að aldrei komist upp um eða um það fengist hver raunverulega gerði það. Fórnarlömbin verði bara að bera ábygð á sinni eigin ólukku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.