Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992
Björg Sæmunds-
dóttir - Minning
Fædd 24. júlí 1920
Dáin 7. júni 1992
Kvödd er í dag hinstu kveöju kær
vinkona okkar Björg Sæmundsdótt-
ir iðnverkakona, en hún verður jarð-
sungin að Stóra-Vatnshomi í
Haukadal og lögð til hvíldar við hlið
manns síns, Sigurðar Jóhannesson-
ar sem hún missti árið 1947, þegar
hún var 27 ára og litla dóttir þeirra
Sigurbjörg aðeins 2 ára.
Björg hefur búið lengi á Grettis-
götu og Vitastíg hér í borg, og þar
af í mörg ár á Grettisgötu 57a í
húsi með Guðbjörgu móður minni.
Eftir að móðir mín lést og Björg
fluttist í eigin íbúð hafa tengslin
haldist, einkum vegna náinnar vin-
áttu Bjargar og Oddnýjar Maríu
Gunnarsdóttur og sonar míns Sturlu
Þórs, sem bjuggu lengi á næstu hæð
við hana.
Björg var fædd að Austari-Hóli,
Flókadal í Fljótum norður, 24. júlí
1920, dóttir hjónanna Salbjargar
Helgu Þorleifsdóttur frá Búðarhóli
í Ólafsfirði og Sæmundar Jónssonar
frá Austari-Hóli. 17 ára fer hún til
Siglufjarðar í síldarævintýrið er þar
til 1941 er hún flyst til Keflavíkur.
Árið 1942 kynnist hún Sigurði
Jóhannessyni frá Giljalandi í
Haukadal, en hann hafði gerst
kaupfélagsstjóri í Haganesvík. Þau
giftust árið 1944 og 21. mal árið
1945 eignuðust þau dóttur, sem
skírð var Sigurbjörg. Sigurður fór
sama ár til framhaldsnáms í Sví-
þjóð, en Björg og dóttirin unga
dvöldust hjá foreldrum Sigurðar á
Giljalandi. Sumarið 1946 liggur leið
þeirra til Siglufjarðar, þar sem Sig-
urður fæst við sfldarútveg, en næsta
vetur flytjast þau til Stykkishólms,
þar sem Sigurður starfar við kaup-
félagið.
Við skyndilegt fráfall Sigurðar
árið 1947, lá ieið Bjargar aftur til
norðurlandsins, þar sem hún starf-
aði við matsölu í síldarverksmiðju
Rauðku á Siglufirði og síðar við
ýmis önnur störf þar og í Ólafs-
firði. Á þessum árum var dóttirin
Sigurbjörg í umsjá móðurömmu og
afa í Ólafsfirði á vetrum, en hjá
föðurforeldrum á Giljalandi á sum-
rum. Árið 1960 flytur Björg með
dóttur sína til Reykjavíkur og gerist
iðnverkakona við spunavélar hjá
ullarverksmiðjunni Framtíðinni á
Frakkastíg í 12 ár og þaðan lá leið-
in að Álafossi í 18 ár eða þar til
hún kenndi þess sjúkdóms á sl. ári,
sem hún bar lægri hlut fyrir. Björg
andaðist á Landspítalanum að
morgni hvítasunnudags 7. júní sl.
Dóttir Bjargar, Sigurbjörg, giftist
enskum manni Barry Weaving árið
1966 og eiga þau 4 böm: Helgu 21
árs, Oliviu 20 ára, Timothy Sigurð
18 ára og Sæmund 14 ára. Þau em
búsett í London.
Björg bar hag þeirra alla tíð mjög
fyrir brjósti og vildi mikið á sig
leggja til þess að fá þau í heimsókn-
ir til íslands. Björg var lengst af
iðnverkakona og hetja sem aldrei
bugaðist. Hún var grönn kona,
skarpleit með glaðlegt andlit og
mjög létt á sér. Hún var með falleg
augu, hreinskiptin og hafði ríka
kímnigáfu og var oft erfítt að átta
sig á hvort hún talaði í alvöru eða
gríni, því að oft'var hún beinskeytt
og virtist vilja komast að kjama
málsins, en sneri svo öllu í léttara
hjal og vildi gera málstað allra góð-
an.
Hun vann oft langan vinnudag
og ákvæðisvinnu, hún var oft þreytt,
hún kvartaði aldrei og talaði yfír-
leitt vel um verkstjóra sína og vinnu-
veitendur. Það var lærdómsríkt að
heyra hvað hún gat séð skoplegar
hliðar á öllu erfiðinu og hvað hún
gat notið þess að takast á við erfíð-
leika lífsbaráttunnar. Já hún var
sannkölluð hversdagshetja, sem við
vinir hennar þökkum fyrir að hafa
fengið að umgangast og læra af.
Að leiðarlokum biðjum við einka-
dóttur Bjargar, tengdasyni og böm-
um þeirra, sem hún elskaði svo inni-
lega Guðs blessunar, svo og föður,
systkinum og öðmm ættingjum og
vinum.
Megi líf og starf Bjargar vera
okkur leiðarljós og áminning um
æðmleysi. Við þökkum Björgu fyrir
einlæga vináttu.
Guðmundur Snorrason.
„Fáir njóta eldanna,
sem fyrstir kveikja þá.“
Þeir sem vinna hin hljóðlátu störf
alþýðunnar njóta þess sjaldan sjálfir
nema að takmörkuðu leyti, þótt
þeir leysi störf sín trúlega af hendi.
Störf þeirra em sem hlekkir í keðju
lífsins og þjóðfélagið nýtur góðs af
verkum þeirra, en þeir sjálfir hljóta
litla umbun fyrir. Þetta kemur mér
fyrst í hug er ég minnist Bubbu
frænku minnar, sem lést hinn 7.
júní sl. á Landspítalanum eftir
þunga sjúkdómslegu.
Björg var fædd að Austari-Hólum
í Flókadal norður, dóttir hjónanna
Salbjargar Helgu Þorleifsdóttur frá
Búðarhóli í Ólafsfirði og hagleiks-
mannsins Sæmundar Jónssonar frá
Austari-Hóli.
Bubba hleypti heimdraganum
sautján ára að aldri og hélt til Siglu-
fjarðar. Hún tók þátt í síldarævin-
týrinu mikla og oft var gaman að
heyra hana og móður mína rifja upp
gamlar endurminningar frá þeim
ámm. Árið 1942 kynntist hún
Sigurði Jóhannessyni frá Giljalandi
í Haukadal, sem þá var kaupfélags-
stjóri í Haganesvík og giftust þau
árið 1944. Vorið eftir eignuðust þau
dóttur sem hlaut nafnið Sigurbjörg
eftir móður Sigurðar.
Ég kynntist Bubbu fyrst að ráði
þetta sama sumar, en þá var ég
vikastelpa á sumardvalarheimili
bama á Barði í Fljótum. Ég minnist
þess er ég skondraði með léttvagn
í togi hina dijúgu leið niður í Haga-
nesvík, að sækja vömr í Kaupfélag-
ið og pakka sem komið höfðu með
bátnum frá Siglufírði. Skammt fyrir
ofan þorpið var lítið tveggja hæða
grátt steinhús. Við gluggann stóð
smávaxin, flngerð kona, með hrafn-
Þessir drengir söfnuðu til Rauða krossins tæpl. 1.600 kr. með því
að halda hlutaveltu. Strákarnir heita Skarphéðinn Ársælsson, Hafl-
iði Samúelsson og Fáfnir Árnason.
svart hár niður á herðar, með hvít-
voðung i fangi. Hún opnaði
gluggann og kallaði „frænka,
komdu við í bakaleiðinni og fáðu
þér bita“. Og hvem einasta dag
þetta sumar naut ég góðgerða hjá
Bubbu frænku, sém var svo fln, í
fallegum kjól, með stífstraujaða
svuntu og í háhæluðum skóm. Við
ræddum margt um lífið og tilver-
una. Mér líkaði vel hreinskilni henn-
ar, þó mér fyndist hún á stundum
nokkuð dómhörð. Um haustið skildu
leiðir. Ég flutti suður og fór í skóla
og naut þess að vera til, en Bubba
mín fékk alltof snemma að finna
fyrir harðneskju lífsins. Sigurður
maður hennar lést langt fyrir aldur
fram eftir aðeins þriggja ára hjóna-
band og hafði það mikil og djúpstæð
áhrif á lff Bubbu upp frá því. En
hún lét ekki bugast. Foreldrar henn-
ar tóku að sér umsjá Sillu litlu, en
Bubba vann við ýmis störf norðan-
lands. Eftir fermingu Sillu fluttu
þær mæðgur til Akraness og þaðan
til Reykjavíkur þar sem Siila stund-
aði framhaldsnám, en hún hafði
góða námshæfileika. Árið 1966 gift-
Fædd 8. febrúar 1904
Dáin 9. júní 1992
Elskuleg föðursystir mín Kristín
Guðmundsdóttir, Stína, er látin.
Þrátt fyrir mikil veikindi síðustu
árin var eins og hún væri að bíða
eftir að hennar ástkæri eiginmaður
Sigurður Óli ólafsson fyrrv. alþing-
ismaður, nýlátinn, færi á undan
sér. Þannig var hún gerð, alltaf að
hugsa um sína nánustu.
Þótt gestkvæmt væri oft á heim-
ili þeirra Sigurðar Óla í Hafnar-
túni, Selfossi og einnig í Safamýr-
inni, Reykjavík þá voru það dætum-
ar tvær, Obba og Sigga Ragna, sem
ávallt skipuðu öndvegi í hjarta
hennar.
Ég votta þeim frænkum mínum
og vinkonum, mökum þeirra, böm-
um, bamabömum og eftirlifandi
systkinum, mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Minning um góða móður mun
lifa.
Helga Guðmundsdóttir.
Þegar íslensk náttúra skartar
sínu fegursta og veröldin er nátt-
laus kvaddi elskuleg móðursystir
okkar, Kristín Guðmundsdóttir
þessa jarðvist. Stína frænka, eins
og við kölluðum hana, var einstak-
lega ljúf og góð manneskja. Hún
var eins og sumarið sem nú heilsar
okkur — björt og hlý.
Þegar við systkinin lítum til baka
hrannast upp minningar um okkar
góðu frænku. Hæst stendur minn-
ing um jólaboðin skemmtilegu sem
hún og maður hennar, Sigurður
Óli, héldu. Það var fastur punktur
í jólahaldinu að fara á jóladag til
Stínu frænku og Sigurðar Óla og
okkur systkinunum mikið tilhlökk-
unarefni.
Frænka okkar var mikil húsmóð-
ir. Kom það sér vel, þar sem maður
ist hún enskum manni að nafni
Barry Weaving. Eiga þau fjögur
þom, Helgu, Oliviu, Timothy Sigurð
og Sæmund. Hafa þau búið erlendis
alla tíð, en komið hingað heim í
fríum. Hugur Bubbu var ætíð hjá
Sillu og fyölskyldu hennar, því að
þau voru henni öll mjög kær. Hún
sýndi okkur myndir af þeim hreykin
á svip og sagði með stolti frá náms-
árangri bamanna og hæfileikum
þeirra. Hennar heitasta þrá var að
sjá Sillu áður en yflr lyki og með
óbugandi viljakrafti tókst henni að
halda meðvitund þar til dóttir henn-
ar var komin og þær höfðu kvaðst.
Þegar þær mæðgur fluttu suður
tengdust böndin milli okkar á ný,
ekki síst vegna þess að Bubba og
móðir mín vom vinkonur. Bubba var
mjög einráð og lét engan segja sér
fyrir verkum. Og þar sem að móðir
mín var einnig þó nokkuð stíf á
meiningunni voru þær nú ekki alltaf
sammála blessaðar. En þótt slettist
upp á vinskapinn öðm hvom þájafn-
aðist það fljótt og þær töluðu út um
hlutina. Tvisvar sinnum fóm Bubba
og mamma í ferðalag til útlanda og
höfðu mikla ánægju af. Þegar móð-
ir mín lést fyrir tæpum tólf ámm
saknaði Bubba hennar mjög, en vin-
semd hennar íminn garð varð enn
meiri en áður. Á merkisdögum innan
fjölskyldu minnar kom hún með
gjafir eða blóm og sagði „Þetta er
frá okkur mömmu þinni, ég kem
bara með það.“
Þegar Bubba var komin hingað
suður hóf hún starf við spunavélar
í Ullarverksmiðjunni Framtíðinni,
og starfaði þar í tólf ár. En þegar
sú verksmiðja var lögð niður var
henni boðið samskonar starf á Ála-
fossi og vann hún þar til starfsloka,
eða í átján ár.
Bubba var dugnaðarforkur. Það
var sama að hverju hún gekk, hún
sannaði eftirminnilega að vand-
virkni og mikil afköst geta farið
saman. Það var ógleymanlegt að sjá
hana vinna við spunavélina, hún var
svo handfljót að til þess var tekið.
Mér fannst Bubba frænka alltaf
hennar var lengi oddviti Selfoss-
hrepps og síðar þingmaður Sunn-
lendinga um árabil, en þessum
störfum fylgdi mikill erill og gesta-
gangur. Var ekki í kot vísað þar
sem Stína frænka stóð við stjómvöl-
in, brosmild og elskuleg og töfraði
fram ljúffenga rétti og kökur á sínu
fallega heimili.
Við kveðjum frænku okkar í
hinsta sinn í dag. Megi hún njóta
friðar og hvfldar á landi eilífðarinn-
ar umvafín ástvinum sem á undan
eru gengnir.
Einlægar samúðarkveðjur til
Obbu, Siggu Rögnu og fjölskyldu.
F.h. okkar systkinanna,
Ella.
Fyrir tæpum þremur mánuðum
ritaði ég minningu um afa minn,
Sigurð Óla Ólafsson, er lést 15.
mars sl. í niðurlagi greinarinnar
gat ég þess að hann myndi taka
vel á móti konu sinni þegar hún
hyrfl yflr móðuna miklu.
Nú er amma mín, Kristín Guð-
mundsóttir frá Selfossi, dáin, en
hún lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi
9. júní sl. 88 ára að aldri eflr langa
sjúkdómslegu.
Það er táknrænt fyrir einstakt
hjónaband tveggja heiðurspersóna
sem gengið hafa sömu götu í hart-
nær 67 ár, að þær skuli kveðja
þennan heim með svo stuttu milli-
bili. Amma Kristín, eins og við köll-
uðum hana, var mér ávallt sérstak-
lega góð og umhyggjusöm, en ég
dvaldist mörgum stundum á heimili
þeirra á bemskuárum. Hún sá um
„litla strákinn“ jafnvel og góð móð-
ir gætir bama sinna. í ömmu bjó
mikið ástríki og kærleikur gagnvart
fjölskyldu sinni og afkomendum.
Hún annaðist heimili þeirra afa af
mikilli kostgæfni, allar götur þar
til heilsa hennar brast fyrir nokkr-
dálítið sérstök kona. Hún var mjög
sjálfstæð í skoðunum og í lífí sínu
og vildi vera sem mest óháð öðrum.
Hún var skaprík og stolt. Þó að líf-
ið hafí á stundum farið um hana
ómjúkum höndum þá þoldi hún enga
meðaumkun. Gjafmild var hún með
afbrigðum og gestrisni í blóð borin.
Með því síðasta sem að hún sagði
við mig er ég sat við banabeð henn-
ar var: „Gógó mín hefurðu fengið
nokkuð að borða.“ Þannig var
Bubba, hugsaði ætíð fyrst um aðra.
Hún var ekki fyrir að flíka tilfinn-
ingum sínum, né heldur að segja
öðrum frá góðgjörðum sínum. En
mörgum gerði hún gott og marga
gladdi hún.
Lífsvilji hennar og óbilandi kjark-
ur í hinum erfíðu veikindum var
ólýsanlegur og vakti aðdáun allra
er til þekktu. Nokkrum vikum fyrir
andlát sitt fór hún með mér austur
að Kumbaravogi að heimsækja
frænku okkar níræða að aldri. Hún
vildi kveðja hana. Þó að Bubba
væri svo kvalin að hún gæti vart
gengið lét hún ekki á neinu bera
og þær frænkur áttu góða stund
saman.
Bubba átti marga góða vini, en
þeir sem reyndust henni best sein-
ustu árin voru þau hjónin Valva
Ámadóttir og Karl Benediktsson,
en þau bjuggu nokkur ár í sama
húsi og hún. Bubba dáði þau bæði
og sagði Kalla vera töframann sem
gæti allt. Hann lagfærði fyrir hana
ýmsa hluti og hjálpaði henni á marg-
an hátt, en Valva hlúði að henni og
kom til hennar á hveijum degi.
Bubba kunni vel að meta vináttu
þeirra og umhyggju og var þakklát
fyrir allt það góða sem þau auð-
sýndu henni.
Ég og synir mínir sendum öllum
aðstandendum Bubbu frænku inni-
legar samúðarkveðjur. Henni sjálfri
þökkum við samfylgdina, allar góðu
og skemmtilegu stundirnar sem við
áttum með henni og óskum henni
velfamaðar á nýjum leiðum.
Kristjana Heiðberg
Guðmundsdóttir.
um árum, en þá sneri afí dæminu
við og annaðist hana eins og honum
var einum lagið.
Mér er minnisstætt hversu sam-
rýndir við afí vorum og töluðum
mikið saman um heima og geima.
Amma komst oft ekki að fyrir okk-
ur kjaftöskum en alltaf stóð hún
sína vakt á bakvið og sá til þess
að öllum liði vel og skorti ekkert.
Samverustundimar í Safamýri
koma enn upp í hugann, þar kynnt-
ist ég fólki sem var einstakt í minn
garð, þau voru mér svo góð.
Á kveðjustundu minnist ég elsku-
legrar konu, sem markað hefur djúp
spor í líf mitt, mér og mínum til
eftirbreytni. Amma var gott dæmi
um einstakling sem þótti sælla að
gefa en þiggja.
Edda, Eva Katrín og litla Andrea
Þorbjörg, sem staddar era í Noregi
um þessar mundir, hugsa hlýtt til
hennar í dag með þakklæti fyrir
stutt en dýrmæt og ánægjuleg
kynni. Amma Kristín verður jarð-
sett á Selfossi í dag, við hlið bónda
síns. Þar finnur líkur líkan. Megi
Guðs blessun fylgja góðri konu inn
á veg nýrra heima.
Sigurður Kristinn
Kolbeinsson.
Kristin Guðmunds-
dóttir - Minning