Morgunblaðið - 14.06.1992, Side 15
borgar hefur þegar veitt samþykki
sitt fyrir þessari byggingu, en um-
sóknin á eftir að fara fyrir borgar-
ráð og byggingarnefnd. Þegar sam-
þykki þessara aðila er fengið, verð-
ur byrjað á framkvæmdum sem
fyrst, væntanlega síðar á þessu ári
og þá ættu íbúðirnar að verða til-
búnar eftir tvö ár það er á síðari
hluta árs 1994. Byggingin verður
boðin út og íbúðunum verður skilað
fullbúnum með frágenginni lóð.
— Til þessa hefur margt eldra
fólk, sem átt hefur myndarlegar
eignir, farið beint úr þeim í þjón-
ustuíbúðir fyrir aldraða og þá gjarn-
an verið komið nokkuð við aldur,
segir Guðmundur. — Það hefur hins
vegar ekkert verið til þama á milli.
Þessum íbúðum er hins vegar ætlað
að brúa þetta bil. Mjög margir hafa
sýnt þessum íbúðum áhuga og þeg-
ar er búið að staðfesta kaup á yfir
20 íbúðum. Þeir sem kaupa vilja
íbúðir þarna, þurfa að selja þær
fasteignir, sem þeir eiga fyrir og
það getur að sjálfsögðu tekið sinn
tíma. Því er ekki heldur að neita,
að þessar framkvæmdir væru
komnar lengra, ef fasteignamark-
aðurinn hefði verið líflegri að und-
anförnu.
Einangrað að utan
Húsið verður væntanlega byggt
á hefðbundinn hátt úr steinsteypu
en þó einangrað að utan. — Reynt
verður að hafa húsið sem við-
haldsminnst með því að klæða það
að utan með varanlegu efni t.d.
steinplötum, segir Guðmundur. —
Slík hús eru eitthvað dýrari í upp-
hafi, en mun ódýrari í viðhaldi,
þegar fram í sækir. Til þess eru
vítin að varast þau. Alls staðar
blasa við steinhús, sem eru að
grotna niður vegna lélegrar steypu
og viðhaldsleysis og svo gæti farið
að klæða verði flest þeirra í ein-
hvers konar vatnskápu.
Guðmundur hefur mikla reynslu
af byggingum fyrir aldraða. Eitt
af fyrstu verkefnum hans sem sjálf-
stæðs arkitekts var að hanna íbúðir
fyrir aldraða við Norðurbrún í
Reykjavík. Síðan hefur hann átt
þátt í að hanna íbúðir fyrir aldraða
við Dalbraut og Furugerði. — Það
er ekki rétt að safna öllum saman
í blokkir, sem eru orðnir sjötugir,
segir hann. — Hér er verið að taka
skref í rétta átt með því að lækka
aldursmörkin verulega og mér
finnst að það mætti lækka þau enn
meira. Fólk ætti að eiga kost á íbúð-
um af þessu tagi allt frá fimmtugu,
þannig að það verði ekki bara 70
ára og eldri, sem búi í þeim. Með
því yrði líka meiri hreyfing á þess-
um íbúðum, þar sem markaðurinn
yrði stærri.
Að mati Guðmundar þarf meiri
fjölbreytni og vandaðri fjölbýlishús.
— Þessar íbúðir verða það vandað-
ar, að þær ættu að geta komið í
staðinn fyrir einbýlishús, segir
hann. — Fólk er þá laust við stóra
garða, sem geta bara verið kvöð.
Það hlýtur að vera ódýrara, bæði
fyrir það fólk, sem er að byggja
og þjóðfélagið í heild að reisa íbúð-
ir af þessu tagi í stað dreifðra ein-
býlishúsa, sem sum hver eru byggð
af vanefnum. Þau eru þá ekki ann-
að en einnota hús, sem afskrifa
ætti á fimmtíu árum. I staðinn á
að byggja vandaðar íbúðir, sem
duga lengur.
Guðmundur telur, að til þessa
hafi ekki tekizt að byggja nægilega
varanleg hús hér á landi og segir:
— Sú ofurtrú, sem allir höfðu á
steinsteypunni, hefur komið okkur
í koll og þess vegna er nú unnið
að því að fínna betri lausnir. Þar
koma bæði verkfræðingar, arkitekt-
ar og aðrir við sögu. Ein aðferðin
er að einangra og klæðá húsin að
utan. Hvernigtil tekst, verður fram-
tíðin að segja fyrir um. En það eru
ekki bara íslendingar, sem hafa
orðið fyrir áföllum að því er varðar
steinsteypuna. Slíkt hefur gerzt út
um allan heim.
Fyrir tæpum 20 árum fórum við
arkitektar og byggingamenn í
nokkurs konar pílagrímsferðir til
útlanda til þess að kynna okkur
MORGUNBLÁÐIÐ FASTEIGIMIR SL'NNODAGUR 14. JÚNÍ .1992 B ÍÍr
Horft til norðurs meðfram Suðurgötunni. Væntanleg íbúðarbygging
sést til vinstri rétt fyrir neðan miðju á myndinni en ofar eru hjóna-
garðar stúdenta og fleiri háskólabyggingar.
byggingar úr steinsteypu og áttum
varla orð til að lýsa því, hvað þær
voru fallegar. Nú eru þessar sömu
byggingar á síðasta snúningi og líta
út eins og holdsveikissjúklingar. Þar
má m. a. nefna hina þekktu við-
skipta- og menningarmiðstöð
Barbican Center í London. Bygg-
ingar þar hafa látið afskaplega
mikið á sjá.
En er þá ekki hætt við því, að
eins fari fyrir hinu glæsilega ráð-
húsi Reykvíkinga? — Auðvitað er
hægt að halda þessum byggingum
fallegum með góðu viðhaldi, en þá
verður að gera ráð fyrir því fyrir-
fram og sjá tl þess að fjármunir séu
jafnan fyrir hendi, segir Guðmund-
ur. — Margar opinberar byggingar
hér á landi eru einmitt þesu marki
brenndar. Þær voru vissulega fal-
legar í upphafi. En viðhald á þeim
hefur verið algerlega vanrækt og
þess vegna eru þær margar hveijar
nánast ónýtar nú. Allri orkunni og
öllum fjármunum hefur verið varið
í að byggja nýtt. Þetta á eftir að
koma okkur í koll.
Verðum að byggja
betri hús
— Sum af þeim húsum, sem við
íslendingar höfum byggt á undan-
förnum áratugum, eru ekki betur
byggð en svo, að þau eiga ekki
eftir að duga í nema í eins og 50
ár, segir Guðmundur að lokum. —
Ef húsin eiga að endast lengur,
verða þau að vera vandaðri í upp-
hafi og jafnframt verður að gæta
þess að halda þeim við. Með nýjum
aðferðum ætti að vera unnt að fá
hér fram betri og vandaðri bygging-
ar, en hér hafa almennt þekkzt
áður.
Ef klæða á hús með plötum eftir
á, þá fer upphaflegt steinsteypuút-
lit þeirra forgörðum. Ef gert er ráð
fyrir slíkri hlífðarkápu frá upphafi,
þá miðast hönnunin við það og
húsið fær á sig samsvarandi útlit.
Nú er verið að klæða fjölmörg fjöl-
býlishús, sem byggð voru eftir
1955, með einhverri hlífðarkápu.
Að mínu áliti líta þau út eins og
umskiptingar af þessum sökum.
HAGSTÆÐ KAUP - AKRANES
Til sölu endurnýjað steinhús ca 110 fm á besta stað í
bænum ásamt 46 fm bílskúr. Nýjar innréttingar. Verð
5,4 millj. Áhv. 3,5 millj. góð lán frá húsnæðisstjórn o.fl.
VAGW JÓNSSON
FASTilGNASALA
Skúlagötu 30
AHi Vagnsson hdl.
SÍMI61 44 33 ° FAX 61 44 50
...... ■ *
Hafnarfjörður - Þórsberg
Til sölu óvenju skemmtileg og vel skipulögð 236,4 fm
steinsteypt einbhús á frábærum útsýnisstað. íbhæðin
er 157,5 fm og skiptist m.a. í 4 svefnherb., sjónvarps-
hol, baðherb. og snyrtingu, eldhús með borðkrók og
góða stofu. í kjallara er 78,9 fm bílskúr. Stór lóð. Bein
sala eða skipti á 3ja-4ra herb. fbúð. Verð kr. 16,7 millj.
rf= ASBYRGI
Borgartúni 33, 105 Reykjavík.
INGILEIFUR EINARSSON, lögg. fastsali. SÖLUMAÐUR: Örn Stefánsson.
•s? 623444
EIGNASALAIM
REYKJAVIK
SAMTBNGD
SÖLUSKRÁ
ÁSBYRGI
UGMASALAM
Símar 19540 - 19191
Yfir 30 ára reynsla
tryggir öryggi þjónustunnar
Opið í dag kl. 12-14
ÓDÝR V/GRETTISG.
Lftil einstaklingsíb. i kj. Mjög
snyrtil. eign. Sérinng. Sérhiti.
Laus. V. 2,5 m.
ÓDÝR V/LAUGAVEG
Mjög snyrtil. 2ja herto, íb. i bakh:
Sérinng. V. 3,3-3,5 millj. Laus.
SNORRABRAUT
2ja herb. snyrtil. kjíb. V. 3,9 m.
HÓLMGARÐUR
ZJA
2ja herb. 65 fm göð íb. á 1.
haeð. Sérlnng. Sórhltl. V. 5,5 m.
3ja herb.
RÁNARGATA M/RISI
3ja herb. tæpl. 80 fm íb. á efri
hæð í þríb. Risið yfir allri íb. fylg-
ir með. Sórinng. Sérhiti. V. 6,2 m.
FREYJUGATA - 3JA
Mjög góö 3ja herb. risib. í steinh.
rétt viö mifib. Ahv. um 2,3 millj.
í veðd. Göð eign á eftirsóttum
atað.
í VESTURBORGINNI
Sérlega skemmtil. innr. 3ja herb.
risíb. í steinh. Suðursv. Mikið
útsýni.
ÖLDUGATA
HAGSTÆÐ LÁN
3ja herb. göð ib. á 1. hæð (steinh.
Mikið endum. eign. Verð 5,7-5,9
m. Áhv. um 2,9 m. i veðd.
HAMRABORG - 3JA
3ja herb. góö íb. á hæð i fjölb.
Bilskýli.
RAUÐARÁRSTfGUR
3ja herb. ib. á 1. hæö. Göð eign.
Stutt í 8trœtisv. Verð 6,3 m.
HRAUNBÆR
- SKIPTI
3ja herb. rúmg. skemmtil. ib. á
hæð i flölb. Tvennar svalir. Bein
saia eða skipti á góöri 2ja herb. íb.
4ra—5 herb.
4RA HERB.
HAGSTÆTT VERÐ
4ra herb. ib. é 2. hæð í steinh.
í næsta négr. v/Hlemm. 3 svefn-
herb. og stofa m.m. Verð liðl, 5,0
mlllj. Laus.
STÓRAGERÐI - 4RA
MEÐ BÍLSKÚR
4ra herb. tæpl. 100 fmf góð íb.
ó 1. hæð í fjölb. Nýl. bilsk. fylgir.
Gó eign á eftirsóttum stað. V.
8,5 m.
NEÐRA BREIÐH. 4RA
4ra hert). góð (b. á 2. hæð i fjötb.
Tvennar svalir. Herb. ( kj. fyigir.
Ákv. sala. Hagst. verð 6,9 m.
BRAGAGATA - 4RA
4rá herb. rúmg. 100 fm ib. á 1.
hæð í steinh. Sérhiti. Parket á
gólfum. Hagst. lén. Góð eign.
REYKÁS - GÓÐ LÁN
152 fm mjög skemmtil. íb. á tveím-
ur hæðum. Stórar svuðursv. Mikið
útsýni. Áhv um 3,3 milfj. í hagst
langtímalánum.
í AUSTURBORGINNI
4ra herb. mikið endurn. risíb. í
steinh. Nýtt parket. Nýl. innr.
Nýl. járn á þaki. Laus fljótl. ef
þörf er. Við höfum lykil og getum
sýnt íb.
f VESTURBORGINNl
Efri hæð og ris í þríb. alls um
123,4 fm. Allt f góðu ástandl,
suðursv. á báðum hæðum. Út-
sýnl. 46 fm bílsk. Til afh. strax.
EINBYLI — RAÐHUS
GRJÓTASEL - TVfB.
Húseign á tveimur hæðum, hvor
um 200 fm. Rúmg. 2ja herb. íb.
é jarðh. Tvöf. bílsk.
NJÁLSGATA
Járnki. tímburh. sem er kj., hæð
og ri8, alls um 164 fm. Blisk. fyig-
ir. Mögul, að taka minni eign
uppf kaupin.
STEKKJARHV. - HF.
Mjög gott nýl. 210 fm raðh. á
tveimur hæðum. Innb. bilsk. Sérl.
skemmtil. lóð. Verð 16,5 millj.
Minni eign gæti gengið uppí
kaupin.
NORÐURVANGUR
Um 140 fm einb. á góðum stað.
4 svefnherb. og saml. stofur
m.m. Tvöf. bílsk. Mögul. að taka
minnl eign uppí kaupln. Góð aign
á eftireóttum stað.
SUMARBÚSTAÐUR
40 fm skemmtil. bústaður é góð-
um stað í Eilífsdal. Mynd á
skrifst.
ÓSKAST í HAFNARF.
Höfum fjársterkan kaupanda að
einbýlish. eða raðh. í hafnarf.
Má kosta 10-\2 millj. Traustur
kaupandi.
EIGIMASALAIM
REYKJAVIK
i Ingólfsstræti 8 jft
Sími 19540 og 19191 11
Magnús Einarsson, lögg. fastsali,
Eggert Eliasson, hs. 77789,
Svavar Jónsson, hs. 657596.