Morgunblaðið - 07.07.1992, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.07.1992, Qupperneq 1
Gott virt- hald er mfldlvægt KAUPENDUR eru mun meira á varðbergi gagnvart ástandi eigna, hvort heldur um einbýli eða fjölbýli er að ræða og gott viðhald er farið að skipta meira máli í söluverði eigna. Það er hins vegar auð- veldara að kaupa íbúð nú, þar sem fasteignaverð hefur verið mjög stöðugt lengi, sem þýðir að það hefur orðið verðlækkun í reynd. Þetta kemur fram í viðtölum við fasteignasala hér í blaðinu í dag. Þar kemur ennfremur fram, að fólk er lengur að taka ákvarðanir varðandi kaup og gerir það ekki nema að vand- lega yfirveguðu ráði. Nægilegt framboð er á eignum, enda standa víða auðar íbúðir og hús og því ýmsir góðir kostir í boði fyrir kaupendur. a Vaxandí húsvemd- arstarf VIÐ íslendingar höfum mátt sjá á eftir mörgum merki- legum og fallegum húsum. En mörgum húsum hefur líka verið bjargað. Þannig kemst Júlíana Gottskálksdóttir, deildarstjóri húsverndardeildar Þjóðminja- safnsins, að orði í viðtali um húsvernd hér í blaðinu í dag. — Húsverndarstarfið hefur eflzt til mikilla muna á síðustu árum og ég held það komi raunar mörgum á óvart, hve miklu hefur verið áorkað þar, segir Júlíana. — Gömlum húsum, sem gerð hafa verið upp, hefur fjölgað mjög og sú vinna er sums staðar orðin virkur þáttur í atvinnustarfseminni. Nú er líka tekið miklu meira tillit til gamalla húsa og hverfa í skipu- lagsvinnu en áður. _ Fjölbýllshús i Reykjavili: Húsbréf iini þrídjungur söluverðs Hlutfall útborgunar hefur lækkað verulega sem hlutfall af söluverði íbúða í fjöl- býlishúsum en það á raunar einnig við um einbýlishús eins og f ram kom í fasteignablaði sl. þriðjudag. Þetta skýrist vit- anlega af tilkomu húsbréfa- kerfisins sem hefur haft þau áhrif að hlutfall útborgunar hefur að meðaltali minnkað úr um 75% í um 40%. Hefur út- borgunarhlutfallið haldist svip- að f rá lokum síðasta ársfjórð- ungs ársins 1990. Þess í stað hafa íbúðir verið fjármagnaðar með húsbréfum en á fyrsta ársfjórðungi yfirstandandi árs nam samanlagt hlutfall eldri húsbréfa og frumbréfa um 35% af meðalverðinu. Þetta er nokkuð lægra hlutfall en á síð- asta ársfjórðungi sl. árs en þá var það rúmlega 38%. Á móti hækkaði lítillega hlutfall út- borgunar og yfirtekinna lána. Verðlag íbúða í fjölbýlis- húsum lækkaði um 1,85% að raungildi á árinu 1991 skv. fréttabréfi Fasteignamats rík- isins. Útreikningar fyrir fyrsta ársfjórðung yfirstandandi árs gefa til kynna að verð hafi hækkað um 0,45% á fyrsta árs- fjórðungi yfirstandandi árs. HEIMILI ÞRIÐJUDAGUR 7. JULI 1992 BLAÐ Skipting söluverðs í fjölbýli* 1989-91 17,6% 14,7% 20,5% 6.6% 27,0% 0,7% 22,6% 0,3% r 6% 14,6% 15,8% 90 III ’90 IV 90 I 91 II 91 IV 92 22,9% Yfirtekin lán 1.0% Handhafabréf 21,9% Frumbréf 12,8% Húsbréf 40,4% 41,5% Útborgun IV ’89 I ’90 91 IV '91 ' Miðað er við fjölbýli i Reykjavík J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.