Morgunblaðið - 26.07.1992, Síða 10

Morgunblaðið - 26.07.1992, Síða 10
rr ío tnnn l.iúi .as! iiUDAdUMwua! chcíajumuuhom MORGUNBLADIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992 Torfustöðum 1. júní 1992 Opið bréf til hr. dómsmálaráðherra, Þorsteins Pálssonar eftir Drífu Kristjánsdóttur Fiyrir hönd skjólstæðings míns og með hennar sam- þykki, ætla ég að koma sögu hennar á framfæri við þig og geri það í þeirri von, að það verði til þess að opna augu yfirvalda og löggjáfarvaldsins fyrir því hve staða hennar er herfi- leg gagnvart því, að geta komið málum sínum á framfæri við yfír- völd og yfirleitt að fá þá áheyrn og þá málsmeðferð sem getur talist sanngjörn fyrir hvern þann, sem hefur lent í því sem hún hefur gert. Hún bjó með foreldrum og systk- inum fram til 10 ára aldurs en þá skildu foreldrar hennar. Frá því að hún var fjögurra ára gömul hafði hún verið misnotuð kynferðislega af föður sínum og hann hefur verið slíkur meinvætt- ur að hann fékk í lið með sér eldri bróður stúlkunnar og gerði hann að bandamanni sínum, með því að láta hann segja sér til, ef einhver kæmi inn, og þá var móðirin auðvit- að mesti ógnvaldur föður. Þannig lærir stúlkan að fyrirlíta móður sína, Ijúga að henni og setur allt sitt traust á föður og elsta bróður (sem á þessum tíma er reyndar bara bam líka, 8 árum eldri). Ég vil benda á í þessu sam- hengi, að forsenda þess að sifja- spell geti átt sér stað er að faðir nái þannig tökum á bami sínu að hann haldi fullkomnu trausti. Hann kennir baminu að ljúga og fela þá hluti sem em að gerast. Því er það vandi þessara bama að geta gert sig nógu trúverðug þegar þau segja satt. Heimilisaðstæður fjölskyldunnar vom þær að þau bjuggu öll við stöð- ugt líkamlegt ofbeldi föður nema dóttirin, hún var sjaldnast lamin en auðvitað sá hún og fann ofbeld- ið og var oft mjög hrædd og rugluð en fékk þó alltaf þau skilaboð frá föður, að móðir hennar væri alveg ómöguleg manneskja, sem móðir, kona, eiginkona, fyrirvinna o.s.frv. en hann væri sá sem elskaði dóttur sína og hún skyldi treysta honum. Hún lærði að misvirða móður sína og tengsl þeirra mæðgna urðu mjög slæm og brengluð. Móðirin skildi að sjálfsögðu ekkert í því hvemig á því stóð að allt fór meira og minna úrskeiðis í uppeldi bama sinna, enda vissi hún ekki, að í fjöl- skyldunni var meinvættur, sem stöðugt skemmdi fyrir henni, eyði- lagði allar hennar ákvarðanir og kenndi bömunum bakvið tjöldin að misvirða móður sína. Þessu til áréttingar ætla ég að Ieyfa mér að setja hér fyrir neðan frásögn stúlkunnar sjálfrar um þennan tíma. Frásögnina vann hún hjá okkur, á þeim tíma sem hún var að leyfa sér að takast á við eigin fortíð. Þetta er frásögn um líf mitt og þá aðstöðu sem ég hef verið í síðan eftirtaldir atburðir áttu sér stað. „Faðir minn notaði mig kynferð- islega í 7 ár, hann byijaði að káfa á mér þegar ég var 4 ára. Hann var með fínguma á sér upp í kyn- fæmnum mínum, og hann lét mig káfa á kynfærunum sínum og lét mig fróá sér. Hann sagðist alltaf halda mest upp á mig, hann gekk mjög mikið í skrokk á móður minni, og líka tveim eldri bræðmm mínum. Hann lagði ekki hendur á mig nema nokkrum sinnum. Hann sagði við mig að notkun hans á mér væri leyndarmál á milli okkar. Hann niðurlægði móður mína ofsalega. Ég var það mikið andlega tengd honum að hann var í uppáhaldi hjá mér, ég trúði öllu sem hann sagði við mig. Hann hafði fyrst samfarir við mig þegar ég var 7 ára, hann tróð kynfæri sínu upp í mín, það kom mikið blóð hjá mér. Hann sagði alltaf við mig að þetta mætti ég engum segja. Hann notaði mig kynferðislega þar til ég var 14 ára, hann sagði í eitt skipti elsta bróður mínum X að hann ætti líka að hafa samfarir við mig eins og hann, þá var ég 13 ára gömul. X bróðir minn notaði mig líka, og lét mig fá vín og fíkniefni í staðinn, eða það gerðu þeir reyndar báðir. Pabbi varð allt- af hræddari og hræddari eftir því sem ég eltist að ég mundi segja frá öllu. Svo voru þeir búnir að koma mér út í neyslu á áfengi og fíkniefn- um, ég missti mjög mikið úr skóla og þeir voru líka búnir að kenna mér að hata móður mína, stjúpföð- ur minn, móðurömmu mína og fleiri úr fjölskyldu minni, og sögðu svo að þeir væru bestir, svo að þannig var ég mikið með þeim og lítið heima hjá mér. Ég var byijuð að vera með pönk- urum og öðrum eins lýð. Ég gjör- samlega þoldi móður mína ekki, mér fannst hún ógeðsleg á alla kanta. X bróðir minn tók nektar- myndir af mér, hafði samfarir við mig mjög oft og gaf mér eins og áður sagði úín og dóp og leyfði öðrum vinum sínum að nota mig kynferðislega þegar ég var orðin nógu dópuð og hann búinn að fá sinn skammt hvert kvöld eða nótt. Pabbi var farinn að gefa mér óvenju mikla upphæð af peningum, ailtaf þegar hann kyssti mig bless, þá kyssti hann mig blauta kossa. Á endanum var ég send á Unglinga- geðdeildina á Dalbraut í meðferð. Pabbi var orðinn drulluhræddur og hringdi mjög oft í mig á Dalbraut. Svo var honum bannað að koma á Dalbraut eða hringja. Svo var ég spurð að því á Dalbraut hvort þeir hefðu notað mig, ég sagði bara frá pabba. Samt var ég ennþá mjög mikið andlega tengd honum þama. Ég fór í mjög erfíðar og langar yfirheyrslur hjá RLR. Þeir trúðu mér ekki. Eftir þetta hafði ég ekki meira samband við pabba minn. Svo var ég send á Meðferðarheimil- ið á Torfastöðum, sem ég er núna, og ég fór aftur í yfírheyrslur hjá RLR og ennþá voru þeir hjá RLR jafn kvikindislegir. Svo náðu móðir mín og hjónin héma á Torfastöðum, Ólafur og Drífa, þessu með X bróð- ur minn uppúr mér. Núna er mjög mikið búið að hjálpa mér hér á Torfastöðum, ég sé allt í öðru ljósi. Mér finnst móðir mín yndisleg, ég er hætt að neyta áfengis og fíkni- efna, búin að sjá hvað pabbi minn og bróðir eru búnir að vera ógeðs-. legir við mig, ljúga að mér að ég sé best og þeir elski mig og allt það. Hvaða heilbrigður faðir myndi segja við dóttur sína að hann elsk- aði hana og að hún væri best og á sama tíma misnota hana kynferðis- lega og gefa henni fíkniefni og áfengi? Eða bróðir manns? Sem betur fer á ég góða fjöl- skyldu að og Ólaf og Drífu annars veit ég ekki hvar eða hvernig ég væri stödd í dag. Ég ætla að halda því áfram og gefast ekki upp.“ Hún kom hingað á Torfastaði eftir að hafa verið á Unglingageð- deildinni á Dalbraut en þar hafði uppgötvast að hún hafði verið mis- notuð kynferðislega af föður sínum í mörg ár. Málið var kært til Rannsóknar- lögreglu ríkisins en þar fékk það mjög skrýtna meðferð, lélega rann- sókn og hæga afgreiðslu. Loks náðist þó að fá málið sent til saksóknara en hann sendi það aftur til lögreglunnar enda vantaði læknisvottorð um stúlkuna og eflaust margt annað sem saksókn- ari vildi fá, til þess að geta tekið málið til meðferðar hjá sér. Þannig hafði liðið langurtími frá því að fyrstu yfirheyrslur höfðu átt sér stað, þangað til að saksóknari fékk málið, en hann sendi það fljótlega aftur til föðurhúsanna með þeim orðum að hann vildi að rannsókn yrði ýtarlegri og meiri. Hér var stúlkan búin að dvelja í u.þ.b. 2 mánuði þegar hún var kölluð afturtil yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í nóv. 19XX. Ég fylgdi henni í yfírheyrsl- una og varð þar fyrir slíkri reynslu að ég ákvað að taka málið upp við lögregluna og óska eftir þvi að yfír- heyrslan yfír stúlkunni yrði gerð ógild og að hún yrði endurtekin og þá af fólki sem gæti talist hæft til starfans. Meðfylgjandi er útdráttur úr bréfí sem ég sendi lögreglunni en ég hef strikað yfír nafn stúlk- unnar, dagsetningar og ártöl. Til rannsóknarlögreglu ríkisins. I nóvember... kom ég ásamt skjólstæðingi mínum til yfírheyrslu hjá Rannsóknarlögregtu ríkisins. Ég hef ýmislegt við yfirheyrslu þessa að athuga og því vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Það er afar sérstakt að sá sem stjórnar yfírheyrslu yfír unglingi skuli ekki taka mið af því við hvern hann er að tala, heldur tali við unglinginn eins og hann sé fullorð- inn maður, eða kona. Það var gert í hennar tilfelli. Hún hefði þurft að vera mjög skelegg og örugg til að koma skoðunum sínum og málflutn- ingi öllum til skila, því velvild var alls ekki fyrir hendi, af hálfu skýrslutakans, heldur þvert í móti varð oftar en einu sinni vart við beina andúð í hennar garð og væn- hæfni hans í að vinna sem hlutlaus aðili í sinni skýrsluvinnu. Á einum stað í yfirheyrslunni þurfti stúlkan að lýsa íbúð þeirri sem atburðurinn átti sér stað í. Þá Iagði lögreglumaðurinn fram flatar- málsteikningu af umræddu húsi. Síðan skyldi hún lýsa húsakynnun- um. Greinilegt var strax, að þessi teikning ruglaði stúlkuna. Hún leit strax af henni og fór að hugsa eft- ir sínum eigin leiðum hvernig húsa- skipanin hafði verið. Ég óskaði þá eftir, að X fengi að standa upp og lýsa þessu eftir eigin leiðum og án teikninganna, en þá varð umræddur lögreglumaður erfiður og sagði eitt- hvað á þá leið að það gæti ekki verið til einfaldari aðferð fyrir stúlk- una, en að horfa á teikninguna og lýsa húsaskipaninni. Þama var ég honum alveg ósammála, enda eru unglingar mjög lítið vanir að horfa á teikningar af íbúðum, hvað þá að þurfa að lýsa staðsetningu og skipan herbergja eftir þeirri teikn- ingu. Aftur á móti hentar þessi vinnuaðferð fullorðnu fólki mjög vel, enda er það ofast búið að skoða slíkar teikningar margoft. Lög- reglumaðurinn sagði mér að skipta mér ekki af þessu, mér kæmi ekki við hvernig hann ynni. Þarna í yfirheyrslunum urðu mik- il átök milli mín og lögreglumanns- ins og andúð hans á viðfangsefninu var greinileg. Svonalagað litar, að mínu mati, allt of mikið yfirheyrsl- una og kemur sér afar illa fyrir þann sem er yfirheyrður. Ásdís Rafnar, lögmaður X, var auk okkar viðstödd yfirheyrsluna, en varð sökum tímaleysis að yfír- gefa okkur um kl. 15.30. Éggat ekki varist því að hafa áhyggjur af því að hún færi, en X var mikið í mun að þessu yrði lokið svo við ákváðum að ljúka þessu þótt við yrðum bara tvær, án lögmanns. Þá átti eftir að sýna X skýrslu föður síns. Það var gert. En eryfirheyrsl- an yfir X um skýrsluna fór fram, sagði lögreglumaðurinn við X: „Þú verður að gera þér grein fyrir að þetta er alvarlegt má!“ og var þá að höfða til þess að hún væri að kæra föður sinn. Þessi setning, með þeirri áherslu er lögreglumaðurinn setti í hana, átti alls ekki heima í þessari skýrslutöku og beinlínis gaf ti! kynna álit hans á X og því sem hún væri að gera föður sínum að mati umrædds lögreglumanns. Ég tók eftir því að hann setti aldrei fram samskonar setningu um það að það væri alvarlegt mál ef faðir hennar hefði misnotað hana kyn- ferðislega í mörg ár, en það ákærir X föður sinn um að hafa gert. Það var því greinilegt að það, að kæra föður sinn fyrir kynferðislega mis- notkun, er alvarlegra mál í augum umrædds lögreglumanns en að fað- ir hafi hugsanlega misnotað dóttur sína kynferðislega síðan hún var fjögurra ára gömul. Stuttu seinna ruglast umræddur lögreglumaður í ríminu, og í staðinn fyrir að yfirheyra X um hreinar staðreyndir fer hann að spyija hana hvað henni hafi eiginlega gengið til, 14 ára gamalli, þegar hún segir við föður sinn í símann eitthvað á þá leið að hún biðji hann fyrirgefn- ingar o.s.frv. í öðru símtali þeirra. Faðir hennar gerir það að umræðu- efni í sinni skýrslu. X svaraði lög- reglumanninum því að hún hafí verið í algjöru sjokki, en hann vill ekki heyra þá skýringu hennar held- ur spyr hana aftur, hvað hún sé eiginlega að meina, en þá stoppaði ég hann. Ég stoppaði hann, því hennar svör tók hann ekki góð og gild, heldur vildi fá aðrar skýringar en hún lét í té... Vegna þess sem að framan er sagt fer ég fram á það að þessi yfírheyrsla yfír X verði gerð ógild og að Dóra Hlín lögreglumaður eða önnur hæf kona verði látin taka skýrslu af stúlkunni. Sifjaspellsmál eru mjög viðkvæm og vandmeðfar- in, o g sem fagmaður í sálarkreppum fólks verð ég að segja að aðstæður X voru með öllu óviðunandi í skýrslutöku þeirri sem átti sér stað umræddan föstudag. Viðbrögð við bréfi mínu urðu þau, að yfirmaður RLR, Bogi Nils- son, óskaði eftir viðtali við mig og ég hélt í barnaskap mínum að hann ætlaði að taka málið upp aftur eða gera annað það er mætti vera skjól-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.