Morgunblaðið - 26.07.1992, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992
LJÚl. .92 ----
13
útaf þegar við gátum ekki unnið
lengur og vöknuðum svo til þess að
vinna meira og lifðum á pítsum sem
við létum senda okkur.“
Skúli segir að tölvur af þessu tagi
þurfa óhemju stórt minni. „Við erum
ekki að tala um nokkur megabyte
heldur gigabyte. Við þurfum að gefa
tölvunni flóknar skipanir til þess að
vinna eftir og
svo reiknar hún
OZ hf. vann út og teiknar og
þessa mynd sér- það tekur stund-
staklega fyfir um talsvert
blaðamann langan tíma.
Morgunblaðs- Það seinvirk-
ins. Tölvur voru asta í þessari
látnar reikna út starfsemi eru
hvernig geislar útreikningar
frá ljósgjafa tölvunnar á
(morgunsól) skuggum, ljós-
myndu víxl- brotum og end-
verka við hluti á urkasti ljóss.
venjulegu Tölvumar vinna
morgunverðar- allar nætur því
borði, og mynd- verkefnin eru
in syo byggð seinleg í
upp samkvæmt vinnslu. Fyrir
þvi. hveija sekúndu
í hreyfimynd
þarf tölvan að teikna 25 myndir og
er frá 1 mínútu upp í 20 mínútur
með hveija mynd.“
Nafnið á fyrirtækinu er sótt í tit-
il hinnar frægu kvikmyndar, Galdra-
karlinn í Oz. Það má líka með sanni
segja að tæki þeirra félaga bjóði upp
á möguleika sem eru galdri líkastir.
„Það er til dæmis hægt að breyta
mynd eins manns yfir í mynd af
öðrum manni,“ segir Guðjón. „Þá
skönnum við inn mynd af mannin-
um, síðan eru valdir punktar í andlit-
inu og þeir togaðir inn í mynd af
öðrum manni. Við getum einnig
teiknað hluti, t.d. úr, sent myndirnar
til Kanada og fengið fljótlega ná-
kvæma eftirmynd af hlutnum úr
plasti úr stórri útskurðarvél sem til
er þar. Nákvæmni hennar er 1/2000
úr tommu. I Hollywood er til fyrir-
tæki sem býr til styttur af fólki með
Sagt frá
öflugu nýju
tölvuteikni-
fyrirtæki
UMameiwim í
eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
MITT í öllum umræðum um samdrátt og kreppu hafa þrír ungir og stórhuga
menn fjárfest fyrir tæpar 30 milljónir króna í tölvum og forritum og sett á
stofn þrívítt tölvuteiknifyrirtæki sem þeir nefna OZ. Tækjakostur þeirra er
af bestu tegund sem völ er á í heiminum og einn sá öflugasti á Norðurlönd-
um. Notkun slíkra tækja gefur ótrúlega möguleika, innanlands sem utan. Sem
dæmi um getu þessara tækja má nefna að tæknibrellurnar í kvikmyndunum
Terminator II og Batman II eru meðal þess sem unnið hefur verið með þeim.
Menn ræða gjarnan um þörfina á nýjum vaxtarbroddum í íslensku atvinnu-
lífí. Hér virðist einn slíkur hafa komið fram. „Verkefni okkar hafa verið
mörg og margvísleg á skömmum tíma og það gefur ástæðu til bjartsýni á
framhaldið. Við leggjum áherslu á að starfa óháðir og erum þakklátir fyrir
drengilegan stuðning Nýherja," sögðu þessir ungu athafnamenn m.a. er blaða-
maður Morgunblaðsins átti tal við þá fyrir skömmu.
F.v. Skúli Mogensen og Guðjón Már Guðjónsson.
Guðjón Már Guðjónsson, Skúli
Mogensen og Aron Hjartarson eiga
að stærstum hluta og reka tölvutei-
knifyrirtækið OZ í Brautarholti 8.
Starfsmaður hjá þeim er Kristján
Valur Jónsson. Guðjón situr við tölv-
uskjáinn að teikna gosdrykkja-
flösku þegar blaðamann ber að
garði. „Þetta er í raun og veru bara
ný tegund af því hvernig fólk teikn-
ar. Þetta er byggt þannig upp að
það sem verið er teikna sést frá
flórum hliðum. Einnig er í forritinu
myndavél sem hægt er að beina að
öllum hliðum flöskunnar. Ég byija
á að teikna útlínur flöskunnar eins
og víragrind, síðan bæti ég smám
saman á yfirborð víragrindarinnar
og enda með því að setja á hana
mynd af miða sem skönnuð (varp-
að) hefur verið inn í vélina. Síðan
er hægt að láta flöskuna hreyfa sig
fram og aftur, setja undir hana litla
fætur og láta hana labba og svo
mætti lengi telja,“ segir Guðjón og
lætur flöskuna um leið beygja sig
og hneigja. „Ég gef sem sagt tölv-
unni fyrirskipanir um hvernig eigin-
leika umrædd flaska á að hafa og
hún sér svo um að reikna allt rétt
út, endurkast ljóss og skugga og
bætir inn í viðeigandi umhverfi og
hreyfingum og fullgerir þannig
myndina.“
Með þessum búnaði er hægt að
herma eftir vatni, eldi, reyk og
ýmsum öðrum náttúrufyrirbrigðum
svo nákvæmlega að teikningin verð-
ur eins og skýrasta ljósmynd. Hinir
færustu vísindamenn á hveiju sviði
hafa reiknað út og sett inn í forrit-
ið allflesta þá eiginleika sem um-
rædd fyrirbrigði eru gædd og þann-
ig gert þetta mögulegt. „Að baki
svona forriti liggur flókin samvinna
færustu sérfræðinga á hinum ýmsu
sviðum. Það sameinar þannig þekk-
ingu og færni hinna fremstu manna
í hverri grein,“ segir Guðjón. „Forrit-
ið veit t.d. flestalla eiginleika viðar
og getur teiknað hann upp í sam-
ræmi við þá vitneskju."
Upphafið að stofnun fyrirtækisins
OZ má rekja til samstarfs Guðjóns
og Arons, sem hófst fyrir rösku ári.
„Við vorum þá með mun einfaldari
tæki í höndunum. I september í fyrra
fórum við svo að hugleiða frekari
tækjakaup,“ segir Guðjón.
„Við byijuðum á að senda fyrir-
spurnir með faxi (myndsíma) út um
allan heim, til þess að kanna mark-
aðinn, m.a. sendum við fyrirspurnir
til NASA, þar sem við komumst í
samband við mjög háttsettan mann.
Menn sýndu okkur mikinn velvilja,
ekki síst af því að við vorum frá
íslandi, það vakti forvitni," segir
Skúli. „í framhaldi af þessum fyrir-
spurnum urðum við þekkt faxfyrir-
tæki og margir umboðsaðilar buðust
til að koma hingað og kynna okkur
búnað sinn. Aðilar frá Belgíu, Dan-
mörku, Bretlandi, Ítalíu, Hollandi og
Svíþjóð sendu hingað menn sem
héldu innanhússsýningar fyrir okkur
og kepptust um að selja okkur bún-
að. Við ræddum einnig við IBM á
Islandi. Eftir að hafa grandskoðað
markaðinn keyptum við öflugar tölv-
ur, Unix-vinnustöðvar, hjá IBM, sem
nú heitir Nýheiji, það fyrirtæki hafði
milligöngu um að útvega okkur hug-
búnað frá Alias í Kanada og sýndi
okkur mikið traust með góðu lána-
fyrirkomulagi. Við erum með þjón-
ustusamninga við Nýheija og Alias."
Búnaður okkar er mjög öflugur.
Tæknilega séð getur enginn annar
veitt sambærilega þjónustu hér á
landi, og raunar varla á hinum Norð-
urlöndunum. Við störfum sem óháð-
ur aðili og erum alls ekki auglýs-
ingastofa. Það er lykilatriði hjá okk-
ur að vinna sem undirverktaki fyrir
þær auglýsingastofur sem þörf hafa
fyrir okkar þjónustu. Við erum einn-
ig að kynna nýja þjónihtu fyrir arki-
tekta sem felst í því að við getum
teiknað í tölvunni stórar byggingar
eftir frumgögnum og sýnt í smáatr-
iðum hvernig þessar byggingar
muni líta út fullsmíðaðar, með réttri
lýsingu og í fyrirhuguðum litum.
Með búnaði okkar hefðum t.d. getað
sýnt bæði Ráðhúsið og Perluna eins
og þau hús líta út nú, að utan sem
innan, áður en hafist var handa við
byggingu þeirra. Þessi þáttur í starf-
seminni hefur þó enn sem komið er
ekki verið fyrirferðarmikill, því mjög
mikið hefur verið að gera í sam-
bandi við auglýsingar. Einnig höfum
við unnið ýmis verk fyrir kvikmynd-
ir.“
Meðalaldur starfsmanna OZ er
aðeins 22 ár. „Því er ekki að neita
að sumir alvarlegir kaupsýslumenn
hafa orðið dálítið hissa á ungum
aldri okkar, þegar þeir koma til við-
ræðna við okkur,“ segir Guðjón.„En
þegar við setjumst við tölvurnar og
sýnum hvað hægt er að gera hverf-
ur þeim allt hik. Við höfum frá upp-
hafi notið trausts, t.d. hjá IBM. Þar
var fyrirspurnum okkar tekið af al-
vöru og trausti þrátt fyrir að við
værum rétt innan við tvítugt þegar
við leituðum fyrst til þeirra.
Fjárfesting okkar liggur í tækjum
og forritum. Þegar við keyptum
Alias-kerfið vorum við ekki aðeins
að kaupa kerfið sem slíkt, heldur
líka áskrift að því og fáum því senda
nýjustu útgáfuna af því tvisvar á
ári. Það tryggir okkur gegn því að
dragast aftur úr. Vélarnar sjálfar
úreldast auðvitað þegar fram í sæk-
ir. Sífellt eru að koma fram hraðvirk-
ari tölvur með stærra minni. End-
urnýjunar á því sviði verður því þörf
eftir nokkur ár. Rekstur fyrirtækis-
ins er hins var tiltölulega einfaldur
í sniðum, því birgðahald er nánast
ekkert. Helsti kostnaðurinn hjá okk-
ur er afborganir af lánum vegna
kaupa á búnaði og svo kaupgreiðsl-
ur. Símreikningar eru líka háir, því
við þurfum að hringja mikið til út-
landa til þess að fylgjast vel með
öllum nýjungum á þessu sviði. Einn-
ig höfum við verið að kanna mögu-
leika á verkefnum erlendis frá og
komið hefur í ljós að þeir eru fyrir
hendi, það eru engin landamæri til
í svona vinnslu," segir Guðjón.
„Við höfum komið okkur upp
nokkuð glöggri verkaskiptingu innan
fyrirtækisins, sem hefur þróast út
frá samstarfi okkar og tilraunum
með tækin,“ segir Skúli. „Við erum
með þijár móðurtölvur og getum því
sinnt þremur aðskiljanlegum verk-
efnum í einu. Fyrsta verkefnið sem
við unnum var fyrir auglýsingastofu
sem var í vandræðum með að finna
leið til þess í mynd að láta umslag
svífa inn um bréfalúgu. Við leystum
þetta umsvifalaust í nýja búnaðinum.
Kosturinn við tækin frá Alias er að
í þeim er hægt að búa til svo raun-
verulega hluti að varla er hægt að
sjá að þeir séu teiknaðir í tölvu. Fljót-
lega fengum við svo mörg verkefni
að við vorum á vinnustað öllum
stundum. Fleygðum okkur svo rétt
þessari aðferð. Við getum einnig
sent fólk til Kanada og látið skanna
inn í þrívídd mynd af því þar. Það
getur svo komið með þrívítt módel
af sér á tölvudiski til baka. Við get-
um svo stungið þessum diski í tölv-
una hér og breytt formi hinnar þrí-
víðu myndar fólksins (eða hlutar) á
allar lundir. Þessari aðferð hefur
t.d. verið beitt í áhættuatriðum í
kvikmyndum. Þá er mynd aðalper-
sónunnar skönnuð inn og teiknað
úr frá henni. Þannig er hægt að
láta persónuna vaða eld og ganga
gegnum járn eins og sjá má í tæknib-
rellum nýjustu kvikmynda. Með
þessum búnaði er líka hægt búa til
persónur og láta þær leika, með því
einu að skanna mynd þeirra inn í
tölvu og láta svo tölvuna teikna út
frá því. Þannig væri hugsanlegt að
láta látna leikara leika á ný, t.d.
Marilyn Monroe."
Þeir Guðjón og Skúli voru sam-
mála um að svo viðamikið starf sem
þeir hafa haft með höndum undan-
farið geri kröfur til mikillar þolin-
mæði frá hendi þeirra nánustu.
„Svona mikil vinna gerir menn ekki
vinsæla á heimilum," segir Skúli.
„Það bjargar mér að kærastan mín
er í læknisfræði og þarf mikið að
lesa.“ Og Guðjón bætir brosandivið:
,,„Ég vildi stundum óska að mín
kærasta hefði eins mikið að gera.“
Þeir félagar sögðust hafa lagt
áherslu á að fá einhleypan mann til
starfa þegar þeir auglýstu eftir
starfsmanni. „Við vildum ekki gera
nokkrum fjölskyldumanni þann
grikk að koma hingað til starfa, við
viljum ekki hafa það á samviskunni
að eyðileggja heimilislíf hjá fólki,“
segja þeir hlæjandi.