Morgunblaðið - 26.07.1992, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992
Margt bendir til að Bill Clin-
ton verði næsti forseti Banda-
ríkjanna. Gangi það eftir er
e.t.v. von meiri stefnubreyt-
inga í Hvíta húsinu en marga
grunar. Ekki þó endilega
vegna stefnu Clintons sjálfs
heldur vegna stefnumála
varaforsetaefnisins sem, ef
marka má nýja bók sem kom
út í vor, mun boða nýjar
áherslur í pólitík Hvíta húss-
ins.
Það vakti athygli þegar Clinton
valdi A1 Gore öldungadeild-
arþingmann frá Tennessee
sem varaforsetaefni sitt.
Clinton þótti bijóta þá hefð
að forsetaefni kjósi sér til
fylgilags mann sem er af
ólíku sauðahúsi. Clinton og Gore eru
nefnilega um margt líkir, báðir eru
þeir menn á besta aldri, áþekkir á
velli, þeir koma frá sama landshluta
Bandaríkjanna og hafa svipaðar
skoðanir á hefðbundnum átakamál-
um í bandarískri pólitík. Mest ný-
lunda eru þó afdráttarlausar skoð-
anir A1 Gore á umhverfismálum.
í nýútkominni bók Gore „Jörð í
tvísýnu" (Earth in the Balance)
gerir hann grein fyrir viðhorfum
sínum til umhverfismála og setur í
bókarlok fram tillögur um aðgerðir
og hlutverk Bandaríkjanna í nán-
ustu framtíð. Bókin er í senn per-
sónuleg og afar fræðandi enda ljóst
að höfundurinn býr yfir afburða-
þekkingu á flestum sviðum um-
hverfismála.
Forsetaframboð 1988
Gore var einn af þeim sem sótust
eftir útnefningu demókrata til for-
setaframboðs árið 1988. Hann segir
ákvörðun sína um forsetaframboð
hafa byggst á einlægum ásetningi
að gera umhverfiskreppuna að
raunverulegu viðfangsefni í stjóm-
málum. Þegar Gore tilkynnti fram-
boð sitt í mars 1987 gerði hann
gróðurhúsaáhrifin, þynningu ózón-
lagsins og hnignandi ástand nátt-
úrulegs unhverfis að umtalsefni og
lýsti því yfir að þessi mál, ásamt
með afvopnunarmálum yrðu megin-
málefni kosningabaráttunnar af
sinni hálfu. En Gore átti eftir að
reka sig á. Enginn virtist hafa
áhuga á þessum málum. Skoðana-
könnuðir, ljölmiðlar og hvers kyns
stjómmálatæknar voru fyrir löngu
búnir að skilgreina hvaða mál yrðu
kosningamál og þar voru umhverf-
ismálin hvergi á blaði. Dálkahöfund-
urinn George Will lýsti framboði
Gore þannig: „Það er fram komið
vegua óslökkvandi áhuga frambjóð-
andans á málefnum sem í augum
kjósenda eru ekki einu sinni jaðar-
mál. Þetta eru málefni eins og svo-
kölluð gróðurhúsaáhrif og hið
þynnta óson.“
Gore lýsir angist sinni yfir því
að geta ekki komið á dagskrá mál-
efnum sem hann var sannfærður
um að væru mikilvægust og'vörðuðu
framtíð mannkyns. Hann lýsir einn-
Ef Al Gore verður næsti varaforseti Bandaríkj-
anna má búast við auknum áherslum á um-
hverfismál í Hvíta húsinu. í nýrri bók sinni,
„Jörð ítvísýnu", leggur hann til að að um-
hverfisáætlun verði lögð fyrir heimsbyggðina
í anda Marshall aðstoðarinnar
ig þeim efa sem tók að læðast að
honum um eigin dómgreind og
hversu mikið erindi hann ætti í for-
setaframboð með þennan boðskap.
Kosningabarátta hans þróaðist
þannig ósjálfrátt í svipaðan farveg
og annarra frambjóðenda. Gore fór
að tala um það sem aðrir töluðu um.
Sumarið 1988 var yfirmáta þurrt
og heitt í Bandaríkjunum, uppskera
helstu landbúnaðrafurða dróst veru-
lega saman vegna þurrkanna og
víða varð vatnsskortur. í Bandaríkj-
unum varð sú hugmynd áleitin að
e.t.v. væru áukin gróðurhúsaáhrif
ekki bara ímyndun. Umhverfismál-
in, málaflokkur Gore, komust
skyndilega á dagskrá síðsumars
1988. Það sem nokkrum mánuðum
áður hafði verið skilgreint sem „ekki
einu sinni jaðarmálefni", lagði nú
undir sig kosningabaráttuna. En nú
var Gore illa fjarri, því um vorið
hafði Michael Dukakis tryggt sór
útnefningu sem forsetaefni demó-
krata. Bush og Dukakis reyndust
hafa heldur litla innsýn í þennan
málaflokk og kepptust við að yfir-
bjóða hvor annan. George Bush tók
að kalla sjálfan sig umhverfisvernd-
arsinna. Hann sagðist ætla „að
vinna á gróðurhúsaáhrifunum með
Hvítahússáhrifunum“ og lofaði að
taka foiystu í umhverfismálum, inn-
anlands sem utan, loforð sem Gore
telur hafa verið innantómt frá byij-
un.
Lýsing Gore á framboði sínu sýn-
ir að stjórnmál snúast ekki bara um
mismunandi viðhorf til málaflokka
og valdabaráttu einstaklinga heldur
ekki síður um það hvaða mál kom-
ast á dagskrá. Með valinu á A1
Gore sem varaforseta núna hafa
Clinton og demókratar í Bandaríkj-
unum í raun tekið umhverfismál upp
sem eitt meginkosningamálið. Þessi
ákvörðun helgast e.t.v af úrtölum
og áhugaleysi Bush stjómarinnar á
alþjóðavettvangi sem kom berlega
fram á umhverfisráðstefnunni í Ríó.
Siðmenning í kreppu
í bók sinni, sem ber undirtitilinn
„Vistfræði og mannshugurinn"
(Ecology and the Human Spirit), fer
Gore vítt yfir og sýnir að hann hef-
ur yfirgripsmikla þekkingu á afar
ólíkum þáttum. Kafiar bókarinnar
spanna svið eins og sögu loftslags
á jörðinni, gagnrýni á hagfræðina,
umfjöllun um heimspeki og siðfræði
umhverfisverndar, sálfræði og trú-
mál auk umfjöllunar um einstaka
þætti umhverfismála. Gore er ós-
meykur við að leggja á djúpið, hann
kryfur hina andlegu þætti og sam-
hengi þeirra við umhverfískreppuna.
Hann skrifar m.a.: „Eftir því sem
ég skyggnist dýpra eftir rótum
kreppunnar því sannfærðari verð ég
um að hún er ytri merki um innri
kreppu, sem er, í vöntun á öðru
orði, andleg.“
Gore er sannfærður um að við-
UMIVERFISMÁL
IONDVEGI
Samontekl: Bjórn óuöbrandur Joiijj|n
horf iðnvæddrar siðmenningar til
náttúrunnar sé að leiða mannkyn í
blindgötu. Hann hættir sér inn á
svið sálfræðinnar í kafla sem hann
kallar „Vanhæf siðmenning" (Dis-
functional Civilization). Hann notast
þar við hugmyndir og kenningar frá
ýmsum þekktum fræðimönnum,
Alice Miller, Virginia Satir, Gregory
Bateson, Erik Erikson, o.fl. um
truflun á starfhæfni innan fjöl-
skyldna sem rót að hvers kyns fíkn
(addiction). Hann bendir á hversu
margt er líkt með fíkn einstaklinga
í eiturlyf, áfengi o.fl. og ýmsu
neyslumynstri í siðmenningu nútím-
ans sem heldur uppteknum hætti
þrátt fyrir hvert stefni. Rót þessarar
vanhæfni og truflunar í lífi einstakl-
inga og samfélaga er afneitun á
sársauka sem lífið óhjákvæmilega
hefur í för með sér. Í stað þess að
horfast í augu við sársaukann eða
að ráðast að rótum hans fer lífið
að snúast æ meir um að forðast
sársaukann og gleyma honum í
gegnum hvers konar fíkniefni og
neyslu. Gore skrifar: „Tálsýnin um
að hægt sé að Iifa lífinu eingöngu
í gegnum hinar bjartari og líflegri
hliðar þess án þess að komast
nokkru sinni í snertingu við óttann
og þjáninguna sem óhjákvæmilega
eru og verða hluti tilverunnar, er
kjarninn í allri fíkn.“ Innri rök tilver-
unnar eru Gore hugleikin, ekki síst
vegna persónulegra áfalla sem hann
segist hafa orðið fyrir upp úr því
að forsetaframboð hans rann út í
sandinn 1988. Stærsta mótlætið var
þó að 6 ára sonur hans lenti fyrir
bíl og var ekki hugað líf lengi vel
á eftir.
Það væri hægt að dvelja lengi við
þennan hluta bókarinnar sem fjallar
um rætur umhverfiskreppunnar,
vanda siðmenningarinnar og per-
sónulega upplifun höfundarins af
mótlæti. Það sem einmitt kemur
giest á óvart er hversu hreinskilinn
og óvæginn höfundurinn er þegar
kemur að þessum viðkvæmu málum.
Af stjórnmálamanni hefði allt eins
mátt búast við öðrum efnistökum.
En sem samviskusamur stjórnmála-
maður setur A1 Gore fram tillögur
til úrbóta og þær hafa nú öðast
aukna þyngd í ljósi þess að Gore
verður að líkindum næsti varafor-
seti Bandaríkjanna.
Hörð gagnrýni á Bush
Gore lýsir yfir mikilli óánægju
með frammistöðu Bush stjórnarinn-
ar í umhverfismálum, ekki síst á
alþjóðavettvangi. Hann krefst þess
að Bandaríkin taki forystuna í sam-
félagi þjóðanna. Hann spyr hvers
vegna Hvíta húsið gangi eins langt
í að hindra raunhæfar aðgerðir í
umhverfismálum, heima fyrir og á
alþjóðavettvangi, eins og raun ber
vitni. Hver sem ástæðan gé, þá
muni stefnuleysi Bush forseta koma
Bandaríkjunum mjög illa. Það sé
hrakleg söguleg villa sem komandi
kynslóðir muni ekki fyrirgefa.
Gore hvetur eindregið til að
Bandaríkin taki að sér forystuhlut-
verk. í lok bókarinnar setur hann
fram tillögur um nýskipan mála og
hlutverk Bandaríkjanna í sam-
ræmdu átaki þjóða heims við að
finna lausnir á unhverfiskreppunni
og koma á haldbærri þróun. Gore
leitar fyrirmynda í hinni árangurs-
ríku Marshalláætlun eftir stríðsár-
anna þegar Bandaríkin unnu mark-
visst og af rausnarskap að því að
endurreisa Vestur-Evrópu úr
rústum stríðsins. í dag sé þörf á
sams kona einingu og vestræn ríki
sýndu þá nema að í dag þarf heim-
urinn allur að taka þátt og fleiri
ríki en Bandaríkin að fjármagna
áætlunina. Gore nefnir þar til Jap-
an, Evrópu og hin auðugu olíuríki.
Gore telur að eftirfarandi 5 lang-
tímamarkmið verði að hafa að leið-
arljósi í þessari vinnu.
1. Ná jafnvægi í fólksfjölda í
heiminum. Hin nýja Marshall áætl-
un taki m.a. mið af árangursríku
átaki frá héraðinu Kerala á Indlandi
og leggi áherslu á þrennt.
a) Fjármunum verði varið til vel
skipulagðra herferða gegn ólæsi
sem fyrst og fremst taki mið af
þörfum og aðstæðum kvenna í sam-
félögum þar sem ljólksljölgun er
mikil
b) Verkefnum verði hrundið af