Morgunblaðið - 26.07.1992, Síða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992.
NÝBÝLAVEGUR
SMtÐJUVEGUR
KÓPAVOGSBRAUT
HAMRABORG
ÁLFHÓLSVEGUR
SKÁLAHEIÐI
SKEMMUVEGUR
HLIÐARHJALLI
KOPAVOGUR
KÁRSNESBRAUT
ÁSTÚN
^7-
HVAMMAVEGUR
REYKJANESBRAUT
...................■ .............
LEIO 140 HLEMMUR/LÆKJARGATA LEtÐ 63B BREIDHOLT
LEIÐ 141 GRENSÁS/HLEMMUR
LEIÐ 62 AUSTURBÆR
V £££
LEIÐ61 VESTURBÆR - HVAMMAR
Mosfellsbæjar og Grensáss verði
aukin um helming og verði á hálf-
tíma fresti í stað klukkutíma nú. í
Mosfellsbæ verða tvær innanbæjar-
leiðir, leið 170 og leið 75, sem aka
mun inn í Mosfellsdal.
Næturvagn á helgarnóttum
Næturvagn, leið 149, mun aka
í tilraunaskyni fram til áramóta.
Vagninn mun aka aðfaranætur
laugardaga og sunnudaga fram til
kl. 4 að morgni. Ekið verður frá
miðbæ Reykjavíkur til Kópavogs,
Garðabæjar og Hafnarfjarðar.
í heild verður leiðakerfí AV um
150 km að lengd og árlega verða
eknir 1.700 þúsund kílómetrar.
Áætlað er að 2 milljónir farþega
muni ferðast árlega með leiðum
samlagsins. Vagnamir verða 25 og
eru þeir allir gulir og svipaðir að
stærð og vagnar SVR. Sautján
nýir vagnar verða notaðir en einnig
nokkrir af vögnum Strætisvagna
Kópavogs. Fjöldi viðkomustaða er
áætlaður 230 og er gert ráð fyrir
að 65 til 70 manns muni sinna
þessari þjónustu.
Samræmd fargjöld
Verð á fargjöldum hjá Almenn-
ingsvögnum bs. verður það sama
og gert er ráð fyrir í verðskrá sem
taka mun gildi hjá Strætisvögnum
Reykjavíkur í haust. Eitt far með
Almenningsvögnum bs. mun kosta
100 krónur en afsláttarmiðar verða
á 90 krónur. Fyrir börn á aldrinum
6 til 11 ára mun eitt far kosta 50
krónur en einnig verður hægt að
kaupa afsláttarmiða á 25 krónur.
Börn innan 6 ára aldurs, í fylgd
með fullorðnum, munu ferðast
ókeypis. Græn kort munu gilda
jafnt í vögnum AV sem SVR og
mun kortið kosta 2.900 krónur.
Þeir sem greiða með miðum eða
peningum munu geta fengið skipti-
miða til að skipta einu sinni um
vagn. Skiptimiðinn mun gilda í 30
til 45 mínútur og mun aðeins gilda
í kerfí AV.
Fargjald í næturvagninn verður
200 krónur og græn kort og miðar
munu ekki gilda í vagninn.
Hagvagnar hf. og Meiriháttar
hf. sjá um aksturinn
Almenningsvagnar bs. buðu
akstur strætisvagnanna út og
sömdu við tvö fyrirtæki um akstur-
inn næstu 5 ár. Hagvagnar hf.
munu sjá um akstur í Hafnarfirði,
Garðabæ, Bessastaðahreppi, Kópa-
vogi og á leiðum milli Hafnarfjarð-
ar og Reykjavíkur. Meiriháttar hf.
mun sjá um akstur í Mosfellsbæ
og milli Mosfellsbæjar og Reykja-
víkur.
Að sögn Ingimundar verður með
nýja kerfínu brotið blað í almenn-
ingssamgöngum á höfuðborgar-
svæðinu. Fimm aðilar hafa hingað
til séð um reglubundna almenn-
ingsflutninga á svæði sveitarfélag-
anna auk sérleyfisflutninga til og
frá Reykjavík með endastöð utan
svæðisins. Ingimundur segir að
minnst breyting frá því sem nú sé
verði í Kópavogi en töluverð í öllum
hinum sveitarfélögunum.
í Kópavogi segir hann að mesta
breytingin verði fólgin í samteng-
• 1 . |_______ | ■'_________________________' , - ■
LEK) 66 KÓPAVOGUR LE/Ð 63H HLIÐARHJALU
■ ■
ARNARNES
BÆJARBRAUT
HAFNARFJARÐARVEGUR
STÓRÁS
KARLABRAUT
VÍFILSTAÐIR
GARÐABÆR
LEfÐ 51 QARÐABÆR
LEtÐ 140 HLEMMUR/LÆKJARGATA
LEHD 141 QRENSÁS/HLEMMUR
------------
LEtÐ 142 MJÓDD/HAFNARFJÖRÐUR
lagt á að hafa allt klárt um svipað
leyti.“
Hann bendir á að innan sveitar-
félaganna sex búi nú 45 þúsund
manns eða um þriðjungur íbúa á
höfuðborgarsvæðinu öllu og skipu-
lagsáætlanir geri ráð fyrir að byggð
verði nær samfelld milli Hafnar-
fjarðar og Mosfellsbæjar innan
fárra ára. „Það var því tímabært
og nauðsynlegt að koma í gagnið
slíku samræmdu leiðakerfí almenn-
ingsvagna."
Sveitarfélögin greiða 50%
rekstrarkostnaðar
Áætlað er að á núgildandi verð-
lagi nemi árleg rekstrargjöld Al-
menningsvagna um 280 milljónum
króna, en fargjaldatekjur um 140
milljónum króna, og er árlegur
rekstrarhalli því áætlaður 140
milljónir króna. „Þannig er áætlað
að u.þ.b. 50% af rekstrarkostnaði
fyrirtækisins verði greiddur beint
af sveitarfélögunum en helmingur
skili sér í formi fargjalda,“ segir
Ingimundur. Hann segir ástæðu til
að benda á að ríkissjóður hafí
drjúgar tekjur af þjónustu almenn-
ingsvagna í formi tolla og skatta.
„Áætlað er að án aðflutningsgjalda
af vögnum muni tekjur ríkissjóðs
nema um 12% eða um 35 milljónum
LEIB 45 KVÖLDLEID LEB 140 HLEMMURILÆKJARQATA
LEB 141 QRENSÁS/HLEMMUR
LEID 42 SUÐURBÆR LEB 142 MJÓDD/HAFNARFJÖRÐUR
LEB41 NORÐURBÆR
ingunni við hin sveitarfélögin.
„Farþegar munu geta farið frá
Kópavogi í samræmdu leiðakerfi
til Garðabæjar, Bessastaðahrepps,
Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar, en
komust áður fyrst og fremst til
Reykjavíkur,“ segir Ingimundur.
„í hinum sveitarfélögunum verð-
ur um verulegar umbætur að ræða,
bæði í innanbæjarakstrinum og
eins með tengingunni við ná-
grannasveitarfélögin. Tíðni ferða
verður örari en áður auk þess sem
gerðar verða meiri kröfur um
vagnakost," segir hann.
45 þúsund íbúar í
sveitarfélögunum
Að sögn Ingimundar hefur und-
irbúningur að nýja kerfínu staðið
yfir í nokkur ár, en Almennings-
vagnar bs. var stofnað í ársbyijun
1990. „Sérleyfið sem Landleiðir,
Mosfellsleið og fleiri aðilar hér á
höfuðborgarsvæðinu höfðu rann út
í rnars sl. og því var höfuðkapp
króna af áætluðum rekstrargjöld-
um byggðarsamlagsins. Því skiptir
miklu varðandi framtíðarrekstur
samlagsins, hvort unnt verður að
ná samningum við stjórnvöld um
endurgreiðslur þeirra opinberu
gjalda sem lögð verða á reksturinn
samkvæmt gildandi reglum. Við-
ræður hafa farið fram við fulltrúa
ríkisins um þessi mál og stjórn
samlagsins hefur meðal annars átt
fund með fjármálaráðherra, sam-
gönguráðherra og iðnaðarráðherra,
þar sem farið var fram á niðurfell-
ingu álagðra gjálda á reksturinn.
Niðurstaða hefur ekki fengist í
þeim efnum ennþá en stjórnin mun
fylgja málinu eftir svo sem kostur
er,“ segir Ingimundur að lokum.
Frá Flatey á Skjálfanda.
Messað verð-
ur í Flatey
á Skjálfanda
GUÐSÞJÓNUSTA verður í Flat-
eyjarkirkju á Skjálfanda sunnu-
daginn 2. ágúst nk. kl. 14 ef veð-
ur leyfir.
Prestur verður sr. Þorleifur
Kjartan Kristmundsson prófastur á
Kolfreyjustað í Fáskrúðsfírði.
Kirkjukór Fáskrúðsfjarðarkirkju
syngur undir stjórn Peter Máté.
Bátsferð verður frá Húsavík kl.
10 þann sama dag og komið verður
til baka um kvöldið.
Kvennafræði:
Styrkjum
úthlutað til
rannsókna
LOKIÐ er styrkveitingum til
rannsókna í kvennafræðum á
vegum Itannsóknastofu í kvenna-
fræðum við Háskóla íslands og
Áhugahóps um íslenskar kvenna-
rannsóknir.
Styki fengu: Annadís G. Rúdólfs-
dóttir til verkefnisins Gerð og sér-
staða hins íslenska kvenleika (fé-
lagssálarfræði) 150 þús. kr.
Sigríður Þorgeirsdóttir til verk-
efnisins Rannsóknir á hugmyndum
um kvennasiðfræði sem lagðar eru
til grundvallar íslenskri kvennapóli-
tík (heimspeki) 325 þús. kr.
Sólveig A. Bóasdóttir til verkefn-
isins Karlveldi, kristindómur og of-
beldi gegn konum (guðfræði) 325
þús. kr.
í úthlutunarnefnd að þessu sinni
voru Helga Kress, Lára Björnsdótt-
ir og Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir. Heildarfjárhæð til úthlutunar
var 800 þús. kr. Alls bárust 19
umsóknir.
■ FÉLAG áhugafólks um
íþróttir aldraðra mun bjóða upp
á námskeið fyrir íþróttakennara og
leiðbeinendur sem annast íþrótta-
kennslu aldraðra. Námskeiðið verð-
ur haldið sem fyrr í Árbæjarskól-
anum í Reykjavík dagana 14.-16.
ágúst nk. og hefst það kl. 13.00. Á
námskeiðinu verður kennd leikfími,
leikir, sundleikfími og dansar. Einn-
ig verða flutt fræðsluerindi. Aðal-
kennarar verða Nils Wikander,
lektor við Kennaraháskólann í Le-
vanger í Noregi og Hermundur
Sigmundsson er lokið hefur námi
í íþróttafræðum við kennaraháskóla
í Noregi. Félagið hefur áður geng-
ist fyrir þremur námskeiðum af'
þessu tagi og hafa hátt á annað
hundrað þátttakendur sótt þau.
Umsóknir sendist í pósthólf 3205,
123 Reykjavík, fyrir 5. ágúst nk.