Morgunblaðið - 26.07.1992, Page 19

Morgunblaðið - 26.07.1992, Page 19
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26- JÚLÍ 1992 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992 19 PlurgtwMaltil* Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Málræktarsjóður og Reykj avíkurborg Islendingar eru ekki lengur ein- angruð þjóð, yzt í veraldarútsæ. Fjarskipta- og samgöngutækni nú- tímans hefur fært okkur í nábýli við aðrar þjóðir. Það er aðeins dag- leið um loftin blá til fjærstu heims- horna og við getum séð heimsvið- burði um leið og þeir gerast á sjón- varpsskjá á heimilum okkar. 011 samtíma þróun stefnir að nánara samstarfi þjóða - nánast alþjóðlegri samþjöppun - á sviði atvinnu-, efnahags-, menningar- og við- skiptamála. Við erum og verðum, hvort sem okkur líkar betur eða verr, hluti af hinu alþjóðlega um- hverfi, sem færir okkur fjölmargt gott en felur einnig í sér ýmiss konar hættur. Þess vegna er mikil- vægt að þjóðir, einkum smáþjóðir, leggi allt kapp á að varðveita menn- ingararfleifð sína og sérkenni, ekki sízt þjóðtungur, bókmenptir, trú og siði. Á tímum örra breytinga i at- vinnuháttum, nýjunga í flestum fræðigreinum og nánast byltingar í samskiptum þjóða, sem óhjá- kvæmilega þýðir stóraukið flæði erlendra áhrifa inn í íslenzka menn- ingarlandhelgi, eykst þörfín fyrir hvers konar málræktarstarf. Það var því fagnaðarefni þegar íslenzk málnefnd stofnaði Málræktarsjóð, sem er formlega tekinn til starfa, og styrkja á fjárhagslega margs konar málræktarstarf. „Það sem öðru fremur kveikti hugmyndina um málræktarsjóði var hin augljósa og brýna þörf fyrir fjárhagslegan stuðning við nýyrðastarfsemina í landinu, einkum störf orðanefnda og önnur íðorðasöfn [sérfræðiorð í fræðigreinum]," segir Baldur Jóns- son í Málfregnum, riti íslenzkrar málnefndar. „Eigi að síður var frá öndvérðu gert ráð fyrir því að sjóð- urinn hefði víðtækt hlutverk og yrði svo öflugur að hann gæti styrkt íslenzka tungu á allan hátt... Málræktarsjóður á einkum að vera framkvæmda- og verkefnasjóður... Umfram allt verður að ætla sjóðn- um að hlúa að nytsamlegum mál- ræktarverkefnum sem erfítt er að afla fjár til með öðrum hætti.“ Eins og vikið var að í forystu- grein hér í blaðinu 27. maí síðastlið- inn er markmið þeirra sem að málræktarsjóði standa að ná a.m.k. 100 m.kr. höfuðstóli, sem ekki má skerða, fyrir komandi áramót. Nú stendur yfír söfnun, sem er ætlað að ná inn 50 m.kr., en samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins mun menntamálaráðherra beita sér fyrir því að íslenzka ríkið leggi fram af sinni hálfu samsvarandi upphæð á móti framlögum annarra. Einstakl- ingar, samtök og fyrirtæki sem leggja sjóðnum til fjármuni í ein- hverri mynd fyrir árslok 1992 telj- ast stofnendur sjóðsins og fá full- trúa í fulltrúaráð Málræktarsjóðs. í leiðara blaðsins, sem vitnað er til stóð_ m.a.: „íslendingar eru miklir málrækt- armenn í orði. Með kalli Málræktar- sjóðs gefst þeim tækifæri til að sýna svo ekki verður um villst að þeir séu ekki síður málræktarmenn á borði en í orði, það er með því að gerast stofnaðilar að Málrækt- arsjóði með fjárframlögum á árinu 1992. Hér er kjörið tækifæri fyrir sveitarfélög, fyrirtæki, stéttarfé- - lög, menningarsamtök og einstakl- inga að leggjast á eitt í stofnun og eflingu Málræktarsjóðs.“ Á fundi borgarráðs Reykjavíkur 23. júní síðastliðinn var fyrir tekið erindi frá Málræktarsjóði, þar sem „óskað er eftir beinni aðstoð sveit- arstjórna við öflum stofnframlaga til sjóðsins“. Borgarráð samþykkti að vísa erindinu til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. Því var með öðrum orðum ekki hafnað en slegið á frest. Erindi Málræktarsjóðs flokkast að vísu ekki undir þá skilgreiningu sem felst í orðunum „nýstárleg mark- aðssetning á íslandi", en samt var ástæða til að vænta þess, með hlið- sjón af öllum málavöxtum, að borg- arráð tæki þegar afgerandi og skjótvirkari afstöðu til þess. Reykjavíkurborg og stofnanir hennar eiga að sjá sóma sinn í því að gerast stofnaðilar að Málrækt- arsjóði. Sama gildir að sjálfsögðu um önnur sveitarfélög. Og ekki síð- ur um fyrirtæki, stéttarfélög og menningarsamtök sem vilja ljá góðu máli lið. ÞAÐ ER • mikið skrafað nú á dögum. Mikið af háværri fjölmiðlun. Án þeirrar dyggðar sem Sókrates rekur til guðlegs tilstyrks í platónskum samræðum í Menón; dyggðar sem telja má til mann- kosta. En það er íhugandi fyrir okkur, fómardýr yfírborðshávaða og hraða. Samkvæmt kenningum þeirra félaga, Sókratesar og Plat- óns, er sálin ódauðleg, Þar eð nú sálin er ódauðleg..., segir Sókrates. Vel má vera að við getum einhvem tíma gírað hana niður á eilífðarplan- ið þarsem umhverfið er ekki sífellt að ybba sig og almenningsálit og málskraf ráða ekki ferðinni. Sókrates gerði aðvísu mikið af því að rækta efann með sjálfum sér og öðmm einsog Menón segir á einum stað. Þannig gat rökmálslist hans verið heldur neikvæð, fínnst manni. Nietzsche sem kunni vel að meta Sókrates hlaut efann í arf og hann breyttist í tortryggni sem ein- kennir afstöðu hans og lífsviðhorf, enda er hún einskonar leiðsögustef í verkum hans. Hún þarf alls ekki að vera neikvæð og svo mikið er víst að þýzka heimspekiskáldið nærðist á tortryggni einsog andófs- skáld á illsku Eyjaklasans. Það er hollt, ekkisízt á þessum síðustu og verstu dögum, að íhuga orð Sókratesar, og þá helzt þessa athugasemd í samræðunum við Gorgías, Og þessi orð „í augum íjöldans" ber þá að skilja sem „í augum hinna fávísu“? Þessir karlar töluðu ekki einungis um málskraf, heldur mælskulist. Nú fer lítið fyrir henni. Ég get ekki ímyndað mér hvaða orð þeir hefðu haft um blaðr- ið í nútímaþjóðfélagi. En þeir vör- uðu við almenningsálitinu. Því enn sem komið er, segir Sókrates, ligg- ur ekki ljóst fyrir hvernig ég lít á mælskulistina sem einn þátt flað- urs. Hún gefur fávis- um manni tækifæri til að hreykja sér. Ég sé ekki betur en Sókrates telji mælskumann samaog lýðskrumara. Slíkir menn kunna „að sýnast vitrir fyrir fjöldanum í efnum sem þeir ekki þekkja, og að virðast góðir þótt þeir séu það ekki“, svoað vitnað sé í eina af spurningum Sókratesar í samræðunum við Gorgías. Ætli við þekkjum þetta ekki? Ætli megi ekki rekja margt meinið í nútímasamfé- lagi til þessa daðurs við almenn- ingsálitið? Slíkt athæfi á meira skylt við kænsku en list. En sem betur fer, þá eru enn til menn sem iðka mælskulist í þágu stjómlistar, en þeir eru ekki marg- ir. Af því sem Sigurður skáld Páls- son sagði í samtali í Morgunblaðinu á sínum tíma þá hefur mér dottið í hug að Mitterrand sé einn þeirra; leggur menningu sem grundvöll að stjórnlist sinni og gæðir hugsun sína stíltöfrum sem eiga ekkert skylt við flaður eða væminn orða- flaum. Að því leyti er hann öfunds- verður ef þessi orð Sókratesar eru höfð til hliðsjónar fullyrðingunni, Af því að maður á ekki að öfunda menn sem ekki eru öfundsverðir. Það er þó alltof algengt. UNGUR MAÐUR AF 68- • kynslóðinni sagði við félaga sinn, nokkru eldri, að sér væri nán- ast fyrirmunað að komast áfram í þjóðfélaginu. Hann spurði hverju þetta sætti og hvaða ráð hann hefði. Þú ert ekki nógu montinn, sagði vinur hans, Þú ert ekki nógu dómgreindarlaus. Og þú hefur ekki nógu mikla löngun til að vera í fjöl- miðlum. Getur verið að þessi saga sem mér var sögð ekki alls fyrir löngu lýsi ástandinu einsog það er í yfir- borðslegu auglýsingaþjóðfélagi samtímans? Sá sem sagði mér sög- una fullyrðir að svo sé. BERNSTEIN SAGÐI UM • Mahler að hann horfði inní framtíðina, en hjarta hans slægi í fortíðinni. Það hefur margt verið sagt vitlausara en þetta. Eg held margir listamenn séu hvorki með hugann við fortíð né nútíð, heldur framtíðina. Sjálfur hef ég reynt að leita skýringa á minni eigin samtíð, þ.e. innsta kjarna mannsins einsog hann er og hefur alltaf verið, í forn- um sögum og gömlum skáldskap sem birtir manninn í þessu eilífa ljósi - óumbreytanlegan í innsta eðli sínu. Ytri umgjörð breytist, umbúðirnar breytast, þjóðfélagið - en maðurinn sjálfur er ávallt samur við sig. Bústaður góðs og ills. Gústav Mahler er janusarhöfuð í veröld sem var. Og verður. Með verkum sínum slær hann vængjum víðáttur tveggja heima. Gagnrýn- endur hans voru suðandi flugur undir sjaldgæfum himni. Vængja- tök mikillar og nýstárlegrar listar eru flugunum ráðgáta. Þær heyra dægrinu til ep ekki eilífðinni. Við það hafa miklir listamenn mátt sætta sig. Þeir lifa í sjálfbirgings- legum samtíma sem leitar í fjöl- miðla og dægurpólitík einsog flugur í mykjuskán. Og stundum er sann- færing þeirra afgreidd sem sjálfs- hól; jafnvel mikilmennskan. Vinsældir eru svo sannarlega ekki ávísun á mikla list sem lifir af. Það vita miklir listamenn. Og því eltast þeir ekki við þessar enda- lausu viðurkenningar sem segja lít- ið sem ekkert um listina; en því meira um samtímann. Brautryðj- andi er einmana. Og það eru miklir listamenn oftast einnig. Hinir sækj- ast eftir lófaklappi. M. (meira næsta sunnudag.) HELGI spjall Gistivinirí Moskvu NÝLEGA ER komin út í París endurútgáfa á ferðabók Romain Rollands (1866- 1944) um fyrstu ferð hans til Sovétríkj- anna sumarið 1935, Voyage a Moscou. Bókinni fylgja ítarlegur inngangur, skýr- ingar og viðbætur eftir sagnfræðinginn Bernard Duchatelet. Þekktastur er Romain Rolland fyrir hinn mikla sagnabálk sinn um snillinginn Jóhann Kristófer sem hefur komið út í íslenskri þýðingu. Rolland hlaut Nóbelsverðlaunin 1915, var dáður friðar- sinni og mannvinur. Um hann segir Stefan Zweig í endurminningum sínum Veröld sem var „... að hann gleymdi aldrei skyld- um listamannsins við að láta sannfæringu sína uppi, jafnvel þó hún sætti andúð.“ Nú kemur í ljós að hann hafí vitað betur þegar hann lofsöng það sem fyrir hann bar á þessu mánaðarferðalagi til Moskvu og nágrennis, en kaus að þegja um það sem honum þótti miður til að spilla ekki fyrir málstað hins nýja alræðis öreiganna, taldi að slíkar aðfinnslur væru ekki tíma- bærar og að borgarpressan yrði ekki sein á sér að færa sér orð hans í nyt og heims- frægð til að rangtúlka skoðanir hans og ófrægja Sovétríkin. Nokkru síðar var annar franskur rithöf- undur í heimboði Sovétstjómarinnar í ann- að sinn, það var André Gide, þremur árum yngri en Romain Rolland. Gide gaf út tvo bæklinga um Sovétríkin,' í þeim síðari lýs- ir hann hve þrúgað fólkið virtist vera af eymd og vonleysi. Þær lýsingar komu illa heim við hástemmt lof annarra gistivina Sovétstjórnarinnar. Ýmsir menntamenn og rithöfundar sökuðu Gide um að hafa engan skilning á sögulegri þróun mála hins sam- virka þjóðfélags, hann væri fagurkeri og dekurbarn deyjandi borgarastéttar, þó hann hafí þóst vera kommúnisti um hríð, en það hefði hann aðeins gert af eintómri fordild því hann vissi að vegna tísku og pólitísks áróðurs gat enginn talist fram- bærilegur rithöfundur án slíks gæðastimp- ils. Sérstaklega sárnaði kommúnistum og samfylgdarmönnum þeirra að Gide skyldi halda því fram að blekkingum og fölsunum hefði verið beitt til að villa um fyrir mönn- um um raunverulegt ástand þar eystra. Einn af þeim sem kom Sovétríkjunum til varnar var Romain Rolland og fyrir það varð hann víðfrægur og dáður um öll Ráðstjómarríkin. Hann hafði komist í náin kynni við Maxím Gorkí og sjálfur Stalín gerði sér títt um hann, hélt honum dýrleg- ar veislur með nánustu samstarfsmönnum sínum, þar sem honum voru haldnar há- stemmdar lofræður, ekkert til sparað að gera dvöl hans sem ljúfasta, þar kynntist hann meðal aðdáenda sinna Jagoda, yfír- manni leynilögreglunnar, sem Rolland geðjaðist vel að fyrir prúðmannlega fram- komu og bókmenntaáhuga, en hann var eitt helsta illmennið í Dýrabæ Stalíns og hreinsaður af honum. Ekkert gat skyggt á þessa daga nema það að Gorkí var bijóstveikur og varð að hafa hægt um sig þegar Rolland dvaldist hjá honum á sumarsetri hans, en Gorkí lést fáum árum síðar og var Jagoda þá kennt um að hafa ekki gætt hans sem skyldi. En líklega sáu kommúnistar einnig um örlög hans, að skipan Stalíns. Rolland las þá yfir það sem hann hafði skrifað hjá sér um heimsóknina hjá Gorkí, og það rifj- aðist upp fyrir honum hvað honum hafði fundist furðulegt hvemig Gorkís var gætt, en hann lét ekki hugann dvelja við það. Eftir að Jagoda hafði verið rutt úr vegi tók annað illmenni við lögreglustjórninni, Jesov, en hann féll sjálfur í sömu gryfju þegar Bería ávann sér traust Stalíns. Gulag - þrælar að verki REYKJAVIKURBREF í MINNISBÓKUM sínum rekur Rol- land að hann hafí eitt sinn setið á tali við Stalín í rúma tvo klukkutíma og farið vel á með þeim. Stalín sagði við það tækifæri: „Það eru mér hamingjustundir að ræða við mesta skáld í heimi." Honum var sýndur skipaskurðurinn í Hvítahaf sem vinnuþrælar höfðu grafið og var sagt að þeir hefðu gert það af frjálsum og fúsum vilja Þegar Bukharín var ákærður fyrir rannsóknarréttinum í Moskvu sendi Rol- land Stalín bréf þar sem hann bað í nafni Maxím Gorkís að lífi Bukharíns yrði þyrmt, en þá mun ráðbani Gorkís hafa glott. Rolland las yfír allt sem hann hafði séð og skrifað hjá sér um ferðina þegar Moskvu-réttarhöldin stóðu sem hæst, en hann gerði engar athugasemdir við þær minningar. Hvemig mátti það vera að slík- ur maður sem Romain Rolland með sitt stóra hjarta og ástríðuþrangna mannvit, eins og Stefan Zweig hafði lýst honum, brygðist svo skyldu sinni við sannleikann? Frábært sálarþrek Rollands gaf mér nýjan styrk, sagði Zweig um hann á öðram stað. Samt féll hann á þessu siðgæðisprófí. Þessi mikli friðarsinni sem hafði barist næstum einn gegn stríði, því hann vissi að styijald- ir eiga ekkert skylt við siðgæði. Hafði hrifningin á bókum hans og oflofið í landi verkalýðsins blindað hann svo? Hann var dáðari en nokkur annar útlendur rithöf- undur í Sovétríkjunum og gefinn út í fleiri og stærri upplögum en nokkur annar. Gat slík hylling traflað dómgreind hans? Þess eru mörg dæmi að miklir hæfileika- menn hafí fallið fyrir smjaðri og oflofí. Hæfileikar segja ekkert um siðgæði manns. En það kemur mest á óvart að það er André Gide sem stenst prófíð. Honum hafði líka verið hossað og haldnar veislur, útgáfustjórar sóttust eftir verkum hans og hétu honum ríflegum ritlaunum fyrir stór upplög, sérstaklega ef hann skrifaði um sjálfan Stalín. En Gide var á varð- bergi fyrir öllu sem hann var leiddur til að sjá og heyra og lét ekki vel að stjórn Laugardagur 25. júlí í skipulögðum skoðunarferðum og móttök- um. Þegar hann var ásakaður eftir heimkom- una að hafa selt sig borgarapressunni svar- aði Gide fullum hálsi og fullyrti að þeir sem lofsungu Ráðstjórnina án minnstu gagnrýni hefðu sjálfír selt sig og skildu ekki annað en það sem þeim var sagt að sjá og heyra. Rógsherferðin gegn André Gide komst brátt í algleyming, en hann var of frægur rithöfundur og víghreifur til að hægt væri að kveða hann með öllu í kútinn. Bók hans Retouches á mon Re- tour de l’USSR vakti spurningar hugsandi manna til hvers slíkur allsheijar sannleiki sneyddur siðgæði myndi leiða ef áróðurinn fyrir honum gæti unnið menntamenn heimsins á sitt band. En það var ekki fyrr en með Eyjaklasa Solsenitsyns sem harð- stjórnin, volæðið og ógæfa íbúa Sovét- Rússlands varð lýðum ljós og stöðnunin tók að segja til sín. Ömurleiki einræðisins var afhjúpaður í sínu miskunnarleysi og mannlegri niðurlægingu. Maxím Gorkí og Komain Rolland 1935. Andleg mengun enn - og elt- ingaleikur við borgara- lega höf- unda NÚ ER LIÐIN meira en hálf öld síðan baráttan um fylgi rithöfundanna hófst fyrir alvöru. Margt hefur breyst, kommúnisminn hefur dæmt sjálfan sig úr leik. Eftir stóðu klumsa, sér- staklega þeir sem höfðu þjónað hon- um best. Á þeim áram þótti gáfnamerki að vera róttækur og geta útskýrt með hávísindalegum útlistunum eftir formúlum marxismans að hvers konar misgerðir geti verið réttlætanlegar og ofbeldi söguleg nauðsyn. Rökfræði marxismans gaf engan höggstað á sér og var fullyrt að hún væri jafn nákvæm vísindagrein og eðlisfræðin, hún gæti gefíð óyggjandi lýsingu á fram- vindu sögunnar þar sem marxisminn væri grundvallaður á vísindalegum granni. Menn vora hreinlega frelsaðir frá villu sinni og fáfræði af svo yfírþyrmandi vís- indaþekkingu, að því er virðist. Bókmenntir Vesturlanda fóra ekki held- ur varhluta af svo fímum hártogunum og rangtúlkunum. Höfundar voru flokkaðir eftir pólitísku mati, þeir sem töldust trúir kenningum marxista voru í náðinni og nutu brátt hvers konar forréttinda, meðan hinir svokölluðu borgaralegu höfundar voru flæmdir út í kuldann, rægðir og smáðir eða ofurseldir þögninni til að afmá nöfn þeirra úr hugum lesendanna. Það mengaða andrúmsloft svífur enn víða yfír vötnum á Vesturlöndum og það mun taka sinn tíma að hreinsa burt eituráhrif óhollra kenninga, en fleiri gagnrýnendur en áður anda nú fijálsar og skilja að það er skáld- skapurinn sjálfur sem skiptir mestu máli, ekki skoðanir höfundanna, jafnvel þó þær geti verið virðingarverðar. Rithöfundar ættu að forðast sem mest stór orð og yfírlýsingar, reynslan sýnir að þær hæfa oft þá sjálfa þó um síðir verði. Betra að ígranda allar aðstæður og forð- ast kenningar sem byggja ekki á raunvís- indum. ÞEGAR VIÐ FÖR- um yfír harmsögu þessara liðnu ára hvarflar hugurinn að því sem gerðist hér heima. Það var einungis smækkuð mynd af því sem menn þurftu að horfa upp á úti í hinum stóra heimi. Veraldarleik- sviðið var flutt hingað út til íslands og hér léku kommúnistar sína rullu af slóttug- heitum og sannfæringarkrafti sem sótti aflið í kenningar og framkvæmdir marx- lenínismans. Rússland var fyrirheitna landið og Stalín guðum líkur. Þá var skrif- að um hann af hjartnæmum fögnuði, það var ort um hann og þegar hann dó fékk hann minningarorð í MIR og Þjóðviljanum sem voru í samræmi við þá pólitísku sefa- sýki sem fór um landið þvert og endilangt eins og hver önnur aðflutt plága. Þeir sem Leiksviðið flutt heim Morgunblaðið/Ámi Sæberg voru ekki haldnir trúarofstæki kommún- ismans vora afgreiddir eins og hver önnur himpigimpi, ekki síst rithöfundar og aðrir listamenn. Margir gáfumenn, sumir merk- ir listamenn af verkum sínum, féllu fyrir boðskapnum og tóku trú á fagnaðarerind- ið en hinir vora afgreiddir eins og André Gide og aðrir sem sáu í gegnum blekking- amar og sögðu frá þeim af reynslu og heilindum. Við þurfum ekki að nefna nein nöfn hér, þeir sem eitthvað þekkja til íslenskrar sögu og menningar vita hveijir það vora sem tóku trúna og böðluðust á vantrúuðum samtímamönnum sínum. Fagnaðarerindið var boðað eins og hver annar lífselexír og það var jafnónýtt og þessi sami elexír, það hefur tíminn sýnt, og nú standa marxistar á ijúkandi rústum kenningar sinnar og forðast í lengstu lög að rifja upp liðinn tíma og þá veröld sem þeir boðuðu. Og síst af öllu dettur þeim í hug að gera upp sakirnar við sjálfa sig og boðskap sinn og tala raunar stundum eins og þeir einir hafí allt vitað og allt séð. Þeir sem sáu í raun og veru í gegnum blekkinguna og hlutu ekki ömurleg örlög Romains Rol- lands og annarra samfylgdarmanna marx- ista verða enn fyrir aðkasti úr nýju víg- hreiðri og hinir sem dauðir era fá vart uppreisn æra meðan þeir stjórna ferðinni sem áður vora á mála hjá bóndanum í Kreml. En það skiptir ekki höfuðmáli, það kemur að því að sannleikurinn verði sagð- ur umbúðalaust og þá verða þeir sem stóðu í sporum Romains Rollands kallaðir fyrir dómstól sögunnar og dæmdir af verkum sínum. Þeir listamenn, ekki síst rithöfund- ar, sem gengu helstefnu kommúnismans á hönd verða látnir horfast í augu við sjálfa sig hvort sem þeim líkar betur eða verr og þá munu þeir sem þorðu eins og André Gide hrista af sér níðið og róginn og fá þá uppreisn æra sem þeir eiga skil- ið. Þá munu níðhöggarnir ekki sitja í kvið- dómnum og þá verður ekki miðað við boð- skap þeirra sem lögðu línuna í Þjóðviljan- um og tímariti Máls og menningar svo dæmi séu tekin. Þá mun þögnin ekki verða mælskasti vitnisburður óheilindanna og lítilmennskunnar. NU GERIR HEIM- Hroki og of- beldi - arf- leifðin unnn engan grem- armun á þeim sem fylgdu nasistum fastast eftir og hin- um sem gengu er- inda þess alþjóðlega kommúnisma sem eitraði allt íslenskt þjóðlíf um áratuga skeið svo að enn má sjá verksummerkin eftir þann ófögnuð. Þeir sem erfðu rústir kommúnismans reyna eftir megni að draga athyglina frá arfleifðinni og er það að sjálfsögðu mann- legt þótt ekki sé það stórmannlegt. Þeir tala lítið um stjórnmál nú um stundir, minnast þó eitthvað á Kína og Kúbu - en þeir halda samt hjörðinni saman undir nýjum merkjum og kunna illa við sig í öðra kompaníi. En þeir geta vart búist við því að tíminn hafí sérstakan áhuga á að tengjast þeim. Þeir era tímaskekkja, liðin tíð - andstætt Jónasi og Fjölnismönnum sem voru framtíðin. Tíminn líður og skilur rústirnar eftir í sögubókum um gúlagið, glámskyggnina og grimmdaræðið. Það svíður undan minningunni, að vísu, en úr helvíti kemur enginn ósviðinn. Havel talar í einni af greinum sínum um álög marxism- ans og hroka hans og villu og minnir á að kommúnistar hafí talið sér trú um að þeir skildu gervalla mannkynssöguna á vísindalegan hátt og boðuðu blóð, stríð og byltingar í nafni þessarar falskenningar. En hann bætir við að sagan hafí sýnt að unnt var að sópa blekkingunni burt, án ofbeldis, „ofbeldi, það vitum við, fæðir af sér meira ofbeldi. Þess vegna úrkynjuðust flestar byltingar og breyttust í harðstjórn- ir sem átu engin böm. Þær ólu upp nýja byltingarseggi, reiðubúna til að beita nýju ofbeldi án þess að gera sér grein fyrir að þeir græfu eigin gröf og leiddu þjóðfélagið í nýja dauðans hringekju byltinga og gagn- byltinga. En ekki var það ofbeldi, heldur lífíð sjálft, hugsunin og sómatilfinningin sem bára sigurorð af kommúnismanum." „En ekki var það ofbeldi, heldur líf- ið sjálft, hugsunin og sómatilfinn- ingin sem báru sigurorð af kommúnisman- um. Havel t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.