Morgunblaðið - 26.07.1992, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JUU 1992
Tjaldbúðir vísindamannanna.
UTSYN AFTURI
eftir Sigrúnu Dovíósdóttur
myndir: Pólína Kristinsdóttir, Sigfús Johnsen og Þorsteinn Þorsteinsson
MEÐAN flestir íslendingar bitu á jaxlinn yfir veturinn og hugsuðu
ura það eitt að þrauka þorrann og góuna og hlakka til sumarblíðunn-
ar, var til fóik sem beið sumarsins til að komast í sumardvöl upp á
Grænlandsjökul í 20-30 gráða frost. Þetta voru þau Sigfús Jóhann
Johnsen eðlisfræðingnr sem hefur undanfarin mörg ár unnið við rann-
sóknir á Grænlandsjökli yfir sumarið, og kona hans, Pálína Kristins-
dóttir sem undanfarin tvö sumur hefur unnið þarna með honum, og
bæði voru þau ájöklinum nú á dögunum þegar þeim langþráða áfanga
var náð að borinn var kominn gegnum íshelluna. Þessi vinna er hluti
af rannsóknarverkefni, sem hefur staðið í nokkur ár og er nú á loka-
stigi með því að borað hefur verið niður á um 3.000 m sem eru niður
á bergið. Verkefnið gengur undir því góða nafni GRIP, sem segir
íslendingum nóg til að þeir þurfa vart á því að halda að skammstöfun-
in er dregin af Greenland Ice Core Project. Eins og enska nafnið
segir til um snýst verkefnið kringum borkjarna úr jöklinum. Kjarninn
er fenginn með bor, sem Sigfús hefur hannað og smíðað, svo það er
óhætt að segja að hann sé einn af lykilmönnunum í verkefninu.
Pólína og Sigfús við litla borinn.
Hjónin Sigfús Johnsen og Pálína
Kristinsdóttir hata nýverið lokið borun í
gegnnm íshettu Grænlands og þau segja
hér frá sérstæðri sumardvölsinniá
jöklinum og rannsóknunum á hví hvað
jökullinn hefur aó geyma
Stofnanir frá átta löndum
leggja fé í verkefnið og
taka þátt í því, frá Belg-
íu, Bretlandi, Dan-
mörku, Frakklandi,
Þýskalandi, íslandi, Ítalíu og Sviss.
Verkefnið er á vegum evrópska vís-
indasjóðsins. En áður en spurt er um
vísindalegt takmark verkefnisins, þá
leita óneitanlega á spurningar um
hvemig sé eiginlega að lifa uppi á
miðjum Grænlandsjökli í um tvo
mánuði. Hvernig er lífinu lifað við
þessar óvenjulegu aðstæður. Þau
Sigfús og Pálína voru tekin tali
skömmu áður en þau héldu á jökul-
inn í þetta skiptið. Pálína bytjar frá-
sögnina......Við sofum í tjöldum,
sem eru reyndar mjög góð, líta út
eins og braggar og eru með tré-
botni. Þetta era einingatjöld, 2ja til
tólf manna tjöld. Þau eru ekki upphit-
uð, svo það getur orðið ansi kalt
yfir nóttina. Eina upphitaða húsið
hýsir eldhúsið og þar er einnig bað-
herbergi og svefnpláss fyrir nokkra
menn. I eldhúsinu er þvottavél, svo
þarna er svona nokkum veginn það
sem maður er vanur að hafa í kring-
um sig. Það er kokkur, sem sér um
að elda, en við skiptumst á að þvo
upp og þrífa. Við erum um þrjátíu
þama að staðaldri, en eram flest
Qöratíu, þegar nýir koma og aðrir
eru að fara. Þeir sem koma í fyrsta
skipti fá aðeins að vera stutt í einu,
því það eru ekki allir sem þola dvöl-
ina. Sumir fá hæðaveiki, við erum
þarna í 3.200 m hæð, aðrir þola
ekki kuldann og víðáttuna.
Þeir fyrstu hafa farið á jökulinn
um miðjan maí til að koma öllu í lag
eftir veturinn og þeir síðustu fara
niður um miðjan ágúst. Við Sigfús
fórum t.d. í fyrra sumar á jökulinn
3. júní, þegar komið var að sjálfri
borvinnunni og af jöklinum 7. ágúst,
þegar svo til var búið að pakka nið-
ur. Við vinnum alla daga vikunnar
frá því snemma á morgnana og fram
á kvöld, utan hvað við tökum „langa
helgi“ sem við köllum, því á laugar-
dögum hættum við að vinna kl. 17
og byrjum ekki fyrr en kl. 10 á
sunnudagsmorgnum. Eftir vinnu á
laugardögum reynum við að gera
eitthvað skemmtilegt, fara í poka-
hlaup og aðra leiki. Það veitir ekki
af að skemmta sér eitthvað líka og
svo er alltaf haldið partí og oft dans-
að um helgar. Við höfum líka reynt
að koma því á að þá hafi fólk sig
svolítið til, sem er svosem ekki meira
en svo að fara bara úr vinnugallanum
og í bað. Karlmennimir setja upp
slifsi, konurnar fara í pils. Það veitir
ekki af tilbreytingunni, því það er
eins og að við þessar aðstæður dofni
fljótt tilfmningin fyrir því að halda
sér til. Við sjáum kringum okkur
fólk sem eyðir kannski vetrinum á
Suðurheimskautinu og sumrunum á
Grænlandsjökii og slíkt líf markar
fólkið óneitanlega."
Átta tungumál á einum
vinnustað
Sigfús tekur undir þetta með til-
breytinguna. „Það er mikilvægt að
bregða á leik til að manni líði vel.
Það er ekki sjálfgefið að það verði
góður andi í svona hópi og að því
þarf að vinna. Þetta er fjölþjóða verk-
efni, þarna eru töluð átta tungumál
og fólk kemur úr öllum áttum, en
við vinnum saman og verðum að
vinna saman allir sem einn. Eins og
ein fjölskylda og þannig ætti það að
vera víðar í heiminum. En hver hefur
sína siði og sem dæmi má nefna að
þarna eru bæði Frakkar og Italir,
sem auðvitað geta ekki hugsað sér
að borða mat án þess að fá vín með.
Þess vegna er alltaf vín með matn-
um. Vínið var keypt í Danmörku,
eins og aðrar vistir. Við getum auð-
vitað ekki verið með flöskur, svo vín-
framleiðandinn á Ítalíu var beðinn
um að setja það á femur. Hann harð-
neitaði hins vegar að setja sitt góða
vín í slíkar pakkningar, en sendi það
í tunnum til Danmerkur. Vínkaup-
maðurinn danski sá síðan um að setja
það í fernur, sem voru merktar GRIP.
I fyrrasumar kláraðist ekki vínið, svo
það var geymt yfir veturinn uppi á
jöklinum, þar sem frostið kemst í sjö-
tíu gráður. Það merkilega var að það
var mun betra eftir að hafa legið fros-
ið um veturinn! Fyrir veturinn er öllu
pakkað niður og það sem hægt er
að skilja eftir, er látið liggja. Allt er
skráð, svo hægt sé að ganga að öllu
yísu. Dótið er sett upp á tunnur, svo
snjórinn blási frá. Það snjóar ekki
mikið þama inni á jöklinum, en það
er fok. Tjaldbotnamir era í raun kass-
ar, sem tjöldunum er pakkað niður í
og þannig er fleira hugvitsamlegt.“
Það er vart um tómstundir að
ræða uppi á jöklinum. Pálína tók
með sér eina bók, sem hún opnaði
aldrei. Sigfús hafði hins vegar tölv-
una sína með og vann með henni
úr gögnum. Um fatnað segir Sigfús
að góð stígvél eða skór skipti mestu
máli, góð undirföt og þar yfir dún-
föt. „Við vinnum niðri í gryfjum í
jöklinum, sem hefur verið reft yfir
og þar er kaldara heldur en uppi.
Það er reyndar hlýrra við borinn,
vegna kröftugrar útloftunar, sem
verður að vera vegna borvökvans.
Veðrið er misjafnt. I hitteðfyrra var
sól næstum allt sumarið, en sl. sum-
ar sá vart til sólar og það var stöðug-
ur næðingur. Við höfum alls kyns
tækni í kringum okkur, meðal ann-
ars fjarritasamband í gegnum gervi-
tungl. Hingað til höfum við einungis
haft talstöðvar, en þær eru stundum
snardauðar vegna sólbletta, sem
mikið var af sl. sumar, svo ég veit
ekki hvernig við hefðum farið að án
fjarritans. Það er eins gott að hafa
gott samband við umheiminn, meðal
annars vegna flugferða til okkar.
Nokkram sinnum yfir sumarið koma
Herkúles-flutningavélar til okkar
með birgðir og hver slík ferð kostar
tvær millj. íkr., svo það er betra að
upplýsingar um veður nái fram. Það
er dýrt að vera þarna og það þarf
að flytja borkjarnana niður. I sumar
fluttum við um 10 tonn af ís niður
af jöklinum og þurftum að skilja
annað eins eftir, sem verður tekið
næsta sumar.“
- Hver er aðdragandinn að verk-
efninu?
„Sagan er löng og flókin. Ég vann
í Danmörku fram til 1979, þegar ég
flúttist til íslands. Árið 1975 hófs
samvinna milli Bandaríkjanna, Sviss
og Danmerkur um boranir í Græn-
landsjökul. Djúpboran sem hófst
1979, með þátttöku íslands, þar sem
ég sá um borinn. Þremur áram síðar
var komið niður á botn. Isinn var
ekki djúpur þarna, aðeins 2.100 m.
Hann er allur á hreyfmgu þama,
árlögin brotin þegar neðar dró, svo
árangurinn gat verið betri. Þetta
samstarf datt síðan upp fyrir, Banda-
ríkin drógu sig út, en Évrópumenn
tóku upp samstarf á vegum evrópska
vísindasjóðsins, „European Science
Foundation“.“
- En hvemig datt mönnum í hug
að fara að bora í Grænlandsjökul?
„Hugmyndin að því að bora í jökul-
inn er gömul. Á sjötta áratugnum
vora Bandaríkjamenn með nokkurs
konar herstöð uppi í jöklinum og
þangað kom ég fyrst 1969. Þar vora
þá menn, tengdir hernum, sem
ákváðu að reyna að nýta stöðina til
að gera eitthvað af viti, nefnilega
að bora í jökulinn og lesa upplýs-
ingar um veðurfar og annað úr kjam-
anum. Danir fengu þá að mæla
kjarnann og í því var ég fyrst, 1969.
Bandarísku brautryðjendumir í
þessu voru Chester Langway og
Lyle Hansen. Hansen er nú 75 ára
og heimsótti okkur á jökul í sumar.
Hann gekk um á jöklinum í þunnum
gallabuxum og vindjakka og sýndi
engin sérstök merki um kulda, utan
hvað hann barði sér á stundum. Þeg-
ar hann var spurður hvort honum
væri ekki kalt, svaraði hann að það
tilheyrði að vera kalt á jöklinum!
Nokkuð til í því...
Hansen smíðaði bræðslubor, sem
var notaður í upphafi, en sýndi sig
að vera ekki nægilega sniðugur.
Hann bræðir sig niður og á ekki að
fijósa fastur, en það getur komið
fyrir vegna bilana og þá er ekkert
hægt að gera. Það merkilega er að
boróhöpp gerast undarlega oft þegar
13. dag mánaðarins ber upp á föstu-
dag. Sumir vilja ekki bora slíka daga,
en ég hef allt.af hundsað það.“
- En ekki er bara lent einhvers
staðar á jöklinum og byijað að bora;
hvernig er verkefnið undirbúið?
„Sumrin 1984 og 1985 fórum við
þrír saman vítt og breitt um jökulinn
á þremur snjósleðum, keyrðum,
stoppuðum og boruðum alls tíu kjama
til að kanna ísinn. Þetta tók sinn tíma,
því maður verður svifaseinn þama
uppi, matreiðsla tekur sinn tíma og
eins að koma sér fyrir yfir nóttina.
Við sváfum í litlum tjöldum. Þetta
var ferlega gaman, því við keyrðum
bara út í bláinn eftir skýjum og komp-
ás og tókum svo gervitunglamið, þar
sem við slógum okkur niður. Við vor-
um afskaplega heppnir með veður,
það var stöðugt sólskin. Við enduðum
uppi á toppi, því þar er talið að við
komumst lengst aftur í tímann. Þama
er enginn yfirborðshalli, ísinn veit
ekki hvert hann á að fara og árlögin
era óbrotin. Þegar kemur niður að
botni er ísinn fullur af leir úr berg-
inu. Þetta er einn af leyndardómum
jökulsins hvemig hann getur klórað
í sig bergið, þegar hann er alveg fros-
inn og þéttur. Bergið undir var einnig
kannað með radar og eftir þessar
rannsóknarferðir fannst staðurinn,
sem við vinnum á nú.“
Isinn er eins og bók, um
fortíðina, þar sem enga
blaðsíðu vantar
- Hvað sjáið þið í ísnum?
Sigfús verður fyrir svörum. „Við
emm alltaf að læra betur og betur
að lesa í kjarnana, getum skoðað
fleiri og fleiri hluti og þurfum minna
og minna af ísnum í rannsóknirnar.
ísinn er eins og gagnagrunnur, sem
við læram æ betur að fletta upp í
og hann er merkilegur, því það vant-
ar enga blaðsíðu í. í þessum grunni
sjáum við hvemig umhverfið á jörð-
inni hefur verið síðastliðin 200-300
þús. ár. í borkjörnum á Suðurheim-
skautinu er væntanlega hægt að sjá
*/2-l millj. aftur í tímann, en veðurf-
arslega segir Grænlandsjökull merki-
legri sögu en Suðurheimskautið, því
upptök veðurfarsbreytinga eru við
Atlantshafið. ísaldir eru til dæmis
i
i
i
i
4
í
4
4
4
4
4
4
4
4
4