Morgunblaðið - 26.07.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.07.1992, Blaðsíða 22
MORQUNBLAglÐ, MINNIIMGAR SUNNUDACjUR 26. JÚIÍ 1992, ALDARMINNING Haraldur Guðmundsson Hjónin Haraldur Guðmundsson og Margrét Brandsdóttir. eftir Jón Sigurðsson r dag, 26. júlí 1992, eru liðin hundrað ár frá fæðingu Har- aldar Guðmundssonar, eins áhrifaríkasta stjórnmála- manns íslendinga á þessari öld. Stjómmálasaga Haraldar er um leið saga velferðarsamfélags á ís- landi. Hann var einn helsti frum- kvöðull almannatrygginga í þeirri mynd sem við þekkjum þær í dag. Hann gerðist ungur málsvari þeirra sem minna máttu sín í lífínu og vann alla ævi að mótun réttlát- ara þjóðfélags á íslandi. Hann var svo lánsamur að fá tækifæri til að koma hugsjónum sínum í fram- kvæmd. Hann var einn mikilhæ- fasti og farsælasti foringi íslenskra jafnaðarmanna. íslenska þjóðin á honum mikið að þakka. Frá ísafirði til Ósló Haraldur var fæddur 26. júlí 1892 í Gufudal í Gufudalssveit í Barðastrandarsýslu. Foreldrar hans voru Guðmundur, prestur, síðar ritstjóri á ísafirði, Guðmunds- son, Eiríkssonar, bónda á Litlu- Giljá í Húnavatnssýslu og kona hans Rebekka Jónsdóttir, bónda og alþingismanns á Gautlöndum, Sigurðssonar. Hann lauk gagn- fræðaprófi á Akureyri árið 1911, stundaði síðan farkennslu á vetruni en vegavinnu, síldarmat og verka- mannavinnu á sumrum og var við þessi störf árin 1911 til 1919. Hann vargjaldkeri í útibúi íslands- banka á Isafirði á árunum 1919- 1923, blaðamaður í Reykjavík 1924, kaupfélagsstjóri í Reykjavík 1925-27 og ritstjóri Alþýðublaðs- ins 1928-1931. Á árunum 1931-34 var hann útibússtjóri Útvegsbanka íslands á Seyðisfírði. Árið 1934 varð hann atvinnumálaráðherra og gegndi því embætti fram í mars- mánuð 1938. Síðar á því ári varð hann forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins og veitti henni forstöðu fram á árið 1957, en á því ári var hann skipaður sendiherra íslands í Noregi, Tékkóslóvakíu og Pól- landi með aðsetri í Ósló. Hann lét af því starfí árið 1963 fyrir aldurs- sakir og bjó eftir það í Reykjavík. Hann var bæjarfulltrúi á Isafírði 1920-24 og í Reykjavík 1926-31 og 1942-46. í stjóm Alþýðusam- bands Islands var hann árin 1924- 1936 og 1938-1940. Hann var al- þingismaður á árunum 1927-1946 og 1949-1957; fyrst sem þingmað- ur ísfirðinga, þá þingmaður Seyð- firðinga og landskjörinn þingmað- ur og loks sem þingmaður Reyk- víkinga. Hann sat á 34 þingum alls. Hann var forseti Sameinaðs Alþingis 1938-1941 og 1942-1943. Hann var formaður Alþýðuflokks- ins á árunum 1954-1956. Eins og þessi knapporða upptalning ber með sér var starfsferill Haraldar óvenjulega fjölbreyttur. Haraldur Guðmundsson gegndi mörgum umsvifamiklum trúnaðar- störfum samhliða aðalstörfum. Hann var skipaður í ríkisgjalda- nefnd 1927, í Landsbankanefnd 1928-36 og í milliþinganefnd um tolla- og skattamál 1928. Árið 1938 var hann kosinn í Þingvalla- nefnd og sama ár í milliþinganefnd til að rannsaka efnahag og rekstur togaraútgerðar. Árið 1942 tók hann sæti í milliþinganefndum um stjórnarskrármálið og trygginga- mál. Haraldur Guðmundsson ólst upp í fjölmennum systkinahópi,_ fyrst í Gufudal og síðar á ísafírði. Á heim- ili foreldra hans voru hugsjónir jafnaðarstefnunnar í hávegum hafðar. Guðmundur faðir hans tók mikinn þátt í félagsstörfum á ísafirði, stýrði þar blöðunum Nirði og Skutli og var öflugur talsmaður sjálfstæðis íslands og félagslegs réttlætis, jafnt í verkum sfnum sem í ræðu og riti. Haraldur valdist snemma til trúnaðarstarfa fyrir Alþýðuflokkinn. Honum var trúað fyrir miklu í forystusveit flokksins og vann heilshugar að framgangi jafnaðarstefnunnar. Bæði í sveitar- stjórnum og á Alþingi fékk hann tækifæri til þess að koma ýmsum hugsjónamálum sínum fram og lá þar hvergi á liði sínu. Á því leikur enginn vafi að uppruni hans og uppeldi á ísafirði mótaði mjög allan feril hans í stjómmálum. Fyrsti ráðherra jafnaðarmanna Á fjölbreyttum starfs- og stjóm- málaferli kom Haraldur Guð- mundsson víða við og fyrst á frjó- um akri vestfírskra stjómmála. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur til margvíslegra starfa, þá austur á Seyðisfjörð þar sem hann ávann sér miklar vinsældir bæði sem þingmaður og útibússtjóri. Þá lá leiðin aftur til Reykjavíkur og loks til annarra landa sem fulltrúi fyrir þjóð sína á erlendum vettvangi. Á árinu 1934 mitt í erfiðleikum kreppunnar var mynduð ríkisstjóm hinna vinnandi stétta á Islandi. Haraldur varð fyrsti ráðherra jafn- aðarmanná á Islandi þegar hann tók sæti í þeirri ríkisstjórn. Þá var ráðuneytið aðeins skipað þremur mönnum. Hermann Jónasson var forsætisráðherra, Eysteinn Jóns- son fjármálaráðherra og Haraldur atvinnumálaráðherra. Verkefnin vom því margvísleg sem hver ráð- herra sinnti. Það er til marks um það mikla traust sem Haraldur Guðmundsson naut á þessum erfið- leikatímum að honum var fengin ábyrgð á atvinnumálum, félags- málum og utanríkismálum svo helstu verksvið hans sem ráðherra séu nefnd. Haraldur var atkvæða- mikill ráðherra og þótt hann gegndi ráðherrastarfi aðeins tæp fjögur ár auðnaðist honum að koma fram margvíslegri löggjöf sem var upphaf mikilla þjóðfélags- breytinga. Þar ber hæst alþýðu- tryggingalögin 1936. Þau mörkuðu tímamót í félagsmáíasögu íslend- inga. En Haraldur stóð líka fyrir sókn í atvinnumálum til þess að vega á móti áhrifum kreppunnar miklu sem var helsta þjóðfélagsmein þess tíma. Haraldur skipaði þegar á árinu 1934 skipulagsnefnd at- vinnumála, þar sem Emil Jónsson var formaður, til þess að leita nýrra leiða í stjóm atvinnu- og efnahags- mála svo snúast mætti við þeim erfiðleikum sem heimskreppunni fylgdu á íslandi ekki síður en ann- ars staðar á Vesturlöndum. Skipu- lagsnefnd atvinnumála, oft nefnd „Rauðka", var vitaskuld barn síns tíma og treysti í mörgu á forsjá ríkisvaldsins í atvinnumálum. Á þeim tímum höfðu ekki aðrir en ríkið bolmagn til að beita sér fyrir stofnun nýrra fyrirtækja og at- vinnugreina. Á þessum árum komst hraðfrystiiðnaðurinn á legg og sfldarverksmiðjumar voru efld- ar til þess að gefa fólkinu í landinu tækifæri til starfa. Þá eins og nú var atvinnuöryggið eitt helsta markmið jafnaðarmanna. Með störfum nefndarinnar var brotið blað í hagsögu okkar að því leyti að hlutverk og ábyrgð ríkisins á stjórn efnahagsmála í heild var viðurkennt í reynd. í þessu starfí komu fram nýjar hugmyndir um stjóm ríkisfjármála og peninga- mála sem byggðar voru á því sem efst var á baugi meðal fremstu hagfræðinga Evrópu á þeim tíma. Fenginn var til ráðuneytis ungur og upprennandi sænskur háskóla- kennari, Erik Lundberg, en Svíar vora þá brautryðjendur í hagstjóm á Vesturlöndum. Erik Lundberg, sem seinna varð einn virtasti hag- fræðingur Svía, var í hópi þeirra fræðimanna, sem voru á undan sjálfum Keynes að benda á mikil- vægi ríkisfjármálanna til þess að hafa áhrif á atvinnuástandið. Haraldur Guðmundsson var alla tíð traustur talsmaður vestrænnar samvinnu og samstarfs við lýðræð- isríki Vesturlanda og ákveðinn andstæðingur kommúnista allan sinn stjómmálaferil. Það var því ekki tilviljun að hann ákvað árið 1957 að láta af störfum sem for- maður Alþýðuflokksins og hætta stjómmálastarfi eftir að ljóst var orðið að Alþýðuflokkurinn myndi fyrir kosningamar - ganga til samstarfs við Alþýðubandalagið - þvert ofan í ákveðnar yfírlýsingar Haraldar, og þar með kommúnist- ana innan þess í ríkisstjórn með Framsóknarflokknum. Haraldur var sannfæringu sinni trúr. Það sýndi þessi ákvörðun. Það sýndi líka sú ákvörðun hans að víkja úr ríkisstjórninni 1938 vegna grund- vallarágreinings um það hvernig fara skyldi með skuldaskil útgerð- arinnar sem þá eins og nú var mikið þrætuefni. Ég þekki það af samtölum mín- um við Harald eftir að hann hafði sagt skilið við dægurþras stjóm- málanna að honum var vel ljóst þegar hann leit yfír þróun samfé- lagsins frá kreppuárunum til við- reisnar að tími ríkisrekstrar í at- vinnulífinu var liðinn; að ríkið hefði á því sviði gegnt sínu hlutverki og ætti nú að einbeita sér að því að skapa trausta umgjörð og sann- gjöm skilyrði fyrir farsælar fram- kvæmdir og rekstur einstaklinga og samtaka þeirra á sviði atvinnu- lífsins. Einmitt þannig gæti ríkið best stuðlað að bættum lífskjörum og jöfnun þeirra um leið og þess væri gætt að gefa hvatningu til framtaks og frumkvæðis fyrir ein- staklinga sem er ómissandi undir- staða öflugs atvinnulífs á íslandi eins og í öðrum löndum. Rökfastur ræðuskörungur Það er í minnum haft hversu góður ræðumaður Haraldur Guð- mundssön var. Mér er það í barns- minni hvemig hann bjó sig undir ræðuflutning. Það var eitt vor í bernsku minni á ísafirði að Harald- ur kom til þess að halda þar ræðu á fjölmennum fundi. Hann gisti heima hjá foreldrum mínum. Ég kom með föður mínum að morgni inn til Haraldar. Þar blasti við borð alþakið skrifuðum blöðum og fullir öskubakkar af sporöskjulö- guðum sígarettustubbum og yfir öllu sveif ilmur af tyrknesku tób- aki. Faðir minn spurði hann hvern- ig hann hefði sofið og hann svar- aði: Eins og þú sérð hef ég setið við að semja ræðuna mína. Þetta var við lok fimmta áratugarins og Haraldur var á hátindi síns ferils, þrautreyndur maður. Hann var að fara að tala í sínum heimabæ, ísafírði, en eyddi til þess allri nótt- inni að búa sig undir ræðuna. Hún tókst vel og það bar ekki á þeirri miklu fyrirhöfn sem hann hafði lagt í verkið. Flestir sem þekktu til hans sem stjórnmálamanns rifja upp mælsku hans, hversu rökfastur og um leið einlægur og hreinskilinn hann var. Það er í frásögur fært þegar þeir leiddu saman hesta sína í auka- kosningum í Gullbringu- og Kjós- arsýslu árið 1926, Haraldur sem þá var þar í kjöri fyrir Alþýðuflokk- inn, og Ólafur Thors, sem hinn upprennandi foringi sjálfstæðis- manna. í ævisögu Olafs Thors eft- ir Matthías Johannessen segir um þessa tíma: „Kosningabaráttan fyrir þessa aukakosningu vakti mikla athygli. í kjördæminu sjálfu var mjög látið af því, hve orrahríð hinna tveggja ungu stjórnmálamanna, Haralds Guðmundssonar og Ólafs Thors, væri drengileg, og jafnframt skemmtileg og fast sótt á báða bóga. Baráttan stóð að sjálfsögðu yfir að vetrarlagi og stundum erf- itt að komast á fundi. Ólafur var ánægður með kosningabardagann, fannst hann skemmtilegur, góð til- breyting, og lagði sig allan fram, því að mikið var í húfí. Hann kom oftast heim úr kosningaleiðöngram að kvöldi, alltaf kátur og hress, og hafði oft orð á því við Ingi- björgu konu sína, hve vel honum líkaði við mótheija sinn, sem bauð sig fram á vegum Alþýðuflokksins og var studdur af Framsóknar- flokknum.“ Og síðar segir: „Har- aldur var þá ókvæntur og segir Guðjón bóndi á Grund á Kjalamesi Siguijónsson, sem fylgdi Olafi alla tíð, að hann hafi lokið ræðu sinni þar í sveit með þessum orðum: „Það er ósk mín og von, að ég fái kjördæmið, en Haraldur góða konu, því það á hann skilið.“ Mik- ill sjálfstæðismaður í Kjósinni sagði: „Verstur fjandi að geta ekki kosið þá báða.““ Það fór svo að Ólafur Thors hafði betur í kosningunum, en Haraldur Guðmundsson markaði sér í þeirri kosningabaráttu þá stöðu sem hann síðan hélt í íslensk- um stjórnmálum um áratugabil sem einn mesti ræðumaður og þingskörangur síns tíma. Og sann- arlega eignaðist Haraldur góða konu, Margréti Brandsdóttur. Virtur þingforseti Þess verður lengi minnst hversu vel Haraldur Guðmundsson hélt á störfum forseta Alþingis. Öll fram- koma hans var á þann veg er lað- aði menn að honum enda var hann vinsæll maður. Með einlægni og góðvild vann hann sér traust bæði samheija og andstæðinga. Hann sameinaði í eðli sínu og starfí vin- samlega framkomu, virðulega og kurteisa þótt hann héldi fast og eindregið við sinn málstað. Það sópaði að Haraldi Guðmundssyni hvar sem hann fór en líka stafaði af honum hlýju og vinsemd sem allir muna sem honum kynntust. Haraldur var ekki síður góður ræðumaður við önnur tækifæri en skylmingar á vettvangi stjómmál-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.