Morgunblaðið - 26.07.1992, Page 27
kMt Li'ji HUUAUUWvujfc; HAfcj>tflÍI/ÍÍ/iÍÍtfÍ ttiöA.iavriJOHQM
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992
Oii
27
Sigurgeir Þorgríms-
son - Kveðjuorð
Sigurgeir Þorgrímsson sagnfræð-
ingur lést á sjúkrahúsi í Reykjavík
að kvöldi 8. júlí, 48 ára að aldri.
Það er um það bil hálfur annar
áratugur liðinn síðan við vorum
kynntir af sameiginlegum vini og
kunningja. Mér var þá kunnugt um
áhuga Sigurgeirs á bókmenntum og
listum en það var ekki fyrr en nokkr-
um árum síðar eða í byrjun níunda
áratugarins er ég bjó í Skaftahlíð-
inni og síðar á Miklubrautinni, í
næsta nágrenni við heimili Sigur-
geirs, að kunningsskapur okkar varð
að vinnáttu sem ég mat ávallt mik-
ils enda áttum við fjölmörg sameig-
inleg áhugamál og höfðum gaman
af að spjalla um lífíð og tilveruna.
Það sem mér þótti hvað vænst
um er ég kynntist Sigurgeiri nánar
var hversu fróður hann var um menn
og málefni, sögu lands og þjóðar og
ættfræði sem hann ungur að árum
tók að nema. Mestu skipti að Sigur-
geir Þorgrímsson var ákaflega vand-
aður maður, drengur góður sem lét
sig skipta lífsbaráttu fólksins í land-
inu og studdi af heilum hug þá sem
halloka fóru í lífsbaráttunni og starf-
aði ötullega í ýmsum félögum tengd-
um mannúðarmálum- og trúmálum.
Hann var mikill trúmaður og ungur
að árum gerðist hann ötull fylgis-
maður Jesú Krists og það var í sam-
ræmi við hans eðli og góðu eigin-
leika. Ævinlega var Sigurgeir reiðu-
búinn að leggja sitt af mörkum þeg-
ar einhver átti undir högg að sækja
og róðurinn þungur.
Sigurgeir var baráttumaður fyrir
fegurra mannlífi. Hann gegndi emb-
ætti stórritara í Góðtemplararegl-
unni frá 1980-1992 og barátta gegn
hvers konar vímuefnanotkun var
hans hjartans mál meðan kraftar
leyfðu.
Því miður urðu samskipti okkar
minni nú á síðari árum af ýmsum
ástæðum. Fyir örfáum árum veiktist
Sigurgeir heitinn af þeim sjúkdómi
sem læknavísindunum hefur ekki
enn tekist að sigrast á og dvaldi
langdvölum á sjúkrahúsi þar til yfir
lauk.
Hann hafði lokið námi í sagn-
fræði frá Háskóla íslands og er ekki
að efa að ef honum hefði enst líf
og heilsa þá hefði hann komið til
með að sinna sagnfræðinni og sagn-
fræðirannsóknum eins og hugur
hans stóð tii.
Kær vinur kveður nú langt um
aldur fram. Ástvinum votta ég sam-
úð mína, aldraðri móður, Ingibjörgu
Sveinsdóttur, og bræðrum, Sveini
og Magnúsi.
Guð blessi minningu Sigurgeirs
Þorgrímssonar. _
Ólafur Ormsson.
Miðvikudaginn 8. júlí sl. lést góð-
vinur minn, Sigurgeir Þorgrímsson,
á Landspítalanum, eftir meira en
hálfs annars árs baráttu við illvígan
sjúkdóm, krabbamein.
Kynni okkar Sigurgeirs hófust
árið 1974, þegar hann vann að ætt-
fræðirannsóknum fyrir föður minn,
og stóðu óslitið síðan, þó að fundum
okkar bæri að vísu sjaldnar saman
hin seinni ár, mest vegna mikillar
vinnu okkar beggja. Vorum við tíðir
gestir hvor heima hjá hinum, og
naut ég ávallt hinnar bestu gestrisni
og alúðar Sigurgeirs og móður hans,
Ingibjargar Sveinsdóttur, sem syrgir
nú elsta son sinn, sem fallinn er frá
á besta aldri.
Sigurgeir bjó við fötlun frá fæð-
ingu, en engu að síður var eljusemi
hans, samviskusemi og ástundun
slík, að margur maðurinn, sem bjó
við óskerta starfsorku, hefði verið
meira en fullsæmdur af. Áhugamál
Gunnlaugur Finnboga
son - Kveðjuorð
Gunnlaugur Finnbogason fædd-
ist 8. september 1928 í Flatey við
Breiðafjörð. Hann lést 20. júní.
Gunnlaugur var sonur hjónanna
Þórunnar Gunnlaugsdóttur og
Finnboga Guðmundssonar. Hann
átti 3 systur og eru 2 þeirra látn-
ar, en Þrúður eða Dúa, eins og hún
er kölluð, er ein eftir. Foreldrar
Gunnlaugs bjuggu um nokkurt
skeið í Flatey, fluttust síðan til
Grundarfjarðar og þaðan til
Reykjavíkur og bjuggu þau þar til
æviloka. Þeir, sem þekktu foreldra
hans, sögðu þau afar ljúfar og
heilsteyptar manneskjur. Það var
því ekki að undra, þó Gunnlaugur
værieins og hann var. Það var svo
þægilegt að vera í návist hans.
Hann var svo rólegur, talaði hægt
og hlustaði á aðra. Hann var einn-
ig mjög skapgóður og talaði aldrei
illa um nokkurn mann. Gunnlaugur
var hlédrægur og ekki allra. Hann
var samviskusamur, traustur og
stálheiðarlegur. Þessir kostir hans
voru vel metnir og komu sér vel á
hans starfsferli svo og i lífinu
sjálfu.
Gunnlaugur lærði rennismíði og
var það hans starf mestan hluta
ævinnar. Gunnlaugur vann lengi
hjá' J.B. Pétursson, starfaði hjá
íspan hf., var verkstjóri í Stál-
smiðjunni hf. og að lokum vann
hann hjá Búnaðarbanka íslands
sem vaktmaður. Mér hefur verið
tjáð að á öllum þessum vinnustöð-
um sakni fólk hans sárt.
Gunnlaugur var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Sigríður Krist-
jánsdóttir, hjúkrunarkona. Þeim
varð ekki barna auðið en ættleiddu
þau dreng, Ragnar Kristján, f. 13.
mars 1962. Hann var mikill sólar-
geisli í lífi þeirra beggja. Gunn-
laugur og Ragnar voru mjög sam-
rýndir og miklir vinir. Sigríður
elskaði Ragnar einnig mikið og var
honum góð móðir. Gunnlaugur
sagði mér margt um Ragnar og
var það mér mikils virði. Þegar
Ragnar var lítill kútur sagði Gunn-
laugur mér frá því brosandi, hversu
margt fólk sem ekki þekkti vel til
mála, hefði talað mikið um það
hvað drengurinn væri líkur pabba
sínum. Sigríður lést af banvænum
sjúkdómi 28. maí 1972, þá tæplega
fimmtug. Sú kona var einstaklega
sterk andlega og var hún búin að
undirbúa sína eigin jarðarför í öll-
um smáatriðum. Seinni kona
Gunnlaugs er Hulda Pálsdóttir frá
stórri fjölskyldu í Vestmanna-
eyjabæ. Hún á einn son, Birgi.
Hann er stýrimaður og býr hann
með fjölskyldu sinni í Vestmanna-
eyjum. Hulda og Gunnlaugur áttu
mjög fallegt heimili saman. í mörg
ár bjuggu þau á Borgarholtsbraut
70, Kópavogi, en fyrir nokkrum
árum fluttust þau í algjöra
draumaíbúð í Engjaseli 70 í Breið-
holti. Allt var svo smekklegt, fágað
og vandað. Hulda og Gunnlaugur
voru afar samhent og á sínu heim-
ili leið þessum heimakæra manni
lang best. Þegar einhver, sem
manni þykir vænt um deyr, förum
við ósjálfrátt að hugsa um eilífðar-
málin. Hvers vegna erum við hér
og hvað gerðist eftir dauðann?
Flestir þekkja þá tómleikakennd
sem fylgir fráfalli ástvina. Þú ert
hrygg(ur) og finnst þú hjálpar-
vana. Ekki er nema eðlilegt að
spyija: „Hvað verður um manninn
þegar hann deyr? og Er til eilíft
líf?“
Þegar ég nú, sem þetta rita,
hugsa til baka og ætti að minnast
einhvers, sem mér líkaði ekki í
fari þessa vinar mínar, þá myndi
ég segja: Gunnlaugur var áhrifa-
gjarn, lét jafnvel stjórnast ef þrýst
var fast og mikið á og eigin dóm-
greind varð þá að engu.
En Gunnlaugur, sem var svo
örlátur á rósir, er nú í stórri skóg-
arhöll fullri af rauðum rósum, sem
anga, með sína rauðu vanga.
Leiðarlokum skal það skýrt tek-
ið fram, að samband okkar Gunn-
laugs var eingöngu andlegt og
háleitt, sbr. Platón.
Lít ég það margt,
er þér líkjast vill
guðs í góðum heimi:
brosi dagroða,
blástjömur augum,
liljur ljósri hendi.
(J. Hallgrímsson - Söknuður)
Eiginkonu, syni, öðrum ættingj-
um og vinum votta ég innilega
hluttekningu.
Guðrún M. Guðjónsdóttir.
er látinn. + BJÖRN EINARSSON bóndi, Bessastöðum,
Eiginkona og börn.
+
Móðir okkar,
MARGRÉT ÁGÚSTSDÓTTIR,
Víöimel 52,
Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum föstudaginn 24. júlí.
Fyrir hönd annarra ættingja,
Sigríður Einarsdóttir,
Guðmundur Einarsson,
Ágúst Einarsson.
Elskuleg móöir okkar, tengdamóðir og amma,
ELÍSABET VILHELMÍNA MAGNÚSDÓTTIR,
Ölduslóð 40,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 28. júlí kl. 13.30.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hinn-
ar látnu er bent á Sjálfsbjörgu.
Guðmundur Örn Guðmundsson,
Björk Guðmundsdóttir, Kristinn Axelsson,
Magnús Þ. Guðmundsson, Sólveig J. Karlsdóttir,
Elísabet Margrét Kristinsdóttir, fris Hrönn Magnúsdóttir.
hans voru afar fjölbreytt - stundum
helst til um of, fannst mér - fyrir
utan ættfræðirannsóknirnar, sem
hann var kunnastur fyrir, var hann
vel heima í myndlist, tónlist, sagn-
fræði, pólitík, trúarbragðasögu, svo
ekki sé minnst á, hversu mörgum
mönnum hann var málkunnugur,
eða þekkti einhver deili á. Hann
hafði lokið prófi í sagnfræði frá
Háskóla íslands, og stefndi að BA-
ritgerð, sem átti að fjalla um sögu
Góðtemplarareglunnar á íslandi, en
í henni var Sigurgeir starfandi um
margra ára skeið og gegndi embætt-
um innan hennar.
Sigurgeir var góður drengur og
góður félagi.
Hann mátti ekki vamm sitt vita
í neinu, var greiðvikinn og örlátur,
jafnt við ættmenni sem vandalausa,
og mátti ekkert aumt sjá. Geðríkur
var hann þó, og sagði sína meiningu
umbúðalaust, ef því var að skipta.
Trúhneigður held ég líka að hann
hafi verið, þó að hann flíkaði því lítt.
Árið 1987 hóf Sigurgeir störf við
Dagblaðið-Vísi, við umsjón afmæla-
og ættfræðisíðu blaðsins. Urðum við
þá „kollegar", báðir starfandi við
dagblöð - hann á DV, ég á Tíman-
um. Reyndist Sigurgeir þar hinn
nýtasti starfsmaður, vann oft alla
sjö daga vikunnar og langt fram á
nætur. Kvartaði hann stundum um
þreytu, en aldrei um hann þó hafa
hugleitt að gefast upp eða hlífa sér
meira. Hann sinnti sínum störfum
meðan hann gat, eða allt þar til
hann lagðist inn á sjúkrahús
snemma árs 1991.
Þegar ég nú kveð Sigurgeir vin
minn, er mér efst í huga hryggð
vegna þess, hve snemma hann fór.
Hann átti svo mörgu ólokið, svo
margir draumar sem áttu eftir að
rætast. Hann hafði ferðast töluvert
síðustu árin, og þau voru eflaust ófá
löndin og borgirnar sem hann hefði
langað til að sjá, en fær ekki nú
þgar hann er lagður upp í ferðina
miklu, sem bíður okkar allra. Ég
mun sakna Sigurgeirs, og það tóma-
rúm, sem hann skilur eftir sig í lífi
mínu, verður vandfyllt. Ég mun
sakna prúðmennsku hans, glettni og
gamansemi, en þó fyrst og fremst
einlægrara vináttu hans. Fari hann
vel og megi Drottinn blessa minn-
ingu hans.
Aldraðri móður hans og bræðrum
hans sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Steinn Bjarki Björnsson.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát
og jarðarför
STEFÁNS Þ. GUÐMUNDSSONAR.
Fyrir hönd aöstandenda.
Guðrún Níelsen.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför,
VALEYJAR BENEDIKTSDÓTTUR,
Sandabraut 11,
Akranesi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Akraness.
Jónmundur G. Guðmundsson,
og fjölskylda.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts
og útfarar
JÓHÖNNU JENSEN
frá Eskifirði.
Hannes Gamalfelsson,
Sólveig Hannesdóttir, Friðbjörn G. Jónsson,
Jón Þór Hannesson, Valgerður Lárusdóttir,
Guðlaug Rún og Hanna Dís Margeirsdætur,
Hannes Lárus og Árni Þór Jónssynir,
Sofffa Huld og Hannes Heimir Friðbjarnarbörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, sonar og
bróður,
SVEINS GÍSLA EIRÍKSSONAR
kennara.
Svanhvft Magnúsdóttir,
Daði Sveinsson, Una Guðlaug Sveinsdóttir,
Eirfkur Stefánsson, Una Guðlaug Svelnsdóttir,
Stefán Eirfksson, Guðrún Eirfksdóttir,
Þórný Eirfksdóttir.
+
Þökkum auösýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför éstkærs eiginmanns
míns, föður, tengdasonar og afa,
BALDVINS HARALDSSONAR
múrara,
Heiðarási 24,
Reykjavfk.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
heimahlynningar Krabbameinsfélagsins.
Steina Guðrún Guðmundsdóttir,
Tómas Aldar Baldvinsson
Lára Hammer,
og barnabörn.