Morgunblaðið - 26.07.1992, Síða 31
MORGÚNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992
31
Verður barátta
- segir íslandsmeistarinn ÚlfarJónsson
Eg stefni auðvitað að því að gera
mitt besta og ef það verður
| nógu gott til að jafna met Björgvins
þá verð ég himinlifandi," sagði Úlf-
ar Jónsson íslandsmeistari þegar
I hann var spurður hvort hann ætlaði
sér að jafna met Björgvins Þor-
steinssonar.
„Mótið 1990 var erfiðasta mótið
sem ég hef tekið þátt í og ég á von
á að mótið í ár verði mjög jafnt.
Menn hafa verið að spila vel í sum-
ar og það er alveg ljóst að menn,
hvorki ég né aðrir, sigra ekki nema
spila mjög vel. Það var hægt áður
að komast í gegnum mót með
þokkalegri spilamennsku en það er
ekki hægt í dag,“ sagði Úlfar.
Hann segist ekki hafa æft eins
lítið um áraraðir, aðeins um tvær
klukkustundir á dag. „Það dugar
ekki ef menn ætla að taka einhverj-
. um framförum en ég kem vel undir-
I húinn til leiks og hef nú fengið mun
meiri reynslu en ég hafði áður og
hún vegur þungt. Upphafshöggin
hafa ekki verið nógu. góð og ég
verð að laga þau því í Grafarholtinu
verða þau að vera í lagi,“ sagði
Úlfar.
Hann tók fram að menn yrðu að
standa sig vel á Landsmóti. „Þó svo
menn leiki vel allt sumarið en gangi
síðan illa á Landsmóti þá eru menn
fyrst og fremst dæmdir eftir
frammistöðunni þar,“ sagði Úlfar.
Aðspurður hverja hann teldi lík-
legasta til að vera í tveimur síðustu
riðlunum síðasta daginn sagðist
hann ekki vilja segja til um það en
hann teldi fjóra kylfinga geta unnið
og nefndi síðan sig, Siguijón Arn-
arsson og Sigurður Hafsteinsson
úr GR og félaga sína hjá Keili þá
Guðmund Sveinbjörnsson, Bjöm
Knútsson, Björgvin Sigurbergsson
og Tryggva Traustason.
1 Verð að spila vel
I - segir Karen Sævarsdóttir, íslandsmeistari
Forgjöfin segir ekki allt og ég
verð vonandi með í baráttunni
um íslandsmeistaratitilinn. Bæði
Ragnhildur og Þórdís eru sterkar á
Grafarholtsvellinum og í þetta eina
sinn sem ég hef leikið hér í sumar
gekk mér ágætlega,“ sagði Karen
Sævarsdóttir; Islandsmeistari
kvenna.
„Það er alveg ljóst að ég verð
að spila vel til að vinna. Ef mér
gengur illa þá vinn ég ekki og ég
geri ráð fyrir spennandi móti. Það
væri gaman áð jafna met Jakobínu
en það þarf ekkert endilega að ger-
ast núna. Ég á vonandi eftir að
vera í golfinu í fjölda ára enn og
jafna metið vonandi einhvern tíma,“
sagði Karen.
Hún segist æfa um tvær klukku-
stundir á dag. „Ég reyni að æfa tvo
tíma á dag en oft æfi ég ekkert,
það fer eftir veðri og svo getur líka
verið að ég sé ekki í skapi til að
æfa einhvern daginn og þá er ég
ekkert að því,“ sagði Karen.
Keppendur á mótinu. Frá vinstri: Jón Birgir, Orri, Ásgeir, Linde, Enoksen,
Martensson, Tilberg og Isaxon.
, KR-ingar í þremur
i efstu sætunum
JÓN Birgir Valsson, KR, sigraði
alla mótherja sína á glímumóti,
sem haldið var í Malmö í Sví-
þjóð um helgina til að minnast
þess að 80 ár eru liðin síðan
■slendingar kepptu í glímu á
Olympíuleikunum — í Stokk-
hólmi 1912. Félagar hans úr
KR, Orri Björnsson og Ásgeir
Víglundson, voru í næstu sæt-
um, en síðan komu fimm
sænskir glímumenn.
Glímah fór prýðilega fram og
var ágæt skemmtun hinum
sænsku áhorfendum, sem kunnu
vel að meta tilþrif
Jón M. glímumannanna.
ívarsson . Jón og Orri glímdu
skrifar snarplega og lögðu
andstæðingana á
glæsilegum hábrögðum. Asgeir átti
langa og harða viðureign við Lars
I Enoksen, stóðst raunina og lagði
kappann á góðum hælkrók og síðan
alla hina Svíana.
Bestir heimamanna voru Per
Linde og Enoksen og þættu báðir
bærilega liðtækir á íslandi. Jón
Birgir fékk sjö vinninga, Orri sex,
Ásgeir fimm, Per Linde fjóra, Lars
Enoksen 3 og Per Ola Martensson
(+2), Jon Tilberg (+1) og Torbjörn
Isaxon (+0) sinn vinninginn hver.
íslendingum tókst því að halda
uppi heiðri landans og feta í fótspor
Hallgríms Benediktssonar og félaga
á Svíagrund 1912. Þá sýndu íslend-
ingar glímu og kepptu innbyrðis
um bikar, sem gefinn var af íslend-
ingum í Danmörku. Hallgrímur,
hinn frægi glímukappi úr Ármanni,
sigraði, en Siguijón Pétursson
keppti í grísk-rómverskum fang-
brögðum við góðan orðstír og vakti
framganga Islendinga mikla at-
hygli.
Lars Enoksen, hinn áhugasami
formaður sænska glímufélagsins í
Malmö, átti mestan þátt í að til
mótsins var nú stofnað, en hann
og félagar hans hafa æft glímu af
krafti að undanförnu og tekið mikl-
um framförum. Glíman virðist hafa
náð fótfestu í Svíþjóð og má vænta
meiri samskipta við frændur vora
þar í framtíðinni.
Afmæliskveðja:
Vilhjálmur Pálsson
Næstkomandi þriðjudag, 28.
júlí, verður Vilhjálmur Pálsson,
Naustahlein 15,210 Garðabæ, sjö-
tugur. Er hann yngstur af tólf
systkinum. Foreldrar hans voru
Elín Guðrún Þorsteinsdóttir og
Páll Níelsson sem bæði eru látin.
Alls staðar sem Vilhjálmur hefur
starfað hefur hann verið hrókur
alls fagnaðar og hefur átt gott
með að koma fólki til að hlæja
með sínum léttleika. Vilhjálmur
kvæntist Valgerði Oddnýju Ág-
ústsdóttur, ættaðri frá Vest-
mannaeyjum, 28. október 1943 og
eigum við þijú börn, en þau eru
Inga Indiana Svala, gift Páli
Trausta Jörundssyni trésmíða-
meistara; Kára Hrönn, gift Sig-
mundi Smára Stefánssyni bakara-
meistara; og Vilhjálmur Þór hár-
skerameistari, var giftur Ástu
Lovísu Leifsdóttur sem er látin.
Vilhjálmur hefur alltaf verið tilbú-
inn með útrétta hönd til að hjálpa
þeim sem eiga við erfiðleika að
stríða.
Nú vinnur hann hjá Landsbanka
íslands en verður að hætta þar
vegna aldurs og er það frekar erf-
itt fyrir hann því næg er starfsork-
an ennþá og heilsan góð. En hann
lærði góða bæn sem hefur hjálpað
honum að sjá hlutina í réttu ljósi
og hljóðar hún svona:
„Guð gefi mér æðruleysi til að
sætta mig við það sem ég fæ ekki
breytt, kjark til að breyta því sem
ég get breytt og vit til að greina
þar á milli.“
Við hjónin höfum staðið saman
í blíðu og stríðu og vil ég þakka
manni mínum fyrir allt það góða
sem hann hefur gefið mér þó
stundum hafi á móti blásið. En
svona er lífið, við gétum ekki ætl-
ast til að okkur sé fært allt á silfur-
bakka. Lífíð er að kunna að tak-
ast á við erfiðleikana og vinna úr
þeim á réttan hátt enda erum við
búin að vera gift í tæp 50 ár.
Við verðum með heitt á könn-
unni í safnaðarheimili Langholts-
kirkju frá kl. 17-20 fyrir vini og
vandamenn.
Eiginkona.
TAXI
HVERTSEM ER
HVENÆRSEM ER
LEIGUBÍLL
ER ÓDÝRARI
EN ÞÚ HELDUR
Ertu íbílahugleiðingum?
• 4 dyra stallbakur.
•131 eða 143 hestafla vél.
• 2000 DOHC 16 ventla eða V6 3000 vél.
• Tölvustýrð fjölinnspvting.
• 5 gíra beinskipting eða 4 þrepa
tölvustýrð sjálfskipting.
• Rafdrifnar rúður og samlæsing á hurðum.
• Hvarfákútur.
HYUnOBI
...til framtiðar
SKUTBILL
Daglegt amstur gerir ólíkar
kröfurtil bifreiða. Lada
station sameinar kosti fjöl-
skyldu- og vinnubils, ódýren
öflugur þjónn, sem mælir
með sérsjálfur.
Veldu þann köst,
sem kostar minnaí
Bifreíðarog
landbúnaðarvélar hf,
Ármúla 13,
Suðurtandsbraut 14,
Sími681200.
Við lögum
litinn þinn
á úðabrúsa
Er bíllinn þinn
grjótbarinn,
eða rispaður?
Dupont lakk á
úðabrúsa er
meðfærilegt og
endingargott.
Faxafeni 12. Sími 38000.