Morgunblaðið - 26.07.1992, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJOIMVARP SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992
35
raun, feriaráðgjöf. Sigmar B. Hauksson. Limra
dagsins. Afmæliskveðjur.
12.00 Fréttayfirlit og veður.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 9 — fjögur, frh. 12.46 Fréttahaukur dagsins
spurður út úr.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagskrá: Dægurmálaútvarp og fréttir. Starfs-
menn' dægurmálaútvarpsins og fréttaritarar
heima og erlendis rekja stór og smá mál. Krist-
inn R. Ólafsson talar frá Spáni.
17.00 Fréttir. Dagskrá heldur áfram, meðal annars
með máli dagsins og landshornafréttum. Mein-
homið: Óðurinn til gremjunnar.
18.00 Fréttir.
18.03 Þjóðarsálin. Sigurður G. Tómasson og Stefán
Jón Hafstein sitja við símann.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Ekki fréttir. Haukur Hauksson endurtekur
fréttimar sinar frá þvi fyrr um daginn.
19.32 Út um allt! Kvölddagskrá Rásar 2 fyrir ferða-
menn og útiverufólk. Tónlist, íþróttalýsingar og
spjall. Meðal annars fylgst með leik KR og Fram
í 1. deild karla é Islandsmótinu í knattspyrnu.
Umsjón: Andrea Jónsdóttir, Gyða Dröfn Tryggva-
dóttir og Darri Ólason.
21.00 Vinsældalisti götunnar. Hlustendur velja og
kynna uppáhaldslögin sin.
22.10 Blitt og létt, Islensk tónlist við allra hæfi.
0.10 I háttinn. Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikur Ijúfa
kvöldtónlist.
1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns.
NÆTURÚTVARPIÐ
1.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests.
2.00 Fréttir. Þáttur Svavars heldur áfram.
3.00 Næturtónar.
3.30 Glefsur. Úrdægurmálaútvarpimánudagsins.
4.00 Næturlög.
4.30 Veðurfregnir. Næturlögin halda áfram.
5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
5.05 Blitt og létt. íslensk tónlist við allra hæfi.
6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
6.01 Morguntónar. Ljúf lög i morgunsárið.
LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2
8.10-8.30 og 18.35-19.00 Útvarp Norðurland.
AÐALSTÖÐIN
FM90.9 / 103,2
7.00 Morgunútvarpið. Umsjón Guðmundur Bene-
diktsson. Viðtöl, óskalög, litið i blöðin, fróðleiks-
molar. Umhverfismál, neytendamál o.fl. Fréttir
kl. 8, 10 og 11. Fréttir á ensku frá BBC World
Service kl. 9 og 12.
9.05 Maddama, kerling, fröken, frú. Katrín Snæ-
hólm Baldursdóttir stjómar þætti fyrir konur á
öllum aldri. Heimilið í hnotskurn.
10.03 Morgunútvarpið, frh. Radíus Steins Armanns
og Davíðs Þórs kl. 11.30.
12.09 Með hádegismatnum. 12.30 Aðalportið.
Flóamarkaður. 13.00 Fréttir.
13.05 Hjólin snúast. Umsjón Jón Atli Jónasson og
Sigmar Guðmundsson á fleygiferð. Fréttir kl. 14,
15 og 16. Fréttir á ensku kl. 17.00. Radíus kl.
14.30 og 18.
Stöð 2:
Á fertugsaldri
HB Sögnþráðurinn í þættin-
45 um á mánudag fjallar um
ástamál Melissu. Hún
kemst í vandræðalega stöðu er hún
þorir ekki að sýna vinum sínum
nýja kærastann. Hann er mun yngri
en hún og hún býst við því að hann
eigi í vandræðum með að halda
uppi vitsmunalegum samræðum við
vini hennar. Vinur Melissu, Russel,
sem er samkynhneigður, er að fara
að opna myndlistasýningu og fær
hana til að taka fyrir sig ljósmyndir til að kynna sýninguna. Hann
kynnist öðrum vini Melissu, Peter, sem einnig er samkynhneigður
og með þeim tekst mikil vinátta.
Mclissa er í aðalhiutverki i þættinum á
mánudag.
18.05 Islandsdeildin. fslensk dægurlög frá ýmsum
tímum. 19.00 Fréttir á ensku.
19.05 Kvöldverðartónar. Blönduð tónlist.
20.00 I sæluvímu á sumarkvöldi. Óskalög og af-
mæliskveðjur.
22.00 Blár mánudagur. Blúsþáttur. Umsjón Pétur
Tyrfingsson.
24.00 Útvarp frá Radio Luxemborg til morguns.
STJARNAN
FM 102,2
7.00 Morgunútvarp. Umsjón Asgeir Páll. 7.45-
8.15 Morgunkorn.
9.00 Ólafur Jón Ásgeirsson.
11.00 „Á góðum degi". Kristbjörg, Óli og Gummi.
13.00 Ásgeir Páll.
17.00 Morgunkorn (endurtekið).
17.05 Ólafur Haukur.
19.00 Kvölddagskrá í umsjón Rikka E.
19.05 Ævintýraferð í Ódyssey.
20.00 Reverant B.R. Hioks prédikar.
20.45 Richard Perinchief prédikar.
22.00 Fræðsluþáttur um fjölskylduna. Umsjón: Dr.
James Dobson.
24.00 Dagskrárlok.
Bænastund kl. 9.30,13.30, 17.30, 22.45 og 23.50.
Bænalínan er opin kl. 7 - 24.
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Fréttir.
7.05 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eirikur Jónsson.
Fréttir kl. 8 og 9.
9.05 Tveir með öllu. Jón Axel Ólafsson og Gunn-
laugur Helgason. Fréttir kl. 10 og 11.
12.00 Hádegsfréttir.
12.15 Rokk og rólegheit. Anna Björk Birgisdóttir
með tónlist í hádeginu.
13.00 Iþróttafréttir. Allt það helsta sem efst er á
baugi í iþróttaheiminum.
13.05 Anna Björk, frh. Fréttir kl. 14.
14.00 Rokk 'og rólegheit. Helgi Rúnar Óskarsson
með þægilega, góða tónlist við vinnuna í eftirmið-
daginn. Fréttir kl. 15 og 16.
16.05 Reykjavík síðdegis. HallgrimurThorsteinsson
og Steingrimur Ólafsson fjalla um málefni liðandi
stundar. Topp 10-listinn kemur ferskur frá höfuð-
stöðvunum. Fréttir kl. 17 og 18.
18.00 Það er kömið sumar. Bjarni Dagur Jónsson
leikur létt lög.
19.00 Flóamarkaður Bylgjunnar.
19.19 Fréttir.
20.00 Kristófer Helgason leikur óskalög.
23.00 Bjartar nætur. Erla Friðgeirsdóttir með tónlist
og létt spjall fyrir þá sem vaka frameftir.
3.00 Næturvaktin. Tónlist til kl. 7.
FM957
FM95.7
7.00 i morgunsárið. Sverrir Hreiðarsson.
9.00 Morgunþáttur. Ágúst Héðinsson.
12.00 Hádegisfréttir.
12.10 Valdís Gunnarsdóttir. Tónlist og getraunir.
15.00 ívar Guðmundsson. Stafaruglið.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Gullsafnið. Ragnar Bjamason.
19.00 Halldór Backman. Kvöldmatartónlistin.
22.00 Ragnar Már Vilhjálmsson.
1.05 Haraldur Jóhannsson.
5.00 Náttfari.
Sjónvarpið:
Villiblóm
■■■■■ Fáir staðir á jörðinni skarta
91 oo eins íjölbreyttu hafi af villi-
blómum og heiðamar á suð-
vesturlandi Ástralíu. íbúar landsins
hafa hingað til verið uppteknir af öðru
en að virða fyrir sér fegurð náttúmnn-
ar og þess vegna er ekki ýkja langt
-síðan þeir uppgötvuðu þessa perlu í
umhverfi sínu. I þessum þætti eru villi-
blóm skoðuð í náttúrulegu umhverfi
sínu auk þess sem fjallað er um nýtil-
kominn iðnað sem felst í því að rækta
þau og selja en menn velta því gjarnan
fyrir sér hvaða áhrif það geti haft á
framtíð þeirra.
HUÓÐBYLGJAN
Akureyri
FM 101,8
17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson fylgir ykkur með
góðri tónlist. Tekið á móti óskalögum og afmæl-
iskveðjum. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/Stöð
2 kl. 18.00.
SÓLIN
FM 100,6
8.00 Morgunþáttur. Umsjón Ólafur Birgisson .
10.00 Jóhannes.
13.00 Hulda Skjaldar.
17.00 Steinn Kári. Óskalög.
19.00 Kvöldmatartónlist
21.00 Vigfús.
1.00 Næturdagskrá.
ÚTRÁS
FM 97,7
16.00 Iðnskólinn i Reykjavík.
18.00 FB.
20.00 Kvennaskólinn.
22.00 I öftustu röð. Umsjón Ottó Geir Borg og Isak
Jónsson.
1.00 Dagskrárlok.
Stutt og skemmtilegt!
4 vikna námskeiö — 10 tímar
Barnadansar, yngst 3 — 5 ára.
Samkvæmisdansar, tjútt, boogie, rock
eða gömlu dansarnir
Þitt er valið!!
Einkatímar eftir
samkomulagi
Ath
0 Hjónahópar, lokaðir hópar fyrir þá sem vilja, t.d. saumaklúbba,
fyrirtæki, og starfsmannahópa, Barna-, unglinga- og fullorðinstímar.
Byrjendur og framhald. s
Innritun í símá 686893 til 30. júlí
frá kl 15—ig.
Kennsla hefst
I þriðjudaginn 4. ágúst.
DA/VSS
ÁUÐAR HARAID
Skeifunni 11B.
Gárur
eftir Elínu Pálmadóttur
A
Túristi á Islandi
Xþessari viku gerðist Gáruhöf-
Jl undur dæmigerður túristi á
Islandi. Ók hraðferð frá SV-
horni landsins og til Vopnafjarð-
ar í norðaustri. Gisti í bænda-
gistingu og Edduhótelum, sá
út undan sér og í návígi erlenda
ferðafólkið, sem nú um hásumar
dreifíst um landið. Og fékk líka
að reyna slóðir og steypta vegi
- að ógleymdum hinum dæma-
lausa leirdrulluvegi að og í
Mývatnssveit.
Það ér greinilega kjarkfólk
sem ferðast um ísland í hvers
kyns veðri, tekur ekkert mark
á upplýsingum um að þetta sé
óskatíminn. Sjáanlega er er-
lenda ferðafólkið í hlýjum
„peysuföt-
um“ og
vatnsgöllum
og vel skóað.
Hvað sem
ferðamála-
frömuði
dreymir um
þá er þetta
einmitt það
fólk sem ís-
land dregur.
Þetta fólk
kaupir sér
flugferðir,
ferðalög um
landið og mat í sínum ferðum.
Dýran miðað við almennt vérð
í ferðamannalöndum, þótt gist-
ingin sé það ekki. Hinn ágæti
morgunverður á hótelunum er
dýr, svo góður sem hann er.
Og flatbaka í sjálfsafgreiðslu á
bensínstöð við ódúkað plastborð
fyrir 800-900 krónur hlýtur að
vera rándýr hvar sem er. Hing-
að ferðast ekki efnalaust fólk.
Það er gaman að sjá hve
viðurgerningur allur úti á lands-
byggðinni er góður. I hótelun-
um, í uppbúnum rúmum eða
svefnpokum í herbergjum með
sturtu. Meðfram öllum vegum
er boðin bændagisting, langt
umfram það sem getið er í
bæklingum. Allt til fyrirmyndar
þar sem ég kom og sá. Aðstaða
til að hita sér í eldhúsi, heitt
bað og gott viðmót. Gist í sér-
húsum eða inni í bæ. Það er
vitleysa sem stundum er sagt,
að Islendinga vanti „þjónustu-
lund“ fyrir svona ferðafólk. Eða
að minnsta kosti liðin tíð. Fólk
er einmitt sérlega alúðlegt.
Hægt að vera í friði ef manni
sýnist svo eða ræða við húsráð-
endur, sem flestum þykir
skemmtilegast.
Aðdáunarvert er hve um-
gengnin er orðin góð úti. Nú
eru um allar sveitir komnir blá-
ir stórir ruslagámar - og tilfínn-
ingin fyrir því að ganga vel um
hefur gerbreyst á fáum árum.
Víða eru nú meðfram vegum
útskot með borðum til að borða
við nestið sitt. Og vísað á slíka
staði í skógarlundum. Gegnt
Hraundröngum Jónasar í
Öxnadal er t.d. vísað á einstak-
lega fagran og vel um genginn
skóg með nestisrjóðrum. Og þar
eru uppi þessi stóru landfjórð-
ungakort, sem eru víða komin
í héruðum.
Við erum semsagt orðin í
stakk búin til mótttöku þessarar
tegundar ferðafólks, sem býr
sig í hvaða veður sem er -
slyddu á Grímsfjöllum í lok júlí,
22 mm rigningu og kalda í
Vopnafírði og 5 stiga nepju í
Skagafirði. Það ætti víða að
geta orðið góð búbót með land-
búnaði á bæjum vítt um landið
- ef ekki þarf að fjárfesta fyrir
stuttan ferðamannatíma. Þar
er okkar akkillesarhæll, sem
mér sýnist líka víða bera á í
bændagistingunni. Sumir hafa
farið í dýrar viðgerðir á gamla
bænum eða keypt smáhýsi til
að leigja út og tekið lán, sem
hirða ágóðann. Bóndakona
sagði mér sem skýringu á því
að hún væri ekki í samtökum
um bændagistingu að kröfumar
væru víst svo miklar og þá yrði
hún á námskeið. Hún vildi fyrst
vita hvort þetta gengi upp. En
allt var í miklum sóma hjá
henni, hreint og gott. Boðið upp
á allt sem þarf og ekkert nám-
skeið hefði bætt viðmótið.
Bændurnir er ég hitti á Álands-
eyjum vöruðu sig, byijuðu ekki
á neinum fjárfestingum. Próf-
uðu sig áfram. Eftirlit er gott,
en við virðumst ekki enn hafa
lært að peningar kosta peninga
- ofan á lánin.
Maður sá þetta erlenda fólk
að leggja vel búið á Kjöl, aka
á mótorhjólum eða reiðhjólum
eftir vegunum móti köldum
blæstrinum í heiðríkju og fjalla-
sýn eða í vatnsgöllum í ausring-
ingu. Ánægt á svip. Nema í
Mývatnssveitinni og á aðliggj-
andi vegi. Þar var hvorki far-
andi á rútu, litlum bíl, hvað þá
á hjóli í hinni illræmdu leir-
drullu úr Námaskarði, sem
Vegagerðin hefur sett í vegina.
Ekki mátti koma við bremsur í
halla til að skauta ekki í drull-
unni. Við Reykjahlíð dreif að
myndatökulið er við á austurleið
fórum að þvo bílinn, til að festa
á filmu klepraðan bílinn með
hreinum blettum. Á vesturleið
varð að þvo á Skútustöðum til
að sjá út nema um viftugötin
eftir leirspottann með vatninu
og aftur á Einarsstöðum eftir
veginn yfír heiðina. Rútubíl-
stjórar þar kváðust ekki hafa
lent í öðru eins. Þeir gætu ekki
vikið út í kantinn þar sem leðjan
léti undan. Bílar á móti reyndu
að víkja út í þunna drullulæki.
Kom ekki á óvart að heyra í
fréttunum af slysum þarna. Ég .
var logandi hrædd. Leirkleprar
héngu líka utan á og framan í
hjólreiðamanni. Engum var
hleypt út úr bílnum ofan í drull-
una. Hvemig ætli dót ferða-
fólksins hafi litið út í tjöldunum
með leirinn í öllu? Engin leið
annað en bera hann inn með
sér, svo klístraður sem hann
var. Rútubílstjóri á leiðinni Ak-
ureyri-Mývatnssveit sagði að
kvörtunum hefði rignt þegar
byrjað var á þessu í fyrra. En
nú hefði það bara verið stórauk-
ið. í fréttum heyrðist mér vega-
gerðarfulltrúinn segja sem af-
sökun að leirinn yrði harður ef
bara rigndi ekki í par vikur eft-
ir að hann væri settur á. Á ís-
landi! Væri til of mikils mælst
að hann flytti til Sahara.
Kannski tryggingarfélögin vildu.
borga farið - aðra leiðina.