Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 1
MENNING
LISTIR
c
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
LAUGARDAGUR 8. AGUST 1992
BLAÐ
HAFNARBORG:
FÆREYSKAR
LISTAKONUR
&*■
Astrid, Tita og Guðrið sýna verk sín í Hafnarborg.
Mbl/Þorkell
OG HAFIÐ
Færeysku listakonurnar Astrid
Andreasen, Guðrið Poulsen og
Tita Winther opna í dag sýningu
á verkum sínum í Sverrissal í
Hafnarborg. Á sýningunni verða
textílverk, keramikverk, hefð-
bundinn vefnaður og verk unnin
með blandaðri tækni. Þema sýn-
ingarinnar er hafið og í verkum
9 þeirra stallna má glöggt skynja
nálægð eyjarskeggja við hafið
og lífríki þess, íslendingum ætti
því ekki að finnast þessi verk
framandi. Listakonurnar þrjár
hafa allar sýnt verk sín á fjölda
sýninga í Færeyjum sem og á
hinum Norðurlöndunum en þetta
, er í fyrsta skipti sem þær sýna
I verk sín saman. Sýningin í Hafn-
arborg verður opnuð í dag kl.
14:00 og stendur til 24. ágúst.
Þ
ær Astrid og Tita fylgdu
verkunum hingað til
lands en Guðrið mun
koma síðar. Astdrid
stundaði listnám í Fær-
eyjum, Danmörku og Svíþjóð og
fæst aðallega við vefnað og teikn-
ingu. Á sýningunni í Hafnarborg
sýnir hún textílverk í mjög kröftug-
um og sterkum litum þar sem hafíð
er svo sannarlega í fyrirrúmi. Ýmis
kynjadýr er að finna í sumum verk-
um hennar og segist hún hafa ferð-
ast til Galapagoseyjanna og orðið
þar fyrir miklum áhrifum sem sjá-
ist bæði í vali á viðfangsefnum og
litum. Inn á milli eru þó norræn
verk í hæsta máta þar sem fengist
er við norræna goðafræði. Astrid
hefur einnig unnið að líffræðiverk-
efni sem felst í því að kortleggja
allt botndýralíf sjávarins við Fær-
eyjar og mörg þeirra furðudýra sem
þar er að finna sjást í verkum henn-
ar.
Tita nam sína list í Færeyjum,
Danmörku og Finnlandi og er ákaf-
lega virt vefnaðarkona í Færeyjum
og á hinum Norðurlöndunum. Hún
vinnur einkum með hefðbundin
vefnað og hlýir jarðlitir einkenna
mörg verka hennar. Hafbotninn
heillar hana sem og Astrid, græn-
golandi haf og alls kyns sjávargróð-
ur gefur að líta í sumum verka
hennar. Tita segist helst vilja vinna
með einn lit í einu í hverju verki.
Þær stöllur eru sammála um að
færeysk list eiqi sér sín sérkenni
sem stafi meðal annars af hinu
einangraða eyjasamfélagi, birtunni
og landslaginu.
Guðrið Poulsen-. „Gagga“
Astrid Andreasen: „Havef'
Hún notar færeyska ull sem hún
spinnur sjálf og litar.
Guðrið Poulsen var við listnám
fyrst í Finnlandi en síðar í tvö ár
við Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands í keramikdeild. Hún hefur
Tita Winther: „Actiniaria"
gert ýmsar tilraunir í verkum sín-
um, meðal annars hefur hún fengið
íslenskan sand sem hún hefur svo
brennt inn í leirinn, þá leitar hún
oft eftir efnivið á færeyskri strönd.
Þær stöllur eru sammála um að
færeysk list eigi sér sín sérkenni
sem stafí meðal annars af hinu ein-
angraða eyjasamfélagi, birtunni og
landslaginu. Þær segja ríkt mynd-
listarlíf vera í Færeyjum og hafa
eftir ónefndum Svía að helmingur
Færeyinga sé listamenn og hinn
helmingurinn kaupi verk þessara
listamanna. Færeyingar vilja líka
fyrst og fremst færeysk verk í hý-
býli sín en verk erlendra listamanna
seljast lítt. gþg