Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992 Kristrún Gunnarsdóttir Morgunblaðið/Kristinn KJARVALSSTADIR: FJALLAMJOLK Kristrún Gunnarsdóttir, myndlistarkona fer ekki troðnar slóðir í vali sínu á sýningarrými. Fyrir um ári sýndi hún, ásamt fimm öðrum listamönnum, í gömlum billiardsal á Klapparstíg. Nú sýn- ir hún verk sín í vesturforsal Kjarvalsstaða í fjórum sýningarköss- um kenndum við Kjarval. Hingað til hafa þessir kassar verið notaðir til þess að sýna ýmsar persónulegar eigur Kjarvals, svo sem hattinn hans og penslana. í kössunum sýnir Kristrún sex verk, veggmyndir og skúlptúra. Kristrún hefur stundað nám við California Institute of the Arts síðastliðin fjögur ár. Sýningin á Kjarvalsstöðum, sem ber yfirskriftina „Fjallamjólk", verður opnuð í dag kl. 16:00. Mig langaði mikið að sýna í þessum kössum lítil verk og sótti um það til Kjarvalsstaða segir Kristrún um hið óvenjulega sýningarrými sem hún hefur valið fyrir verk sín. „Mér finnst ég vera svolítið bundin af því að þessir sýningarkassar eru kenndir við Kjarval. Áður en ég byrjaði á verk- unum mínum skoðaði ég því verk hans upp á nýtt og las það sem hefur verið skrifað um hann. Það var til dæmis mjög gaman að lesa það sem Björn Th. Björnsson hef- ur skrifað um Kjarval. Björn er á tíðum mjög skáldlegur í lýsingum sínum og útfrá því kviknuðu oft hugmyndir hjá mér. Mér finnst Kjarval ákaflega merkilegur, hvort sem er sem einstaklingur eða listamaður. Sem listamaður er hann mikill einstæðingur því hann lendir einhvern veginn á milli tímabila og þessi staðreynd hefur haft mikil áhrif á mig. Við þetta bætast svo mínar eig- in hugmyndir en ég leitaði tals- vert í þjóðsögur, bæði íslenskar og erlendar. Ég hef líka unnið mikið með vísindaskáldskap og í náminu höfum við mikið unnið með að nálgast viðfangsefnin frá hugmyndafræðilegum grunni. Þá horfi ég í hlutina og leik mér að því að lesa inn í þá ákveðna mein- ingu og spái í það hvernig hlutir geti haft ákveðið táknmál. Til dæmis þegar ég hafði lesið það sem Björn Th. skrifaði á einum stað að „vindurinn hafi bitið rauð sár í börðin" þá fór ég beint til tannlæknafélagsins og keypti gómaefni svo ég gæti gert góma sem væru fastir í grjótinu." ' Kristrún vinnur verk sín í vikur og plaststeypu, auk þess sem urr- iðahausar, fískaugu, dýrafeldur og tanngómar eru notuð í verkin. En afhverju vikur og plaststeypa? „Þetta lítur svolítið út eins og hraun en líkist einnig malbiki. Hraun er í rauninni dautt lands- lag, það tekur í það minnsta lang- an tíma þar til eitthvað fer að gróa í því. Þannig að það er ákveð- ið merki fyrir dauða eða eyðingu en er jafnframt land." Finnst þér landið vera lifandi? „Já ofsalega mikið. Ég fínn ekki eins mikið fyrir því þar sem ég hef verið úti í námi en mér fínnst hér heima að landslagið, birtan og sagan líkt og geri eitt- hvað við mann og láti mann upp- lifa hluti sem virðast mjög raun- verulegir." Guðrún Þóra BAROKK OG NÝSKÖPUN Frðnsk barokktónlist fyrir þverflautu, sembal og sópr- an annars vegar og hins vegar blokkflautusnillingurinn Dan Laurin með efnisskrá er spannar síðustu 500 árin eru í boði á Skálholtstónleikum um þessa helgi. Idag, laugardag, eru tvennir tón- leikar á dagskrá. Klukkan 15 flytja þau Kolbeinn Bjarnason flautu- leikari, Guðrún Óskarsdóttir sembal- leikari og Rannveig Sif Sigurðardótt- ir sópransöngkona, tónlist frá bar- okktímanum eftir frönsku tónskáldin Jacques Hotteterre, Jean-Henry d'Anglebert, Jean-Marie Leclaire og Josef Bodin de Boismortier. Þetta eru líklega ekki nöfn sem hvað þekkt- ust hafa orðið hér upp á íslandi og því nærtækt að spyrja hvers vegna verk þessara tónskálda hafi orðið fyrir valinu. Guðrún, sem verið hefur við nám í semballeik sl. 5 ár, 4 ár í Amster- dam og síðastliðið ár í Basel og Par- ís, segir skýringuna a.m.k. að hluta til þá að hún hafi undanfarið ár sökkt sér niður í franska sembaltónlist frá barokktímanum. En söngkonan unga sem leggur til röddina í tríóið, Rann- veig Sif Sigurðardóttir, hefur einnig lagt sig sérstaklega eftir barokktónl- ist og mun líklega sú eina sem sér- hæfir sig í þeirri tónlist um þessar mundir. Hún svarar því til að sópran- röddin sín henti þessari tónlist mjög vel en einnig hafi sér ávallt þótt barokktónlist mjög skemmtileg og heillandi. Rannveig Sif stundar nú nám við konunglega tónlistarháskól- ann í Den Haag í Hollandi en hún hefur verið við söngnám erlendis frá árinu 1986 en snéri sér að barokk- söng 1990. Þremenningarnir segja í tónleika- skrá að verkin á tónleikunum séu af tvennum toga. Annars vegar eru hreinræktaðar franskar svítur eftir D'Anglebert og Hotteterre og hins vegar sónata eftir Leclaire og cant- ata eftir Boismortier þar sem ítal- skra áhrifa er farið að gæta svo greinilegt er. Kolbeinn Bjarnason flautuleikari hefur um nokkurra ára skeið verið í ~fararbroddi þeirra tónlistarmanna sem lagt hafa sig fram við að frum- flytja nýja tónlist. Hann er því í öðru hlutverki en oftast á þessum tónleik- um þar sem hann blæs í barokk- flautu og leikur 300 ára gamla tón- list. „Skálholtstónleikarnir í sumar hófust með Caput-hópnum þar sem eingöngu var leikin ný tónlist og því er vel við hæfi að leika núna barokk- tónlist en fyrir þetta tvennt hafa Skálholtstónleikarnir einmitt skapað sér orðstír, flutning ábarokktónlist og nýrri tónlist." Blokkflautusnillingurinn Dan Laurin Klukkan 17 í dag hefjast aðrir tónleikar dagsins þar sem sænsk- rússneski blokkflautuleikarinn Dan Laurin leikur verk eftir Van Eyck, Sahnhausen, Masumoto, Marais, Hi- rose, og Nafnlausan. Elsta verkið er frá 15. öld og nýjasta verkið er sann- arlega spánýtt, því Laurin mun frum- flytja verk eftir 27 ára gamalt sviss- neskt tónskáld Markus Zahnhausen. Dan Laurin hefur á undanförnum árum getið sér orð víða um heim sem einn fremsti blokkflautuleikarinn í veröldinni og hann hefur margsinnis sýnt það með verkefnavali sínu og túlkun á verkum, nýjum og gömlum, að blokkflautan er ekkert byrjenda- Þæítir af nýrömantfskum skáldum 3 „LEITA LANDA! LEITA LANDA!" EFTIR: JÓN STEFÁNSSON JÓN AS Guðlaugsson er eitt þeirra islensku skálda sem hvíla í danskri mold. „Hann átti heima meðal jökla íslands", stóð í Berlingske Tid- ende að honum látnum. Samt lif ði Jónas síðustu árin í Danmörku, skrifaði sögur og Ijóð á dönsku og ritaði i dönsk blöð. En hann sótti allt sitt yrkisefni til íslands, landsins sem hann kvaddi með þessum orðum: „0, land sem getur gefið blóm/ og gröf í skáldalaun." Sjö árum eftir að Jónas orti þessar línur, stóð systir hans yfir danskri gröf með blóm. Jónas Guðlaugsson lést 15. apríl árið 1916, tuttugu og átta ára gamall. málanna. En fyrst og síðast var hann skáld. Og gaf út Vorblóm, sína fyrstu bók, árið 1905. Vorblóm ber æsku höfundarins vitni. Ritdómarar voru þó á einu máli um að hér væri komið fram efni, og það eina sem vantaði upp á væri meiri þroski. En Jónas var óþolinmóður. Og hann var heldur ekki mjög hógvær; ári síðar gaf hann út, ásamt Sigurði Sigurðssyni frá Arnarholti, bókina Tvístirni. Sumum þótti nóg um sjálfsöryggi ungu skáldanna, en Dr. Valtýr Guðmundsson skrifaði ritdóm í Eimreiðina og sagði hreint ástæðu- laust að hneykslast yfír titlinum, því það væri „betra að reyna setja Nýrómantískt skáld Og stjóriimálamaður Jónas var bráðger maður. Á skammri ævi sendi hann frá sér sex ljóðabækur, tvær skáldsögur og eitt smásagnasafn. Sögurnar skrifaði hann á dönsku og þrjár af Ijóðabók- unum voru á dönsku eða norsku. Þrátt fyrir að nýrómantísk skáld hafi yfirleitt lítið verið gefin fyrir stjórnmálavafstur, tók Jónas virkan þátt í stjórnmálum í byrjun aldar- innar. Einungis átján ára gamall var hann til dæmis ritstjóri Valsins, sem gefinn var út á ísafirði. Hann var snjall ræðumaður og beitti sér óspart sem slíkur á vettvangi stjórn- sjálfan sig á þláan himinbogann, en að vera pukra yfir manninum." Ljóð Sigurðar vöktu meiri at- hygli, enda hafði hann átta ár fram yfir Jónas, sem átti eftir að finna persónulegan tón. Hvergi kemur það betur fram en í ættjarðarkvæð- unum. Hrafn Jökulsson, sem hin seinni ár hefur hvað mest skrifað um Jónas, bendir á að í byrjun ald- arinnar hafi verið búið að yrkja um „náttúru landsins með þeim hætti að tæpast varð betur gert, og það var búið að brýna íslendinga með öllum mögulegum stuðlum og höf- uðstöfum til baráttu og þjóðernis- vakningar." Ritdómarar sem and- vörpuðu hálfþreytulega yfir ætt- jarðarkvæðum Jónasar, áttu heldur betur eftir að hrökkva við þremur árum síðar, þegar skáldið söðlaði um og orti - að þeirra mati- hálfgild- ings níðkvæði um land og þjóð. „Mig langar til fjarlægra landa" Jónas reisti sér óbrotgjarnan minnisvarða með kvæðabókini Dagsbrún. Kvæðin, nærri því sjötíu talsins, eru þó misjöfn að gæðum. En svo þroskuð eru þau bestu, að erfítt er að trúa því að þau hafi ort rúmlega tvítugt skáld. Og það er einnig nauðsynlegt að hafa æsku skáldsins í huga þegar maður grett- ir sig yfir orðmörgum og óhugsuð- um_ kvæðum. Útþrá Jónasar er fyrirferðamikil í kvæðunum. Aftur og aftur yrkir hann um landið þar sem draumarn- ir búa, landið sem er bak við hafið eða bak við fjöllin; þrá skáldsins eftir draumalandinu. Eins og Hann- es Pétursson skáld hefur bent á, er Mig langareins konar stefnuskrá Jónasar hvað þetta varðar: Þegar morgunsins ljósgeislar Ijóma, þegar leiftrar á árroðans bál, heyri ég raddir í eyrum mér óma, koma innst mér frá hjarta og sál: Hér er kalt, hér er erfitta að anda, hér er allt það sem hrærist með bönd! Ó, mig langar til fjarlægra landa, ó, mig langar að árroðans strönd! Jóncis Guðlaugsson árroðans srrönrj. Dreymdi um Dm kvæöi Jfinasar Guðlaugssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.