Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 3
& 4* MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992 C 3 hljóðfæri sem tónlistarnemendur leggja frá sér þegar alvaran blasir við. „Ég er löngu kominn yfir það að réttlæta blokkflautuna sem hljóð- færi. Verkin sem skrifuð eru fyrir hljóðfærið bæði nú og fyrr á öldum staðfesta hvert álit þetta hljóðfæri hafði meðal tónskálda og einnig tel ég mig sjálfan hafa átt nokkurn þátt í því að breyta skoðun fólks á síð- ustu árum,“ segir Dan Laurin þegar talið berst að þessu. Hann bætir því reyndar við að sér finnist það frá- leitt og reyndar alvarlega rangt að bjóða bömum upp á blokkflautu sem byijunarhljóðfæri.„„Það er í rauninni mjög erfitt að leika á blokkflautu. Til að skapa lifandi hljóm á þetta hljóðfæri þarf mikla kunnáttu í önd- un, blásturstækni, söng og fingra- tækni sem ungum krökkum er of- viða. Égtel miklu heppilegra að byija tónlistarkennslu með söng og notkun ásláttarhljóðfæra.“ Og það er greini- legt að Laurin er talsvert niðri fyrir hvað þetta varðar. Dan Laurin er fæddur 1960 í Sví- þjóð og hlaut að eigin sögn fremur óhefðbundna tónlistarmenntun þar sem fjölskyldan var mikið á faralds- fæti. Hann segir þetta eina aðalá- stæðuna fyrir því að hann hefur mjög gaman af spuna og leikur jass af fingrum fram þegar svo ber und- ir. Laurin hefur einmitt orð á sér fyrir að vera alæta á tónlist og nefn- ir Sting, Miles Davis og Charlie Par- ker meðal sinna uppáhaldstónskálda þegar talið berst að tónlist 20. aldar- innar. Hann hefur gert talsvert af því að frumflytja verk er samin hafa verið fyrir hann og svo skemmtilega vill til að einmitt núna er íslenska tónskáldið Þorsteinn Hauksson að semja verk fyrir Laurin. „Á sama hátt og ég gæti ekki lifað án nútíma- tónlistar, þá fínnst mér stórkostlegt að ná tengslum við gömlu tónskáldin í gegnum verk þeirra og kynnast þeim þannig. Þannig set ég líka efnis- skrá þessara tónleika saman og hún svarar bæði þeim kröfum sem ég geri til sjálfs mín sem tónlistarmanns og einnig ætti svo fjölbreytt verk- efnaval að vera áhugaverðara fyrir áheyrendur og höfða til sem flestra." Laurin hóf nám 16 ára gamall við det Fynske Musikkonservatorium í Oðinsvéum og lauk þaðan einleikara- prófi fjórum árum síðar með hæstu einkunn. Hann stundaði síðan nám við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn og einnig hjá Walt- her van Hauwe í Hollandi. Laurin hefur unnið til fjölda alþjóðlegra við- urkenninga fyrir leik sinn og kennir blokkflautuleik við tónlistarháskól- ana í Kaupmannahöfn, Álaborg og víðar. Á morgun, sunnudag kl. 15, endurtekur hann efnisskrá sína á öðrum tónleikum sínum í Skálholts- kirkju og gefst þar annað tækifæri til hlýða á leik þessa meistara blokk- flautunnar. HS Blokkflautusnillingur- inn Dan Laurin heldur tvenna einleikstón- leika um helgina Morgunblaðið/SigJóns. Kolbeinn Bjarnason flautuleikari, Guðrún Oskarsdóttir semballeikari og Rannveig Sif Sigurðardóttir sópransöngkona flytja franska barokktónlist ó Skólholtstónleik- um í dag kl. 15. MINNINC/USTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Sýning á verkum Kjarvals í vest- ursal, en í austursal sýna þrír ljósmyndarar: Svíarnir Kennert Sundh og Bengt Waselius, og hinn danskættaði Bandaríkja- maður. Torkil Guðnason. Opið er alla daga frá klukkan 10-19, nema miðvikudaga er opið frá 10-22. Kristrún Gunnarsdóttir opnar í dag skúlptúrsýningu í Vestur- forsal. Norræna húsið Daði Guðbjörnsson, Helgi Þorg- ils Friðjónsson og Tumi Magnús- son sýna í boði Norræna hússins á árlegri sumarsýningu þess. í anddyrinu er sýning á ljósmynd- um, teknum á ýmsum stöðum á íslandi, eftir Franz-Karl Frei- herr von Linden. Listasafn íslands í ágúst er sýning á íslenskum myndum í eigu safnsins. Onnur hæð, Laugavegi 37 Málverk eftir Gunter Umberg. Opið miðvikudaga klukkan 14-lB, eða eftir samkomulagi. Listmunahúsið, Hafnarhúsinu Sýning á verkum Sigurðar Orl- ygssonar, Jóns Axels Björnsson- ar og Grétars Reynissonar. Opið er frá 12 til 18 alla daga. Hulduhólar, Mosfellssveit Sumarsýning Hulduhóla stendur yfir um þessar mundir. Lista- mennirnir sem sýna eru Stein- unn Marteinsdóttir, Sveinn Björnsson, Sverrir Ólafsson og Hlíf Ásgrímsdóttir. Opið er frá 14 til 19 alla daga nema fimmtu- daga og föstudaga, þá er opið frá 17 til 22. Gallerí 11 Opið er alla daga frá 13 til 18. Nýlistasafnið Hollensku listamennirnir Peter Terhorst, Marcel Zalme, Eveline van Duyl og Willem Speeken- brink sýna til 9.ágúst. Opið dag- lega frá 14 til 18. Hafnarborg Sýning frá Færeyjum opnar í dag. Astrid Andreasen, Guðríð Poulsen og Tita Vinther sýna myndvefnað og keramík. Snegla - Listhús, Grettisgötu 7 Sýning á myndverkum og list- munum 15 listamanna. Opið virka daga 12-18, og laugardaga 10-14. Hlaðvarpinn Kínverski landslagsmálarinn Lu Hong sýnir myndir frá íslandi pg ber sýningin yfirskriftina: íslenskir fossar í kínversku bleki. Þetta er þriðja sýning Lu Hong hér á landi. Sýningin er opin til 30. ágúst. Perlan, Öskjuhlíð Ljósmyndasýning félaga í Ljós- myndarafélagi Islands. Einnig sýnir Svínn Torbjörn Lövgren ljósmyndir af norðurljósum og finninn Matti Koivisto myndir frá norðurslóðum. Sýningunni lýkur 10. ágúst. Hinn 11. ágúst opnar Jón Baldvinsson mál- verkasýningu. Ráðhús Reykjavíkur Á sýningunni Nordfachfoto sést þverskurður af því helsta sem norrænir ljósmyndarar eru að starfa að. Þessi sýning hefur farið víða um Norðurlönd. Staður á Eyrarbakka Jón Ingi Ingimundarson sýnir til 16. ágúst 50 málverk unnin í olíu, akrýl og vatnsliti. Opið virka daga kl. 17 - 20 og um helgar frá kl. 14 - 20. Hólar í Hjaltadal Myndlistarsýning Gísla Sigurðs- sonar. Myndröð við Sólarljóðin. Einnig opnuð sýning á bókum frá Hólaprenti úr einkasöfnum sr. Ragnars Fjalars Lárussonar og sr. Björns Jónssonar. Myndlistaskólinn Akureyri Um þessar mundir stendur yfír þriðja sumarsýning skólans. Þeir sem sýna eru: Guðmundur Ár- mann Siguijónsson, Helgi Vil- berg, Kristinn G. Jóhannsson, Sigurbjöm Jónsson, Jón Laxdal Halldórsson og Rósa Kristín Jú- líusdóttir. Sýningin stendur til 9.ágúst og er opin daglega frá 14 til 18. Slunkaríki, ísafirði Sýning á ljósmyndaverkum ung- verska listamannsins Miklos Ti- bor Vaczi. TONLIST Laugardagur 8. ágúst Sumartónleikar í Skálholts- kirkju: Klukkan 15 flytja Kol- beinn Bjarnason, Guðrún Ósk- arsdóttir og Rannveig Sif Sig- urðardóttir franska barokktónl- ist. Kl. 17 leikur Dan Laurin einleiksverk á blokkflautu. Sunnudagur 9.ágúst Sumartónleikar í Skálholti. Klukkan 15 leikur Dan Laurin einleiksverk á blokkflautu. Þriðjudagur 11. ágúst Tónleikar í Listasafni Siguijóns Ólafssonar: Martial Nardeau og Einar Kristján Einarsson leika verk fyrir flautu og gítar. Tón- leikarnir hefjast klukkan 20.30. Fimmtudagur 13.ágúst Tónleikar í Hafnarborg kl. 20. 30. David Harald Cauthery og James Lisney leika á fíðlu og píanó. LEIKLIST Light Nights í Tjarnarbíói Sýningar Ferðaleikhússins á Light Nights-dagskránni em á hveiju fimmtudags- föstudags- laugardags- og sunnudagskvöldi í Tjarnarbíói, og hefjast klukkan 21.00. Efni sýningarinnar er ís- lenskt en að mestu flutt á ensku. Útþráin er auðvitað ekki ein- göngu bundin við landfræðilega hugsun, þetta er ekki bara spurn- ingin um að fara utan. Þegar skáld- ið hrópar upp yfír sig: „Leita landa! Leita landal/ Trúa á skýin, treystá á hafið“, á það ekki síður við hug- ans lönd. Stundum er skáldið ákaft og efast ekki um að það eigi eftir að ná til fjarlægra stranda, en síðan koma efafullu augnablikin, efinn um að hægt sé að komast að draumaströndinni: Kuldalega báran byltir bleiku líki upp við sand. Bak við hafið, bak við hafið bíður fagurt draumaland. Ekki þarf að undra að skáldið hrylli við slíkum örlögum, og jafn- vel þótt Jónas segi borubrattur í öðru kvæði að ef þróttur hans bili þá muni hann steypa sér „syngj- andi í hafíð“, þá getur hann ekki stillt sig um að falast eftir hjálp frá æðri máttarvöldum: „Æ, viltu gefa mér gyllta skó/ að ganga þangað sól!“ Bændur eru úreltir djöflar! Þrátt fyrir að Jónas hafí unnað landi sínu mjög, fór hann til Noregs ári eftir að Dagsbrún kom út - með norska eiginkonu sér við hlið. Hann átti eftir að koma í stutta heimsókn til íslands, en annars lifði hann og starfaði fyrst í Noregi en síðan í Danmörku. Hann taldi sig eiga betri möguleika á að lifað af ritstörfum í útlandinu, hafði Jóhann Siguijónsson sem fyrirmynd. Jónas trúði á framtíðina: „Hið unga lið/ skal upp, skal fram á tímans svið!“, yrkir hann og á öðrum stað gerir hann til dæmis gys að Fróðárundrunum. Hann er nútímamaðurinn sem vill draga þjóð sína úr myrkri fáfræði og heimóttaskapar inn í birtu nútímans. En honum fannst hægt miða í þá átt. Og fór ekkert í felur með skoðanir sínar: „í dalnum er lífið dauði/ í dalnum er vatnið blóð“, segir hann í Dalbúar, og heldur áfram: Og bændumir sem þar búa, básinn sinn fastir við, em ýmist úreltir újöflar eða úrkynja drottins lið. Margir tóku kvæðinu sem beinni ádeilu á bændur landsins og voru þeir ófáir sem vildu gjarnan ræða við skáldið nálægt drullupolli. Sumir ritdómarar spöruðu ekki stóru orðin. Dr. Valtýr Guðmundsson viðurkenndi að Jónas væri gæddur skáldagáfu, en tók fram að „minni gorgeir og sjálfsþótti", myndi varla skaða. Ánnar ritdómari sagði reiður að „óþverratalið um bændurna hefði átt að vera kyrrt í skúffunni", enda væru bændurnir kjarni íslensku þjóðarinnar. Sá þriðji hæddi Jónas fyrir barlóm og skammaði fyrir gorgeirinn. Færri töluðu um kvæðið sem kom strax á eftir Dalbúum. „Ég finn að fátæk ertu/ mín fagra ættaijörð/ ég kannast vel við kotin þín/ og kjörin ströng og hörð“. Þessi ólíku kvæði lýsa Jónasi vel. Við höfum annars vegar hið beinskeytta og óvægna ádeiluskáld, sem þoldi ekki kotungslegan hugsunarhátt landa sinna; hins vegar ættjarðarskáldið sem lifði fyrir land sitt og þjóð. Hið besta kvæði er ort Þekktasta og líklega besta kvæði Jónasar er Æskuást. Þeir sem lesa það einu sinni, gleyma því ekki aftur. Önnur ástarkvæði Jónasar eru eins og tilhlaup að Æskuásb Augað er sljótt af að leita og leita að ljósinu, sem dó, og eyrað er þreytt að hlusta og hlusta eftir hljómnum sem dó. í Tunglskinsóðti\a.rmar skáldið vanmátt sinn, harmar að geta ekki sungið söng konunni til dýrðar: „En sjá, mig vantar tvennt/ að geta mánans strengi stillt/ og stjörnubogann spennt." Æskuást er ekki kvæði sem maður færir unnustu sinni eins og blóm, það er kvæði sem maður les og leggur síðan aftur augun og lifir með því eins og fagurri minningu, eða tónverki - sálumessu: Hví leitar það hljómdjúpi hörpunnar frá, sem helst skyldi í þögninni grafið? Ég kalla þó aldrei þá sól úr sjá, sem sefur á bak við hafið! Svona hefst það. Og síðan er það fyrsta línan í öðru erindinu: „Ég er eins og kirkja á öræfa tind“. Þetta er mikil líking og ákaflega djörf. Ekkert er eins tignarlegt og einmanalegt og auð kirkja á öræfatindi: Ég er eins og kirkja á öræfa tind, svo auð, sem við hinsta dauða, þó brosir hin heilaga Mariumynd þín minning frá vegginum auða. Þessi djarfa líking er tignarleg ein og sér, en ekki skemmir fyrir að skáldið heldur myndinni út kvæðið: Sakleysið hreint eins og helgilín var hjúpur fegurðar þinnar, sem reykelsisilmur var ástin þín á altari sálar minnar. Þú hvarfst mér, og burt ég í fjarska fór, en fann þig þó hvert sem ég sneri, sem titrandi óm í auðum kór og angan úr tómu keri. Ritdómurum var tíðrætt um ungan aldur skáldsins, töluðu um reynsluleysi - jafnvel tilgerð. Jónas var auðvitað ungur en ekki þar fyrir að hann hefði ekki upplifað neitt. Sorgin spyr ekki um aldur; hún er ekki bönnuð innan þrítugs. Maður segir kannski að ástarsorg tvítugs manns eigi eftir að eyðast upp og gleymast í nýrri sól. En sú manneskja sem hefur kvæðið Æskuást fyrir framan sig og talar' um reynsluleysi, tilgerð eða tilbúnar upplifanir, þer lítið skynbragð á mannlegar tilfínningar eða skáldskapinn. Jónas er viðurkennt skáld þegar hann deyr, bæði hér heima og ekki síður úti í Danmörku. „Alltof fljótt er hið unga skáld hrifið brott frá starfí sínu,“ stóð í Dagens Nyheder. Nokkrir landar hans fylgdu Jónasi til grafar og lögðu blómsveig með íslenskum litum á leiði hans. En skáld eru aldrei óhult fyrir vonsku heimsins; þijátíu árum eftir lát hans seldi umsjónarmaður kirkjugarðsins grafreitinn danskri ekkju sem Ijarlægði allt sem minnti á íslenska skáldið og gróf ösku eiginmanns síns í reitinn. Mörgum árum síðar tókst velunnurum Jónasar að fá leyfí til að grafa líkamsleifar hans upp og í dag þarf Jónas Guðlaugsson ekki lengur að deila gröf með dönskum manni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.