Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. AGUST 1992 ÞAU TALA VIÐ STEINA Einar og Susanne sýna htígg- myndir úr ítölskum marmara, grásteini og móbergi í katti- stofunni í Hafnarborg. Myndhöggvarahjónin Einar Már Guðvarðarson og Susanne Christ- ensen opna í dag sína fyrstu högg- myndasýningu i kaffistofunni í Hafnarborg. Þau hafa farið út um allan heim og kiappað steinum, nú er röðin komin að íslensku grjóti og myndefnið sprettur fram. Hún vinnur með móberg, hann með grágrýti. Þetta eru lif- andi steinar sem tala við lista- mennina og þeirra hlutverk er að laða fram þær myndir sem í stein-' unum búa. Einar sýnir auk högg- mynda úr grágrýti, myndir sem hann heggur í ítalskan marmara. Þetta er í annað skiptið sem Einar sýnir í Hafnarborg en árið 1985 sýndi hann ljósmyndir og blek- teikningar ásamt systur sinni, Jónu Guðvarðardóttur leirlistar- konu sem sýndi leirmuni. Sýning þeirra Einars og Susanne í Hafn- arborg stendur yfir til 30. ágúst. Þau Einar og Susanne bjuggu um fimm ára skeið syðst á Pelops- skaganum í Grikklandi, ein úti í sveit, án rafmagns en umlukin óþijótandi efni til höggmyndagerðar. „Dvölin á Grikklandi var okkar skóli í högg- myndagerð," segir Einar „þar fikruð- um við okkur áfram enda fórum við gagngert til Grikklands til þess að vinna að höggmyndagerð." Susanne bætir því við að hana hafi lengi dreymt um að geta unnið í stein en sú löngun hafí ekki getað fengið útrás í Kaupmannahöfn en þar ráku hún og Einar listamiðstöðina Da- ruma. Grísk paradis „Þetta var paradís," segir Susanne um dvölina í Grikklandi enda ekkert ’Sem truflaði og þau gátu gefið sig listsköpuninni á vald. Það var ekki einungis höggvið í stein heldur mál- að, skrifað og teiknað milli þess sem ræktun grænmetis, möndlu- og ólíf- utijáa var sinnt. Grikkland andar af sögu og höggmyndagerð ríkur þáttur í menningarsögu landsins. Einar og Susanne drukku þetta andrúmsloft í sig, ferðuðust um landið og heim- sóttu söfn. Nálguðust steininn var- lega, snertu, fikruðu sig áfram hægt og bítandi og smátt og smátt óx sjálfstraustið. Vorið 1990 var kominn tími til þess að halda til Kaupmannahafnar á ný en sveitasælan í Grikklandi hafði gert þau afvön stórborginni. ísland kallaði auk þess á Einar og Susanne, sem er dönsk, langaði til að kynnast landi og þjóð. Veturinn 1990-91 dvöldu þau í Hrísey þar sem Einar var skólastjóri og Susanne sinnti myndmenntakennslu við skól- ann. Þau hjón voru þó aldeilis ekki hætt að ferðast um ókunnar slóðir og síðastliðið vor komu þau heim úr átta mánaða ferð um lönd eins og Japan, Nepal og Nýja Sjálands. A Nýja Sjálandi dvöldu þau í fjóra mánuði og unnu myndir í hvítan sandstein sem aðeins fínnst þar. Þarna hinum megin á hnettinum vaknaði sterk íslandslöngun með þeim Einari og Susanne, hinn nor- ræni uppruni varð þeim einkar með- vitaður og þau fundu hvar rætur þeirra lágu. Þau komu til íslands í vor og hófust þegar handa við að vinna í íslenskt grjót, móberg og grágrýti, og afrakstur þeirrar vinnu eru verkin á sýningunni í Hafnar- borg. Hversdagslegt gijót í nýju samhengi „Fyrir mér er það góð tilfinning að vinna í stein frá viðkomandi landi,“ segir Susanne sem vinnur í móberg. „Ég held að það sé líka Mynd: Börkur Arnarson gaman fyrir fólk að sjá stein sem það sér á hveijum degi í náttúrunni í öðru samhengi." Einar tekur undir þessi orð: „ Það er mjög sjaldgæft að fólk sjá eitthvað unnið í þessa steina, móberg og grágrýti. Hér áður fyrr voru þeir talsvert notaðir, til dæmis er Alþingishúsið byggt úr grásteini og einnig voru ýmis einföld verkfæri svo sem fiskisleggjur og netasteinar gerð úr þessum steini. Mig hefur lengi langað til að vinna í grástein, ég er alinn upp hér í firðin- um í náinni snertingu við grástein. í hrauninu áttum við okkar góðu stundir, þar iékum við okkur og þar átti maður einnig athvarf ef eitthvað bjátaði á. Það býr hreinlega svo mik- ið í klettunum og steinunum; leyndir kraftar og mikil orka. Þegar kemur að gijóti einkennist tilfínning mín af lotningu og ég reyni að_ nálgast steininn í samræmi við það. Ég ræðst þess vegna ekki á hann eins og villt- ur maður heldur reyni að nálgast hann og vinna mig inn í hann. Það má orða þannig að steinninn býður mér að gera ákveðna hluti við sig og ég reyni eftir getu að vinna í samræmi við það. Hið formræna verður meira ráðandi heldur en eitt- hvert ákveðið hugsanaferli eða átroðsla af minni hálfu. Þegar kemur að ítalska marmaranum er allt annað upp á teningnum. Þá er ég fyrst og fremst að ná fram ákveðnum hug- myndum enda þá einungis um tilbún- ar steinblokkir að ræða.“ Það er lítið um fjöll og hraun þar sem Susanne var alin upp í Dan- mörku en engu að síður eru íslensku fjöllin henni mikilvæg „íslenskt landslag er hreinlega það fallegasta í heiminum finnst mér. Það var hrein- lega uppgötvun fyrir mig að finna móbergið því ég hef betri tilfínningu fyrir því mjúka og það er mjög skemmtilegt hvað móbergið getur verið ólíkt eftir steinum. Sumir eru þéttir og fínir, aðrir eru grófkornótt- ari og ég veit aldrei hver útkoman verður þegar ég byija að eiga við steininn, það gerir þessa vinnu svo spennandi". Þrátt fyrir að efnið sem þau hjón vinni í sé nokkuð ólíkt þá er nálgun- in sú sama, þau tala við steinana og hlusta eftir hljómfallinu sem býr í þeim. „Það er svo margt sem býr í gijótinu, sem er hér allt í kringum okkur og hlutverk okkar er að laða það fram.“ Framkalla hjartabros Þetta er fyrsta höggmyndasýning þeirra og þau eru svolítið hikandi, eins og þeim finnist hálf skrýtið að vera að sýna verkin sín í alvörunni. „Við höfum ekki boðið neinum form- lega á sýninguna en við vonumst eftir að sem flestir hafí ánægju af að sjá þetta gamalkunna gijót í nýju samhengi,“ segir Einar og Susanne á lokaorðin: „Mig langar einungis til þess að framkalla hjartabros. Það er góð sálarleikfimi fyrir fólk að brosa í hjartanu.“ Guðrún Þóra SUÐRÆN TONLIST Á MILD HLJÓÐFÆRI SUÐRÆN tónlist fyrir gítar og þverflautu er á dagskrá næstu þriðju- dagstónleika í Listasafni Siguijóns Ólafssonar. Gítarleikarinn Einar Kristján Einarsson og flautuleikarinn Martial Nardeau leika þar saman franska, ítalska og suður-ameríska tónlist eftir Giuliani, Pau- lenc, Ibert, Villa-Lobos og Piassolla. eir Einar Kristján og Martial Nardeau hafa leikið saman um •jokkurt skeið við ýmis tækifæri en þetta eru fyrstu „opinberu“ tónleikar þeirra saman sem dúós og því for- vitnilegt að vita hvað þessir ágætu tónlistarmenn hafa ákveðið að bjóða væntanlegum áheyrendum næsta þriðjudagskvöldið. „Þetta er létt og sumarleg efnis- skrá vonum við, en verkin völdu sig sjálf að nokkru leyti og einnig viljum við hafa hana nokkuð fjölbreytta," sagði Einar Kristján í stuttu spjalli við þá félaga. Talsvert hefur verið samið af tónlist fyrir flautu og gítar og öll verkin á efnisskránni eru upp- runaleg, þ.e. ekki samin fyrir önnur hljóðfæri upphaflega og síðar um- skrifuð. „Þessi hljóðfæri eiga mjög vel saman, eru mild og hljómfalleg í samspili og það er hefð fyrir samleik þeirra,“ sagði Martial Nardau. „Það er því úr ýmsu að velja þegar sett er saman efnisskrá fyrir þessi tvö hljóðfæri." Líkt og nafnið ber með sér er Martial Nardeau franskur að þjóð- emi en hefur verið búsettur hér á íslandi um 10 ára skeið og er vel þekktur í íslensku tónlistarlífi. Fyrr í sumar tóku þau Martial og Guðrún Birgisdóttir flautuleikari þátt í þekktri kammertónlistarkeppni í París sem kennd er við UFAM og gerðu þau sér lítið fyrir og unnu til fyrstu verðlauna fyrir samleik sinn á flautur. í haust stefna þeir Martial Nardeau og Örn Magnússon píanó- leikari á tónleikahald á vegum Musica Nova þar sem efnisskráin er eingöngu íslensk og væntanlega verður þar frumflutt nýtt íslenskt verk. Martial sagðist þó ekki vilja segja meira fyrr en verkið væri kom- ið í hendur hans þar sem tónskáldið mun enn vera að semja baki brotnu. Gítarleikarinn Einar Kristján Ein- arsson hefur um nokkurra ára skeið starfað að tónlist hér heima eftir að hann lauk einleikara- og kennara- prófí frá Guildhall School of Music í London 1988. Einar tók á dögunum þátt í gítartónlistarhátíð sem efnt var til á Akureyri en þar hélt hann Morgunblaöið/KGA Flautuleikarinn Martial Nardeau og Einar Kristjón Einarsson gítarleikari halda tónleika í Sigurjónssafni næstkomandi þriðjudags- kvöld kl. 20.30. tónleika og leiðbeindi á námskeiði ásamt Amaldi Arnarsyni gítarleik- ara. „Samstarf okkar tveggja er ekki alveg nýtt af nálinni en við höfum gefíð okkur góðan tíma áður en að tónleikum kæmi,“ segir Einar Krist- ján. Martial tekur undir þetta og bætir að við þeir hafi líka margt annað að gera en reyni þó að fínna tíma til að spila saman. „Það er mjög ólík tilfinning að leika í dúói eða einn,“ segir Einar Kristján, „þegar menn ná vel saman gerist eitthvað og maður nær kannski einhveiju sem ekki er hægt að ná einsamall við æfingar. Þessir tónleikar á þriðjudaginn hafa verið í undirbúningi síðan í apríl og við höfum æft okkur í skorpum þar sem ýmislegt, annað hefur komið til hjá okkur í vor og sumar,“ sagði Einar Kristján Einarsson gítarleikari. HS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.