Morgunblaðið - 25.08.1992, Page 2

Morgunblaðið - 25.08.1992, Page 2
2 C MÖRGU.N'BIíAÐIÐ : íMtóriiim : 25.' ÁoúS'r 1992 SIGLINGAR/ÍSLANDSMÓTIÐ í KJÖLBÁTASIGLINGUM Sigurborgin sigraði Sigurborg úr Ými í Kópavogi varð íslandsmeistari í flokki kjölbáta um helgina. Á stærri myndinni er áhöfn Sigurborgar á hörku siglingu. Frá vinstri Páll Hreinsson fyrirliði, Ólafur Bjarnason, Gísli Haukson og Axel Woltran. Auk þeirra var Sigríð- ur Ólafsdóttir í áhöfninni. Á minni myndinni sést Sigurborgin á siglingu á Kollafirði á laugardaginn. ÁHÖFN Sigurborgar, úr sigl- ingafélaginu Ými íKópavogi, varð á sunnudaginn íslands- meistari f flokki kjölbáta, með því að vinna síðustu þrjár keppnirnar af fimm. Áhöfn Svölu, sem einnig eru úr Ými, hafði unnið tvær fyrstu keppn- irnar, en náði ekki að verja Is- landsmeistaratitil sinn frá þvi í fyrra. Keppnin um helgina fór fram á Kollafírði, en keppnin um íslandsmeistaratitilinn hófst fyrr í sumar með Landsbankakeppn- inni. Þá sigldu bátarnir til Kefla- víkur og sigraði áhöfn Svölunnar. Svala hélt sigurgöngu sinni áfram á föstudagskvöldið, og var því komin með vænlega stöðu þegar þijár keppnir voru eftir. Henni hefði dugað sigur í einni af þeim til að tryggja sér íslands- meistaratitilinn annað árið í röð, en áhöfn Sigurborgar var ekki á því að gefa hann eftir baráttu- laust. Sigurborg vann þijár síð- ustu keppnimar á sannfærandi hátt undir stjórn Páls Hreinssonar fyrirliða, og tryggði sér þar með íslandsmeistaratitilinn. I áhöfn Sigurborgarinnar voru auk Páls þau Sigríður Ólafsdóttir, Ólafur Ejamason, Axel Woltran og Gísli Haukson. Svala varði í öðru sæti en fyrir- liði á henni er Ingi Ásmundsson. í þriðja sæti varð síðan áhöfn Sæstjömunnar, sem eins og skút- urnar í efstu tveimur sætunum er einnig úr siglingafélaginu Ými í Kópavogi. Fyrirliði á henni er Viðar Olsen. Aðstæður til siglinga voru mjög góðar alla dagana, góður vindur, u.þ.b. 20 hnútar, og sól mestan iviui yui iuiciuiu/ oei icuim uuui i iui iussui i tímann. Keppendur voru um 60 á 12 bátum. REYKJAVIKURMARAÞON 1992 ÞÁTTTAKENDUR í Reykjavík- urmaraþoninu hafa aldrei áður verið jafn margir og í því níunda, sem fór fram á sunnudaginn. Alls voru 2.721 skráðurtil þátttöku íhlaup- inu, 2.182 í skemmtiskokki, 419 í hálfmaraþoni og 120 í heilu maraþoni. í mark komu siðan 2.598, sem eru mjög góðar heimtur að sögn að- standenda hlaupsins. Sigurvegari í sjálfu maraþon- hlaupinu varð Walesbúinn Ieuan Ellis og setti hann nýtt brautarmet, fór kflómetrana 42 á 2 klst. 19.01 mínútu. Hann hafði mikla yfirburði í hlaupinu og kom í mark rúmum fimmtán mínútum á undan næsta manni. Ellis sagð- ist hafa stefnt að því að setja nýtt brautarmet en ekki átt von á því þegar út í hlaupið var komið, þar sem hann fékk litla sem enga keppni. íslandsmet hjá Önnu Anna Cosser kom fyrst kvenna í mark í maraþoni og setti bæði íslands- og brautarmet, hljóp vegalengdina á 3 klst. 21.28 mín. Anna sigraði í hálfu maraþoni á Egilsstöðum fyrr í sumar, en þetta er í fyrsta skipti sem hún hleypur maraþonhlaup. Árangur hennar nú er því afar glæsilegur. Fyrstur íslenskra karla í mara- þoninu varð Jóhann Ingibergsson, Morgunblaðifi/Árni Sæber leuan Ellls frá Wales sigraði í mara- þoni karla og setti glæsilegt brautar- met. sem kom í mark á 2 klst. 39.57 mín. Jones sigraði í hálfu maraþoni Þekktasti þátttakandinn í hlaup- inu á sunnudaginn var eflaust Bret- inn Hugh Jones, sern keppti í hálfm- araþoni og sigraði með nokkrum yfirburðum. Hann kom í mark á einni klst. 6.43 mín., tæpum tveimur mínútum á undan Toby Tanser sem varð annar. Jones þessi hefur m.a. borið sigur úr býtum í ekki ómerk- ari maraþonum en þeim sem kennd eru við Lundúnir og Stokkhólm. Martha Emstsdóttir sigraði í kvennaflokki í hálfmaraþoni, og setti um leið glæsilegt brautarmet. Hún hljóp á einni klst. 13.52 mín., en önnur varð Sue Dilnot frá Bret- landi, en hún kom í mark tæpum fimm mínútum á eftir Mörthu. Slghvatur Dýri vann skemmtiskokkið í skemmtiskokki sigruðu Sig- hvatur Dýri Guðmundsson í karla- flokki og Fríða Rún Þórðardóttir í kvennaflokki. Sighvatur hljóp kflómetrana sjö á 25.38 mínútum og kom í mark nokkuð á undan Þorsteini Ólafssyni sem varð ann- ar. Fríða Rún hljóp á 26.57 mínút- um, og kom í mark rúmri mínútu á undan næstu konu, sem var Rachel Butler frá Bretlandi. Breytingar fyrirhugaðar Á næsta ári eru fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi keppn- innar. Hætt verður keppni í 7 km skemmtiskokki, en þess í stað tek- ið upp 4 km hlaup án tímatöku, og 10 km hlaup með tímatöku. Áfram verður keppt í hálfu og heilu maraþoni, eins og gefur að skilja. Auk áðurgreindra breytinga verður markklukka sett upp við endamarkið, eins og tíðkast í maraþonum annars staðar í heim- inum, og mun þá fólk eiga hæg- ara með að fylgjast með tíma sín- um í hlaupinu, þegar það kemur í mark. Morgunblaðiö/Árni Sæberg Anna Cosser setti bæði íslands- og brautarmet þegar hún sigraði í maraþoni í kvennaflokki. Árangur hennar er sérlega glæsilegur, en þetta mun vera í fyrsta skipti sem hún hleypur heilt maraþon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.