Morgunblaðið - 25.08.1992, Síða 3

Morgunblaðið - 25.08.1992, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992 G 3 UNDRUN Lokasprettur íslandsmótsins notaður sem æfing Fyrst breyta átti hvers vegna var beðið í mánuð? Konumar vonandi búnar að festa sér aðalleikvanginn Stjóm Knattspymusam- bands íslands ákvað fyrir skömmu að breytingar á knatt- spyrnulögunum, sem alheims- sambandið (FIFA) ákvað í maí síðastliðnum, taki gildi hér á landi frá og með deginum í dag, þeg- ar fjórar umferðir eru eftir af keppn- inni um íslands- meistaratitilinn. Þetta vekur undmn. Ég man ekki bet- ur en talað hafi ver- ið um í upphafi að breytingarnar taskju alls ekki gildi hér á landi fyrr en að loknu Islandsmóti. En nú á að nota fjór- ar síðustu umferðir Samskipadeildar- innar sem æfinga- tímabil fyrir liðin þijú sem em á leið í Evrópukeppni, dómara sem starfa við leiki erlendis í haust, og landsliðs- menn. Nýtt tuttugu leikja mót með nýj- um reglum. Sú breyting er stærst að markvörður má ekki handleika knöttinn þegar sam- Stærsta heiji spymir viljandi til hans. samherji Það er undarlegt að breyta reglunum í miðju móti. Einhver hlýtur allt í einu að hafa munað eftir Evr- ópukeppni félagsliða sem senn hefst og KSÍ-stjómin ákveðið þetta í snatri. Reglurnar tóku nefnilega gildi 25. júlí skv. ákvörðun FIFA en f dag er 25. ágúst. Fyrst KSÍ stjórnin viidi endilega taka nýju reglurnar í notkun hvers vegna í ósköpun- um var það þá ekki gert 25. júlí hér á landi eins og annars staðar í heiminum? En best hefði verið að bíða með þetta; dómar- ar og leikmenn liðanna þriggja fóru um helgina. Báðir vom frá- bær skemmtun og félögunum fjómm sem þátt tóku — ÍA, UBK, Val og KA — til mikils sóma. Vitað mál er að einhver verður að tapa í úrslitaleikjum breyting er aö markvörður handleika knöttinn þegar spyrnir viljandi til hans. og það varð hlutskipti Blika- stúlkna og KA-manna að þessu sinni. En fulltrúar Iiðanna geta borið höfuðið hátt, þrátt fyrir tap því frammistaðan var góð. Boöið var upp á góða knatt- spyrnu og spennan var gríðar- leg. Framlengja þurfti bæði hjá konunum á laugardag og körl- unum á sunnudag, og vom jöfn- unarmörkin í bæði skiptin ekki gerð fyrr en á lokasekúndum hefðbundins leiktíma. Úrslitaleikurinn í karlaflokki fer ætíð fram á aðalleikvangin- * líi n»lr.v,n„ mm geta alveg æft sig í þvf að muna eftir nýju reglunum á eigin æf- ingum. Meiri virðingu á að bera fyrir íslandsmótinu en svo að verið sé að hringla með reglurn- ar í miðju móti; að ekki sé talað um nú þegar því er að ljúka og spennan í hámarki. Ég ætla bara rétt að vona að atvik tengt þessari nýju reglu eigi ekki eftir að ráða úrslitum á Islandsmót- inu. Talandi um knattspyrnu er* ekki hægt annað en skipta um tón og minnast á úrslitaleikina tvo í bikarkeppni KSÍ sem fram um í Laugardal, og eftir vel heppnaðan leik þar á laugardag hljóta konurnar að vera búnir að tryggja sér sama völl fyrir úrslitaleik sinn um ókomna framtíð. Leikurinn átti upphaf- lega að fara fram á Valbjarnar- vellinum, sem hefði auðvitað verið algjört hneyksli. Kvenfólk- inu á að sýna þann sóma að umgjörð úrslitaleiks þeirra sé einnig þannig að um „alvöru“ leik sé að ræða, ekki síður en körlunum. Skapti Hallgrímsson KNATTSPYRNA IMýju reglumar taka gildi í kvöld IMýjar reglur! Morgunblaðið/Bjarni Ef leikmaður spyrnir knettinum til eigin markvarðar, þá er markverði óheimilt að snerta knöttinn með höndum. Ef leikmaður að mati dómarans, notar vísvit- andi brögð í þeim tilgangi að fara í kring um ákvæðin, þá hefur hann gerst sekur um óprúðmannlega framkomu og skal veitt áminning, þ.e. gult spjald. í KVÖLD taka gildi nýjar reglur í Samskipadeildinni sem fela þaö í sér að markverði er óheimilt að handleika bolta, hafi honum verið spyrnt til hans frá samherja. Alþjóða- nefnd FIFA, Alþjóða knatt- spyrnusambandsins, sam- þykkti þessar breytingar á knattspyrnulögunum á fundi í Newport í Wales í vor og tóku þær gildi 25. júlí sl. Knatt- spyrnusamband íslands ákvað hins vegar að láta þær gilda í Samskipadeildinni frá og með 15. umferð, sem hefst í kvöld. Óbreyttar reglur verða í öllum öðrum deildum út keppnistíma- bilið. Breyting felst í því að við 12. grein knattspyrnulaganna hefur verið bætt nýrri. grein sem er svohljóðandi. „Ef leikmaður, við hvaða kringumstæður sem er, spyrnir knettinum til eigin mark- varðar, þá er markvérði óheimilt að snerta knöttinn með höndum. Snerti samt markvörður knöttinn með höndum, þá skal honum refsað með því, að mótheijum skal dæmd óbein aukaspyrna, sem tekin skal frá þeim stað, þar sem brotið var framið, þó háð þeim ráðandi ákvæð- um, sem um getur í 13. gr.“ Lykilorðið er spyrna Alþjóðanefnd óskaði á fundi sín- um að gefa þær skýringar að orðið spyrna vísi eingöngu til aðstæðna þar sem leikmaður leiki knetti með fótum eða fæti. Því er við sömu aðstæður leyfilegt, ef knötturinn endurkastast af fótum eða fæti þar sem ekki er um ásetning að ræða, að taka hann með höndum. Við aðstæður þar sem samherji spyrnir knettinum viljandi fram hjá eigin markverði, til hliðar við mark, en með þeim ásetningi að markvörður geti náð honum, er það andi lag- anna sem segir að hér sé um vilj- andi sendingu til markvarðar að ræða. Við slíkar aðstæður, ef mark- vörður snertir knöttinn með hönd- um, verður að dæma óbeina auka- spyrnu. Gult spjald fyrir að reyna að fara I kringum reglurnar Margar spurningar hafa vakn- að varðandi það hvernig fram- fylgja eigi þessu nýja ákvæði í 12. grein. Samkvæmt ráðlegging- um FIFA má leikmaður leika knettinum til eigin markvarðar með höfði, bijósti eða hné. Ef leikmaður að mati dómarans, not- ar vísvitandi brögð í þeim tilgangi að fara í kring um ákvæðin, þá hefur hann gerst sekur um óprúð- mannlega framkomu og skal veitt áminning, þ.e. gult spjald, og mótheijum hans dæmd óbein aukaspyrna á þeim stað þar sem brotið var framið. Dæmi um slík óleyfíleg brögð eru; leikmaður lyftir knetti vilj- andi í þeim tilgangi að leika hon- um með höfði, bijósti eða hné til eigin markvarðar eða leikmaður krýpur niður og leikur þannig vilj- andi knettinum með hné til mar- kvarðar. í slíkum tilvikum er það sama hvort markvörður tekur knöttinn með höndum eða ekki. Brotið er framið af leikmanni þeim sem reyndi að fara í kring um lögin og aukaspyrna dæmd á hann. Leikmanni er hins vegar heimilt að lyfta boltanum á sam- herja sem þaðan skallar til mar- kvarðar, sem þá má handleika knöttinn. Leikmenn geta ekki lengur neitað að leika með legghlífar Fleirir breytingar voru gerðar á knattspyrnulögunum á fundi Al- þjóðanefndarinnar í vor, m.a. þau að dómara er skylt að víkja manni af velli sem ekki fullnægir ákvæðum um útbúnað leikmanna og hleypa honum ekki aftur inn á fyrr en hann hefur lagfært búnaðinn. Leik- manni er því ekki lengur heimilt að neita að leika með tiltekinn bún- að, t.a.m. með legghlífar. Aukaspyrnur sem lið fær í eigin markteig má taka hvar sem er í teignum og sama má segja um allar markspyrnur. Var þessi breyting gerð til að hjálpa til við að minnka tafír. Allar óbeinar aukaspyrnur sem sóknarlið fær dæmdar inn í markteig andstæðings, skulu tekn- ar af markteigslínu, frá þeim stað sem næstur er brotstaðnum. Gula og rauða spjaldið sýnt samtímis Sé leikmanni vísað af leikvelli fyrir annað áminningarvert leikbrot í sama leiknum, þá er dómarinn nú beðinn um að sýna bæði gula og rauða spjaldið samtímis, og er þetta gert svo augljóst sé að leikmanni sé vísað af leikvelli fyrir annað áminningarvert leikbrot, en ekki fyrir leikbrot sem krafíst hefur umsvifalausrar brottvísunar. Hvað á að dæma? SKOSKA knattspyrnusam- bandið hélt fyrir nokkru dóm- ^ araráðstefnu þar sem sett voru upp ýmis raunhæf atvik sem snerta þessa nýju mark- mannsreglu og jafnframt hvernig dómarar eigi að taka á þeim. Atvikin og réttir úr- skurðir fylgja hér á eftir: 1. Leikmaður spyrnir knetti vilj- andi til markvarðar síns, sem þá snertir knöttinn með höndum eða handleggjum á eigin vítateig - ÓBEIN AUKASPYRNA 2. Leikmaður spyrnir knetti til markvarðar síns, sem staddur er utan eigin vítateigs. Hann leikur knettinum með fótum inn á teig- inn, þar sem hann síðan^ snerti knöttinn með höndum - ÓBEIN AUKASPYRNA 3. Markvörður, sem stendur utan eigin vítateigs, fær knöttinn rak- leitt úr markspyrnu sem samheiji hans tekur. Hann rekur knöttinn inn á teiginn, þar sem hann tekur hann með höndum - ÓBEIN AUKASPYRNA 4. Leikmaður stöðvar knöttinn viljandi á sínum teig og markvörð- ur hans tekur knöttinn með hönd- um - ÓBEIN AUKASPYRNA 5. Knötturinn hefur hrokkið til og frá við marklínu, þegar mark- vörður nær honum með höndum, þó að honum hafi síðast verið leik- ið af samheija - EKKERT LEIK- BROT. ENGINN LÉK KNETT- INUM VIUANDI TIL MAR- KVARÐAR 6. Varnarmaður sendir knöttinn með hælspyrnu inn á teig til mar- kvarðar síns, sem þá leikur knett- inum með höndum - ÓBEIN AUKASPYRNA 7. Markvörður, sem stendur utan vítateigs, fær knöttinn frá mót- heija. Hann rekur knöttinn inn á teiginn sinn, og tekur hann þar með höndum - EKKERT LEIK- BROT. KNETTI VAR SÍÐAST LEIKIÐ AF MÓTHERJA 8. Knötturinn fer til markvarðar eftir að leikmaður sem verst hefur tæklað leikmann sem sækir - EF ÞAÐ ER ÁLIT DÓMARANS, AÐ KNETTI HAFI EKKI VER- IÐ VILJANDI LEIKIÐ TIL MARKVARÐAR, ÞÁ HEFUR EKKERT LEIKBROT ÁTT SÉR STAÐ 9. Markvörður handleikur knött- inn og kemur þannig í veg fyrir að mark sé skorað eftir að sam- heiji hefur leikið knetti viljandi til hans - ÓBEIN AUKA- SPYRNA. MARKMAÐUR SKAL EKKI HLJÓTA ÁMINN- INGU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.