Morgunblaðið - 25.08.1992, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ IÞRÖI iJR ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992
€ 7
KNATTSPYRNA / BIKARURSLITALEIKUR KARLA
FOLK
■ LISTAMENN, listamenn, lista-
menn, sungu Valsmenn um sjálfa
sig eftir leikinn. Ástæðan er sú að
eftir bikarsigur fyrir einhveijum
árum lýsti Hermann Gunnarsson,
þáverandi leikmaður Vals, því yfír
að sigurinn væri framlag þeirra til
listahátíðar, sem þá stóð yfír.
■ FÉLAGAR hans tóku hann á
orðinu og kalla sig listamenn í hvert
skipti sem þeir vinna í bikarkeppn-
inni.
■ INGI Björn Albertsson reyndi
hvað hann gat að sleppa við það
að lenda í mjólkur- eða kampavíns-
baði eins og flestir leikmenn fengu
að reyna. Hann stóðst þó ekki mát-
ið og fékk sér kampavínssopa úr
bikamum inni í klefa eftir leikinn.
Steinar Adólfsson rak sig þá í bik-
arinn og þar með var draumur Inga
um að koma þurr heim úr sögunni.
■ OIIMARR Örlygsson og
Gunnar Már Másson skoruðu
mörk KA manna í leiknum, en þeir
eru ekki óvanir því að þenja net-
möskvana í bikarúrslitaleikjum á
Laugardalsvellinum.
H ORMÁRR skoraði eitt mark í
5:0 sigri Fram á Víði í úrslitaleikn-
um 1987, og Gunnar skoraði mark
Vals í fyrri úrslitaleik Vals og FH
í fyrra. Gunnar skoraði auk þess
mark í vítaspymukeppni í úrslita-
leik yals og KR fyrir tveimur ámm.
■ ÁRNI Þór Freysteinsson fór
meiddur af velli á 65. mínútu. Hann
fékk spark í lærið sem stífnaði við
það upp. Arni Hermannsson kom
inn á í hans stað.
Sjö sekúndumar
halda fyrir mér vöku
- sagði OrnnaiT Örlygsson um lokasekúndurnar
Eg er hrikalega svekktur svo
ekki sé meira sagt. Við vomm
betri í fyrri hálfleik en í síðari hálf-
leik tóku Valsmenn áhættuna, sóttu
meira og voru auk þess með vindinn
í bakið. Við það vorum við á stund-
um í nauðvörn og þeir gengu á lag-
ið og heilladísimar vom með þeim
en ekki okkur. Það vantaði kjark í
okkur og ef til vill trúna á að við
gætum klárað leikinn og orðið bik-
armeistarar.
Það er alveg á hreinu að maður
man eftir þessum sjö sekúndum
alla ævi og þær halda ömgglega
vöku fyrir mér í nótt. En svona er
nú einu sinni fótboltinn. Menn verða
að klára leikinn — alveg,“ sagði
Ormarr.
Bökkuðum of mikið
„Það var hræðilegt og niðurdrep-
andi að fá jöfnnarmarkið á sig þeg-
ar sjö sekúndur vora eftir. Við
bökkuðum ef til vill helst til mikið
í síðari hálfleik en Valsmenn settu
fleiri fram og voru með vindinn í
bakið þannig að við ekkert svar við
leik þeirra. Þetta gekk upp hjá
þeim,“ sagði Gunnar Gíslason þjálf-
ari og leikmaður KA.
Hrikalega svekkjandi
„Ég er rosalega svekktur. Það
var hræðilegt að fá jöfnunarmarkið
í lok leiksins og þriðja mark þeirra
var klaufaskapur minn. Ég ætlaði
að grípa boltann en fékk hann í
brjóstkassann og þaðan fór boltinn
til þeirra. Það var hrikaleg svekkj-
andi. Við bökkuðum of mikið í síð-
ari hálfleik og náðum því ekki að
gera neitt. Það var ekki nógu gott
hjá okkur,“ sagði Haukur Bragason
markvörður KA.
FOLK
■ VALSMENN hafa ekki tapað
bikarleik síðan 19. júlí 1989, þegar
þeir töpuðu fyrir KR, í átta liða
úrslitum keppninnar það ár.
■ ÞEIR unnu síðan Fram í fyrsta
bikarleik sínum árið 1990 í mjög
svo sögulegum leik, og hefur sigur-
ganga þeirra verið óslitin síðan.
Þeir hafa leikið samtals ijórtán bik-
arleiki eftir það, sigrað tólf sinnum
en gert jafntefli tvisvar, í fyrri úr-
slitaleikjunum árin 1990 og 1991.
Samtals hafa þeir því leikið í 1470
mínútur í Mjólkurbikarkeppninni
án þess að bíða lægri hlut.
■ LEIKURINN við Fram árið
1990 var mjög svo sögulegur eins
og áður sagði. Framarar komust
í 0:2 á heimavelli Valsmanna, en
á sjö mínútna kafla í seinni hálfleik
náðu Valsmenn að jafna og knýja
fram framlengingu. I henni komust
Framarar aftur yfír en Sævar
Jónsson jafnaði úr vítaspymu sem
Gunnar Már Másson fískaði. Vals-
menn unnu síðan í vítaspymu-
keppni.
■ ELLERT Sölvason eða Lolli í
Val, fagnaði innilega með sínum
mönnum þegar jöfnunarmarkið
kom á síðustu mínútu venjulegs
leiktíma. Þegar Anthony Karl
skoraði síðasta mark leiksins hljóp
hann til hans og fagnaði með hon-
um og öðmm leikmönnum Vals.
■ VALSARAR sungu og trölluðu
af miklum móð inni í búningsklefa
sínum eftir leikinn, og vættu kverk-
amar með mjólk og kampavíni sem
og hvem annan. Salih Porca sagði
að það væri verst að hann kynni
ekki að syngja, en það væri í lagi,
hann hoppaði bara með.
Stórkostlegt
Petta var alveg rosalegt. Ég
gleymi þessu aldrei, og ég held
að þetta sé stórkostlegasti leikur sem
ég hef verið með í. Ég verð þó að
viðurkenna að ég var búinn að gefa
upp á bátinn að við næðum að sigra.
Við fengum samt færi allan síðari
hálfleikinn og það hlaut að koma að
því að við skoruðum.
Það var allt brjálað í hálfleik. Við
vomm 2:0 undir og höfuðm leikið
illa. Ingi Bjöm lét okkur líka heyra
það og minnti okkur á að 1990 vor-,
um við 2:0 undir á móti Fram í bik-
amum en unnum. Hann lét okkur
fá trúna á að við gætum sigrað og
því var hugarfarið í síðari hálfleik
allt annað en í þeim fyrri,“ sagði
Anthony Karl Gregory sem gerði
þijú mörk í leiknum.
Jöfnnarmarkið gerði hann með
glæsilegri bakfallsspyrnu þegar sjö
sekúndur vom eftir. „Ég var búinn
að reyna tvær hjólhestaspyrnur áður
þannig að það hlaut að koma að því
að ég skoraði," sagði Anthony bros-
andi. „Ég sá boltann koma inní teig-
inn og tveir KA-menn fóm í hann
þannig að ég ákvað að bíða. Þegar
boltinn kom var ekki um annað að
gera en að reyna hjólhestinn," sagði
hetja Valsmanna.
Morgunblaðið/Bjami
Mjólk er góð!
Valsmenn sungu af kæti eftir sigurinn
í bikamum og skvettu mjólk í allar
áttir. Hér er það Anthony Karl Greg-
ory sem hefur fengið væna gusu yfir
sig enda vom félagar hans viljugir að
skvetta á hann og þakka honum þar
með fyrir að gera þijú mörk í bikam-
um. Fyrsta mark sitt gerði hann sjö
sekúndum fyrir leikslok og var það
stórglæsilegt. Hann skoraði með fastri
bakfallsspymu og átti Haukur Braga-
son markvörður KA ekki möguleika á
að veija. Haukur stóð samt fyrir sínu
og á myndinni hér að neðan er hann
að slá knöttinn frá marki sínu en
Baldur Bragason sækir að honum.
Bikarmeistarar
Vals
Bikarmeistarar Vals. Aftari röð frá
vinstri. Ólafur Magnússon, Ólafur
Már Sigurðsson, Izudin Dervic, Arn-
ljótur Davíðsson, Jón S. Helgason,
Jón G. Jónsson, Anthony Karl Greg-
ory, Salih Porca, Gunnlaugur Ein-
arsson, Flosi Helgason, Þorsteinn
Ólafs, Sævar Hjálmarsson, Ámi
Ámason og Guðmundur Kjartans-
son. Fremri röð frá vinstri. Hörður
Magnússon, Sigurbjöm Hreiðarsson,
Sævar Gylfason, Sævar Jónsson,
Bjarni Sigurðsson, Einar Páll Tóm-
asson, Baldur Bragason, Steinar
Adólfssón, Ágúst Gylfason og Ingi
Bjöm Albertsson.