Morgunblaðið - 25.08.1992, Side 9

Morgunblaðið - 25.08.1992, Side 9
8 C MORGUNBLAÐIÐ iÞRorrm ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992 MORGUNBLAÐIÐ BÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. AGUST 1992 C 9 KNATTSPYRNA / MJOLKURBIKARKEPPNIN Morgunblaðið/Bjarni SJÖ sekúndur eftlr! Anthony Karl Gregory jafnar fyrir Valsmenn með glæsilegri bakfallsspyrnu þegar aðeins sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Það reyndist mikilvægt mark því í framlengingu sigruðu Valsmenn nokkuð örugglega. „Við vorum ekki með í fyrri hálf- leik, það var bara eitt lið á vellinum. En við vorum vaktir í hálfleik með reiðilestri og fórum út á völlinn ákveðnir í að standa saman,“ sagði Einar Páll Tómasson varnarmaður hjá Val. „Við höfðum trú á því allan síðari hálfleikinn að við gætum þetta, og jafnvel einnig á síðustu mínútun- um. Þegar maður nær svona pressu og fær færi þá tekur það enga stund að gera eitt mark eða tvö. Ég er mjög ánægður með hvað við börð- umst rosalega vel, það kom nýtt lið Morgunblaðið/Bjami Þaö tókst! Ingi Björn Albertsson þjálfari Vals fagnar þeim Antony Karl Gregory og Baldri Bragasyni sem gerðu fjögur af fimm mörkum Vals í leiknum. inn á í síðari hálfleik,11 sagði Einar. Hann sagði að þeir hefðu eytt rosa- legum krafti í að jafna, eins og sést hafi í byrjun framlengingarinnar, en náð aftur tökum á leiknum. „Tilfinn- ingunni að jafna þegar nokkrar sek- úndur eru til leiksloka er ekki hægt að lýsa, og þetta verður lengi í minn- um haft,“ sagði Einar. Ekki bara skemmtilegt „Þetta var ekki bara skemmtileg, þetta var frábært. Við vorum greini- lega í mun betri æfingu en þeir, höfðum mun meira úthald, og það sýndi sig að góðar og skemmtilegar æfingar Inga [Bjöms Albertssonar] hafa skilað sér. En við vorum mjög slakir í fyrri hálfleik. Ég hef enga skýringu á því, við vissum að þetta var úrslitaleikur og áttum því ekki að leika svona illa. En það var hrist upp í okkur í hálfleik og við vissum að við gætum klárað dæmið," sagði Izudin Dervic, annar Bosníumann- anna í Val, og bætti við að þetta væri fyrsti bikarinn sem hann ynni, og tilfmningin væri hreint frábær. Valur meistari— en tæpt var það Valurjafnaði sjö sekúndum fyrir leikslok og gerði síðan þrjú mörk íframlengingunni VALSMENN urðu á sunnudaginn bikarmeistarar þriðja árið í röð er þeir unnu KA 5:3 íframlengdum leik, en óskaplega stóð það tæpt að þessu sinni. Leikurinn var vel leikinn. Hann var hraður, spennandi og mjög dramatískur enda voru aðeins sjö sekúndum eftir þegar Valsmenn jöfnuðu 2:2 og tryggðu framlengingu gegn KA-mönnum frá Akureyri. í framlengingunni voru Valsmenn sterk- ari, gerðu þrjú mörk og sigruðu 5:2. Sigurinn var sanngjarn, en eðlilegt að KA-menn séu sárir og svekktir því það munaði svo sáralitlu að þeirfæru með bikarinn norður. Bara sjö sekúndum! Valsmenn hófu leikinn og strax frá fyrstu mínútu var mikill hraði og bæði lið léku af mikilli festu. ^— Marktækifærin 'létu Skúli Unnar reyndar aðeins á sér Sveinsson standa, en ekki lengi. skrifar KA-menn náðu fljót- iega undirtökunum og voru miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik. Þeir voru fljótari í boltann og baráttan var gríðarieg. Ekki bætti úr skák hjá Valsmönn- um að fyrirliði þeirra, Sævar Jóns- son, varð að fara meiddur af leik- velli eftir stundarfjórðung. Raunar var Steingrímur Birgisson, vamar- maður KA, einnig meiddur og haltr- aði löngum í leiknum. Hann lét sig þó hafa það að ljúka leiknum. KA komst yfir eftir hálfa klukku- stund og þá hafði markið legið lengi í loftinu. Strákamir frá Akureyri létu ekki þar við sitja heldur bættu við öðru marki aðeins fjórum mínútum síðar og töldu þá margir ljóst að sig- urganga Vals í bikarkeppninni væri á enda. Ingi Björn Albertsson þjálfari Valsmanna var greinilega á öðru máli því þeir rauðklæddu voru eins og allt annað lið þegar þeir mættu til síðari hálfleiks og léku þá undan vindinum sem hafði aðeins hert. Bik- armeistaramir voru þó heppnir að fá ekki á sig þriðja markið strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Pavel Vandas átti skot í stöngina. Valsmenn fengu þijú færi áður en þeim tókst að minnka muninn á 64. mínútu. Anthony Karl átti bak- fallsspymu rétt yfir, Porca skallaði í stöngina og Arnljótur skaut í hlið- ametið. Valsmenn héldu uppteknum hætti og sóttu og sóttu og eftir því sem leið á hálfleikinn urðu sóknimar þyngri. Flestir voru búnir að afskrifa Vals- menn. En leikur er ekki búinn fyrr en dómarinn hefur flautað til leiks- loka. Þegar Valur jafnar sýndi klukk- an á vellinum að 48 mínútur og 32 sekúndur vom liðnar síðan flautað var til síðari hálfleiks. En þar sem fjögurra mínútna tafir höfðu orðið á síðari hálfleik vegna meiðsla og inná- skiptinga hafði dómarinn stöðvað klukku sína og tímatakan var hár- rétt. KA-menn byijuðu á miðju og leikurinn var úti. Þeir vom sjö sek- úndur, hugsið ykkur, aðeins sjö sek- úndur frá því að verða bikarmeistar- ar. KA-menn vora ekki búnir að gefa upp alla von. Þeir byijuðu betur í framlengingunni og fengu tvö þokkaleg færi og eitt mjög gott. Ámi Hermannsson komst einn inn fyrir vöm Vals eftir sendingu Orm- ars en Bjami bjargaði meistaralega með úthlaupi. Ámi hefði betur rennt út í þessu færi því félagar hans vom í enn betra færi fyrir miðju marki. Hinum megin varði Haukur mjög vel er Dervic geystist upp vinstri kantinn og skaut. Hann hefði, eins og Ámi hinum megin, átt að renna knettinum fyrir markið þar sem tveir félagar hans biðu. Færin gerast ekki betri því Valsmenn vom þrír á móti Hauki markverði. Þriðja mark Vals gerði Anthony skömmu síðar og kom það eftir að Haukur missti knöttinn klaufalega frá sér. Tvö síðustu mörk þessa skemmtilega leiks komu í síðari hálf- leik framlengingar og gerði Anthony Morgunblaðið/Kristinn Barátta. Gunnar Már Másson og Einar Páll Tómasson í harðri baráttu um knöttinn. Þeir félagar gerðu eitt mark hvor í leiknum. Karl annað þeirra og þar með sitt þriðja mark í leiknum. Hitt gerði vamarmaðurinn Einar Páll Tómas- son. En KA-menn áttu einnig tvö færi þá, Bjarni varði glæsilega skot frá Vandas og frá Sigþóri. Bæði lið léku ágætis knattspyrnu, mikið var um marktækifæri og sjö mörk. Bæði lið geta vel við unað hvað varðar leikinn en KA-menn eru örugglega ekki sáttir við úrslitin. Þeir geta að hluta til kennt sjálfum sér um því þeir bökkuðu fullmikið í síðari hálfleik og þá komust Vals- menn meira inn í leikinn. Einnig virt- ust Valsmenn í betra líkamlegu ástandi og þá sérstaklega Dervic sem var einstaklega duglegur. Anthony Karl Gregory er hetja leiksins. Hann gerði þijú mörk og var sífellt ógnandi í framlínunni. Izudin Dervic átti einnig mjög góðan leik og Porca var góður í síðari hálf- leik eftir dapran fyrri hálfleik. Ekki má gleyma Bjama í markinu sem varði mjög vel. Annars áttu allir Valsmenn ágætan dag, sérstaklega í síðari hálfleik. Hjá KA var Ormarr sterkur á hægri kantinum og hinn ungi ívar Bjarklind var geysilega duglegur á miðjunni og Gunnar Gíslason var sterkur í vörninni. Haukur Bragason varði vel í marki KA en fékk á sig eitt klaufamark. Morgunblaðið/Bjarni Valsmenn minnka muninn. Baldur Bragason gerði fyrsta mark Vals í bikarúrslitaleiknum. Hann stökk upp, en henti sér eiginlega um leið fram, og skallaði í netið. Á myndinni hér fyrir ofan er hann búinn að skalla knöttinn og fylgist spenntur með fram- haldinu um leið og hann horfir á eftir knettinum sem er á leið í mark KA. Norðanmennirnir Gunnar Gíslason og Haukur Bragason em greinilega ekki eins sáttir við þróun mála. Valsmenn sóttu mikið í síðari hálfleik en markið lét þó standa á sér og jöfnunar makið gerðu þeir ekki fyrr en sjö sekúndur voru eftir af leiknum, en þá voru liðnar tæpar 50 mínútur frá því flautað var til síðari hálfleiks. Hélt við væmm búnir að missa af bikamum - sagði Ingi Björn Albertsson þjálfari Vals og aðrirtóku í sama streng Eg hélt að þetta væri farið. Það munaði líka bara sjö sekúndum að KA-menn tækju þennan titil, og þetta er auðvitað sárt fyrir þá. Okk- ur gekk illa í fyrri hálfleik, en börð- um okkur á bijóst í leikhléi og ætluð- um okkur að klára þetta dæmi. Hug- arfarið breyttist líka til hins betra. Ég hef í höndunum gott lið sem hef- ur vilja til að vinna,“ sagði Ingi Bjöm Albertsson þjálfari Vals eftir leikinn. Allt brjálað í leikhléi „Það var hörmung að sjá þetta hjá okkur í fyrri hálfleik, enda var allt bijálað í leikhléi. Það hafði líka sín áhrif, og þó að þetta hafi verið tæpt í lokin var það samt nóg, sjö sekúndur er nóg til að gera út um leik, sagði Sævar Jónsson fyrirliði Vals. Höfðum trú á að við gætum þetta ■ ÞEGAR þjóðsöngurinn var leik- inn við upphaf úrslitaleiksins í Mjólkurbikarkeppninni sneru allir leikmenn í átt að áhorfendum í stúkunni, nema einn. Valsarinn Steinar Adólfsson sneri í átt að íslenska fánanum, sem blakti við hún sunnan vallarins. ■ SÆVAR Jónsson fyrirliði Vals þurfti að fara af leikvelli snemma í leiknum vegna meiðsla í baki. ' Hann var með boltann, gaf hann frá sér og steig um leið skref til baka með þeim afleiðingum að hann læstist í bakinu. Jón S. Helgason kom inn á í hans stað. ■ SÆVAR tók þrátt fyrir allt við bikarnum sem fyrirliði í leikslok, en var ekki í takkaskóm eins og aðrir heldur inniskóm. Voru menn á því að þetta væri líklega í fyrsta skipti sem tekið væri á móti þessum bikar af manni í inniskóm. ■ FLESTIR ef ekki allir voru búnir að bóka sigur KA undir lok venjulegs leiktíma, jafnvel hörðustu stuðningsmenn Vals og meira að segja þjálfarinn. Rétt rúmri hálfri , mínútu áður en Anthony Karl skoraði jöfnunarmarkið gekk Ingi Björn Álbertsson, þjálfari Vals, að aðstoðarþjálfara sínum Ólafi Magnússyni, strauk hendinni í gegnum hárið og sagði lágt: „Þetta er búið.“ ■ ÓLAFUR kinkaði kolli, og Arn- ljótur Davíðsson sem sat á vara- mannabekknum grúfði andlitið í höndum sér. Þeir gáfu sér þó tíma til að fylgjast með síðustu sókn leiksins, að því að þeir héldu, og trúðu ekki sínum eigin augum þeg- ar jöfnunarmarkið kom. Fögnuður þeirra sem og annarra Valsmanna var líka í samræmi við það. n jSSfc Om Æ Gunnar Gíslason þjálfari KA sendi knöttinn inn í vítateig ■ I Vals á 30. mínútu. Þar áttust við Árni Freysteinsson úr Þór og Einar Páll Tómasson úr Val og enduðu viðskipti þeirra með þvi að knötturinn barst til Gunnars Más Mássonar sem skoraði af öryggi. Oa ^jFjórum mínútum síðar var Árni Freysteinsson aftur á ferð- mmminni en nú tók hann langt innkast á móts við vítateigshomið vinstra megin. Gunnar Már skallaði aftur fyrir sig og út á vítateigs- línuna þar sem Ormarr Örlygsson spymti viðstöðulaust í bláhornið á marki Vals. Glæsilegt mark. 1a ^^Valsmenn fengu aukaspymu á 64. mínútu, hægra megin út ■ émmvið hliðarlínu. Salih Porca spyrnti inn í markteig KA þar sem Baldur Bragason stakk sér fram fyrir vamarmenn KA, stökk upp og skallaði I netið. Baldur varð reyndar að beygja sig fram i uppstökkinu til að ná að skalla. 2a^%Sjö sekúndum fyrir leikslok lyfti Porca knettinum inní víta- ■ á&teiginn eftir að tveimur varnarmönnum KA hafði mistekist að skalla frá marki. Jón Grétar Jónsson náði til knattarins og kom honum lengra inn í vítateiginn. Anthony Karl Gregory var mættur á réttan stað og tók þriðju bakfallsspymuna í leiknum og nú tókst hún. 3a ^fcValsmenn náðu forystunni á 102. mínútu. Izudin Dervic skaut ■ fÉfcföstu skoti frá vítateigshomi og virtist Haukur Bragason hafa knöttinn en, fékk hann í bijóstkassann og missti boitann frá sér. Antony Karl fylgdi vel á eftir og skoraði auðveldlega. 4a 113. mínútu geystust Valsmenn í sókn og Porca, Dervic mmmog Baldur léku laglega í gegn. Baldur gaf síðan á Einar Pál Tómasson sem lék á Hauk í markinu og skoraði. 5m Síðasta markið gerðu bikarmeistararnir á 118. mínútu. Ág- ■ áCiúst Gylfason spólaði sig þá í gegn hægra megin og í stað þess að skjóta renndi hann á Anthony Karl sem var í enn betra færi og gerði þriðja mark sitt í leiknum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.