Morgunblaðið - 26.08.1992, Síða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1992
Fréttir vikunnar
Föndrað úr
karfahreistri
■ RAUNVfSINDASTOFN-
UN Háskólans hefur unnið
föndurvðrur úr karfahreistri,
en það hefur verið verðlaust
tiJ þessa. Eftir hreinsun og
þurrkun hreistursins er það
litað með lífrænum litarefn-
um og því svo pakkað og það
selt. Hreisturflögnnum svipar
til mosaikflaga og er því upp-
lagt til myndrænnar listsköp-
unar. Hreistrið hefur á tiJ-
raunastigi verið framleitt í
10 litum. í annan stað hefur
verið gerð svokölluð orkusjá,
sem er glerstautur, holur að
innan. Þar eru í örsmáir krist-
allar í vökvaformi og er vök-
vinn unninn úr gljáa sfldar-
hreisturs. Hreistrið og orku-
sjáin verða sett á markað
hérlendis og í frihöfninni í
Keflavík.
-----------
10% minni
aflakvóti
■ SAMKVÆMT útreikning-
um Handsals hf. minnkar
heildaraflakvóti á næsta ári
um 7,6% og úthlutað afla-
magn miðað við slægðan
botnfisk um 10,5%. Mestur er
samdrátturinn hjá Síldar-
vinnslunni i Neskaupstað,
10,9%. Kvóti Árness í Þorláks-
höfn minnkar um 3,6%,
Granda í Reykjavík um 5,6%,
Haraldar Böðvarssonar á
Akranesi um 9,4%, Skag-
strendings um 8,4%, Útgerð-
arfélags Akureyringa um
8,8% og Sjóla hf í Hafnarfirði
um 6,9%.
-----------
Dönsk skip
ná ISO-9002
stöðlunum
FJÖGUR dönsk nótaveiðiskip
eru fyrstu fiskipin í heiminum,
samkvæmt upplýsingum RF í
Danmörku, til að fá viðurkenn-
ingu samkvæmt ISO-9002 stöðl-
unum, sem taka yfir meðferð
afla um borð. Viðurkenningunni
var náð með samvinnu við Rann-
sóknastofnun danska fisk-
iðanaðarins í Hirtshals og voru
skipin tekin út af Det Norske
Veritas. Talið er að dönsk fisk-
vinnslufyrirtæki verði þau
fyrstu í heiminum til að fá sam-
bærilega viðurkenningu.
Viðurkenningin þýðir í raun að
ákveðnir gæðaþættir og meðferð
eru tryggðir samkvæmt ISO-9000
stöðlunum, (ISO-9001, ISO-9002
og ISO-9003). Hvað skipin varðar
nær ISO-9002 yfir meðferð afla
um borð, en viðurkenning sam-
kvæmt ISO-9003 þýddi ábyrgð á
gæðum aflans eftir löndun.
Fulltrúar hinnar dönsku RF telja
viðurkenningu samkvæmt gæða-
stöðlum af þessu tagi verða æ
mikilvægari, sérlega í ljósi þess að
fisksala um íjarskipti fari stöðugt
vaxandi. Fiskurinn er þá seldur
kaupanda í landi meðan skipið er
á sjó. Upplýsingum um magn og
tegundir er komið um fjarskipti inn
á markaðinn og viðurkenning
skipsins samkvæmt ISO-stöðlun-
um er trygging kaupanda fyrir
góðri meðferð og gæðum aflans.
Enga EB-aðild fyrir Islendinga og
Norðmenn meðan þeir veiða hvali
REIUNT MILLI SKIPS OG BRYGGJU
Morgunblaöið/J6n Páll Ásgeirsson
Hann er vænn ufsinn, sem Heimir Sverrisson dró við bryggjuna í Siglufirði. Það þætti kannski
ekki öllum liklegt til árangurs að renna milli skips og bryggju en pollarnir í Siglufirði kunna sitt
fag greinilega og verða líklega fiskimenn framtiðarinnar.
Hausafarmur
í uppnámi
■ FARMUR18 gáma með
hertum hausum liggur nú á
hafnarbakkanum í Hamborg,
en þaðan átti farmurinn að
fara til Nígeríu á miðvikudag.
Við athugun á farminum kom
í Ijós raki í pakkningunum,
en verið er að kanna hvort
hausarnir hafi skemmzt af
þessura sökum. Einnig er í
athugun hvort rakinn sé sök-
um þess að hausarnir hafi
ekki verið nógu þurrir, þegar
þeir voru settir í gáminn eða
hvort um sé að kenna ónógri
loftræstingu í gámunum.
Svipað tilvik kom upp í Ham-
borg fyrir um mánuði.
Ames tapar
■ TAP útgerðarfélagsins
Árness hf. í Þorlákshöfn af
reglulegri starfsemi þess á
fyrri helmingi ársins reyndist
42 railljónir króna. Örlítill
hagnaður varð af útgerð fé-
lagsins, en verulegttap á
vinnslunni að því er segir i
skýrslu framkvæmdastjóra.
Velta fyrirtækisins fyrstu 6
mánuði þessa árs nam 787
milljónum króna og svarar
tap af reglulegum rekstri því
til um 5% af veltu.
♦ ♦ ♦--
Frumvarp um
aflaheimildir
■ LAGT hefur verið fram á
Alþingi frumvarp 8 fram-
sóknarmanna þess efnis að
aflaheimildum Hagræðing-
arsjóðs verði úthlutað án end-
urgjalds til þeirra skipa, sem
fyrir mestri þorskskerðingu
verði á nýju kvótaári.
WOLFGANG von Geld-
ern, fyrrum sjávarút-
vegsmálaráðherra
Þýskalands og núver-
andi formaður umhverf-
isnefndar þýska Sam-
bandsþingsins, ritar
Þýski þingmaðurinn
von Geldern harðorður
í garð hvalveiðiþjóða
mjög harðorða grein um hvalveiðar í ágústhefti Fisch-Magazin.
Vill hann stöðva alla „slátrun" og „morð“ á hvölum þegar í stað,
hvort sem er í hagnaðar- eða vísindaskyni. Telur hann EB-aðiId
ekki koma til greina fyrir Norðmenn eða íslendinga meðan þeir
stunda hvalveiðar.
ingarhættu. Einstaklingar af öðr-
um tegundum séu einhveijar tug-
þúsundir og sé því haldið fram að
það sé nægjanlegur fjöldi.
í raun œttl að vernda alla hvall
„í raun ætti að vemda alla hvali
í höfunum, menn ættu ekki að
drepa þá heldur leyfa þeim að lifa,“
Von Geldern segir í grein sinni
að hvalir hafi frá örófi alda orðið
mönnum yrkisefni og talist mjög
sérstæðar lífverur. Verið „vinir
mannanna á einhvern dularfullan
hátt“ eins og hann orðar það.
Áður hafi hvalir í höfum veraldar
skipt milljónum en nú séu hins
vegar nokkrar tegundir í útrým-
segir von Geldern. „Einasti mark-
aðurinn í heiminum fyrir hvalkjöt
er í Japan. Enginn hefur áhuga á
hvalkjöti annars staðar í heimin-
um. Það verður því að svelta jap-
anska markaðinn í hel! Sælkerarn-
ir í Tókýó sem borga háar upphæð-
ir fyrir að njóta þessa framandi
góðmetis verða að breyta smekk
sínum þannig að hvalirnir megi
lifa.“
Þingmaðurinn rifjar upp að ný-
lega heimsótti Helmut Kohl kansl-
ari Noreg og Richard von Weiszác-
ker Þýskalandsforseti ísland.
„Báðir voru þeir í þeim einu lönd-
um sem hafa lýst því yfir að þau
hyggist taka upp hvalveiðar að
nýju, einungis fyrir Japansmarkað
og einvörðungu í hagnaðarskyni.
Og þó að Norðmenn og íslending-
ar beri fyrir sig vísindaleg sjónar-
mið af einhveiju tagi: Málið snýst
ekki um neitt annað en gróðann
af hvalveiðunum, sem í ljósi stað-
reynda er óforsvaranlegur.“
Hann segir flokka kristilegra
demókrata (CDU/CSU) og Green-
peace þurfa hér að standa sameig-
inlega vörð um mikilvæga hefð
nefnilega að hvalveiðar verði
stöðvaðar um allan heim og að
engar hvalveiðar verði stundaðar
í vísindaskyni. „Hætta verður
slátrun og morðum í gróðaskyni!“.
Að lokum segir von Geldern: „Á
meðan íslendingar og Norðmenn
taka ekki skýra afstöðu í þessu
máli eiga þeir ekki heldur að fá
aðild að Evrópubandalaginu. Þetta
mál verður að taka upp í aðildar-
viðræðum."
Framleiðsla fískimjöls í heiminum
jókst mest í Suður-Ameríku í fyrra
■ FRAMLEIÐSLA
' fiskmjöls í helstu
1 útflutningsríkjun-
um nam 2,95 mil(j-
ónum tonna á síð-
asta ári og jókst um 10% frá árinu áður. Var aukningin langmest
í Suður-Ameríkuríkjunum en á fyrstu mánuðum þessa árs var veið-
in lítil í Perú og Norður-Chile enda veiðibann um tíma. Varð það
til að þoka verðinu nokkuð upp á við.
Ovissa um framleiðsluna
Chíle og Perú á þessu ári
Vegna mikilla efnahagserfið-
leika í Perú var framleitt mikið af
fiskmjöli til útflutnings á síðasta
ári og nam framleiðslan þá 1,25
milljónum tonna,^ 100.000 tonnum
meira en 1990. Atti þessi aukning
sér aðallega stað á fyrra misseri
ársins en verr gekk á því síðara.
Fór helmingur útflutningsins til
Kína, 625.000 tonn, og 200.000
tonn til Þýskalands. Vel fiskaðist
við Suður-Chile í fyrra og þá jókst
fískmjölsframleiðsla um 16% frá
árinu áður og var alls 1,16 millj.
tonn. Var ein milljón tonna flutt
út en hitt fór til laxeldisins í land-
inu, sem er mjög vaxandi. Chfleskt
fiskmjöl er betra að gæðum en það
perúska og verðið því hærra.
Fiskmjölsframleiðsla í Evrópu
var í minna lagi 1990 en jókst í
fyrra, um 20% í Noregi og Dan-
mörku. Á íslandi dróst hún hins
vegar verulega saman vegna lítillar
loðnuveiði. Verð á fiskmjöli var til
jafnaðar 16% hærra í fyrra en
1990 en verð á sojabaunamjöli,
sem er miklu ódýrara en fískmjöl,
lækkaði verulega, aðallega vegna
minni eftirspurnar í samveldislönd-
unum eða Sovétríkjunum, sem
áður voru. Þetta olli því, að marg-
ir kaupendur hurfu frá fiskmjölinu
yfir í sojabaunamjölið.
Erfitt er að spá fyrir um fisk-
mjölsframleiðsluna á þessu ári en
hún ræðst að sjálfsögðu mikið af
því hvemig gengur í Chfle og Perú.
Þegar E1 Nino, heiti sjávarstraum-
urinn undan Kyrrahafsströnd Suð-
ur-Ameríku, nær sér verulega á
strik minnkar veiðin þar og í vor
var einnig óttast, að hann gæti
valdið þurrkum í Bandaríkjunum
og þar með minni sojabaunaupp-
skeru. Hefur straumurinn mikil
áhrif á veðrakerfin víða um heim
eins og sést á því, að talið er hugs-
anlegt, að horfur á góðri ansjósu-
veiði við Suður-Afríku megi rekja
til hans.
Helgi Laxdal
varaformaður
■ HELGI Laxdal. formaður
Vélastjórafélags lslands hefur
verið kjörinn varaformaður
NoiTæna vélstjórasambands-
ins, NMF, en árlegri ráðstefnu
þess lauk í Færeyjum í síðustu
viku. Færeyingurinn EH
Davidsen var kjörinn formað-
ur sambandsins. Norræna vél-
stjórasambandið er myndað
af vélstjórafélögum á öllum
Norðurlöndunum og telur um
20.000 vélstjóra, sem starfa
bæði á sjó og f landi. Hlutverk
NMF er að samræma málefni
er varða fagið, félagsmál,
vinnu og menntun, og eru
meðlimunum sameiginleg
hagsmunamál.