Morgunblaðið - 26.08.1992, Page 5

Morgunblaðið - 26.08.1992, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ AFLABRÖGÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1992 B 5 Okkur veitir ekki af bjartsýni Þórólfur Jóhannsson á Höfn kaupir nýjan Gáska 800 krókaleyfisbát „ÉG ER bjartsýnn á framtíðina. Það hafa komið fiskileysisár áður og alltaf hefur ástandið lagazt aft- ur. Okkur veitir ekki af bjartsýni í dag og ekki kemur hún frá þeim, sem sljórna landinu. Þaðan kemur ekk- ert nema svartsýniskjaftæði og það er allt annað, sem þjóðin þarf,“ sagði Þórólfur Jóhannsson, trillukarl á Höfn, þegar Verið sló á þráð- inn til hans. Þórólfur fór til Reykjavíkur fyrir rúmri viku til að sækja nýjan bát, Rán SF 56. Það er Gáski 800 frá Mótun hf., 5,9 tonna krókaleyfis- bátur, og verður Þórólfur með hann á línu og handfærum. Einar, bróðir Þórólfs er að fá sams konar bát á næstunni. Þeir bræður gerðu áður úr 20 tonn bát, Árnýju, sem nú gerð út frá Grímsey. Bíð eftir veðri „Mér gekk bærilega með bátinn austur, var um 17 tíma með stoppi í Eyjum og keyrði þó engin ósköp. Síðan hef ég aðeins komizt tvisvar á sjó fyrir brælu og það gekk í sjálfu sér vel, nema það var lítið um fisk. Ég var aðallega að þreifa mig áfram eins og maður gerir, þegar maður er með nýja hluti í höndun- um. Ég bíð því bara eftir veðri og er bjartsýnn á framhaldið þó það séu árabil á þessu eins og öðru,“ segir Þórólfur. Þórólfur byijaði að róa 1962 frá Höfn, en réri einnig nokkur ár frá Vestmannaeyjum. Hann er því bú- inn að vera í 30 ára á sjónum. „Mér finnst þetta ekki langur tími,“ segir hann. „Það er ekkert tímabil langt, líki manni það, sem maður er að gera og mér líkar vel á sjón- um.“ Með Koden-línuna og heimasmíðað línuspil Þórólfur er með Koden-tæki í bátnum, radar, plotter, GPS og dýptarmæli og talstöð frá Sailor. Hann er með þijár DNG-færavind- ur af nýjustu gerð, en línuspilið og beitutrektin er smíðuð af völundin- um Jóni Stefánssyni á Höfn. „Mér er því ekkert að vanbúnaði. Nú er bara að bíða eftir veðri og drífa sig á sjó. Fiskurinn lætur sjá sig,“ seg- ir Þórólfur. Gríski flotimi úreltur GRÍSKI úthafsflotinn, sem telur um 50 skip, er orðinn úr sér genginn og verður vart gerður út lengur án tafarlausrar viðgerðar og end- urnýjunar. Þessi skip stunda aðallega veiðar á Persaflóa, við Vestur- Afríku og Falklandseyjar. Árið 1977 skilaði úthafsfloti Grikkja 26.500 tonnum af fiski á land, en nú hefur afli þeirra fallið niður í 10.480 tonn af fiski og 3.500 tonn af rækju á ári. Samdráttur í afla í Atlants- hafi er meðal annars talinn stafa af rányrkju á ákveðnum miðum, átökum í sumum ríkjum Vestur-Afríku og erfiðleikum í að öðlast veiðileyfi. Hins vegar hefur gengið vel að selja aflann. Samkvæmt áliti stjórnenada Bún- aðarbankans í Grikklandi, munu úthafsveiðar Grikkja leggjast af, verði flotinn ekki endurbættur og endurnýjaður. Leggja verður áherzlu á veiðar nýrra fiskitegunda og leita nýrra tækifæra til veiða annars staðar við Vestur-Afríku og í Mið-Austurlöndum. Grikkir stunda veiðar sínar að mestu í Miðjarðarhafi, meðal annars í samvinnu við Lybíu. Árið 1990 voru grísk fiskiskip talin 16.944. Um 16.000 þeirra stunduðu veiðar á grunnsævi, 14 togarar voru að veiðum á Miðjarðarhafi, 410 og 404 töldust togarar og netabátar, sem stunduðu veiðar innan grísku lög- sögunnar, 31 rækjuskip stundaði veiðar í Atlantshafi, 46 fiskiskip önnur stunduðu veiðar á svipuðum slóðum og að auku töldust til flot- ans fimm kæli- og frystiskip til fisk- flutninga. Heildarafli Grikkja árið 1991 var 153.611 tonn að fiskeldi meðtöldu, en það var rúmum 7.000 tonnum minna en árið áður. Aðeins varð um aukingu að ræða í fiskeldinu, sem jókst úr 7.546 tonnum 1990 í 19.199 tonn árið eftir. Viðskipahaili Grikkja vegna fiskkaupa og -sölu var 73 milljónir Bandaríkjadala, um 4 millj- arðar króna árið 1990. 1 RÆKJUBÁ TAR Nafn Stærft Afli Sjóferðir Londunarst. ! SÆFARIAK ZO£ m 16 1 Akranos ÓLAFUR BJARNASON SH 137 104 7.2 1 Ólafsvík HRÖNNSH21 ɧ 4,8 1 Olaísvik j| GARÐARIISH 164 142 7.5 1 Ólafsvík IÓHANNES ÍVAR K£ 70 7,1 1 Ólafsvik lilj JÓN FREYR SH 115 102 8,9 1 Stykkishólmur SVANUR SH 111 88 7,9 1 Stytaúshólrnur i PÓRSNESSH 108 163 8,0 1 Stykkishólmur ! ÞÓRSNESIISH09 146 11,6 1 Stykkishólmur . ORRIIS 19 259 24 1 Súðavík SIGH. BJARNASON VE$1 370 30 1 Súöavik j FLOSIIS 15 204 12 ~ ... . 1 Bolungarvík GUNNBJÓRNIS30Í 57 ö 2 Bolungarvik "1 GEYSIRBA 140 186 12 1 ísafjörður [LÁTRAVÍKBAee 231 30 1 TsafjörÓur j BÁRÁ is 66 25 2 1 (safjöröur [gIslijúi isse: 69 $ Tsafjörður ] STEINUNNSH 167 135 11 1 ísafjörður [SÆBORGRE20 233 11 i ÍBafjörður ~j GA UKURGK660 181 ‘ 12 1 ísafjörður ; VÍKURBERG GK 1 314 1 20 i ísafjorður ALBERTGK31 316 1 22 1 ísafjöröur \huginnvess .í*? 1 18 1 ísafjörður j BJARNIHU 13 51 12,0 2 Hvammstangi SIGGISVEINS1$ 39 104 14.2 2 Hvammstangí j KAMBAVÍK SU24 26 1.2 1 Hvammstangi i GEIRSH2I7 m i 14,2 1 Hvammstangi j ARFARIHF 18 2 • 230 9.2 1 Hvammstangi OAGFARIPH 70 299 1$r5 1 Blönduós INGIMUNDUR GAMLIHU 65 ÓIAFURMAGNÚSS.HUS4 103 10,2 1 Blönduós 571 3,8 ' 1 ' Skaoastfönó HÖFRUNGURII GK 27 179 17,0 1 Skagaströnd HAFRÚNHU 12 2,6 1 Skagaströnd ! NÖKKVIHU 15 283 27,0 l‘ Skagaströnd ! ÖGMUNDUR RE 94 187 18,6 1 Siglufjoröur j HELGA RE 49 199 “23,9 ’ i Sigíufjörður 197 166 1 SiflÍufjÖrÖur " j BJÖRG JÓNSD. UPH320 ““‘273 23,6 1 Húsavík KRISTEY ÞH 44 50 7,3 1 Husavfk KRISTBJÖRGIIÞH 244 192 18,7 1 Husavik ISBORG BA 477 55 7,1 1 Húsavik SIGÞÓRÞH 100 169 15,2 1 Húsavík j HAFBJÖRG EA 23 87 11,4 1 HúMVlk : J RÆKJUBA TAR Nafn GUÐRÚN BJÖRG ÞH 60 Stærft 57 Afli 6,3 Sjóferftlr 2 Löndunarst. Húsavík 1 ÞORLEIFUR EA 88 51 13,7 2 Húsavik j<Sn KJARTÁNSSON SU11 775 27,0 1 Eskifjörður ! GUEJRÚNÞORKELSD. SV2II 365 28.0 lllifil EskltjörOur ÞÓRIR SF77 125 12,0 1 Eskifjörður STJÖRNUTINDURSÚ 1S9 138 10,0 Eakifiörður ELDHAMAR GK 13 38 4,7 3 Grindavík ! FENGSÆU.GK162 22 3,2 2 Grindavík KÁRIGK 146 36 2,7 2 Grindaviic l MÁNIGK2B7 72 2.4 wmm mm Grindavik ÓLAFURGK33 36 4,8 3 Grindavík SVALURKF90 38 2,5 2 Grindavik VÖRÐUFELL GK20S 30 1.1 1 Grindavík GUDFINNURKEIB 30 6,3 4 Sandgerðí SVEINNGUÐM.SS. GK315 21 4,2 4 Sandgerði : ÞORSTEINNKE 10 28 4,2 4 Sandgerði VÁLÁÖF2 30 2,6 3 Sandgerði j GEIR GOÐIGK 220 160 11 1 Santígerðí HAFBORG KE 12 26 3,3 3 Sandgeröi \ERLINGKE140 278 11.5 1 Kaflavik LOÐNUSKIP SKELFISKBA TAR NYJASTA UPPFINNING NORÐURFISKS NORÐURFISKUR hf. hefur unnið við þróun á vinnslu fiskaf- ganga til að auka nýtingu í sjávarútvegi en fyrirtækið er í eigu Islenska járnblendifélagsins og nokkurra einstaklinga. Nýjasta uppfinning Norðurfísks, sem hér sést, er vinnslulina og vinnsluað- ferð til að nýta fisk af hryggjum frá flökun en þessi fiskur er saltaður og selst allur fyrir gott verð. Auðvelt er að ná fiskinum frá hryggnum, vinnslubúnaðurinn er einfaldur og nýtingin eykst um 3,75%, rniðað við óslægðan fisk með haus, að sögn Olafs Sig- urðssonar hjá Norðurfiski. Fyrirtækið hefur selt hérlendis fjórar vinnslulínur, sem vinna fisk af hryggjum frá flatningu og þijár, sem vinna fisk af hryggjum frá fíökun. Nafn Staerft Afll Sjóferðlr Lóndunerst. SÚLANEA300 391 íjSZ - 1 Raufarhöfn HÁBF.RG GK 299 366 1,344 ‘ 3 Raufarhöfn [ SJÁ VÁRBÖRG GK60 ihi 634 :f i Raufarhöfn BERGURVE44 266 738 2 Raufarhöfn | SVÁNURRE4B "■ ÍHiÍ: 633 1 Raufarhöfn HILMIR SU 171 642 277 1 Raufarhöfn \HILMIRSU 171 642 482 1 Nmskoupstaöurl Nafn Starft Afll SJóferftlr Lftndunarst. ARNFINNURSH3 117 54,7 5 Stykkishólmur j ÁRSÆLLSHBB 103 50,4 5 Stykkishólmur GRETTIR SH 104 148 46 5 Stykkishólmur ] gIsuGÍNNARSSON íl SH 85 18 25 5 Stykkishólmur ALDANIS47 29 6,5 4 (safjöröur j Trjónukrabbabréf Steinólfs í Fagradal STEINÓLFUR Lárusson, bóndi í Fagradal, sendi Pétri Þorsteinssyni, sýslumanni í Dalasýslu, bréf árið 1984 til að vekja athygli á furðu- skepnunni tijónukrabba og hvort ekki mætti hugsa sér að veiða dýr- ið og nýta. Efni bréfsins bar á góma á sýslunefndarfundi og málið komst á rannsóknarstig virtra stofnana í Reykjavík. Enn eru vísinda- menn að kanna umrædda skepnu, stofnstærð hennar og annað álíka en alvöru veiðiskapur er enn óhafínn. Bréf Steinólfs má því enn verða mönnum hvöt til að kanna þessi mál til hlítar. Þetta kemur fram í nýjasta hefti tímaritsins Úrvals. Verið birtir hér umrætt bréf Stein- ólfs til yfirvaldsins í Dalasýslu og er stafsetning Steinólfs látin halda sér í hvívetna, enda er hann að eigin sögn lítill ufsilonsvinur. Glöggir lesendur greina einnig að Steinólfur sólundar ekki stórum stöfum í neina vitleysu. Afskrifað tveim dögum firir Mikjálsmessu 1984. Herra Pétur Þorsteins- son sýslumaður. Ein sérkennileg sjóklnd Alúðar heilsan óskir bestu. Þar sem ég hef sannspurt að þú sért áhuga- maður um sjávargagn og aðra aðskiljanlega náttúru, á, og hér framundan þessum veraldarinnar útnára sem Dalasýsla teljast má vil ég vekja athigli þína á eftirfarandi. Hér framundan láðinu bír ein sérkennileg sjókind bæði djúpt og grunnt, og virðist vera af stjarnfræðilegri stofnstærð en meðal stærð þessa kvikindis sem einstaklings er svipuð og eitt hand- sápustikki, sava de París, en þó fram mjókkandi og endar í tijónu búkur- inn, augu á stilkum svo sem Marsbúar hafa og getur dýrið horft aftur firir sig og fram, og haft ifirsín fyrir báða sína enda jafntímis, leikur frammsókn- armönnum mjög öfund til þessa hæfileika dírsins tvær tennur hefur dírið sína í hvoru munnviki og bítur saman tönnum frá hlið, tennur þessar eru ekki umluktar vörum heldur nokkurskonar fálmur- um og brosir dírið þar af leiðandi sífelldlega, og þó heldur kalt til að bera sig um, hefur skepnan 10 fætur og ber kné mjög hærra en kviðinn, það er mjög krikagleitt líkt og hestamenn sem lengi hafa riðið feitu Einna líkast skíriífisbeltum Ævinlega gengur dírið útá hlið ímist til hægri eða vinstri og virðist vera mjög pólitískt, einnig má það teljast mjög siðferðislega þróað skapnað- arlega þar sem spjald vex firir bligðun þess mjög sléttfellilega, einna líkast skírlífisbeltum ekki verður dírið kingreint af þessum sökum nema með ofbeldi, ef menn vilja hafa einhveijar nitjar af díri þessu er afskaplega örðugt að aflífa það snirtilega, þar sem það sökum síns skapnaðarlags fæst hvorki heingt né skorið skotið eða rotað, því brinja hörð umlikur skepnuna gjörsam- lega og er lífseigla þessa dírs með ílíkindum, sé það geimt í haldi á þurru landi mun sultur einn ganga frá því dauðu að því er virðist. bíður það þá örlaga sinna mjög stillilega en þegar því fer að eimast bið- in, gefur það frá sér sladdandi hljóð, samskonar sladdandi hljóð mátti heira í baðstofum hér áður firr einkum firripart nætur þegar griðkonur feitar voru gnúðar sem ákaflegast til frigðar Bíldrikkur sá er bensín kallast hefur mér reinst einna bestur tilað aflífa þessa skepnu óskeminda í þeim tilgangi að þurka hana innvirðulega og gefa konum í Reylqavík ágætum og ærupríddum, sem ég hef kunningsskap við utanklæða, Dægileg krás tilaft selja þjóftum þær stilla þessari- skepnu upp við hliðina á Hallgrími Péturssyni ellegar mind af forsetanum og svo innan um plattana tæplega mun vera vænlegt að veiða skepnu þessa í þeim tilgangi, en ef takast mætti að veiða hana í stórum stíl og upphugsa þokkalega aðferð tilað aflífa hana, vaknar sú spurning hvort ekki mætti verka þessa skepnu í dægilega krás tilað selja þjóðum er mér fortalið að Job danskir kaupi og eti ólíklegustu kvikindi og borgi þeim mun meira firir sem skepnan er svipljótari, samkvæmt okkar smekk. í þessu skini mætti eftil vill biðja dírðarmenn firir sunnan um rannsókn á þessu díri og fá plögg, með línuritum og prósentum, svo sem í eina stress- tösku til að biija með Vertu blessaður Steinólfur Lárusson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.