Morgunblaðið - 26.08.1992, Síða 6
6 B
-ft—
MORGUNBLAÐIÐ IVIARKAÐIR
MIÐVIKUDAGUR 26. AGUST 1992
’;!,-f 'w'n'*7'---------------
Fiskverð heima
JÚH
29.v.l30.v.
Agúst
/.I32.V.I33.V.I34JA
Samtals fóru 143,7 tonn af þorski um fiskmarkaðina
þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnar-
fjarðarfóru 41,6 tonn og meðalverðið 85,03 kr./kg.
Um Faxamarkað fóru 61,5 tonn á 85,48 kr./kg og um
Fiskmarkað Suðurnesja fóru 40,6 tonn á 93,0 kr./kg.
Af karfa voru seld 22,6 tonn, meðalverð í Hafnarfirði var
38,03,32,32 á Faxagarði og 39,74 syðra. Af ufsa voru
seld 69,7 tonn, meðalverð í Hafnarfirði var 34,71,40,44
á Faxagarði og 42,32 hvert kíló á Suðurnesjum. Af ýsu
voru seld 40,6 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra
og meðalverðið 109,34 kr./kg.
Fiskverð ytra
Aðeins var
seldur afli úr
gámum í
Bretlandi í
síðustu viku
eða 688,4 tonn
á 131,69 kr./kg.
Þar af voru
317,6tonn af
þorski á 143,61
kr./kg, 189,5
tonn af ýsu á
127,14 kr./kg
og 60,8 tonn af
kolaá 134,23
kr. hvert kíló.
Þorskur ...... . Karfi ^........... Ufsi .........
Aðeins eitt skip seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku en Vigri RE 71 seldi
253,3 tonn á 97,14 kr./kg. Þar af voru 224,0 tonn af karfa á 93,65 kr./kg og 8,5
tonn af ufsa á 88,64 kr. hvert kiló.
Verður reyktur háfur búbót
fyrir íslenskan sjávarútveg?
Fjárfestingin mjög
arðvænleg samkvæmt
niðurstöðu tilrauna
Á TÍMUM minnkandi
kvóta og þrenginga í
sjávarútveginum, undir-
stöðuatvinnuvegi
þjóðarinnar, skiptir
miklu, að vel sé farið
með hráefnið og jafnan
leitað nýrra leiða hvað varðar nýtingu þess og markaðssetningu.
Að þessu hefur verið unnið, ekki síst hjá Rikismati sjávarafurða
og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, og er árangurinn meiri en
flesta grunar. Ef vel er á haldið mun þetta starf verða til að stór-
auka verðmæti þess afla, sem hér kemur á land. í Háskóla íslands
er einnig unnið merkilegt rannsóknarstarf að þessu leyti og hér á
eftir verður sagt frá tilraunareykingu á háf. Er þar um að ræða
verkefni í matvælaverkfræði II, sem þau Gunnar B. Sigurgeirsson
og Lilja B. Arnórsdóttir unnu undir leiðsögn Sigurjóns Arasonar,
deildarverkfræðings hjá RF.
austanverðu við strendur Vestur-
Evrópu og Norður-Afríku, í Mið-
jarðarhafi og allt austur í Svarta-
haf, og að vestanverðu frá Suður-
Grænlandi niður til Flórída. Lík
þessu er útbreiðslan í Norður-
Kyrrahafí og á suðurhveli er hann
að finna við strendur Suður-Afr-
íku, Suður-Ameríku, Ástralíu og
Nýja Sjálands.
Háfurinn, Sualus acanthias, hef-
ur lengi verið illa séður hjá íslensk-
um sjómönnum enda gerir hann
hvorttveggja að skemma veiðarfæri
og éta úr þeim fiskinn. Hann líkist
hákarli en er þó mjög lítill miðað
við aðra háfiska, hrygnan stærri
og mest 120 sm en hængurinn
lengstur 84 sm. Meðalþyngdin er
um 3-5 kg. Liturinn er dökkur að
ofan en ljós að neðan og eins og
einkennandi er fyrir bijóskfiska
ganga tveir gaddar upp úr báðum
bakuggum framanverðum. Þá
vantar einnig raufaruggann.
Vex hægt en lifir iengi
Háfurinn vex hægt en lifir lengi,
25-30 ár við eðlilegar aðstæður.
Er hann helst að fínna við land-
grunn og landgrunnshalla kald- og
heittempruðu hafanna, allt niður á
360 metra dýpi, og kjörhitastig
hans er um 6-15 gráður. Hann er
mikill sundfískur og þegar hann er
í fæðuleit fer hann um í stórum
og þéttum torfum. Hrygnan gýtur
4-6 og stundum fleiri lifandi af-
kvæmum í hveiju goti en með-
göngutíminn er langur, 22-24 mán-
uðir, og háfurinn verður ekki kyn-
þroska fyrr en við 10-20 ára aldur.
Háfurinn er líklega algengasta
háfiskategund í heimi og fínnst
beggja vegna N-Atlantshafsins. Að
Veiddur á línu og í troll
Háfurinn er eina háfískategund-
in, sem veidd er í verulegu magni,
og þá helst á línu og í troll en
fæst einnig í net. Er línufískurinn
bestur þar sem hann næst lifandi
en rétt meðhöndlun um borð skipt-
ir öllu máli fyrir gæðin. Hún getur
þó verið mjög ólík eftir því hvar
háfurinn er seldur. Fyrir Bret-
landsmarkað er til dæmis beðið um
físk, sem er hvorki slægður né
blóðgaður en vel ísaður. Er það
vegna þess, að í Bretlandi er háfur-
inn seldur sem klettalax eins og
hann er kallaður, „rock salmon“,
og sóst eftir bleikum lit á holdinu,
sem fæst með þessari meðferð.
Annars staðar er áherslan á, að
flökin séu sem hvítust og þá verð-
ur að blóðga og slægja fískinn
strax.
Eins og í öðrum háfískum er um
að ræða ammoníaksmyndun í háf-
inum fyrir tilstilli örvera en þau
Gunnar og Lilja segja, að henni
megi halda í lágmarki með miklu
hreinlæti á verkunarstað og með
því að hafa hitastigið eins lágt og
unnt er. Þá nefna þau að margir
telji að ammoníaksmyndunina megi
hindra með því að blóðga, slægja
og ísa fiskinn vel úti á sjó. Erfið-
ara er hins vegar að eiga við
þránunareinkenni í fískholdinu og
eru þau meira vandamál en amm-
oníaksmyndunin að þeirra mati.
Nýtlng í reykingu um 39%
Tilrauninni skipta skýrsluhöf-
undar í þijá liði eftir því hvaða
aðferð var notuð við að þíða fískinn
og reykja en háfana fengu þeir
frosna og vissu ekki hve gamlir
þeir voru né hvaða meðferð þeir
fengu um borð. Hér verður ekki
farið nákvæmlega í tilraunina en
aðeins nefnt, að þegar háfarnir
höfðu verið slægðir og flakaðir
voru allir þættir, sem máli þóttu
skipta, mældir og vegnir. Fyrir
reykingu voru flökin sett í 10%
saltpækil, ýmist í 10 eða 20 mínút-
ur, og þunnildin í jafn sterkan
pækil í átta og 10 mínútur. Sam-
kvæmt mælingum eru 39% af físk-
inum nýtanleg í reykingu, það er
að segja þunnildi og flök.
Að lokinni reykingu fór fram
svokallað Igeðjunarpróf en þá er
kallað til fólk til að bragða á rétt-
inum og gefa honum einkunn. Var
um að ræða 45 manns og niðurstað-
an sú, að fímm voru hlutlausir ef
svo má segja, þótti hvorki gott né
vont, en 30 líkaði rétturinn vel.
Níu sögðu „afskaplega gott“, átta
„mjög gott“ og sjö „gott“. í mínus-
flokknum lentu 10.
Auk þessa lögðu þau Gunnar og
Lilja mikla vinnu í að rannsaka
arðsemi þessarar vinnslu og var
niðurstaðan þar sú, að reyndust
útreikningar þeirra réttir, væri hér
um mjög gróðavænlega fjárfest-
ingu að ræða.
FISKKAUPIN
ÞYZKALAND
Skortur á fiski
áberandi 1991
NOKKRAR breytingar eiga sér
nú stað á fiskmörkuðum hins
sameinaða Þýzkalands. Á síð-
asta ári velti fiskiðnaðurinn þar
alls um 11,5 milljörðum marka,
426 milþ'örðum íslenzkra króna.
Það er athyglisvert í ljósi þess,
að árið áður var velta fiskiðnað-
arins í Vestur-Þýzkalandi einu
9,9 milljarðar marka, 366 millj-
arðar króna. Velta austurhlut-
ans er því allmiklu minni en í
vesturhlutanum. Fiskskortur
setti svip sinn á gang mála í fisk-
vinnslunni í fyrra, sem leiddi til
mikilla verðhækkana á hráefni
og framleiðslukostnaður jókst
mikið.
Miklar verðhækkanir á hráefni
og vinnslukostnaði fóru ekki að
fullu út í verð til neytenda, sem
hækkaði engu að síður mikið.
Þýzkar fískætur héldu þrátt fyrir
það sínu striki og voru iðnar við
kolann. Frystur fískur var vinsæl-
astur í innkaupum með alls
257.760 tonn, sem er rúmlega
2.000 tonnum meira en árið áður.
Markaðshlutdeild freðfisksins hef-
ur tvöfaldazt á síðustu 10 árum,
vaxið úr 12% 1981 í 24% 1991. Á
sama tíma hefur markaðshlutdeild
fersks fisks fallið úr 17% í 10%.
Sala á ferskum físki varð þó alls
107.400 tonn í fyrra, jókst um
5.000 tonn milli ára.
Veitingahús hafa haft umtals-
verð áhrif á neyzluvenjur Þjóð-
veija. Neyzlan færist í auknum
mæli yfír í dýrari unnar afurðir
en áður. Það sést meðal annars
af millineyzlu á reyktum físki,
75.180 tonnum og skelfiski,
204.060 tonnum mikilli í fyrra.
Innflutningur Þjóðverja á
fiski eftir löndum (miii|. dm)1134
oc
3
O
UJ Q
s *
O -4
292
D
260
Þýzkir kaupa
mest af Dönum
UM 80% af þeim fiski, sem
Þjóðverjar neyta, er fluttur
inn. Alls veija þeir 3,2 milljörð-
um marka, 118 milljörðum
króna til fiskkaupa af öðrum
þjóðum. Danir selja Þjóðveij-
um langmest af þeim fiski, sem
fluttur er inn til Þýzkalands,
eða 24% heildarinnar sé miðað
við verðmæti. Á síðasta ári
seldu Danir Þjóðveijum fisk
fyrir 779 milljónir marka, 29
milljarða króna. Hollendingar
komu næstir með 10% heildar-
innar, Norðmenn voru í þriðja
sæti með 9% og í fjórða sæti
voru íslendingar með 8%. Við
seldu Þjóðveijum því fisk fyrir
um 260 miUjónir marka eða
9,6 milljarða króna á síðasta
ári.
FISKAFLINN
FISKAFLI Þjóðveija jókst að
sjálfsögðu með sameiningu
ríkjanna, en afli Vestur-Þjóð-
veija hafði áður dregizt saman
milli ára. Árið 1989 var afli
vesturhlutans 166.000 tonn,
154.000 árið eftir og sameinað
Þýzkaland aflaði alls 203.000
tonna í fyrra. Uppistaðan í afl-
anum er síld og þorskur, en
kræklingur er þriðja mikilvæg-
asta sjávarafurðin. Samdráttur
í afla skýrist meðal annars af
minnkandi veiðiheimildum inn-
an lögsögu annarra ríkja.