Morgunblaðið - 27.08.1992, Síða 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1992
-i
Antti Siivola,
framkvæmdastjóri
Olympíuleikanna
Pólitískt óstand haf öi
mikil óhrif á undirbúning
Að taka við 178 keppendum
frá 37 þjóðum, 99 fararsljór-
um og áheyrnarfulltrúum frá
39 þjóðum og sljórna 100
manna starfsliði finnskra
verkefnastjóra, leiðsögu-
manna, dómnefndarmanna og
túlka er ekkert smáverkefni.
Þegar þar við bætist að á síð-
ustu stundu þarf að breyta
dvalarstað allra keppendanna
vegna RÖSE-ráðstefnunnar
sem haldin var í Helsinki á
sama tíma verður verkefnið
ekki léttara. Og til að kóróna
erfiðleikana sem við var að
etja voru breytingar á fjölda
og nöfnum þátttökuþjóða allt
undirbúningsárið fyrir 23.
Ólympíuleikana í eðlisfræði.
rátt fyrir allt hefur undir-
búningurinn gengið
undravel og allt lagst þar
á eitt við að hjálpa til,“
segir Antti Siivola, fram-
kvæmdastjóri 23. Ólympíuleik-
anna. Allir eðlisfræðingamir í
starfsliðinu koma frá Eðlisfræði-
deild Háskólans í Helsinki án
þess að taka nokkra aukaþóknun
fyrir. Leiðsögumennirnir koma
úr röðum fínnskra keppenda frá
fyrri Ólympíuleikum og mála-
deildum Háskólans og þiggja
þeir aðeins smávægilega dag-
peninga þá viku sem Ieikarnir
standa. Hótelið þar sem farar-
stjórarnir voru hýstir gat tekið
við öllum keppendunum og
árekstrar við öryggisverði
RÖSE-ráðstefnunnar í næsta
húsi urðu engir.“
Það er Félag raungreinakenn-
ara í Finnlandi sem veg hefur
og vanda af framkvæmd 23.
Ólympíuleikanna. Félagið hefur
leitað til ótal fyrirtækja um
styrki í formi gjafa og auglýs-
inga og margir eðlisfræðingar
hafa gefið kost á sér í sjálfboðal-
iðastörf. Af þeim 1,2 milljónum
finnskra marka (u.þ.b. 18 millj-
ónir íslenskra króna) sem leik-
amir líta út fyrir að kosta hefur
fínnska menntamálaráðið útveg-
að 1 milljón marka. Áheyrnar-
fulltrúar þátttökuþjóðanna
Antti Siivola í f orsaeti
Ólympiuráósins meö hoió-
ursboróa sem fararstjór-
arnir frá Litháen gáfu hon-
um.
greiða sjálfir fyrir uppihald sitt
svo þeirra kostnaður er alveg
fyrir utan fjárhagsáætlun. Eina
launaða starfsfólkið eru 2 ritarar
og sérlegur skrifstofustjóri leik-
anna. Og Antti var ekki bara
skipuleggjandi og framkvæmda-
stjóri; hann átti aðalheiðurinn
af að hanna og prófa verklega
verkefnið um Píezo-sívalning-
ana. Það var því ekki að furða
að Antti var alltaf sjáanlegur
mitt í hringiðu viðburða Ólymp-
íuleikanna.
En undirbúningur 23.
Ólympíuleikanna einkenndist
meira en nokkru sinni fyrr af
ástandinu í alþjóðamálum. Þegar
Sovétríkin liðu undir lok óskaði
fyrrum sovéska eðlisfræðifélagið
að senda keppnislið undir nafni
Samveldisríkjanna. Því höfnuðu
Finnar á þeirri forsendu að sam-
tök sem Samveldisríkin sam-
lýmdust ekki reglu Ólympíuleik-
anna um þátttöku-
þjóðir. Rússar óskuðu
þá að keppa undir
eigin fána og var það
samþykkt en um leið
sendu Finnar þátt-
tökuboð til Úkraínu-
manna sem óskað
höfðu eftir að fá að
keppa undir eigin
fána. Finnar sendu
einnig boð til Lett-
lands, Litháens og
Eistlands sem þáðu
boðið nema Lettar.
Ástandið í Júgó-
slavíu olli Antti einn-
ig nokkrum höfuð-
verk. Upphaflega
hafði hann boðið
Júgóslövum að taka
þátt og sent boðsbréf
til Belgrad. Á sama
tima óskuðu Króatar
og Slóvenar að taka
sjálfstæðan þátt í Ólympíuleik-
unum.
Málið leystist þegar Samein-
uðu þjóðimar bönnuðu Serbum
að taka þátt í alþjóðlegum við-
burðum undir fána Júgóslavíu
svo Antti sendi afboðun til
Belgrad um leið og hann sendi
boðsbréf til Króatíu og Slóveníu
og báðar þjóðirnar Jfáðu boðið.
Það varð því friður og eining á
Ólympíuleikunum um þau mál
sem stundum hafa valdið vand-
ræðum og áhyggjum fyrir skipu-
leggjendur alþjóðlegra móta sem
þessa.
„Ég sé fyrir mér að skipu-
leggjendur Ólympíuleikanna
gætu í framtíðinni þurft að taka
tillit til miklu fleiri mála af sama
tagi og hér hafa verið að skjóta
upp kollinum,“ segir Antti enn-
fremur. „Hræringarnar í Tékkó-
slóvakíu eru öllum ljósar en það
eru einnig annarskonar úrskurð-
armál sem liggja í loftinu. Sjálf-
stæðisraddir Baska og Kúrda
gætu orðið háværari og þeir
gætu óskað eftir þátttöku undir
eigin fána í framtíðinni. Málefni
Suður-Afríku eru einnig sérkap-
ítuli sem Ólympíuráðið hefur
ekki þurft að taka afstöðu til en
gæti þurft á næstu árum.“
Dr. Ari Ólafsson, fyrsti áheyrnarfulltrúi íslands á Ólympiuleik-
unum i eölisf rseöi, f ör til Espoo til aö kynnast ff ramkvæmd leik-
anna. Hér sést hann milli íslensku fararst jéranna aé vinna aö
þýöingu verkefnanna yfir á íslensku.
Dr. Ari Olafsson, fyrsti
áheyrnarfulltriji Islands
Næg þekking og
mannaf li til gd halda
leikana á íslandi
Sumarið 1990 samþykkti íslenska ríkisstjórnin að halda 29. Ólymp-
iuleikana í eðlisfræði hér á landi 1998. Síðan hefur verið unnið á
ýmsan hátt að undirbúningi leikanna hér á landi. Fyrstu drög að
fjárhagsáætlun Ólympíuleikanna hafa verið samin og borin undir
menntamálaráðuneytið og þar hafa einnig verið lögð fram drög að
framkvæmdaáætlun sem miðar að því að nýta leikana hér á landi
raungreinakennslu til framdráttar. Markvisst hefur verið unnið að
því að breiða út þekkingu á framkvæmd Ólympíuleikanna meðal
þeirra sem líklega munu standa að leikunum hér á landi 1998.
Dr. Ari Ólafsson, starfsmaður
Raunvísindastofnunár Há-
skóla íslands, fór í þessu
skyni sem fyrsti áheymar-
fulltrúi íslands á Ólympíuleikana í
eðlisfræði í Finnlandi. Hann fylgdist
með störfum Ólymþíunefndarinnar
og tók þátt í störfum fararstjór-
anna, jafnt við þýðingar verkefn-
anna og yfírferð úrlausna íslensku
keppendanna. Hvert er hans mat á
getu íslendinga til að vera gestgjaf-
ar Ólympíuleikanna í eðlisfræði á
íslandi þegar fjöldi keppenda verður
orðinn 250, farastjórar verða 100,
áheyrnarfulltrúar og aðrir gestir 50
og innlendir starfsmenn 100?
„Framkvæmd leikanna hér á
landi verður stórt verkefni og flókið
en vel gerlegt með samstilltu átaki
menntamálaráðuneytis, eðlisfræði-
skorar HÍ, Eðlisfræðifélags íslands
og Félags raungreinakennara. ís-
lendingar em fámennasta þjóðin
sem tekið hefur að sér að halda
Ólympíuleikana í eðlisfræði en samt
tel ég að í landinu sé til næg fagleg
þekking og nægur fjöldi eðlisfræð-
inga til að ráða við verkefnið svo
sómi sé að.
Ari telur að 29. Ólympíuleikarnir
í eðlisfræði verði góð lyftistöng fyr-
ir eðlisfræðikennslu í landinu og
gefi íslenskum framhaldsskólakenn-
uram tækifæri til að hitta starfs-
bræður sína hvaðanæva úr heimin-
um. Ólympíuleikar hér á landi munu
skilja eftir fróðleik um fyrirkomulag
eðlisfræðikennslu erlendis og verða
framhaldsskólakennurum mikil
hvatning. Tækjum í tugatali, sem
þarf fyrir tilraunaverkefnin, verður
dreift á skólana að leikunum lokn-
um. Þá má minna á að í kjölfar
heimsmeistaraeinvígisins í skák í
Reykjavík fjölgaði stórmeisturum
íslendinga mikið. Ólympíuleikarnir
í eðlisfræði hér á landi munu vænt-
anlega hafa áhrif í sömu átt og
auka áhuga framhaldsskólanema á
fræðigreininni.
„Það var gagnlegt fyrir mig að
fara sem áheyrnarfulltrúi á 23.
Ólympíuleikana í eðlisfræði og
kynnast kröfunum sem gerðar eru
til verkefnanna og höfunda þeirra.
Ánægjulegt var að kynnast eldhug-
um á borð við formann Ólympíu-
ráðsins, Pólveijanum Waldimar
Gorzowsky. Þá var fróðlegt að sjá
að mest sláandi veikleiki íslensku
keppendanna var óöguð framsetn-
ing á lausnunum. Þetta verður auð-
velt að laga nú þegar við höfum
komið auga á vandann," sagði dr.
Ari Ólafsson að lokum.
Fjórar stúlkur af 1 78 keppendum
Eðlisfræöin
ÞAÐ HEFUR löngum verið um-
hugsunarefni hvers vegna hlut-
fall kynjanna er eins ójafnt og
raun ber vitni á Ólympíuleikun-
um í eðlisfræði. Ástandið virðist
vera svipað meðal allra þeirra
þjóða sem þátt taka í Ólympíu-
leikunum þannig að þegar best
lætur eru 10% keppenda í lands-
keppnunum stúlkur en síðan
týna þær tölunni og fæst keppn-
isliðin sem í Finnlandi voru stát-
uðu af kvenkynskeppendum.
Stundum hefur engin stúlka ver-
ið í hópnum en flestar hafa
stúlkurnar verið sex af um 150
keppendum og það var í Austur-
ríki 1989 þegar tvær íslenskar
stúlkur voru með á leikunum.
Ólympíuleik-
arnir í eðlis-
fræði voru
engin undantekning á regl-
unni. Aðeins fjórar stúlkur
vora meðal keppenda. Þær
tóku sér tíma frá matnum
næstsíðasta daginn til að
tala við blaðamann Morg-
unblaðsins og stilla sér upp
fyrir myndatöku.
Atburðurinn vakti svo mikla at-
hygli að strákamir hópuðust út til
að láta taka af sér mynd með stúlk-
unum og allar fengu þær blaða-
manninn til að taka af sér myndir
á sínar myndavélar.
Þær koma hver frá sínu landinu;
Marija Ilcie er frá Króatíu, Katalin
Varju er frá Ungverjalandi, Ifoeng
Chin Joe er frá Súrínam og Christ-
ina Koufetta er frá Kýpur. Christ-
ina svarar flissandi spurningunni
um hvort þær hafi áhuga á eðlis-
fræði en hinar með alvörusvip.
(1Já, það er gaman að vera á
Ólympíuleikunum í eðlisfræði."
Stúlkurnar fjórar fyrir utan
Servinmökki þar sem kepp-
endur mötuöust. frá vinstri:
Marija llcic frá Króatiu, Ka-
falin Varju frá Ungverja-
landi, Ifoeng Chin Joe f rá
Súrinam og Christina Kou-
fetta frá Kýpur.
er hljóölát
23
í heimalöndum allra voru tvær
keppnir sem þær þurftu að ganga
í gegnum áður en þær komust í
Ólympíuliðið, nema í Króatíu þar
sem engin tök voru á því að halda
landskeppni eins og venjulega. „Ég
tók bara þátt í einni keppni áður
en ég kom hingað,“ segir Marija.
„Meira að segja í Súrínam, þar sem
aðeins búa 500 þúsund manns,
þurfti ég að taka tvisvar sinnum
þátt í eðlisfræðikeppni,“ segir Ifo-
eng.
„Hvers vegna skyldu svona fáar
stúlkur vera duglegar í eðlisfræði?“
spyr blaðamaðurinn. Ekkert svar
— svo spyr Katalin á móti „Hvers
vegna heldur þú?“ „Kannski vegna
þess að stúlkur fá minni hvatningu
til að standa sig vel í eðlisfræði
en strákar." Þögn.
„Ég held að það sé vegna þess
að eðlisfræði eru hlutbundin vís-
indi. Strákum lætur betur að fást
við hlutbundin fræði,“ segir Marija
eftir nokkra umhugsun. „Stelpur
vilja heldur vinna þar sem þær
geta talað saman. Eðlisfræðin er
hljóðlát grein.“