Morgunblaðið - 02.09.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ AFLABROGÐ; ^MPVIKUDAGUR 2, SEPTEMBER 1992
B 5
*
„ Ahugavert starf sem ég
hlakka til að takast á við“
Fiskistofa formlega
tekin til starfa
FISKISTOFA tók formlega til
starfa í gær, fyrsta september.
Nýráðinn fiskistofustjóri, Þórð-
ur Asgeirsson, er því að nokkru
leyti kominn á heimaslóðir á
ný, en hann var skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu í 11 ár
fyrir um áratug. Mikill áhugi hefur verið á störfum hjá Fiskistof-
unni og sóttu um 150 manns um 8 auglýstar stöður þar. Verkefni
Fiskistofu verða ærin, enda komajþau frá sjávarútvegsráðuneytinu,
Hafrannsóknastofnun, Fiskifélagi Islands og Rikismati sjávarafurða.
Verið tók fiskistofustjóra tali og innti hann eftir verkefnum Fiskistof-
unnar og hvernig honum litist á framvinduna:
„Verkefni hinnar nýju Fiskistofu
eru æði mörg. Þau koma frá sjávar-
útvegsráðuneytinu, Hafrannsókna-
stofnun og Fiskifélaginu og síðan
er reiknað með því að hinn opin-
beri þáttur ríkismats sjávarafurða
komi í Fiskistofu um áramót. Frum-
varp þess efnis var lagt fram á
Alþingi á mánudag. Frá ráðuneyt-
inu kemur fiskveiðistjórnin eins og
hún leggur sig, það er útgáfa veiði-
leyfa til fískiskipanna, stórra og
smárra, og öll meðferð á veiði-
heimildum, þar með talin til-
færsla aflaheimilda milli skipa
og fiskitegunda. Þá kemur eftir-
litið með veiðunum, öflun upplýs-
inga um veiðar einstakra skipa.
Þessa dagana er verið að taka í
notkun nýtt kerfl, svokallaðan
Lóðs. Upplýsingar frá öllum
hafnarvigtum á landinu eiga nú
hér eftir að koma beint inn á
tölvukerfi Fiskistofu. Vigtar-
menn víðs vegar um landið slá
upplýsingar um landaðan afla
inn á tövlu, sem sendir þær svo
inn í höfuðstöðvarnar á hverri
nóttu. Þama verður safnað afla-
skýrslum og kvótaskýrslum og
reynt að fylgjast með veiðum
hvers skips allan tíman. Greiðsla
fyrir ólöglegan afla, af hvað orsök-
um sem það er, farið yfir kvóta eða
veitt á annan ólöglegan hátt, verður
einnig i Fiskistofu. Þetta úrskurðar-
vald verður því fært frá ráðuneyt-
inu.
Fiskifélagið verður verktaki
við öflun upplýsinga
Þá fer tölvudeild Hafrannsókna-
stofnunar í heilu lagi inn í tölvumið-
stöð Fiskistofunnar, en hún á að
þjóna sjávarútvegsráðuneytinu,
Hafrannsóknastofnun og öllum,
sem þurfa á upplýsingum um veið-
arnar að halda. Hin opinberu verk-
efni, sem Fiskifélag Islands hefur
haft undir höndum, fara einnig yfir
til okkar. Þar er fyrst og fremst
um að ræða öflun gagna frá fisk-
Þórður Ásgeirsson.
kaupendum og skýrslur frá þeim.
Fiskifélagið mun reyndar fyrst í
stað annast þessi verkefni áfram
sem verktaki á ábyrgð Fiskistofu.
Um áramótin verður mikil breyt-
ing gerð á Ríkismatinu, hið eigin-
lega fískmat verður gert að hlutafé-
lagi, sem ríkið á öll bréfin í til að
byija með, en selur síðan og vænt-
anlega fá aðrir leyfi til að meta físk.
Fiskistofa verður síðan sá opinberi
aðili, sem samþykkir eða samþykk-
ir ekki fyrirtæki, sem meta og votta
sjávarafurðir og gefur út leyfí til
vinnslustöðva að fengum uppfyllt-
um skilyrðum og gefur síðan einnig
út hin opinberu vottorð, sem hveiju
sinni er krafízt og votta að fiskur-
inn sé unnin á viðurkenndan hátt
af viðurkenndu fyrirtæki með
gæða- og framleiðslueftirlit í lagi.
Þá kemur veiðaeftirlit sjávarút-
vegsráðuneytisins yfír í heilu lagi,
rúmlega 20 menn. Þeir starfa aðal-
lega á skipunum úti á sjó og gera
það í nánu samstarfi við Hafrann-
sóknastofnun og munu gera svo
áfram.
Einstakur upplýsingabanki
Þetta eru ærin verkefni og ætlun-
in er að með sameiningu allra þess-
ara þátta í einni stofnun náist sam-
hæfðari og betri árangur. Þarna
verður um að ræða upplýsinga-
banka um sjávarútveg, sem er nán-
ast einstakur í veröldinni, bæði hvað
varðar hraða öflun upplýsinga og
samtvinnun þeirra. í dag er fyrst
og fremst um að ræða öflun gagna
og tölvuvinnslu þeirra, þannig að
hveiju sinni er hægt að fá upplýs-
ingar um landaðan afla hvers ein-
asta skips. Þessar upplýsingar
verða eftir sem áður grundvöllur
ýmissa hagrænna útreikninga og
Iíklega mun Fiskistofan ekki láta
við gagnasöfnun eina sitja, heldur
vinna á vaxandi hátt úr þeim gögn-
um, sem hún býr yfír. Þá verður
hægt að gefa bæði heilstæðar og
sérstræðar upplýsingar um nánast
hvað sem er að gerast í veiðum og
vinnslu.
150 sóttu um 8 stöður
Það er áætlað að 62 stöður verði
við Fiskistofu eftir að framleiðslu-
eftirlitið kemur inn um áramótin.
Nú þegar eru starfsmenn á milli
40 og 50 að meðtöldum 23 veiðaeft-
irlitsmönnum og að miklu leyti er
um það að ræða að starfsfólk flytj-
ist á milli vinnustaða. Þó verður
eitthvað um nýráðningar að ræða,
þvi ekki koma starfsmenn með öll-
um verkefnum, sem hingað koma.
Það er verið að ganga frá ráðning-
um þessa dagana, en þeim hefur
seinkað nokkuð vegna gífurlegs
§ölda umsókna. Alls sóttu um 150
manns um 8 auglýstar stöður,
þannig að greinilega er mikill áhugi
á að starfa hjá þessari stofnun enda
áhugavert að byggja upp nýja og
mikilvæga stofnun eins og þessa.
Mér fínnst gott að koma til starfa
innan vébanda sjávarútvegsráðu-
neytisins á ný, enda sóttist ég eftir
því að fá þetta starf. Ég er því
ánægður, enda kunni ég alltaf vel
við starf mitt í sjávarútvegsráðu-
neytinu, þó ég hafí yfirgefið hinn
opinbera geira um standar sakir til
að starfa í einkageiranum. Ég tel
að það hafí verið til bóta að hafa
gert svo, það eykur á víðsýni
manns, reynslu og þekkingu. Þetta
er áhugavert starf og ég hlakka til
að takast á við það,“ segir Þórður
Ásgeirsson.
RÆKJUBA TAR
Nafn StwrA AfU Löndunarst.
ÓLAFVR BJARNASON SH 137 104 4.9 1 Ólafsvik
GARÐARIISH 142 164 3.2 1 ólafsvík
SIGLUNESSH22 101 5.8 2 Grundarfjörflur
FANNEY SH 24 103 3,1 1 Grundarfjörður
GRUNDFIRÐINGURSH 12 103 2.0 1 Grundarfjörflur
SÖLEYSH 150 63 1,3 1 Grundarfjörður
SVANUHSHll) 88 7,3 2 Stykkíshólmur
ÞÓRSNES SH 108 163 6,5 2 Stykkishólmur
ÞÖRSNESIISH 109 146 6,5 2 Stykkíshólmur
GUNNBJÖRN ÍS 302 57 2.8 1 Bolungarvík
FLOStíS IS 204 6,7 1 Bolungarvík
SÆBORG RE 20 233 12,5 2 ísafjörflur
STEINUNN SH 167 135 7,7 Isafjörflur
GÍSU JUL. (S 262 69 1.7 1 ísafjöröur
ARNARNES St 70 372 22.8 2 ísafjoröur
GEYSlRBA 140 186 8.6 2 ísafjörflur
LATRAVlK BA 66 231 6.1 1 Isafjöröur
VÍKURBERG GK 1 314 14.1 1 ísafjörður
GAUKUR GK 6SO 181 4,3 1 Isafjörður
HUGINNVE55 349 13.1 1 ísafjöröur
ALBERT GK 31 316 17,9 1 laafjörður
KORFÍIs 41 301 14,0 2 Súðavik
HAFFARÍIS 430 230 23,0 2 Súðavfk
SIGHVA TÚR BJARNAS. VE 81 370 4.0 1 Súðavík
GEIRSH217 138 14,2 1 Hvammstangi
SIGGISVEINS Is 29 104 8.3 1 Hvammstangi
BJARMIHU 13 51 1.0 1 Hvammstangi
GISSUR HVÍTt HU 35 165 11. i 1 Blönduós
DAGFARIÞH 70 299 18.3 1 Btönduós
INGIMUNDÚR GAMLIHU 65 103 4.9 1 Skagaströnd
HÖFRUNGURIIGK 37 179 8.8 1 Skagaströnd
HELGARE49 199 20,9 1 Siglufjöröur
ÖGMUNDUR RE 94 187 20.2 1 Siglufjörtkjr
KATRlNVE 47 178 14.2 1 Siglufjörður
ARNEYKE50 197 12.6 1 SifllufiortSur
BJÖRG JÓNSDÓffÍR IIÞH 320 273 14,6 1 Husavík
KRISTEYÞH44 50 4.1 1 Husavík
KRISTBJÖRGIIÞH 244 192 19,5 11 Húsavík
ISBORGBA 477 65 7,3 1 Húsavik
RÆKJUBA TAR
Nafn Staard AHI Löndunarst.
GUÐRÚN BJÖRG ÞH 60 57 1,3 1 Húsavík
ÞORLEIFUR EA 88 51 1.6 1 Húsavík
HAFBJÖRG EA 23 87 6.2 1 Húsavík
JÓN KJARTANSSON SN 111 775 27 1 Eskifjörður
GUÐRÚN ÞORKELSD. SH 211 365 20 1 Eskifjöröur
ÞÓRIRSF 77 125 23 1
SfjÖRNÚfÍNDURSU W9 138 11 1 Eskifjörður
GUÐFINNURKE 19 30 1.3 2 Sandgarði
HAFBORG KE 12 26 0.2 1 Sandgerði
SVEINN GUÐMUNDSS GK315 21 0.4 1 Sandgarði
ÞORSTEINN KE 10 28 1,3 2 Sandgerði
VALAÓF2 30 1.1 2 Sandgerði
ERLING KE 140 278 8.0 1 Keflavik
JðKUUSH IS _ Kjj 74 4,2 1 Keflavik
1 SKELFISKBÁ TAR
Nafa Stanrð AfH SJÓfarAir Löndunarmt.
HAUKABERG SH20 104 3$4 6 Grundarftörður
FÁRSÆLL SH 30 101 39,4 4 Grundarfjörður
A RNFINNUR SH 3 117 50,0 5 Qtyk^í^mir]
ARSÆLL SH 88 103 49.5 5 Stykkishólmur
[GRETVRSH104 GlSLI GUNNARSSONIISH 85 148 49.0 5 Stykkishólmur
18 9.0 2 Stykkishólmur
ARNARSH 157 16 18,7 4 Stykkishólmur
ALDAN ÍS47 29 3.1 2 isafjörður
I LOÐIMUSKIP
Nafn StasrA Afll SJMarAir Löndunarmt.
!BERGURVE44 266 510 1 Raufarhöfn
SJÁVÁRBÖRG C,K 60 452 649 1 Raufarhöfn
; BÖRKUR NK 122 711 433 1 Naskaupstaður
HILMIRSU 171 642 1093 1 Neskaupstaöur
! HÓLMABORG SU 11 937 402.0 1 Eskifjörður
MT
I fararbroddi í fimmtíu ár
Magni Johnsen, sölustjóri Simrad fyrir Norðurlöndin, afhendir
Ögmundi og Lindu listaverk i afmælisgjöf.
FYRIRTÆKIÐ Friðrik A. Jónsson hf., sem selur siglinga- og
fiskileitartæki og er þekktast. fyrir umboð sitt fyrir Simrad,
fagnaði hálfarar aldar starfsafmæli á dögunum. Friðrik A. Jóns-
son stofnaði fyrirtækið 1942, en núverandi eigendur þess eru
sonur hans, Ögmundur Friðriksson og eiginkona Ögmundar,
Linda Michelsen. Hjá fyrirtækinu starfa 8 manns í nýlegu hús-
næði þess við Fiskislóð í Reykjavík.
Friðrik A. Jónsson hóf starfsemi sína fyrst á sviði útvarpsvirkjun-
ar og sölu útvarpstækja og kvikmyndasýningavéla. Síðan gerðist
það, að Villy Simonsen, (Simrad) þróaði sérstakan sónar fyrir kaf-
báta í seinni heimstyijöldinni, en þessi tækni nýttist svo síðar við
fískileit. Eggert Gíslason tók fyrstur íslenzkra skipstjóra sónarinn
um borð í bát sinn Víði árið 1955, en þá var FAJ komið með um-
boð fyrir Simrad, sem framleiddi sónarinn. Síðan hefur framþróunin
verið afar ör með Simrad, Friðrik A. Jónsson og íslenzka skipstjóra
í fararbroddi. Auk sónarsins framleiðir Simrad nú vandaða dýptar-
mæla og höfuðlínusónar, en FAJ er nú með siglinga- og fiskileitar-
tæki frá Simrad, Shipmate, Tokimec og JMC, svo og kallkerfi frá
Vingtor, svo dæmi séu nefnd.
Ógmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri FAJ hefur starfað við
fyrirtækið frá unga aldri. Hann segir tækninni hafa fleygt mikið
fram á þeim tíma, og nú bjóði Simrad upp á fulikomna djúpsjávar-
mæla, sem fullnægi þörfum íslenzka flotans vel. Þá séu um 90%
þeirra skipa, sem stundi veiðar á úthafskarfa, með höfuðlínusónar
frá Sirhrad. „Samkeppnin hefur harðnað mikið á síðustu árum, með
fjölgun framleiðenda á siglinga- og fískileitartækjum og umboðs-
mönnum þeirra hér heima. Samkeppnin fer þó fram í fyllsta bróð-
erni, enda hefur FAJ alið flesta núverandi keppinauta sína upp.
Þetta hefur verið áhugaverður tími og maður hefur eignazt marga
góða vini meðal útgerðarmanna og sjómanna," segir Ögmundur.
Námstefna um gæðamál
fiskiðnaðarins
16. til 19. september á Holiday Inn
24 fyrirlestrar á 3 dögum
Námstefnunni er ætlaö aö vera vettvangur
umræöna um þá erfiðleika sem fylgja síauknum
gæðakröfum, en jafriframt þá möguleika sem
nýjar aðferðir í gæðamálum hafa opnað.
Fyrirlesarar verða frá skólum, stofnunum og
sjávarútvegsfyrirtækjum frá fimm löndum. Auk
íslenskra fyrirlesara munu sérfræðingar frá
Danmörku, Þýskalandi, írlandi, Frakklandi og
Portúgal taka þátt í námstefnunni bæði sem
fyrirlesarar og þátttakendur.
Námstefnan fer fram á ensku.
Meðal viðfangsefna:
Yfirlit yfir stööu gæöamála í fiskiðnaöi; íslenskt og
evrópskt sjónarhorn.
Tengsl fiskveiðistjórnunarog skipulags gæðamála.
Meöhöndlun afla um borö í frystitogurum.
Skráning og úrvinnsla gagna.
Gæöaeftirlit viö stjórnun, vinnslu og markaössetningu.
Gæöavottunarkerfi; ISO staölar og HACCP greining.
Gæöastuölar; ytra og innra gæðaeftirlit.
Markaðssetning og vöruþróun í Evrópu.
Rannsóknir, þróun og starfsmenntun; kynningar á
ýmsum nýjungum í vinnslu og markaðssetningu.
Skráning í símum: 91-694920/694940
Nánari upplýsingar í síma: 91-694902
SAMMENNT
☆ Samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla um menntun
'w’ og þjálfun í tengslum við COMETT