Morgunblaðið - 18.09.1992, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.09.1992, Qupperneq 10
- 10 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992 Haustmánuðirnir eru mikill hættutími í um- ferðinni. Margt breytist frá góðum aðstæðum sumarsins, f ærð versn- ar, birtu bregður. Við þessar aðstæður þurfa allir vegf arendur, ak- andi og gangandi að sýna mikla aðgæslu. UMFERÐARRÁÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg 800 HESTAFLA SANDSTRÓKUR ÞESSI skemmtilega mynd náðist þegar Sverrir Þór Einarsson var að taka af stað á spyrnugrind sinni, Svissinum, í einum sprettinum í sandspyrnukeppni Kvartmíluklúbbsins um síðustu helgi. Grindin er búin 800 hestafla vél og slíkur var krafturinn að sandstrók- urinn skóflast yfir brettalausa grindina, áður en hún náði ferð, nokkuð sem elstu menn muna ekki til að hafa áður séð í sandspyrnu hér á landi. MÓTORSPORT UM HELGINA JEPPAKLÚBBUR Reykja- víkur gengst fyrir torfæru- keppni í Jósepsdal á laugar- dag og sunnudag. Þetta er síðasta mót sumarsins og ráð- ast nú úrslit í íslandsmeist- arakeppninni. BÍKR gengst fyrri rallí- sprettmóti í Kapelluhrauni frá klukkan 9.30-12 á morgum, laugardag. „Mjúkir vegf arendur" njóta góos af ökuljósaskyldunni UMFERÐARSLYSUM hefur stórfækkað í Danmörku frá því að það var gert að lagaskyldu að hafa ökuljós tendruð ailan sólarhringinn. Niðurstöður rannsókna sem gerðar voru þar í landi í vor þegar 16 mánuðir voru liðnir frá því að lög um sólarhringsnotkun ökuljósa voru sett koma heim og saman við reynslu Svía og benda til þess að lagasetningin hafi heist komið til góða „mjúku vegfarendunum", eins og Danir kalla hjólreiðamenn, skellunörðuökumenn og gangandi veg- farendur. Frá þessu er greint í dagblaðinu Politiken og þar kemur fram að rannsókn dönsku umferðarslysa- rannsóknarnefndarinnar sýni að einna mest hafi dregið úr slysum sem verða þegar sem bíl er beygt af vegi til vinstri inn á hliðargötu, eða um 37%; slysum milli bíla sem koma úr gagnstæðum áttum og annar beygir þvert á akstursstefnu hins hefur fækkað um 10%, og slys- um vegna árekstra bíla og reiðhjóla hefur fækkað um 38%. Chrysler hyggur ó land- vmninga í París EINS og aðrir bílaframleið- endur í heiminum hyggur Chrysler á sókn í framhaldi af alþjóðlegu bílasýningunni sem haldin verður í París frá 6.-18. október næstkomandi. Chrysler sýnir þar þrjá bíla í fyrsta skipti í Evrópu; Chrysl- er Vision, Jeep Grand Cher- okee og Chrysler Viper, sport- bílinn sem fengið hefur stór- kostlegar undirtektir vestan- hafs. Chrysler Viper RT/10, tveggja sæta sportbíll sem búinn er 8 lítra 408 hestafla V-10 vél kom út í upphafi ársins vestanhafs og hefur selst hraðar en Chrysler hefur getað framleitt hann. Afleiðingin er sú að myndast hefur nokkurs konar svartamarkaðsverð á bíln- um í Ameríku, sem er snöggtum hærra en verksmiðjuverð, sem er á bilinu 2,5-3 milljónir íslenskra króna vestra. Þennan bíl á að bjóða Evrópumönnum tilsölu frá og með næsta vori. Næsta haust mun Chrysler Visi- on, einnig verða settur á markað í Evrópu og hann á að frumsýna í París. Vision er einn hinna þriggja svokölluðu LH bíla sem A&eins mislæg gatnamót munu anna umferðinni GATNAMÓT Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík eru ein umferðarþyngstu gatnamót landsins en um þau fara alls 70 þúsund ökutæki á sólarhring, 40 þúsund um Miklubraut og 30 þúsund um Kringlumýrarbraut. Er nú svo komið að gatnamótin með núverandi þriggja fasa umferðarljósum anna varla álaginu. Á vegum umferðaryf- irvalda borgarinnar nú verið að leita leiða til að auka afköst gatnamót- anna til dæmis með byggingu mislægra gatnamóta. Ýmsar lausnir koma til greina, að grafa aðra götuna niður eða lyfta henni yfir með brú og er ljóst framkvæmdir munu kosta á bilinu 300 til 500 milljónir króna. Gera má ráð fyrir að gatnamót með nýju sniði getið litið dags- ins ljós á næstu 2 til 4 árum en það fer þó allt eftir hvenær yfirvöld taka ákvörðun og hvernig fjármögnun gengur. Þar sem um er að ræða þjóðveg í þéttbýli kemur það í hlut Vegagerðar ríkisins að sam- þykkja slíka framkvæmd og fjármagna hana að miklu leyti. Eigi þessi hugmynd að koma til framkvæmda á næstu árum þarf að þoka verkefn- inu framar á forgangslista hjá Vegagerðinni. Tillögur umferðardeildar Reykjavíkur um framtíðarskipan gatna- móta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þetta eru svonefnd tíg- ulgatnamót þar sem umferð um Miklubraut verður óhindruð en ljós koma á brúna sem stýra umferð um Kringlumýrarbraut og beygjuum- ferð af Miklubraut. Hugmyndir um mislæg gatna- mót á mótum Miklubrautar og Ui Kringlumýrarbrautar hafa ver- o ið á aðalskipulagi borgarinnar um langt árabil. Þær hafa þó ekki komist á hönnunarstig fyrr en árið 1985 þegar húgað var að umferðarskipulagi umhverf- is Kringluna. Þótti þá rétt að halda opnum ieiðum til að koma fyrir mislægum gatnamótum. Gunn- ar Ingi Ragnarsson verkfræðingur sem hefur sérhæft sig { umferðar- skipulagi var þá fenginn til að setja fram tillögur og hefur urnferðardeild Reykjavíkur byggt á þeim við nánari útfærslu á hugmyndinni um mislæg gatnamót. Aukinn fj'öldi slysa síðustu árin hefur einnig ýtt undir að fram- kvæmdum verði hraðað en árin 1986 til 1990 skráði lögreglan þarna 117 árekstra/slys. Vitað er þó að mun Hér má sjá þrjár af fjórum mismunandi tillögum á mislægum gatnamótum sem Gunnar Injgi Ragnarsson verkfræðingur setti fram þegar unnið var við umferðarskipulag umhverfis Kringluna. Á þessum hug- myndum byggjast endanlegar tillögur sem umferðaryfirvöld vinna nú að. fleiri umferðaróhöpp verða þarna en skráð eru hjá lögreglu. Mislæg gatnamót geta verið með mörgu móti. Fyrst þarf að skilgreina og ákveða hvort báðar göturnar eigi að hafa óhindraða umferð, þ.e. líkt og á hraðbraut, hversu margar ak- reinar göturnar þurfa að vera o.þ.h. Ef báðar eiga ekki að hafa óhindraða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.