Morgunblaðið - 18.09.1992, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992
B 11
Eagle Vision frá
Chrysler.
Eftirspurn eftir Dodge
Viper er þegar meiri
en verksmiðjurnar fá
annað. Bíllinn verður
seldur sem Chrysler
Viper í Evrópu.
Jeep Grand
Cherokee er
lengri en fyrir-
rennararnir.
Hann er
væntanlegur á
markað í Evr-
ópu í janúar.
Chrysler hefur nýverið sett á
markaðinn vestanhafs en þeir hafa
hlotið einróma lof reynsluöku-
manna sem tala um þá sem bílana
sem gera muni Chrysler kleift að
bera sig áfram saman við GM og
Ford.
í Vision þykir hafa tekist að
nýta farþegarýmið sérlega vel auk
þess sem vel er látið af aksturseig-
inleikum þessa framhjóladrifna
fímm manna stallbaks með 3,5
lítra, 214 hestafla, 24 ventla V6
vél. Þá eru LH bílar Chrysler enn
ein varðan á vegi til hertra ör-
yggiskrafna í staðalbúnaði bif-
reiða. Þeir verða allir með loftpúð-
um fyrir ökumann og farþega í
framsæti og ABS hemlakerfi.
í Bandaríkjunum kosta Vision
nú frá jafnvirði 850 þúsunda til
um 1.150 þúsunda króna (17 til
23 þúsund dalir) en það verð veit-
ir síður en svo nokkra vísbendingu
um hvað bíll þessi muni kosta hér
á landi og annars staðar í Evrópu.
Þriðja frumsýning Chrysler í
París verður á nýrri útgáfu á góð-
um kunningja íslendinga: Jeep
Grand Cherokee. Hann er 24 cm,
lengri en sá Cherokee sem hingað
til hefur verið fáanlegur, og fæst
með 4 lítra, 190 hestafla, V6 vél
eða 5.2 lítra V8 vél. Ný hönnun á
ijórhjóladrifi, ABS hemlar, loft-
púði fyrir ökumann og fleira verð-
ur staðalbúnaður í þessum jeppa
sem kemur á markað í Evrópu í
janúar 1993. ■
Slasaðir og lótnir í umferðinni
1978-1991 vSnmkvæml skróningu lögreglu
BH Litið slasaðir
□ Mikið slasaðir
■i Lótnir -----------
h i i n i
i i i i i i—i i
1 l_l Iwl_iBlHli
1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991
Ökumenn kærðir fyrir meinta
ölvun við akstur
samkvæmt skróningu lögreglu
1100
1000
900
800
700
600
500
400
300
200
h íoo
0
1981 |l982
i n.iin'n nin
2600
2400
2200
2000
1800
1600
1400
1200
1000
800
600
400
200
0
umferð þarf að ákveða hvor þeirra
skuli hafa forganginn og hvemig
koma eigi fyrir umferðarljósum og
beygjuakreinum á þeirri götu sem
ekki nýtur forgangs. Eigi umferð að
vera óhindruð kemur helst til greina
svonefnd fjögurra blaða smára lausn
og var það ein af hugmyndum Gunn-
ars. Svonefnd tígulgatnamót gera
ráð fyrir óhindraðri umferð á ann-
arri götunni, t.d. þeirri neðri, en hin
liggi yfir á brú með aðreinum eða
römpum sem mynda tígul. Á brúnni
er gert ráð fyrir umferðarljósum.
Teiknaði Gunnar tvær lausnir á tígul-
hugmyndinni. Fjórða hugmynd
Gunnars var sú að óhindruð umferð
yrði á neðri götunni en byggt yrði
hringtorg fyrir efri götuna og að þar
yrðu þá ekki umferðarljós.
Við skilgreiningu á umræddum
gatnamótum er helst til umræðu að
umferð verði óhindruð um Miklu-
braut. Skoða þarf þá næstu gatna-
mót (við Háaleitisbraut, Grensásveg,
Réttarholtsveg/Skeiðarvog) og
ákveða hvort þau þurfi einnig að
vera mislæg til að ekki myndist
flöskuhálsar þar. Á sama hátt verður
að skoða næstu gatnamót á Kringlu-
mýrarbraut. Tillögurnar sem nú er
unnið að verða kynntar Vegagerð
ríkisins og leitað samþykkis henrtar
ásamt því sem um þær verður fjallað
í borgarráði. Einnig þarf að koma
þessari framkvæmd inn á vegaáætl-
un.
Ljóst er að sjálf framkvæmdin við
þessar breytingar verður erfið enda
munu þær taka nokkra mánuði.
Sæmilegt rými er þó við gatnamótin
þannig að unnt ætti að vera að leiða
umferðina framhjá. í þessu sambandi
er einnig til skoðunar að ljúka gerð
svonefnds Hlíðarfótar sem liggja á
i sunnan við kirkjugarðinn í Fossvogi
og tengjast Hringbraut við Sóleyjar-
götu. Það bíður þó síðari tíma að
útfæra sjálfa framkvæmdina. ■
Jóhannes Tómasson
-
j VIÐHALD OG
VIÐGERÐIR
Það getur verið
dýrt að vanrækja
tímareimina
BREYTINGAR á bílvélum í timans rás hafa einkum beinst að tvennu:
að auka nýtni þeirra og létta þær. Á árum áður var algengt að inn-
og útblástursventlum væri komið fyrir í blokkinni sjálfri til hliðar
við strokkinn. Ventlarnir voru þá í beinu sambandi við kambásinn
svipað og í vélum með yfirliggjandi kambás nú á tímum. Til þess
að auka þjöppuhlutfall vélanna varð að breyta lögun brunahólfsins
og því voru ventlarnir fluttir upp fyrir strokkana en kambásinn var
á sínum stað áfram. Þessi breyting krafðist flókins búnaðar til þess
að tengja kambás og ventla og á honum voru ýmsir annmarkar.
Vélar með hliðarventlum voru smám saman lagðar fyrir róða og
svokallaðar toppventlavélar komu í staðinn. Til þess að létta vélarn-
ar var kambásinn fluttur upp auk þess sem farið var að smíða ýmsa
hluta þeirra úr álblöndu. Að vísu voru yfirliggjandi kambásar engin
nýjung en segja má að nú séu þeir alls ráðandi í bílvélum.
Til þess að snúa kambásnum er
ýmist höfð keðja eða tannreim úr
gerviefni, tímareim eins og hún kall-
ast. Ókosturinn við keðjurnar er sá
að þær lengjast þegar þær slitna og
því þarf að strekkja þær sé ekki sjálf-
virkur búnaður hafður til þess. Tíma-
reimar eru mun algengari en tímak-
eðjur ekki síst vegna þess að þær
eru fyrirferðarminni og léttari eins
og raunar allur búnaður sem þeim
fylgir. Þær endast á hinn bóginn
skemur en eru ódýrari og auðveldara
að skipta um þær. Það láta einmitt
margir undir höfuð leggjast að gera,
annað hvort af því þeir vita ekki að
til þess er ætlast eða að þeir ætla
að bíða með það aðeins lengur. Sú
vanrækslusynd getur stundum orðið
æði dýr ef reimin bilar. í stað þess
að kaupa nýja sem kostar kannski
2 til 3 þúsund. kr. og tiltölulega fljót-
legt er að skipta um getur synda-
kvittunin hljóðað upp á 50 þús. kr.
eða jafnvel enn meira.
Tímareim endist einungis ákveð-
inn kílómetrafjölda. í sumum bílum
kviknar viðvörunarljós í mælaborð-
inu þegar skipta á um hana. Annars
er gefið upp í handbók bílsins hve-
nær á að endurnýja hana og er rétt
að fletta því upp þegar búið er að
aka bílnum 50 þús. km eða hann
er orðinn tveggja til þriggja ára
gamall. Þegar keyptur er notaður
bíll er t.d. mikilvægt að kynna sér
hvort búið sé að setja í hann nýja
tlmareim. Hún getur nefnilega gefið
sig eins og hendi sé veifað. Slíkt
gerir yfirleitt engin boð á undan
sér, allt er eins og það á að vera
og ekkert torkennilegt hljóð heyrist.
Vélin drepur skyndilega á sér og
tekur ekki við sér meir en auðvitað
er reynt til þrautar að koma henni
í gang, jafnvel draga bílinn.
Til þess að sjá hvort tímareim sé
farin eru tvær aðferðir. Stundum
má sjá það ef olíulokið er fjarlægt
og vélinni snúið. Ef kambásinn snýst
ekki þarf tæplega að velkjastn vafa
um hvað gerst hefur. Önnur aðferð
er að opna kveikjuna ef um bensín-
vél er að ræða en ekki er síður al-
gengt að dísilvélar hafí tímareim.
Ef kveikjan snýst ekki er sama upp
á teningnum og áður, tímareimin
hefur runnið sitt skeið á enda. í
mjög mörgum bílum er því svo varið
að einn snúningur vélarinnar eftir
að reimin er farin dugar til að beygja
nokkra ventla en það kostar að taka
verður ofan af vélinni og skipta um
þá. í öðrum gerist ekkert hversu oft
sem vélinni er snúið.
Augljóst er að betra er að skipta
um reimina fyrr en síðar eða láta
skipta um hana og í sjálfu sér er
það ekki mikil framkvæmd eins og
áður segir. Þeir sem treysta sér til
þess geta haft eftirfarandi leiðbein-
ingar til hliðsjónar. Höfuðvandinn
getur verið að finna tímamerkin en
þau eru þijú eins og sjá má á mynd-
inni. Fyrst verður að snúa vélinni
svo að tímamerki á trissu og framan
á vélinni standist á. Því næst verður
að fjarlægja viftureim eða reimar,
trissuna sjálfa og hlífar yfir tíma-
reim. Auðvelt er að sjá merkin á
sjálfum hjólunum eins og myndin
sýnir og þá liggur í augum uppi
hver hin eru ef reimin er ekki farin.
Hjólið, sem ekkert merki er á, er
strekkjari til þess að taka slaka af
reiminni og verður fyrst að losa upp
á honum, spenna hann frá og festa
riðan. Þá er auðvelt að smokra reim-
inni af. Þegar nýja reimin er komin
á sinn stað þarf enn að gæta þess
að öll merki standist á og að allur
slaki sé á reiminni þeim megin sem
strekkjarinn er, ekki hinum megin.
Þessu næst er losað upp á strekkjar-
anum. Hann tekur slakann af og þá
er óhætt að festa hann aftur. Ef öll
merki standast enn á er rétt að snúa
vélinni nokkra snúninga, huga að
merkjunum á ný og fullvissa sig um
að ekki skeiki um eina tönn. Að vísu
ylli það engum skemmdum á vélinni
þó að svo væri. Hins vegar gengi
hún ekki sem skyldi. ■
Sveinn Þórðarson.