Morgunblaðið - 18.09.1992, Side 12

Morgunblaðið - 18.09.1992, Side 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992 Hávaði deyfður með hávaða í FRAMTÍÐINNI verður farþegarými bíla hljóð- einangrað með elektrónískum hávaða. Innan tveggja til fjögurra ára er búist við því að farið verði að selja bíla með tölvubúnaði sem skráir og greinir hvaða hljóð berast inn í bílinn og endur- sendir þau í andhverfum fasa sem leiðir til þess að hávaði frá vél, hjólum og vindi verður að næst- um því engu. Frá þessari tækni, sem við getum kallað virka hávaðatemprun, VHT, er sagt ítar- lega í danska tímaritinu Bilen nýlega. Einn stærsti kosturinn við þetta kerfi sem nú er í þróun þykir vera sá að það flýtir fyrir því að bílar verði léttari og að unnt sé að búa þá smærri og neyslugrennri vélum án þess að það komi niður á aflinu. Skömmu eftir að Citroen AX kom á markaðinn 1987 og var kynntur sem smábíll framtíðar- innar hafði hann áunnið sér það orðspor að inn í hann bærist meiri hávaði en aðra smábfla og það orðspor var ekki ástæðu- laust. Við þessu brugðust fram- leiðendurnir að sjálfsögðu af hörku og niðurstaðan er sú að vegna aukinnar hljóðeinangrun- ar er nýjasta árgerðin af AX 25 kílóum þyngri en sú uppruna- lega. Þetta er hreint ekkert eins- dæmi. Þau 10 ár sem liðin eru frá því að Fiat Uno kom fyrst á markaðinn hefur bíllinn bætt á sig 100 kílóum, þar af 50 ein- göngu vegna aukinnar hljóðein- angrunar. En hávaði er ekki eingöngu vandamál í litlum og ódýrum bílum. Jafnvel í dýrustu gerðum hefur framleiðendum reynst erf- itt að að finna einangrunarefni sem vinnur á lágtíðnihljóðum á tíðnisviðinu 70-100 Hz. Það þyk- ir því þjóna heildarhagsmunum bílaiðnaðarins að leggja áherslu á að hanna kerfi sem ætlað er að eyða hávaða sem berst inn í farþegarými bfla með rafeinda- tækni áður en mannseyrað nær að greina hann. Dæmigert VHT-kerfí byggist á örgjörva, fjórum hljóðnemum og hljómflutningstækjum með tvo hátalara sem eru nægilega vandaðir til að geta flutt hljóð með lægri tíðni en 100 Hz. Vand- aður magnari með að minnsta kosti 40 sinuswatta afkastagetu er nauðsynlegur. Kerfínu er stjórnað af örgjörva sem nemur Hljóðmerki í andhverfum fasa er sent út í gegnum hát- alara frammí og afturí, t.d. frá hátölurum hljómflutnings- tækja bílsins. leiðendur, þeirra á meðal Nissan, sem nýlega hefur kynnt á jap- ansmarkaði nýja gerð af Blue- bird með virka hávaðatemprun, hlaupið yfir eitt skref á þróunar- brautinni í því skyni að verða fyrstir og ná þar með að tengja þessar tækniframfarir sínu nafni. Nissán hefur tekið þann kost að senda frá sér VHT-kerfi sem er aðskilið frá hljómflutn- ingstækjunum, án þess þó að nokkru öðru hafí verið fórnað af gæðum kerfísins. Þótt Nissan hafí orðið fyrstir eru aðrir skammt undan og hlut- irnir gerast hratt á þessu sviði. Malcolm McDonald yfirmaður VHT-rannsókna hjá Lotus-verk- smiðjunum fullyrðir þannig að VHT-tækni verði að finna í flest- um gerðum bíla eftir 2-4 ár. Verðsins vegna verða það auðvit- að ódýrustu bílarnir sem verða síðast búnir þessari nýjung. Hljóðnemar skynja hávaða frá hjólum og pústkerfi. boð um snúningshraða vélarinn- ar frá kveikjunni og um hávaða í farþegarýminu frá hljóðnemun- um, sem valinn er staður af mik- illi nákvæmni. Tveimur nemanna er komið fyrir við skilin milli vélar og farþegarýmis og hinum tveimur er komið fyrir undir loft- klæðningunni. Tölvan, örgjörvinn, greinir tíðni hávaðabylgjanna. Áður en mannlegt eyra fær numið hljóðið er sama hljóð sent út fra tækinu en í andhverfum fasa. Það merk- ir að toppar hljóbylgjanna upp- hefja hver annan. Hávaðinn sem eftir verður - því bíllinn verður ekki algjörlega þögull - er það náttúrulega hljóð sem sóst er eftir; hávaði sem ekki ertir skyn- færin að neinu ráði. Sem stendur ráða VHT-kerfí ekki við hljóð með hærri tíðni en 200 Mz; ekki af því að slíkt sé ekki tæknilega mögulegt, heldur er það of dýrt til að þykja hagkvæmt. Hins vegar er ekki fyrirsjáanlegt að unnt verði að ráða við venjulegt vindgnauð með þessum hætti, því þar eru breytingar á tíðnisviði of tilvilj- anakenndar og of örar. Eftir sex ára rannsóknir hillir nú undir að VHT-kerfí komist á framleiðslustigið. Helsta vanda- málið hefur verið að þróa stjórn- tölvu kefisins og samþætta hana við venjuleg bílahljómflutnings- tæki, því virk hávaðatemprun gerir eins og fyrr sagði ríkar kröfur til magnara og hátalara hljómflutningstækjanna. Við slíkt er hægt að eiga í dýrari bílum en þessi krafa er og verð- ur þröskuldur á vegi útbreiðslu þessarar nýjungar meðal ódýrari og um leið algengari bíla. Þess vegna hafa nokkrir fram- Skynjarar nema hljóð við vélafestingar. Stjórntölva samþættuð hljómfl.tækjum bílsins. í VHT-kerfi Lotus nema 7 hljóðnemar háv- aðann. Tölva skráir hljóðið og sendir til baka í andhverfum fasa á innan við 1/10 úr sekúndu með þeim árangri að hávaðinn hverfur. notaður sem hluti af minjasafni Landmælinga íslands, sem á auk þess í fórum sínum mikið af göml- um kortum og mælitækjum. I nán- ustu framtíð er ætlunin að opna safnið almennignssjónum og mun þá hinn aldni vinnuþjarkur skipa veglegan sess og minna á horfna tíma í samgöngumálum þjónarinn- ar, en oft og tíðum var farið um torfærar leiðir að mælipunktum. Það hefur færst í vöxt á undan- förnum árum að stofnanir og fyrir- tæki kaupi gamla bíla, svipaða þeim sem áður voru notaðir í þjón- ustu þeirra. Sem dæmi má nefna Vífilfell, sem á forláta Ford-T kók- bíl og Póst- og símamálastofnun sem nú er að láta gera upp fyrir sig Ford rútu árgerð 1930, sem notuð var í póstflutninga á árunum fyrir stríð. 46 ára gamall og upprunalegur LANDMÆLINGAR íslands hafa eignast forláta Willy’s jeppa árgerð 1946, samskonar þeim sem Vegagerð ríkisins keypti nýjan og notaði í upp- hafi landmælinga hér eftir seinni heimsstyrjöld þegar sú stofnun tók við landmælingum af Dönum. Willy’s-jepparnir komu fyrst til landsins á stríðs- árunum ásamt Ford-jeppum. í lok stríðsins hófst reglubundinn innflutningur á Willy’s CJ2A landbúnaðaijeppum. Voru flutt inn nokkur þúsund eintök á árunum 1946 og 1947. Þeir voru knúnir áfram af fjögurra strokka „flathead" vélum, sem voru 63 hestöfl. Slík vél, upp- runaleg, er i Landmælingajepp- anum. í stuttu ágripi af sögu þessa merkisfarartækis, sem Orn Sig- urðsson deildarstjóri hjá Land- mælingum íslands hefur tekið saman, kemur fram að jeppann hafí Kristján Gíslason frá Skógar- nesi, sem lengst af starfaði við skipasmíðar í Stykkishólmi, eign- ast nýjan árið 1946. Byggði hann yfir bílinn vandað fulningshús, sem hefur það sérkenni umfram önnur að vera með spísslaga fram- stykki eða stefni, ekki ólíkt því sem gerist á stýrishúsum báta. Voru einungis tveir Willy’s-jeppar þann- ig útlítandi, báðir smíðaðir af Kristjáni. Að sögn Arnar Sigurðssonar eru enn til 230 Willys’j- eppar af árgerðum 1946 og 1947 á bif- reiðaskrá á Islandi, en fáir þeirra eru enn í upprunalegu horfi, eins og land- mælingajeppinn, sem ekki hefur verið breytt að öðru leyti en því að hann hefur verið málaður og sett hefur verið á hann „originaT* toppgrind, sem Landmælingamönnum tókst að hafa upp á skömmu eftir að þeir keyptu jeppann af Heiðari Stein- grímssyni í sumar. Landmælingajeppinn er í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.