Morgunblaðið - 24.09.1992, Page 1
72 SIÐUR B/C
217. tbl. 80. árg. FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Helmut Kohl kanslari leggur til að viðauka verði bætt við Maastricht-sáttmálann
Opel í stað Trabants
Reuter.
Helmut Kohl var i gær viðstaddur opnun nýrrar verksmiðju Opel-bifreiðafyrirtækisins í borginni Eisenach í austur-
hluta Þýskalands. Hafist var handa við að reisa verksmiðjuna fyrir nítján mánuðum síðan og er þetta umfangs-
mesta fjárfesting sem fyrirtæki hefur ráðist í í nýju sambandslöndunum. Stendurtil að framleiða 150 þúsund bifreiðar
í verksmiðjunni á ári. Borgin Eisenach hefur löngum verið miðstöð bifreiðaiðnaðar en þar voru til skamms tíma
framleiddar bifreiðar af gerðinni Trabant. Hér sést Kohl sitja í fyrstu Opel Astra bifreiðinni sem framleidd var í
verksmiðjunni ásamt Louis R. Hughes forstjóra General Motors í Evrópu.
Danir krefjast
að hlutverk EB
verði skilgreint
Kaupmannahöfn, Bonn. The Daily Telegraph.
POUL Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í gær að það
sem áunnist hefði í sameiningarmálum Evrópu gæti verið í alvar-
legri hættu ef ekki fyndist ásættanleg lausn varðandi framtíð
Maastricht-sáttmálans um pólitískan og efnahagslegan samruna
ríkja Evrópubandalagsins (EB). „Það sem við höfum lært á síðustu
fjórum mánuðum, sérstaklega með þjóðaratkvæðagreiðslunum í
Danmörku og Frakklandi, er að við eigum á hættu að mistakast
ef við njótum ekki stuðnings almennings," sagði Schluter. Hann
sagði mjög mikilvægt að það yrði skilgreint mjög nákvæmlega
hvað EB ætti að gera og gæti gert og ekki síst hvað bandalagið
ætti að láta afskiptalaust.
Danski forsætisráðherrann
sagði að dæmi um það sem „skrif-
finnar í Brussel“ ættu að láta af-
skiptalaust væru reglur um veiði-
leyfi og hreinleika stöðuvatna.
Sagði hann að tína mætti til hundr-
Seðlabankar heyja harða
baráttu til bjargar EMS
Lundúnum. Reuter.
SEÐLABANKAR Frakklands og Þýskalands keyptu franska
franka í ríkum mæli í gær til að halda gengi gjaldmiðilsins í
jafnvægi og bjarga Evrópska myntsamstarfinu (EMS). Bönkun-
um tókst að bjarga frankanum, að minnsta kosti um stundarsak-
ir, en fjármálamenn sögðu að þessari mestu kreppu Evrópska
myntsamstarfsins frá stofnun þess 1979 væri ekki lokið.
Franski seðlabankinn keypti
franka og hækkaði vexti í gær-
morgun með þeim árangri að
gengi gjaldmiðilsins fór úr 3,4220
gagnvart markinu í 3,3935 á
nokkrum mínútum. Síðdegis í gær
var hann skráður á 3.4110 mörk.
„Frankinn er undir ótrúlegum
þrýstingi og orðrómur er á kreiki
um að franski seðlabankinn hafi
jafnvel eytt öllum þeim fjármunum
sem hann hafði aflögu,“ sagði
bandarískur fjármálamaður í
Lundúnum. „Ef bankinn tapar
þessari baráttu er Gengissamstarf
Evrópu búið að vera.“
Gengissamstarf Evrópu (ERM)
er hornsteinninn í áætlunum Evr-
ópubandalagsins (EB) um mynt-
samruna aðildarríkjanna. Bresk
og ítölsk stjórnvöld ákváðu að
draga gjaldmiðla sína úr ERM í
síðustu viku eftir að þeir höfðu
fallið í gengi vegna spákaup-
mennsku í kauphöllunum.
Viðskipti með gjaldmiðla hafa
aukist gífurlega á undanförnum
árum og talið er að þau nemi nú
500-1.000 milljörðum dala á degi
hverjum, þannig að þeir sjóðir sem
stjórnvöld hafa til að verja gjald-
miðla sína virðast harla rýrir.
Fjármálasérfræðingar sögðu að
Frakkar gætu reitt sig á mun
meiri stuðning frá Þjóðverjum en
Bretar og ítalir fengu. Fjármála-
ráðherrar Frakklands og Þýska-
lands gáfu út sameiginlega yfírlýs-
ingu í gær um að ekkert yrði hrófl-
að við gengisviðmiðun frankans
gagnvart markinu. Sérfræðingar
sögðu þó að franski seðlabankinn
hefði takmarkaða fjármuni til að
veija frankann. Varasjóður bank-
ans hefði numið 97,78 milljörðum
franka í lok ágúst en rýrnað veru-
lega þegar hann keypti franka í
síðustu viku.
Nokkrir fjármálamenn veltu því
fyrir sér hversu lengi seðlabank-
arnir gætu haldið áfram að veija
Gengissamstarf Evrópu. „Ein-
hvern tíma kemur að því að þeir
verða að gera það upp við sig
hvort það borgi sig að halda
gjaldmiðlunum í jafnvægi með svo
miklum tilkostnaði,“ sagði banda-
rískur fjármálamaður í New York.
Seðlabankar Spánar og írlands
gripu einnig til aðgerða til að veija
gjaldmiðla sína, sem standa höll-
um fæti. Seðlabanki Irlands keypti
pund og spænski seðlabankinn
setti höft á gjaldeyrisviðskipti, sem
gera það að verkum að dýrara
verður fyrir banka að fjármagna
gjaldeyrisbrask.
Dollarinn styrktist gagnvart
evrópsku gjaldmiðlunum í gær,
var skráður 1,495 mörk, en staða
hans var hins végar veik gagnvart
japanska jeninu.
Reuter.
Seðlabönkum Frakklands og Þýskalands tókst í gær að koma í veg
fyrir að gengi franska frankans lækkaði um of gagnvart þýska mark-
inu. Var mikið um að vera á gjaldeyrismörkuðum eins og hér í kaup-
höllinni í París.
uð dæma af þessu tagi. Schliiter
sagði að meðal þess sem Danir
myndu leggja til á næsta leiðtoga-
fundi EB, sem haldinn verður í
Bretlandi í næsta mánuði, væri að
ákvarðanatökuferlið innan banda-
lagsins yrði gert opnara, að það
sem fram færi á fundum ráðherra-
ráðsins yrði gert opinbert og að
þjóðþing einstakra aðildarríkja
fengju aukin áhrif á stefnu banda-
lagsins.
Hann sagðist vera reiðubúinn
að halda aðra þjóðaratkvæða-
greiðslu um sáttmálann á fyrri
hluta næsta árs en þar kæmi ekki
til greina að kjósa um sama sátt-
málann öðru sinni. í staðinn bæri
að bera undir atkvæði þríþættann
sáttmála sem samanstæði af nú-
verandi sáttmála, sérstökum við-
auka um opnari stjórnarhætti og
niðurfærslu og loks sérstökum við-
auka um að Danir væru ekki skuld-
bundnir að taka þátt í lokastigi
Myntbandalags Evrópu (EMU),
þegar tekin verður upp ein sameig-
inleg mynt innan EB. í hugtakinu
niðurfærslu felst að ákvarðanir
beri ávallt að taka á lægsta mögu-
lega stjórnstigi næst þeim sem
ákvarðanirnar varða.
Helmut Kohl, kanslari Þýska-
lands, skýrði frá því á ríkis-
stjórnarfundi í gær að fundur hans
með Francois Mitterrand Frakk-
landsforseta í París á þriðjudag
hefði einungis verið upphafið að
ferli sem miðaði að því að móta
nýja stefnu fyrir bandalagið í sam-
vinnu við önnur aðildarríki. Sagð-
ist hann ætla að leggja það til á
leiðtogafundinum að sérstökum
„útskýringar- og túlkunar“-við-
auka yrði bætt við sáttmálann til
að slá á ótta almennings um að
markmið Maastricht myndu stefna
þjóðareinkennum í hættu.
Hópur sérfræðinga metur afleiðingar Persaflóastríðsins
Barnadauði í Irak marfffaldast
Boston. Reuter.
BARNADAUÐI meðal iraskra barna yngri en fimm
ára hefur þrefaldast eftii' að Persaflóastríðið var
háð og hefur aukningin verið mest í þeim héruðum
í norður- og suðurhluta landsins þar sem uppreisnir
hafa verið gegn Saddam Hussein, forseta Iraks. Er
þetta niðurstaða rannsóknar alþjóðlegs hóps visinda-
manna en skýrsla þeirra birt í tímaritinu New Eng-
land Journal of Medicine í gær.
Sérfræðingarnir rekja ástæður aukins barnadauða til
óbeinna afleiðinga sprengjuárásanna í stríðinu, refsiað-
gerða Sameinuðu þjóðanna og uppreisna gegn Saddam.
Minnst var aukningin í þeim hluta landsins sem varð
fyrir mestum sprengjuárásum þ.e. höfuðborginni
Bagdad. Þar fjölgaði dauðsföllum barna á þessum aldri
um 70%. í norðurhluta íraks þar sem Kúrdar hafa bar-
ist gegn Saddam var aukningin 500% og í suðurhlutan-
um, þar sem shítar hafa gert uppreisn, var hún 340%.