Morgunblaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992
Rannsókn EB á rækjuútflutningi héðan
í SUMAR rannsökuðu eftirlitsmenn frá EB útflutning á rækju héðan
á markaði í EB-löndunum. Náði rannsókn þessi yfir tímabilið 1989 til
1991 og í ljós kom að töluvert hafði verið um að rækja frá Rússlandi,
Kanada og Grænlandi, sem unnin var hér, var seld til EB sem íslensk
rækja. Af þeim útflutningi þurfa framleiðendur að greiða 20% toll.
Samkvæmt upplýsingum sem að íslendingar fluttu út meira af
Morgunblaðið aflaði sér í höfuðstöðv- rækju en þeir veiddu á þessu þriggja
um EB í Brussel mun íslensku útflytj-
endunum verða gefinn kostur á að
skila greinargerð um hve mikið af
útflutningi þeirra var ekki í samræmi
við reglur um uppruna rækjunnar
og að þeir þurfi aðeins að greiða 20%
tollinn af Jþví magni sem ekki var
veitt við ísland en ekki heildarút-
flutningnum.
Forsendur fyrir rannsókn EB voru
Rjúpna-
stofninn
ára tímabili og hún kom í kjölfar
svipaðrar rannsóknar sem EB fram-
kvæmdi í Færeyjum en í kjölfar þeirr-
ar rannsóknar var Færeyingum gert
að greiða umtalsverðar sektir.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra segir að honum skiljist að
nokkur misbrestur hafi komið fram
við rannsókn EB á að ekki var gætt
upprunareglna við rækjuútflutning
héðan. Hins vegar hafi ráðuneytinu
ekki borist enn neinar tölur um hve
mikið magn sé að ræða á þessu
þriggja ára tímabili. „Skýrslugerð til
okkar um mál þetta er ekki að fullu
lokið en okkur hefur verið tilkynnt
um að það verði innan skamms,"
segir Þorsteinn.
Þurr farvegur Þjórsár
Morgunblaðið/Victor Helgason
Árfarvegur Þjórsár var þurr á fimmtán kílómetra
kafla í fyrradag en eðlilegt rennsli var ofan og neð-
an við þennan kafla. Starfsmenn Búrfellsvirkjunar
lokuðu fyrir rennsli árinnar í Sultartangastíflu og
tæmdu árfarveginn niður að Búrfellsvirkjun, Notuðu
þeir síðan vatn úr Búrfellslóni til að keyra virkjun-
ina og halda rennsli í ánni neðan Búrfells. Að sögn
Áma Benediktssonar stöðvarstjóra var þetta gert
til að hægt væri að undirbúa viðgerð á sandi^ásum
undir stíflumannvirkjum Búrfellsvirkjunar og ýta
út sandhaug sem safnast hafði í og farinn var að
torvelda ísskolun. Lokað var fyrir rennslið að morgni
síðastliðins þnðjudags og vatninu hleypt aftur á
undir kvöld. Á myndinni sjást ýturnar að störfum í
árfarveginum ofan Búrfellsstíflu. Allt þetta svæði
er nú aftur undir vatni.
svipaður Borgarspítalinn nær sparnaðarmarkmiðum sínum fyrstu átta mánuði ársins
Greiða þarf 20% toll
af annarri rækju en
íslenskri frá 1989
og í fyrra HefuT sparað þióðarbúinu
TALIÐ er að ijúpnastofninn í ár JL ^ *
450 milljónir á þessu ári
TALIÐ er að ijúpnastofninn í ár
sé svipaður eða ívið lakari en
fyrra en þá var stofninn talinn í
lágmarki, að sögn Ævars Peter-
sen fuglafræðings hjá Náttúru-
fræðistofnun. Þessi niðurstaða e>
byggð á talningum sem gerðar
voru í vor víðs vegar um landið
en hins vegar hafa engar rann-
sóknir verið gerðar á hugsanleg-
um áhrifum Jónsmessuhretsins á
stofninn, en það kom á viðkvæm-
um tíma fyrir varpið og getur því
spillt enn frekar fyrir veiði á
Fyrst og fremst starfsfólkinu aðþakka, segir fr amkvæmdaslj ór inn
ijúpnavertíðinni,
október.
sem hefst 15.
Ævar sagði að niðurstöður taln-
inganna í vor hefðu komið mönnum
á óvart þar sem talið hefði verið að
stofninn hefði náð lágmarki í fyrra
og því hafi verið talið að einhver
batamerki ættu að sjást í vor. Ævar
sagði að í gegnum tíðina hefði stofn-
stærð ijúpunnar farið í gegnum
sveiflur sem tækju um það bil áratug
en toppamir gætu verið misháir og
lægðimar misdjúpar.
Ævar sagði að þrátt fyrir léleg
ár nú virtist stofninn betri en 1979
og 1980 en þá náði stofninn lág-
marki eftir að hafa farið vaxandi frá
hafíssumrunum á seinni hluta sjö-
unda áratugarins. Hins vegar sagði
hann að upplýsingar og rannsóknir
um ijúpnastofninn væm af skornum
skammti og hefði svo verið síðan
rannsóknum Finns Guðmundssonar
lauk árið 1976 en honum entist ekki
nlHiir oA - *** '**“
í YFIRLITI yfir rekstur Borgarspítalans á fyrstu átta mánuðum
þessa árs kemur í ljós að spítalinn hefur náð sparnaðarmarkmiðum
sínum. Jóhannes Pálmason framkvæmdastjóri spítalans segir að
miðað við þær forsendur sem gefnar voru í upphafi hafi hagræðing
innan spítalans sparað þjóðarbúinu um 450 milljónir króna. „Þessi
árangur er fyrst og fremst starfsfólki spítalans að þakka og góðri
samvinnu þess við sljórn spítalans i að ná þessum markmiðum,“
segir Jóhannes.
I fyrrgreindu yfirliti kemur fram
að miðað við fyrstu átta mánuði
ársins 1991 hefur legudögum á
spítalanum fækkað um 1,2% en á
sama tíma hefur sjúklingum fjölgað
um 12,9% og aðgerðum fjölgað um
7,2%. Spítalinn hefur náð að draga
saman launaútgjöld þannig að dag-
vinna mæld í stöðugildum er 3,1%
minni í ár en í fýrra og yfirvinna
mæld í stundum er 6,8% minni.
„Við erum ákaflega ánægðir með
þessa góðu niðurstöðu úr rekstrin-
um en jafnframt er Ijóst að þessu
markmiði var ekki hægt að ná nema
með góðri samvinnu við starfsfólk-
ið,“ segir Jóhannes. „Og við gerum
okkur ljóst að álag á sumum deild-
um hér hefur aukist mikið. Tölurn-
ar um fækkun legudaga en fjölgun
sjúklinga sýna að gegnumstreymi
sjúklinga á spítalanum hefur aukist
ídag
Sæsteinsmuga í trollið________
Hamrasvanurfékk undarlegan físk í
rækjutrollið 4
Kokhroustir umbótasinnar
Hart var deilt á rússneska þinginu
um einkavæðingaráform stjómvalda
24
Fá ekki dönskukennslu_________
Enginn dönskukennari fæst fyrir
fyrstaársnemendur í Menntaskólan-
um á Akureyri 30
Leiðari
Eflum öryggiskennd bamanna 26
TOSBRiAaviiaratfF
HAGKVÆMASTI
KOSTURINN
ÞEGAR
ALLS ERGÆTL
A dagskrá
► Mynd um siQaspell - Viðtal
við Margréti Helgu Jóhannsdótt-
ur leikkonu - Heimildamynd um
Sveinbjöm EgiLsson - Fjallað um
myndina Hvíti víkingurinn
ViÖskipti/Atvinnulíf
► Sæstrengur í sjónmáli? -
Starfsmannamál Eimskips -
Verkefnisfjármögnun - Afkoma
Sjóvar-Almennra - Hlutabréfa-
sala Hafamarins
að svo megi verða,“ segir Árni. „Má
þar sem dæmi nefna gæðaverkefni
sem verið hefur í gangi á röntgen-
deild og skilað hefur góðum árangri
en áformað er að koma því verk-
efni einnig á aðrar deildir.“
Á fyrstu átta mánuðum ársins
fækkaði legudögum úr 106.015 í
fyrra niður í 104.741 í ár. Sjúkling-
um fjölgaði hins vegar úr 6.417 í
fýrra og í 7.245 í ár. Dagvinna í
stöðugildum minnkaði úr 1.323 nið-
ur í 1.282 og yfirvinna í stundum
minnkaði úr 370.545 og í 345.249.
en við fengum sérstaka fjárveitingu
til að sinna aukningu sjúklinga í
kjölfar lokunar á bráðamóttöku
Landakotsspítalans."
Hvað framtíðina varðar segir
Jóhannes að þessi hagræðing í
rekstri ætti að geta haldist að öllu
óbreyttu þó að spítalinn fái ekki
ráðið við ef ytri aðstæður breytast
eins og til dæmis að sjúklingum
fjölgi.
Árni Sigfússon formaður stjómar
sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar
segir að þessar tölur sýni að sparn-
aðaráætlanir muni standast þrátt
fyrir verulega aukningu á sjúkling-
um og aðgerðum.. „Eg tel rekstur
Borgarspítalans nú í góðu horfí og
þessar tölur sýna okkur að það er
hægt að ná árangri. Vandinn er að
tryggja að þessi árangur verði við-
varandi en ýmislegt er á döfínni til
Afkáraleg íslenska í bæklingi
Skrifstofan keypti
köttinn í sekknum
- segir framkvæmdasljóri Alís
„Velkomin Landshulutanum
sem Taka a Möti,“ er eitt af
mörgum dæmum um afkára-
lega íslensku í breskum kynn-
ingarbæklingi um norðaustur
England fyrir íslendinga. Af
forsíðu bæklingsins með aug-
lýsingu frá ferðaskrifstofunni
Álís mætti ætla að hún hafi
staðið að útgáfu hans en Skúli
Gunnar Böðvarsson, fram-
kvæmdastjóri ferðaskrifstof-
unnar, segir að hún hafi keypt
köttinn í sekknum þegar hún
hafi keypt auglýsingu í bækl-
inginn hjá breska kynningar-
fyrirtækinu Admast.
Skúli sagði að með tilliti til tíðra
ferðalaga Islendinga til Newcastle
hefði kynningarfyrirtækið Ad-
mast ákveðið að gefa út upplýs-
ingar um svæðið og láta liggja
frammi á ýmsum ferðamanna-
stöðum. Ferðaskrifstofunni hefði
verið boði&að auglýsa í bæklingn-
um og hefði sú saga fylgt með
að útgefendumir hefðu færa þýð-
endur á sínum snærum. Annað
hefði aftur á móti komið í ljós við
útkomu bæklingsins og sagði
Skúli að ferðaskrifstofan hefði
greinilega keypt köttinn í sekkn-
um því hann hefði talið mörg
hundruð villur í bæklingnum.
Aðspurður sagði Skúli að bækl-
ingurinn lægi frammi á ferða-
mannastöðum í norðaustur Eng-
landi en honum hefði ekki verið
dreift á íslandi. Aftur á móti sagði
hann að mikið væri leitað eftir
upplýsingum um svæðið hjá ferða-
skrifstofunni og ef fólk spyrði
eftir bæklingi af þessu tagi fengi
það bæklinginn með viðvörun frá
starfsfólki ferðaskrifstofunnar.
Skúli segist hafa borið fram
kvartanir vegna bæklingsins en
ekki fengið nein viðbrögð.