Morgunblaðið - 24.09.1992, Page 4

Morgunblaðið - 24.09.1992, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 Kjaradeila starfsmanna ISAL og vinnuveitenda Yfirvinnubann o g vinnu- stöðvun við útflutning STARFSMENN álversins í Straumsvík, sem eru félagsmenn verkamannafélagsins Hlífar, sam- þykktu í gær tillögu um að fara fram á það við trúnaðarmannaráð Hlífar að samþykkja vinnustöðv- í tilkynningunni segir ennfremur að forráðamenn Meleyrar telji ákvörðun Landsbankans óeðlilega. „Þegar bankinn lokaði fyrir viðskipt- in hafði fyrirtækið greitt niður afurð- alán sín úr 95 milljónum niður í 40 un við útflutning á áli og bann við yfirvinnu. Þetta sé gert til að knýja á um gerð nýrra kjarasamn- inga á grundvelli miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Um 40% starfs- manna álversins eru í Hlíf, og milljónir og í dag er þessi upphæð komin niður í 23 milljónir og verður komin í 13 milljónir um helgina," segir í tilkynningunni. „ÖIl önnur viðskipti fyrirtækisins við bankann eru þar að auki í skilurn." greiddu 94 þeirra atkvæði með tillögunni, 9 voru henni andvígir og þrír seðlar voru auðir. Að sögn Sigurðar Tr. Sigurðsson- ar, formanns Hlífar, mun trúnaðar- mannaráð Hlífar fjalla um niður- stöðu atkvæðagreiðslunnar í gær. Hefðin væri þó sú að það væri veitt sem farið væri fram á, en eftir ætti að ákveða nánar tímasetninguna. Aðspurður um hvort þetta hefði í för með sér stöðvun starfseminnar í ál- verinu sagði Sigurður svo ekki vera. „Þeir geta flutt inn skaut og súr- ál og haldið áfram sinni starfsemi. Við förum ekki fram á að þeir loki verksmiðjunni. Þeir verða bara að safna birgðum, og svo geta þeir líka samið við okkur um 1,7% kauphækk- un eins og við aðra launþega, og þá fara allir glaðir og ánægðir hver heim til sín,“ sagði hann. Ekki tókst að ná í forsvarsmenn álversins í Straumsvík í gærkvöldi. Hvammstangi Meleyri starfar áfram Rækjuvinnslan Meleyri mun starfa áfram þrátt fyrir að Landsbank; inn hafi hafnað áframhaldandi afurðalánaviðskiptum við fyrirtækið. í tilkynningu sem Meleyri sendi frá sér um málið í gærdag segir m.a. að fyrirtækinu stafi meiri hætta af gengissigi pundsins en tilraunum Landsbankans til að gera fyrirtækið tortryggilegt. Pipulögn Málun Frágangur lóðar Verkstjóm o.fl. Dúkalagning og veggfóðrun Opinber gjöld Vélavinna, akstur o.fl. Ýmislegt Teikningar Húsasmíði Byggingar- vísitalan Breytingar einstakra iiðafráoktóber1991 til október1992 Múrverk H 0,3% -1,3% Raflögn ÍBIikk BYGGINGARVÍSITALAN ' Vinnuliðir alls r -ogjámsm. jr ■1,0% ' -0,1% | Efnisliðir alls J Byggingarvísitalan hækkar um 1% á ári Verðlækkun á efni heldur vísitölu niðri VEÐUR íDAG kl. 12.00 Heimild: Veöurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gœr) VEÐURHORFURIDAG, 24. SEPTEMBER YFIRLIT: Við Hornafjörð er grunn lægð, sem þokast austur, en yfir vest- anverðu Grænlandshafi er vaxandi hæðarhryggur sem mun hreyfast austur. Yfir Labrador er vaxandi lægö, sem hreyfist norðaustur. SPÁ: Norðaustlæg átt, gola eða kaldi. Léttskýjað sunnan lands og vest- an. Skýjað með köflum norðan lands en dálítil þokusúld eða rigning með köflum austan til á landinu. Hiti 6-12 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Sunnanátt, nokkuð hvöss og víða dálítil súld vestan til en hægari um austanvert landið. Suðaustan lands verður skýj- að með köflum en léttskýjað norðaustan til. Hlýtt verður í veðri. HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnan og suðaustan átt, nokkuð hvöss, rign- ing um sunnan- og vestanvert landið en skýjað og að mestu þurrt norð- austan til. Heldur kólnandi veður. Svarsími Veðurstofu íslands — Veöurfregnir: 990600. ▼ Heiðskírt r / r r r r r r Rigning Léttskýjað Hálfskýjað * r * * * * * / * * r * r * * * Slydda Snjókoma ýk tk Skýjað Alskýjað V ^ v Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörín sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindsfyrk, heil fjöður er 2 vindstig^ 10° Hitastig V Súld = Þoka dig-. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 í gær) Allir helstu þjóðvegir landsins eru nú greiðfærir. Ýmsir hálendisvegir eru ennþá taldir þungfærir eða ófærir vegna sjóa. Má þar nefna Sprengi- sandsveg norðanverðan, Eyjafjarðarleið, Skagafjarðarieið og Kverkfjalla- leið en Kjalvegur er fær fjallabílum. Fjallabaksleiðir, nyrðri og syðri, eru snjólausar og sama er að segja um Lakaveg. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðln. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hftl veður Akureyri Reykjavfk 7 8 alskýjað þokumóöa Bergen 15 alskýjað Helsink! 16 léttskýjað Kaupmannahöfn 18 skýjað Narssarssuaq 3 skýjað Nuuk 5 Óslé 14 alakýjað Stokkhólmur 17 léttskýjað Þórshöfn 10 alskýjað Algarve 24 hálfakýjað Amsterdam 18 rigning Barcelona 23 skýjað Berlfn 21 léttskýjað Chicago 7 léttskýjað Feneyjar 23 þokumóða Frankfurt 18 skýjað Glasgow 16 léttskýjað Hamborg 17 rigning London 14 skýjað LosAngeles 20 heiðskirt Lúxemborg 14 skýjað Madríd 21 léttskýjað Malaga 25 lóttskýjað Mallorca 26 skýjað Montreal 6 léttskýjað NewYork 14 lóttskýjað Orlando 25 alskýjað Parfa 14 skýjað Madelra 24 skýjað Róm 27 hólfskýjað Vín 24 helðskfrt Washlngton 14 hálfskýjað Winnipeg 6 léttskýjað VERÐLÆKKUN nokkurra efnisliða sem vega þungt við útreikning byggingarvísitölunnar er ástæða þess að vísitalan hefur aðeins hækkað um 1% á einu ári. Frá því í október á síðasta ári hafa vinnuliðir vísi- tölunnar hækkað um 2,6% að meðaitali en efnisliðir lækkað um 0,1%. Rósmundur Guðnason í vísitölu- deild Hagstofu íslands segir að hækkun vinnuliðanna sé aðallega vegna kjarasamninganna í vor. Verð einstakra hráefnisþátta hefur breyst misjafnlega. Hækkanir sem orðið hafa á efni til pípulagna og málningu á tímabilinu leiða til þess að þessir verkliðir í vísitölunni hækka töluvert umfram meðaltal, eða 4,3 og 3,3%. Aftur á móti eru hækkanir á mikil- vægum verkþáttum eins og húsa- smíði ög múrverki undir meðaltali og er ástæðan fyrir því að efnisliðir hafa hækkað lítið á tímabiiinu eða jafnvel lækkað. Loks má geta þess að raflagnir hafa lækkað um 1,3% og blikk- og jámsmíði um 3,1%. Er það vegna þess að hráefnið hefur lækkað í verði. Rósmundur segir að þessar breytingar á efnisverði hafi bæði orðið vegna breytinga á heims- markaðsverði, eins og til dæmis lækkun á stáli og áli, og vegna auk- innar samkeppni í byggingavöru- verslun hérlendis. . Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson Fremsti hluti hinnar eins metra löngu sæsteinsugu sem Hamrasvan- ur SH 201 fékk út af Jökli. Skagaströnd Hamrasvanur fékk sæsteinsugu í trollið Skagaströnd. HAMRASVANUR SH 201 fékk undarlegan fisk á rækjumiðun- um 20-30 mílur vestur af Snæ- fellsjökli nýlega. Fiskurinn reyndist vera tæplega eins metra löng sæsteinsuga en heimkynni hennar eru beggja vegna Atl- antshafsins og þó hún þvælist stundum til Islands er ekki vitað til að hún hrygni hér. í bókinni Islenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson kemur fram að kjaftur sæsteinsugunnar er nokkurs konar sogskál sem hún notar til að sjúga sig fasta á aðra fiska. Hún lifir síðan á því að sjúga blóð úr fórnardýri sínu sem getur verið allt frá síld og upp í stærstu beinhá- karla. Til að betur gangi að ná blóði úr fómardýrinu þá gefur sæstein- sugan frá sér efni sem kemur í veg fyrir að blóðið storkni. Sæsteinsugan hrygnir í ósöltu vatni og verður því að fara upp ár og læki til að fínna sér hrygningar- stað. Hiti vatnsins verður að vera 10-21 gráða til að hún hrygni og því er talið að of kalt sé á Islandi til að hún geri það hér. Að hrygn- ingunni lokinni deyr síðan sæstein- sugan. Eftir, 3-5 ár halda seiðin, þá 15-20 cm löng, til sjávar og taka þar upp lifnaðarhætti foreldra sinna. Tveimur ámm seinna eru seiðin orðin kynþroska og geta haldið á ný upp í ósalta vatnið til að fjölga sér og deyja. . ÓB ------------♦--------- Drengur á hjóli fyrir bíl ÞRETTÁN ára drengur á reið- bjóli varð fyrir bíl á Reykjanes- braut við Hamraberg í Hafnar- firði, í grennd við nýja íþróttahús- ið, um klukkan fimm í gær. Drengurinn var ásamt fleirum að hjóla yfir götuna en varð fyrir jeppa sem þar átti leið um. Hann var fluttur á slysadeild til rannsóknar. Hann var talinn bein- brotinn en áverkar hans vom ekki taldir lífshættulegir, að sögn lög- reglu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.