Morgunblaðið - 24.09.1992, Síða 14

Morgunblaðið - 24.09.1992, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 Menn og menntir norðan heiða Bókmenntir Erlendur Jónsson HÚNAVAKA. 32. ár. 354 bls. Útg. Ungmennasamband Austur- Húnvetninga. 1992. Átthagafræði hét kennslugrein í barnaskólum sem oft var til um- ræðu kringum miðja öldina. Rithöf- undur nokkur benti þá á að greinin sú fjallaði raunar um margt annað en átthaga og gæti þess vegna heitið hvað sem væri. Orð hans koma í hugann við lestur Húnavöku því þar er einmitt á ferð raunveru- leg og ósvikin átthagafræði. Þetta er stórt rit og fjölbreytt, langmest skrifað af heimamönnum og efnið allt heimahögum tengt. Stefán Á. Jónsson var meðal stofnenda ritsins og hefur æ síðan verið ritstjóri þess og hugmyndasmiður. Auk formála er hann að þessu sinni höfundur viðtals er hann átti við Torfa Jóns- son, bónda á Torfalæk. Segir Torfi þar frá þjóðháttum í æsku sinni og búskaparháttum á fyrri hluta aldar- innar, en hann var lengi bóndi þar á föðurleifð sinni. Annað viðtal er í bókinni, en þar ræðir Jóhann Guðmundsson við Elísabetu Sigurgeirsdóttur. Elísa- bet er aðflutt og getur því skoðað lífshætti Húnvetninga með glöggu gests auga, en hún hefur eigi að síður blandað sér í hópinn og gerst virk í félagslífi í héraði. Því er ekki að neita að viðtals- formið er að verða nokkuð slitið. Það getur þó átt við þegar verið er að leita eftir tilteknum fróðleik sem viðmælandinn býr yfir og skrá- setjari vill bjarga frá gleymsku. Og svo er einmitt um bæði þau viðtöl ■ SKEMMTITRÍÓIÐ Fánar leikur á veitingahúsinu Hressó annaðkvöld, föstudagskvöld. Tríóið leikur danstónlist er meðlimir þess eru Magnús Einarsson gítarleik- ari, Þórður Högnason kontra- bassaleikari og Bergsteinn Björg- úlfsson sem leikur á trommur og syngur. Á laugardagskvöldið verður rokkhljómsveitin Ham með útgáfu- tónleika á Hressó. sem þarna eru birt. Að öðru leyti er efni þessarar Húnavöku dæmigert fyrir rit af þessu tagi: stuttir frásöguþættir um minnisstæð atvik úr daglega lífinu, ferðasögur, frásögur af dularfullum atvikum, lýsingar á fyrri tíma hí- býla- og búskaparháttum, smásög- ur og kveðskapur. Héraðsrit á að vera vettvangur heimamanna þar sem þeir geta komið á framfæri því sem á hugann leitar. Þarna er saga héraðsins skráð frá ári til árs og þar með varðveitt handa síðari tíma fræðimönnum. Meðal annars er þarna kafli sem ber yfirskriftina Fréttir og fróðleikur og annar þar sem getið er látinna á fyrra ári; stutt grein um hvern og einn. Minn- ingargreinar hafa hingað til verið skoðaðar sem dagblaðaefni. Spurn- ing er hvort þær eiga ekki fremur heima í riti eins og Húnavöku. í greinunum er getið um helstu æviatriði og síðan fylgir gagnorð mannlýsing á viðkomandi. Vafa- laust mætti hafa margan fróðleik af greinum þessum ef þær væru lesnar sem heild með tölfræðina í huga. Til dæmis er sýnt að margir Húnvetningar ná nú háum aldri, hvergi sjaldgæft að þeir komist á tíunda tuginn og jafnvel nálgist hundraðið. Slíkur aldur var til skamms tíma talinn til einsdæma. Svo er ekki lengur. Nú er líka að falla í valinn síðasta kynslóðin sem ólst upp við miskunnarlausa lífsbar- áttu, stundum við verulegt harð- ræði: »Þar var hann látinn vinna við vatnsburð, sem krepptar hendur hans báru upp frá því vitni um.« Og um sama mann segir að sautján ára hafí hann í fyrsta skipti »lifað það að_ standa saddur upp frá borði«. í Skagafirði ólst hann upp, maðurinn sá, en fluttist síðar vestur yfir Stóra-Vatnsskarð og gerðist Húnvetningur. Margur hleypur yfír íþróttaþætti sem oftar en ekki byggjast á tölum um hæð og lengd í hlaupum og stökkum. Iþróttasagan í þessari Húnavöku er annars eðlis; tengist mannlífssögunni með beinni hætti.' Er þar getið Qölda manna sem gert hafa garðinn frægan vegna íþrótta- Bók sem beðið var eftir Bækur Stefán Á. Jónsson afreka. Þeirra á meðal er Pálmi Jónsson, þingmaður Húnvetninga, en hann segir þarna frá reynslu sinni sem íþróttamaður á yngri árum. Öll er Húnavaka vel læsileg. Og margt efni hennar skírskotar til allra sem kunna gott að meta, hvar sem þeir eiga heima. Pétur Pétursson Bænabók; leiðsögn á vegi trúar- lífsins. Séra Karl Sigurbjörnsson tók saman. Skálholtsútgáfan 1992, 216 bls. Ætla mætti að útkoma bænabók- ar teljist ekki mikil tíðindi. Fyrstu bækur sem prentaðar voru í nokkru upplagi hér á landi voru alþýðleg trúarrit, postillur, hugvekjur og sálmabækur og voru þessar bækur alþýðu manna löngum handhægari en sjálf Biblían. Nú er öldin önnur segjum við og allt milli himins og jarðar er prentað og gefið út og úrval lesefnis er /eg-jo.Könnun sem Guðfræðistofnun HI gerði 1987 sýn- ir að örfáir fletta reglulega í sálma- bókinni (6% oftar en einu sinni í mánuði) og sama er að segja um Biblíuna (4%). Hins vegar biðja ís- lendingar mikið til Guðs. Um það bil þriðjungur þeirra segir sig biðja daglega eða því sem næst. Af hveiju held ég því fram að útkoma þessarar bókar sé eitthvað sérstök? Jú, í fyrsta lagi vegna þess að fólk hugsar mikið um trúmál, hefur mikla trúarþörf, en sækir lítt til hefðbundinna trúarstofnana um leiðsögn og næringu fyrir trúarlíf sitt. Margir eru ráðvilltir og sumt sem andlega þyrst fólk sækir í getur vart talist holl fæða. Það ráfar úr einu í annað og finnur ekkert sem hald er í. I öðru lagi er bókin þann- ig upp byggð og efnið þannig valið og fram sett að það hentar vel hinum margumtöluðu nútímaaðstæðum. Hún hefur eitthvað fyrir alla, hver sem þeir eru staddir á vegi trúarlífs- ins og við hinar ýmsu aðstæður. Þar eru bænir fyrir fólk í ijárhagskrögg- um (nr. 128); bæn fyrir uppskurð (nr. 150), bæn á kosningadegi (nr. Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson Þorleifur Óskarsson: íslensk togaraútgerð 1945-1970, Bókaút- gáfa Menningarsjóðs, 1991, 272 bls. Sjávarútvegur virðist ævinlega hafa verið önnur meginstoð lífs í landinu; hin var lengst af landbún- aður. Á þessari öld hefur sjávarút- vegur síðan orðið uppspretta mesta hluta þess auðs, sem skapazt hefur í landinu. Á sama tíma hefur ís- lenzkt efnahagslíf smám saman orðið flóknara og fjölbreytilegri möguleikar hafa verið til að mönn- um græðist fé. En alveg fram til þessa hefur það verið aflinn úr sjón- um, sem drýgstar hefur skapað útflutningstekjurnar. í raun er ís- lenzkur sjávarútvegur íslenzk stór- iðja. Frímerkjasérfræðingur frá Sotheby’s verður á Islandi 5.-6. október næstkomandi Eitt þeirra frímerkja sem gefin voru út í tilefni Alþingishátíðarinnar 1930, úr bókinni „Die Jubilaums-Briefmarken von Island 930-1930“, sem seldist fyrir um 480.000 íslenskar krónur (5.000£) á uppboði í London í september síðastliðnum. Helsti frímerkjasérfræðingur uppboðshússins Sotheby’s verður á íslandi dagana 5.-6. október nk. Hann mun veita ráðgjöf um söluvirði frímerkja. Ráðgjöfin er yður að kostnaðarlausu og án nokkura skuldbindinga. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegast hafi samband við fulltrúa Sotheby’s á íslandi, Sigríði Ingvarsdóttur, í síma 91-20437, millikl. 17ogl9, bréfasími 91-620437. STÆRSTA UPPBOÐSHÚS HEIMSINS SOTHFBYS FOUNDED1744 Nú mætti ætla, að þessum merka þætti þjóðlífsins hefði verið vel sinnt í sagnfræðirannsóknum. Á síðari árum hafa komið út nokkur rit um íslénzkan sjávarútveg, sem eru eft- irtektarverð. En það mætti gera mun meira, því ég þykist viss um, að af mörgu sé að taka. Nýjasta viðbótin í sagnfræði íslenzks sjávar- útvegs er bók Þorleifs Óskarssonar: íslensk togaraútgerð 1945-1970. Ég hygg það ekki ofmælt að segja þessa bók merkilegt og markvert framlag til sögu íslenzks sjávarút- vegs. Þar við bætist, að bókin er skýr og skipuleg og ekkert hikað við að draga djarfar ályktanir. Það er ástæða til að hvetja alla að kynna sér þessa bók, sem hafa áhuga á íslenzkum sjávarútvegi og íslenzkri sagnfræði. Þessi bók rekur sögu togaraút- gerðar fyrstu tvo og hálfan áratug- inn eftir seinni heimsstyijöldina. Á þessu tímabili er sennilega mark- verðast framtak Nýsköpunarstjörn- arinnar í lok styrjaldarinnar, en þá greip ríkisvaldið í fyrsta sinn inn í kaup og rekstur togara í þessu landi. Sömuleiðis eru togarakaup á vegum Stefaníu stjórnarinnar og árið 1959 var þriðja alda togara- kaupa á þessu tímabili. í kjölfar þess, um eða upp úr 1970, hefst síðan skuttogaravæðingin. Höfundur rekur all nákvæmlega aðdraganda og ráðstafanir Nýsköp- unarstjórnarinnar, eins og eðlilegt hlýtur að teljast, því hún markar tímamót í ýmsu tilliti. Hann gerir grein fyrir, hvernig staðið var að togarakaupum þeirrar stjórnar, og lýsir þeirri meginbreytingu, sem verður í rekstri útgerðarfyrirtækja með tilkomu bæjarútgerða og al- mennri þátttöku sveitarfélaga í út- gerð með Reykjavíkurbæ í broddi fylkingar. Hann segir frá miðum og afla, þróun markaða á þessu tímabili. Hann fjallar einnig um, hvernig rekstrarskilyrði togaranna á þessu tímabili voru og mikilvægi þeirra í efnahagslegrf afkomu landsmanna. Það má orða það svo, að niður- staða höfundarins sé, að togara- Landsfundur Kven- réttindafélags Islands LANDSFUNDUR Kvenréttinda- félags Islands verður haldinn dagana 24.-26. september í Gerðubergi í Reykjavík. í tilefni af 85 ára afmæli félags- ins verður sérstök opnunarhátíð landsfundarins með óvenju veglegu sniði. Opnunarhátíðin, sem verður F yrirtaks sagnfræði kaup Nýsköpunarstjórnarinnar hafi verið ein mikilvægasta forsenda þess, að hér hafi tekist að halda uppi góðum lífskjörum á áratugun- um eftir stríð. Þeir hafi aukið mjög afköst og hagkvæmni í sjávarút- vegi, þótt þeim hafi verið búin svo fráleit rekstrarskilyrði á sjötta ára- tugnum, að þeir hafi skilað tapi lengst af. Aukinn afli togaranna hafi kallað á auknar framkvæmdir í fandi við vinnslu aflans. Þetta hafi, þegar til alls er tekið, verið hagkvæmt þjóðarbúinu. Allt þetta efni er skipulega og vel sett fram og bókin er ágætlega skrifuð. Það ætti að vera öllum ljóst, að af miklu efni er að taka í svona bók. Það, sem mig langar til að staldra við, er samspil togaraút- gerðar og stjórnmála, en það sam- spil er sennilega yfirgripsmesti efn- isþáttur bókarinnar og að ýmsu leyti merkilegastur. Það er raunar bara einn liður í þessum efnis- þætti, sem hægt er að staldra víð í stuttum ritdómi. Mig langar að hyggja að mati höfundarins á verk- um Nýsköpunarstjórnarinnar. Hann segir á bls. 63: “Það er niðurstaðan hér, að í þetta skiptið hafi ríkisaf- skipti reynst landsmönnum far- sælli, en fijálst framtak einstakling- anna. Nýsköpunarstjórnin gerði rétt.“ Á bls. 192 stendur: “Stefna nýsköpunarstjórnarinnar vár hár- rétt.“ Það er tvennt, sem ástæða er til að benda á í þessu mati. í fyrsta lagi þá dregur höfundurinn ályktan- ir um verðmæti eða gildi í þessum orðum, sem vitnað var til. Það er rétt að benda lesendum á að fara nú ekki að gera athugasemd við þetta á þeim forsendum, að verð- mæti séu huglæg og einstaklings- bundin og um þetta sé ekki hægt að komast að neinni niðurstöðu. Þetta eru hálfvitarök og standast ekki neina skoðun. Allir sagnfræð- ingar, sem eitthvert bragð er að, og mér liggur -við að segja allir fé- lagsvísindamenn, komast að skipu- legum niðurstöðum um verðmæti. Það er mikill kostur á þessari bók, að höfundurinn vandar sig einmitt með fjölbreyttri dagskrá, verður haldin í Súlnasal Hótels Sögu í kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst kl. 20.30. Landsfundarstörfin hefjast síðan á morgun, föstudag, kl. 9.00 árdeg- is. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.