Morgunblaðið - 24.09.1992, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.09.1992, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 15 Sr. Karl Sigurbjörasson 139) og bæn fyrir flugferð (nr. 124). Hér er ekki verið að predika yfir fólki í þeirri neikvæðu merkingu sem oft er talað um, heldur er því fylgt á vegi trúarinnar og rætt við hvern og einn þar sem hann er. í eftir- mála skrifar Karl Sigurbjörnsson: Þorleifur Oskarsson við að komast að slíkum niðurstöð- um. í öðru lagi eru ýmsar ástæður til þess að draga í efa þessa niður- stöðu um réttmæti verka Nýsköp- unarstjórnarinnar eða hafa fyrir- vara á henni. Það er ljóst, að allar aðstæður í lok styijaldarinnar voru sérstakar, svo ekki sé meira sagt. Kreppan á fjórða áratugnum olli efasemdum um, að frjálst framtak réði fyllilega við úrlausnarefni at- vinnulífsins, íslenzk velmegun stríðsáranna virðist hafa dregið úr átökum í þjóðfélaginu og viðskipti við önnur lönd virðast hafa verið háð því, að samið væri við einn aðila hér, sem eðlilega var þá ríkið. Við þetta bættist svo striðsgróðinn og hvemig ætti að verja honum. Einnig verður að huga að því, að ekki voru miklir möguleikar á myndun öðruvísi samsettrar stjóm- ar á þessum tíma. Það virðist því allt hafa hnigið að því, að þessi stjóm myndaðist og hún gripi til ráða af því tæi, sem hún gerði. En það er ekki þar með sagt, að það sé ósatt, að hún hafi verið eyðslustjórn. Þessu héldu fram- sóknarmenn fram um Nýsköpunina, en það er enginn löstur á skoðun, að framsóknarmenn trúi henni. I þessari bók er vitnað í ritgerð eftir Óðinn Jónsson, þar sem hann kemst að sömu niðurstöðu. Það er engin mótsögn á milli þess, að kannski hafi ekkert annað verið mögulegt en Nýsköpunin og aðgerðir hennar, og þess, að hún var eyðslustjóm. Ég hygg, að ein ógæfa eftirstríðsár- anna sé einmitt víðtæk afskipti stjómmálamanna af þessum mikil- vægasta atvinnuvegi þjóðarinnar, sem við höfum ekki bitið úr nálinni með enn. Þau hófust með Nýsköp- uninni. Um þetta mætti hafa lengra mál, en aðalatriðið er, að hér er á ferðinni góð bók um merkilegt efni. „Ritaðar bænir eru eins og handtak til stuðnings, hjálpar, hughreysting- ar. Stundum þurfum við slíkt hand- tak, stundum ekki. Bæn er trúnaðar- samtal við Guð. Við megum tala við hann um allt sem okkur liggur á hjarta. Mikilvægt er að minnast að bænin er líf, andans andardráttur, en ekki reglur og form eða aðferðir til að virkja máttarvöldin." í þessari bók finnum við bænir og vers sem margir kannast við, svo sem: „Vertu yfir og allt um kring...“ og Vertu Guð faðir faðir minn ...“. Aftast í bókinni eru auðar síður ætlaðar fyr- ir eigin bænir og hugleiðingar. Víða er leitað fanga í þessa bók og að því leyti til er hún samkristin, þ.e.a.s. fer ekki í manngreinarálit hvað varðar kirkjudeiid. Hún geymir fjölda bæna frá frumkristni til þessa dags. Hins vegar er hún að sjálf- sögðu fyrir íslenska lesendur og því eðlilegt að vísað sé til sálmabókar íslensku þjóðkirkjunnar og kirkju- ársins samkvæmt handbók þeirrar kirkju. Sigurbjörn Einarsson biskup leggur töluvert til þessarar bókar, m.a. formálann og ýmsar bænir. Þar mætir lesandanum reynsla trú- mannsins og innsæi fræðimannsins, en þess má geta að Sigurbjörn ann- aðist á sínum tíma kennslu í trúar- lífssálarfræði við guðfræðideild HÍ. í bókinni eru stuttir fræðslukaflar og leiðbeiningar um kirkjuárið, helg- isiði og biblíulestur. Þessir kaflar eru hnitmiðaðir sem er kostur því fólk gefur sér ekki tíma til að lesa heilar ræður eða margra síðna hugvekjur. Sumt af þessu eru hreinar perlur, hnitmiðuð speki á kjarnmiklu al- þýðumáli þannig að hver og einn getur skilið og margt situr eftir við lesturinn. Þetta eru hugvekjur í orðs- ins fyllstu merkingu. Lesandinn er vakinn til vitundar um eitthvað sem hann hefur e.t.v. sjálfur verið að velkjast með innra með sér, hughrif og kenndir en ekki getað sett þær fram í ljósri hugsun eða með orðum. Þá getur það verið upplifun að finna að svipaðar ef ekki sömu hugsanir, þarfir og þrár bærðust með þeim sem mótuðu kristna arfleifð gegnum ald- irnar. Til að finna okkur sjálf verðum við oft að hverfa til baka til þeirra sem á undan hafa gengið og þá erum við betur í stakk búin til að mæta því sem koma skal. Þessi bók er ekki bara fyrir þann sem lokað hefur að sér og hugleiðir lífið og tilverunna með sjálfum sér. Hún er upplögð fyrir félög, samtök og samkomur þar sem helgistundum verður við komið, morgunbænum og kvöldbænum. Með þessa bók við hönd ætti hver einn að geta tekið slíkt að sér. Á sinn hátt má líta á hana sem framhald fermingarkvers- ins. Oft hefur verið talað um að það sé eins og fermingin sé útskrift úr kirkjunni. Fólk kemur ekki aftur fyrr en það þarf að gifta, skíra eða jarða. En það verður ekki sagt um þann sem heldur áfram með leiðsögn þessarar bókar. ' Bænabókin er tilbúin að velkjast og ferðast með lesendum langa leið. Hún er prentuð á endingargóðan pappír og fer vel í bijóstvasa og veski. Ljósmyndirnar eftir Björn Rúriksson eru líka hugvekjur út af fyrir sig. Litimir komast vel til skila og myndefnið talar sterkt á sínu þögla máli. Skálholtsútgáfan á heið- ur skilinn fyrir útgáfu þessarar tíma- bæru bókar. Ráðstefna um opin keifi og endurmat á tölvuvalkostum Fyrirtæki og stofnanir leita nú nýrra leiða til að vera sveigjanlegri, hafa betri yfirsýn yfir reksturinn og draga úr kostnaði. Krafan er sú að tölvukerfin séu sveigjanleg, opin og í takt við breytta tíma. Þessar breytingar valda því að mörg fyrirtæki eru nú að leita að heppilegum samstarfsaðilum á þessu sviði. HP á íslandi er í fararbroddi á sviði opinna kerfa sem byggjast á stöðlum. HP hefur mjög breiða tölvulínu sem er samkeppnisfær bæði hvað snertir afköst og verð. HP er í samstarfi viðfyrirtæki sem eru í fremstu röð á hugbúnað- arsviðinu og saman er boðin heildarlausn. Ráðstefna 25. september Hin öra þróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum á sviði tölvutækninnar kallar á nýjar lausnir sem nauðsynlegt er að kynna. Þess vegna efnirHP á íslandi til ráðstefnu 25. september næstkomandi um opin kerfi sem valkost við stórtölvur. Með undirtitli ráðstefnunnar - "Hugsaðu þig um" - er vísað til þess endurmats á tölvuvalkostum sem nú á sérstað hjá fyrirtækjum um allan heim. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Holiday Inn frá kl. 13.30 -16.30. Dagskrá • HP á íslandi hf. Frosti Bergsson, framkvæmdastjórí, setur ráðstefnuna og ræðir stöðu mála hér á landi. • Software AG. Jim Holme, framkvæmdastjórí SAG í Þýskalandi, ræðir um stefnu SAG varðandi opin kerfi og slík kerfi sem valkost við stórtölvur. • Andersen Consulting. 0yvind Ottersted, verkráðgjafi frá A.C., ræðir um undirbúning breytinga úr stórtölvu- umhverfi í opin kerfi. • Computer Associates. fan Laugesen, markaðsstjóri C.A. í Skandinavíu, fjallar um opin kerfi sem valkost við stór- tölvur. Computer Associates hefurfært mikið afstórtölvu- búnaði sínum yfirí opið umhverfi. • Hewlett-Packard. Ole Host, markaðsstjóri HP í Danmörku, ræðir um stefnu Hewlett- Packard. Flestir fyrirlestrarnir verðafluttir á ensku. Aðgangur ókeypis. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Áslaugar Kristinsdóttur ísíma 671000. OPINKERFIFRA HP SEM VALKOSTUR Vlfí STORTÖLVUR MflSíil H| HEWLETT PACKARD UMBOÐIÐ HP A ISLANDI HF Höfðabakka 9, Reykjavt'k, sími (91) 671000 Frá möguleika til veruhika

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.