Morgunblaðið - 24.09.1992, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992
Full þörf fyrir
Kröfluvirkjun á
Norðausturlandi
- segir upplýsingafulltrúi Landsvirlgumiar
ÞORSTEINN Hilmarsson upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir að
full þörf sé fyrir raforkuframleiðslu Kröfluvirkjunar á Norðaust-
urlandi, en eins og greint var frá i Morgunblaðinu í gær er ráðgert
að gangsetja aflvélar virkjunarinnar um næstu mánaðamót eftir tæp-
lega sex mánaða stopp. „Við viljum geta framleitt rafmagn í Kröflu til
að vera ekki upp á allar þessar löngu línur þangað komnir, og spurn-
ingin er hvort Norðlendingar eigi að vera undir það settir að verða
rafmagnslausir ef lína slitnar á slæmum stað á slæmum tíma,“ sagði
Þorsteinn.
Þorsteinn sagði að nauðsynlegt
væri talið að hafa það mótvægi sem
Kröfluvirkjun væri við virkjanimar á
Suðurlandi ekki síst vegna tækni-
legra örðugleika sem skapast gætu
yfír vetrartímann vegna álags á
byggðalínuna ef Krafla væri úti.
„Nánast öll raforkuframleiðslan
er á suðvesturhorni landsins, og hvað
varðar sérstaklega línuna frá Hrau-
neyjarfossi austur um Höfn og Aust-
firðina alla leið til Kröflu, þá verða
ýmsir tæknilegir örðugleikar þegar
Krafla er úti og mikið álag á línuna
um vetrartímann þegar orkuflutn-
ingur er meiri,“ sagði hann.
Kröfluvirkjun verður keyrð á
fullri afkastagetu sem er 30
megawött,ven upphaflega var ráð-
gert að afkastagetan yrði helmingi
meiri. Af því varð þó ekki þar sem
aldrei var sett upp nema önnur
vélasamstæðan í virkjuninni.
Að sögn Þorsteins er nú um 20%
umframorka í landinu. Orkugetan í
heild er um 5 þúsund gígawattstund-
ir á ári, en orkunotkunin er rúmar
4 þúsund gígawattstundir. Saman-
lagt er afkastageta vélanna í vatns-
aflsstöðvum Landsvirkjunar 832
megavött, Krafla er 30 megawött,
Bjamarfiagsstöðin 3 megawött, og
eldsneytisstöðvar í Straumsvík og á
Akureyri samtals 48 megawött,
þannig að samtals er afkastagetan
913 megawött. Viðgerðir á rafölum
í Búrfellsvirkjun hefjast í næsta
mánuði og hefur það í för með sér
að næstu 18 mánuðina verða alltaf
tvær af sex vélum virkjunarinnar úti
eða samtals 70 megawött.
Félagsstarf
NÆSTKOMANDI laugardag þann
26. september hefst vetrarstarfið
með ferð í skógræktarstöðina á
Mógilsá á Kjalarnesi. Fræðst verð-
ur um starfsemina og kaffi drukk-
ið í Saltvík. Þá verður ekið um
Kjósarskarð til Þingvalla þar sem
staldrað verður við um stund til
að njóta litadýrðar haustsins.
Brottför frá kirkjunni verður
klukkan 13.30. Þátttakendur skrái
síg sem fyrst hjá kirkjuverði sem
veitir allar nánari upplýsingar í síma
16783 á milli kl. 16 og 18.
Dagskrá vetrarstarfsins verður
með hefðbundnum hætti. Leikir og
lærðir munu fræða og skemmta í
söng, tali og tónum alla laugardaga
kl. 15-17.
A miðvikudögum er hár- og fót-
í Neskirkju
snyrting og þá hafa kvenfélagskonur
opið hús síðdegis þar sem margt er
sér til gamans gert.
Frank M. Halldórsson
Unnið við að skipta um planka á harðviðarbryggjunni í Olafsvík.
Morgunblaðið/Alfons
Ólafsvík
Harðviðarbryggjan endurbætt
Ólafsvík.
HAFNAR eru endurbætur á harðviðarbryggjunni í Olafsvík. Er það
Vita- og hafnarmálastofnunin sem stendur að framkvæmdunum
ásamt Olafsvíkurbæ. Að sögn Jóns Guðmundssonar verkstjóra er
höfnin orðin heldur lúin, enda mikið notuð. Umgengni hefur aukist
töluvert vegna fjölgunar smábáta síðastliðin tvö ár.
Ekki kvaðst Jón geta áætlað þar sem starfsmenn væru háðir
hvenær þessum framkvæmdum lyki flóði og fjöru við vinnu sína. I verk-
ið er notaður sérstakur harðviður
og eru þyngstu bitarnir um 200
kíló að þyngd þannig að engir auk-
visar eru við þessa vinnu.
Alls eru starfsmenn við hafnar-
gerðina fjórir auk Jóns verkstjóra.
Alfons
500 milljóna króna spamað-
ur hjá Lánasjóðnum í vetur
BÚIST er við að eitthvað dragi úr fjárþörf Lánasjóðs íslenskra náms-
manna á næstu misserum vegna þess að nú sjái fyrir endann á 50%
aukningu lánsumsókna undanfarin þijú ár, að sögn Lárusar Jónsson-
ar, framkvæmdasfjóra LÍN. Heildarframlög til sjóðsins fyrir veturinn
1992/1993 eru 3,4 miHjarðar kr., en hefðu orðið 3,9 milljarðar kr. ef
reglum sjóðsins hefði ekki verið breytt. Sjóðnum er m.ö.o. gert að
draga saman um hálfan milljarð í útlánum fyrir þetta skólaár.
Með nýjum úthlutunarreglum er
ráðgert að spara 500 milljónir kr. í
minni útlánum. Sumt í nýju reglun-
um hafði útgjöld í för með sér. „Tekj-
utillit var minnkað og einnig var
gert ráð fyrir að greidd verði út ábót
vegna vaxta. Þetta hafði í för með
sér aukaútgjöld upp á 50 milljónir
kr.,“ sagði Lárus.
Hann sagði að ekki væri unnt að
segja til um á þessu stigi hvort 500
milljóna kr. sparnaður næðist á þessu
skólaári. Það kæmi ekki í ljós fyrr
upp úr áramótum þegar námsárang-
ur lánþega fengist staðfestur. „Meg-
inbreytingin sem átti að spara mest
var að miða lánin við námsárangur
og krefjast 100% námsframvindu.
Hvort þessi sparnaður náist kemur
því ekki í ljós fyrr en námsframvind-
an er metin í lok hausts og í sumum
tilvikum ekki fyrr en í vorlok," sagði
Lárus.
Hann sagði að gífurleg bylgja
lánsumsókna hefði borist til LIN
undanfarin þijú ár, lánsumsækjend-
um hefði þá fjölgað um 50%. „Okkur
sýnist að þessi bylgja sé í rénun. Það
er gert ráð fyrir að eitthvað dragi
úr ijárþörfinni vegna þess, en þær
tölur liggja ekki ennþá fyrir,“ sagði
Lárus.
Aðeins ein sleppitjörn
í Rangánum stóð undir
góðum heimtum
Laxveiðitíminn er nú liðinn, síð-
ustu árnar hafa lokað þó að í ein-
staka á sé veitt nokkuð lengur
undir yfirskriftinni „sjóbirtings-
tírni". I einstaka tilvikum er það
ekki síður lax sem veiðist. Nú er
sjóbirtingstími í Rangánum, eða
nánar tiltekið í Hólsá og á neðsta
svæðinu í Ytri Rangá. Laxveiðin
í Rangánum í sumar varð 502
laxar, 300 úr Eystri-Rangá, 190
úr Ytri-Rangá og 12 laxar úr
Hólsá. Þann 20. september höfðu
einnig veiðst um 17 (f sjóbirtingar
í ánum og milli 60 og 70 bleikj-
ur, auk nokkurra tuga urriða af
„urriðasvæðinu" ofan Árbæjar-
foss. Þetta er besta sjóbirtings-
veiði á svæðinu um árabil og hafa
veiðst allt að 8 punda fiskar þótt
algengasta stærðin sé 1 til 2 pund.
Hinu er ekki að leyna að þótt 500
laxa veiði hefði einhvern tíma
þótt óskaplega mikil veiði úr
Rangánum þá hefur veiðin valdið
nokkrum vonbrigðum, sérstak-
lega í Ytri-Rangá. Morgunblaðið
hefur nú fregnað að lesið hafi
verið úr talsverðu magni merkja
og hreistursýna úr báðum Rang-
ánum og gefí niðurstöðurnar aug-
ljósar vísbendingar um það hvað
fór úrskeiðis fyrir utan þá stað-
reynd að illa seldist á svæðin og
ámar vom oft veiðimannslausar.
Ein tjöm bar uppi veiðina ...
Mun meiri veiði var í Eystri-
Rangá heldur en Ytri-Rangá. Sjö
af níu merkjum sem skiluðu sér
úr ánni vom öll úr sömu sleppit-
jörninni, þeirri efstu á efsta svæð-
inu, við Tungufoss í Eystri-
Rangá. Sleppitjörn í Vatnsdal við
Fiská og önnur tjörn skammt ofan
ármóta Fiskár og Rangár virðast
hafa litlu skilað hvað sem síðar
verður, en heyrst hefur að seiði
úr þeim hafí verið orðin „of smolt-
uð“, þ.e.a.s. þau hafi dúsað of
lengi í tjörninni. Sleppitjöm nærri
Móbakka á svæði 5 brást einnig
og hefur Morgunblaðið áreiðan-
legar heimildir fyrir því að illa
hafí farið fyrir seiðunum þar
vegna ónógs aðbúnaðar. Þau hafí
skaðað sig í hrönnum og sýkst
af sveppaígerð í framhaldi af því.
Í Ytri-Rangá var ástandið nöt-
urlegra. Sýni sem tekin vom af
60 til 70 Iöxum í ánni í júlí benda
til þess að um helmingur þeirra
hafí verið náttúrulegur stofn ár-
innar. Heimtur úr sleppitjörnum
við Hellu og á svæði 3 vora afleit-
ar, aðeins eitt merki úr hvorri
tjöm skilaði sér og hefur Morgun-
blaðið öruggar heimildir fyrir því
að gæði seiðanna sem leigutaka
vom afhent hafi verið vemlega
ábótavant og hugsanlega hafí
fjöldi þeirra ekki verið sá sem um
var rætt. Aflestur hreisturssýna
og skoðun á afla staðfestu einnig
að lítið eða ekkert var um eldis-
laxa í ánum f sumar fremur en
áður, en enn gengur sá draugur
að stórveiðin 1989 hafí verið
vegna þess að mikið magn af eld-
islaxi hafi sloppið úr kvíum við
Vestmannaeyjar. Fjöldi sýna var
tekinn það sumar og æ síðan og
hefur eldislaxinn ekki skilað sér
í Rangárnar.
Þröstur Elliðason leigutaki
Ytri-Rangár sagði í samtali við
Morgunblaðið að augljóst væri að
eitthvað hefði farið úrskeiðis við
sleppingarnar, en það jákvæða við
sumarið væri hversu eigin laxa-
stofn árinnar hefði eflst síðustu
sumur og hve sjóbirtingi hefði
fjölgað. „Útkoman í sumar er
áminning fyrir okkur sem stönd-
um að þessu, en afraksturinn af
efstu tjöminni í Eystri-Rangá
minnir þó á að þetta ér vel hægt
ef seiðin eru góð og rétt er staðið
að hlutunum," sagði Þröstur.
Lokatölur úr ýmsum áttum
Leirvogsá endaði sumarið með
556 laxa sem er að vísu ekki met
í ánni, en afar góð veiði engu að
síður. í ánni er aðeins veitt á tvær
dagstangir og er hér um meðal-
veiði á stöng upp á 3,16 laxa að
ræða, en einungis Laxá á Ásum
og Hofsá í Vopnafírði hafa skilað
betri veiði í sumar.
Úlfarsá, eða Korpa, er skammt
undan Leirvogsá með 517 laxa
sem er með því besta sem þar
hefur veiðst. I fyrra gaf Korpan
aðeins 138 laxa, en Leirvogsá
435. Báðar árnar rufu 20 punda
múrinn eins og kallað er, skiluðu
laxi á land í þeim þyngdarflokki.
Slíkir laxar eru ljónsjaldgæfir í
báðum ánum. í Korpu veiddist
einn 22 punda sem er trúlega sá
stærsti sem þar hefur veiðst. 1
Leirvogsá veiddist 20 punda lax.
Selá í Vopnafírði var einnig
afar góð. Þar veiddust 1.322 laxar
og hefði trúlega veiðst miklu
meira ef langvarandi kuldar og
svo vatnavextir síðsumars hefðu
ekki hamlað verulega veiðum.
Veiðimenn í Vopnafirði sögðu ám-
ar svo fullar af fiski að með ólík-
indum hefði mátt heita. Þess má
geta, að í fyrra komu 773 laxar
úr Selá.
Grimsá í Borgarfírði gaf 1880
laxa og var nokkuð hressileg veiði
síðustu dagana. Þurrkar og kuldar
síðsumars komu í veg fyrir að vel
yfír 2.000 Iaxar veiddust í ánni,
því gífurlega mikið af laxi gekk
í ána.
Aðalveiðjsvæðin í Soginu gáfu
alls 333 laxa. Alviðra var með 85
fiska, Ásgarður með 84, Bíldsfell
með 81 og Syðri-Brú með 81.
Trúlegt er að Torfastaðir og
Þrastarlundur hafí verið með sam-
an milli 40 og 50 laxa og lokatal-
an sé því nær 400 laxar. Þetta
er ekki sérlega góð útkoma miðað
við síðasta sumar er Sogið gaf
373 laxa. Er Sogið því á bekk
með örfáum ám sem gáfu lakari
afla í sumar en í fyrra. Á köflum
síðsumars vora ákveðin svæði í
Soginu illa nýtt og siðsumars var
auk þess miklu meira vatns-
rennsli en vant er. Kann það að
hafa dregið úr veiði.
Afar góð veiði var í Stóru-Laxá
í Hreppum í sumar. Alls veiddust
423 laxar sem er með því mesta
sem þar gerist þó veiðin hafí ein-
staka sinnum orðið meiri. Oftast
er hún miklu minni. Svæði 1 og
2 gáfu alls 220 laxa, svæði 3 gaf
76 laxa og svæði 4 alls 127 laxa.
Stórir laxar vom í aflanum, en
eins og víðar í sumar var rokvænn
smálax uppistaðan í veiðinni, 5
til 8 punda fískur.
Lokatala úr Gljúfurá var 287
laxar. í fyrra var veiðin 171 lax
og var það besta veiðin í nokkur
ár. Þessi á hefur verið nær ónýt,
en er í mikilli uppsveiflu.
Miðá í Dölum var góð í sumar,
gaf 213 laxa og 650 vænar sjó-
bleikjur. í fyrra veiddust í Miðá
aðeins 87 laxar. Flekkudalsá í
Dölum gaf 264 laxa á móti 241
laxi í fyrra.