Morgunblaðið - 24.09.1992, Side 24

Morgunblaðið - 24.09.1992, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 Rússar lofa brottflutn- ingi her- manna frá Lettlandi RÚSSNESK stjórnvöld lofuðu í gær að flytja alla hermenn Sov- éthersins fyrrverandi frá Lett- landi fyrir árið 1994 þrátt fyrir þrýsting frá rússneskum þjóð- ernissinnum, sem reyna að koma í veg fyrir undirritun svipaðs samnings við Litháen. Utanrík- ismálanefnd rússneska þingsins hvatti Borís Jeltsín, forseta Rússlands, til að fresta undirrit- uninni, sem ráðgerð er í byijun næsta mánaðar, til að tryggja réttindi rússneska minnihlutans í Litháen. Sveija af sér kafbát við Ox- elösund RÚSSNESKA varnarmálaráðu- neytið vísaði í gær á bug ásökun- um sænska forsætisráðherrans um að það hefði sent kafbát inn í landhelgi Svíþjóðar. „Æfingum og ferðum rússneskra kafbáta er haldið utan landhelgi erlendra ríkja,“ hafði Tass-fréttastofan eftir Nikolai Medvedev, tals- manni ráðuneytisins. Á þriðju- daginn skaut sænska strand- gæslan djúpsprengjum að ókunnum kafbáti úti fyrir Oxelö- sundi fyrir sunnan Stokkhólm. Carl Bildt, forsætisráðherra Sví- þjóðar, sagði, að hann grunaði Rússa um að standa fyrir þess- ari kafbátssiglingu. Var það í fyrsta skipti í tíu ár sem sænsk- ur þjóðarleiðtogi nefnir valda- menn í Moskvu sem hugsanlega sökudóiga. Medvedev sagði að engir rússneskir kafbátar hefði verið á þessum hluta Eystra- saltsins á þeim tíma sem Svíarn- ir hefðu tiltekið. Banaslys ekki færri í 30 ár FRANSKA samgönguráðuneyt- ið tilkynnti í gær, að banaslys í ágústmánuði hefðu ekki verið færri í 30 ár og þessi staðreynd sýndi að nýja ökuskírteinakerfið, sem flutningabílstjórar mót- mæltu heiftarlega í júlí, hefði átt rétt á sér. í ágústmánuði fórust 789 manns í umferðar- slysum, 217 færri en í sama mánuði í fyrra. Dauðaslys í umferðinni á síðstliðnum 12 mánuðum urðu alls 9361 miðað við ágústlok. „Þetta er besti árangur sem náðst hefur í 30 ár,“ sagði í tilkynningu ráðu- neytisins. „Tilkoma ökuskírt- einakerfisins, sem byggt er á punktagjöf, hefur haft góð áhrif á ökulag fólks.“ Fjöldagrafir frá Stalíns- tímanum KOMIÐ hafa í ljós fjöldagrafir fyrir utan Sachsenhausen í fyrr- um Austur-Þýskalandi. í gröfun- um hafa fundist jarðneskar leif- ar um 12.500 manna sem létust í fangavist hjá Sovétmönnum eftir síðari heimsstyijöldina. Fólkið lést úr hungri, sjúkleika og af völdum ofbeldisverka í fyrrverandi útiýmingarbúðum nasista í Sachenhausen. Innan- ríkisráðuneytið í Austur-Þýska- landi notaði búðimar á árunum frá 1945 til 1950. Grafirnar sem fundust em 50 talsins, 3,5 metr- ar á breidd, sjö metrar á lengd og fimrri metra djúpar. Nokkrar slíkar grafir hafa fundist frá lýðræðisbyltingunni 1989, sem leiddi til sameiningar þýsku ríkj- anna árið eftir. Reuter Mannskaði í flóðum í Frakklandi Stormur og gríðarmikið vatnsveður olli flóðum í nokkr- um hémðum í Suðaustur-Frakklandi á þriðjudag og er vitað að 27 manns a.m.k týndu lífi, að sögn lög- reglu. Margra er enn saknað. Verst var ástandið í héruðunum Ardeche, Vaucluse og Drome. Þijátíu hús eyðilögðust í þorpinu Vaison-la Romaine þar sem aur- leðja skall á götunum og sópaði með sér fólki, tijám, bílum og brúm. Svo hratt hækkaði vatnsborðið á sum- um stöðum að fólki gafst ekki tími til að bjarga per- sónulegum eigum sínum. Á myndinni sést einn af bíl- unum í Vaison sem flóðið hreif með sér, í baksýn slökkviliðsmaður er tók þátt í björgunaraðgerðum. Umbótasinnar kokhraustir í Rússlandi írakar látn- ir borga af- vopnunar- eftirlit SÞ Washington. Reuter. BANDARÍKJAMENN og bandamenn þeirra í Persaflóa- stríðinu hyggjast beita sér fyrir því á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) að innstæður íraka í bönkum á Vesturlöndum verði notaðar til að borga kostnað við afvopnunareftirlit og hjálpar- starf í írak. Háttsettur en ónafngreindur bandarískur embættismaður sagði í gær að reynt yrði að komast yfir þessa fjármuni, sem aðallega væru í bandarískum og evrópskum bönkum, sem allra fyrst. Búast mætti við því að ályktun- artillaga er greiða myndi fyrir því að gera fjársjóði íraka upptæka kæmi jafnvel fram í þessum mán- uði. Um er að ræða hundruð milljóna dollara innistæður sem frystar voru í viðkomandi peningastofnun- um eftir innrás íraka í Kúveit sumarið 1990. Afturhaldsöfl geta ekki stöðvað einkavæðmgima Fólkið gekk frá háskólatorginu í miðborginni að byltingartorginu þar sem harðast var barist í uppreisninni 1989 og hrópaði „niður með kom- múnismann“ og „lykilinn, lykilinn" en einkennistákn Lýðræðislegu sam- fylkingarinnar, LS, samtaka stjóm- arandstöðuflokkanna, er lykill, sem opna á dymar að frelsi og lýðræði í Rúmeníu. Hafði lögreglan mikinn viðbúnað af ótta við átök milli stjóm- arandstæðinga og stuðningsmanna Lýðræðislegu þjóðfrelsisfylkingar- innar, flokks Ions Iliescus forseta, en til þeirra hafði ekki komið þegar síðast fréttist. I skoðanakönnun, sem birt var í gær, hafði Iliescu mest fylgi sem forseti, 38% á móti 31% Emils Const- antinescus, leiðtoga Lýðræðislegu samfylkingarinnar, og flokkur Iliesc- us hafði stuðning 25% til þings en LS 24%. Aðrir fengu minna. hafa reynt að velta honum úr sessi en meira hefur þó borið á hvatning- um harðlínumanna sem vilja að Gajdar segi af sér. Míkhaíl Polozkov, einn af fulltrú- um miðjuflokksins Borgarasam- bandsins, sagði að lýsing Gajdars á efnahagsástandinu sýndi nauðsyn á því að þegar yrði samþykkt neyð- aráætlun til að koma í veg fyrir algert hmn. Fáir ræðumenn á þing- inu hafa lýst beinum stuðningi við Gajdar en sumir hafa bent á að stjómarandstaðan hafi ekki konið á framfæri neinum heildstæðum hugmyndum sem komið gætu í stað áætlana umbótastjórnarinnar. For- sætisráðherrann sagðist hafa gert ráð fyrir harðri gagnrýni og fengið hana. I ræðu sinni á þriðjudag sagði hann efnahag landsins vera kominn fram á hengiflug óðaverðbólgu og hrans, hraða yrði umbótum í mark- aðsátt. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur lagt blessun sína yfir um- bótaáætlun Gajdars. Hann hóf að- gerðir sínar í janúar með því að koma á allvíðtæku frelsi í verðlagn- ingu. Næsta stigið, umfangsmikil einkavæðing, á að hefjast í næsta mánuði er sérhver þegn fær í hend- ur ávísun á 10.000 rúblur sem hann getur annaðhvort selt eða skipt fyr- ir hlutabréf í ríkiseignum. Ánatólí Tsjúbajs aðstoðarforsætisráðherra sagði í gær að afturhaldsöflunum myndi ekki takast að bregða fæti fyrir þessar áætlanir. Yfirvöld í ýmsum héraðum hefðu þegar feng- ið í hendur sjö milljónir ávísana og búið væri að undirbúa dreifínguna vandlega. Moskvu. Reuter. HART var deilt á Jegor Gajdar forsætisráðherra á rússneska þing- inu í gær og liðsmenn afturhaldsflokka kröfðust margir að greidd yrðu atkvæði um vantraust á ríkisstjórnina. Þingfundi lauk þó án þess að til slíks uppgjörs kæmi. Alexander Rútskoi varaforseti, sem hefur gagnrýnt umbótastefnu stjórnarinnar, lýsti því óvænt yfir í gær að hann gæti vel starfað með Gajdar. Einn af ráðherrum Gajd- ars segir að ekkert geti lengur stöðvað áætlanir um víðtæka einka- væðingu sem hefjast á í næsta mánuði með dreifingu ávísana til almennings. Óljóst er hvert er markmið Rútskois með stuðningi við for- sætisráðherrann en varaforsetinn fer nú með landbúnaðarmál Rússa, ef til vill er hann aðeins að vinna tíma. Hann sagði að innan skamms myndu verða stofnuð samtök nokk- urra flokka og öfiugustu ráða- manna í iðnaði, þar sem harðlínu- maðurinn Arkadí Volskí er áhrifa- mestur, og myndu samtökin leggja fram áætlun um nýja efnahags- stefnu er lögð yrði fyrir Borís Jelts- ín forseta. Rútskoi gaf í skyn að einhveijir liðsmanna samtakanna myndu taka sæti í ríkisstjórn á kostnað áköfustu talsmanna einka- væðingar og markaðstefnu. Rúslan Khasbúlatov, forseti þingsins og einn af hörðustu and- stæðingum umbótastefnu Gajdars, sagði á þingfundinum að atkvæða- greiðsla um vantraust, ef til hennar kæmi nú, væri „herfræðileg skyssa". Khasbúlatov mælti einnig gegn því að kallaður yrði saman aukafundur fulltrúaþingsins sem er mun stærri samkoma og fer með úrslitavaldið í löggjafarmálum. Margir harðlínumenn vilja að full- trúaþingið fjalli um stefnu Gajdars í efnahagsmálum. „Grípum ekki til neinna öfgafullra ráða,“ sagði Khasbúlatov. Ákafír umbótasinnar Rúmenía Svipað fylgi hjá stóru flokkunum Búkarest. Reuter. Um 50.000 manns voru á útifundi, sem stjórnarandstaðan í Rúmeníu efndi til í Búkarest í gær, og krafðist fólkið endaloka kommúnismans í landinu. Þing- og forsetakosningar verða í landinu á sunnudag en samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er staðan í stjórnmálunum mjög óljós. Italir mótmæla Tugþúsundir ítala lögðu niður vinnu og mótmæltu efnahagsráðstöfun- um ríkisstjórnar Giuliano Amato um allt land í gær. Mótmælin era þau mestu á Italíu í 20 ár en Amato sagðist ekki myndi láta vaxandi óánægju borgaranna með efnahagsaðgerðir hafa áhrif á stefnu stjórn- arinnar. Kvaðst hann óhræddur og tilbúinn að fara fram á traustsyfir- lýsingu þingsins ef með þyrfti til að koma ráðstöfunum í kring. Mynd- in var tekin af mótmælu í miðborg Mílanó í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.