Morgunblaðið - 24.09.1992, Síða 27

Morgunblaðið - 24.09.1992, Síða 27
MÖRGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 24. SEPTEMBER 1992 hófi í Laugardal Morgunblaðið/Árni Sæberg Bára B. Erlingsdóttir við komuna :eppa gxtllverðlaunahafi ykkur mu íþróttafólksins Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sem einnig var mætt til að taka á móti afreks- fólkinu. „Við gleðjumst öll inni- lega yfir glæsilegum árangri og vonumst til þess að þetta verði ykkur hvatning til áframhald- andi íþróttaiðkana,“ sagði Ellert B. Schram forseti ÍSI. Ólafur Jensson, formaður íþróttasam- bands fatlaðra, sagði að þessi ótrúlegi árangur gæfi von og trú um betri og bjartari framtíð og sýndi svo ekki væri umdeilt að íþróttaiðkun og heilbrigt líf væri hin eina og sanna endurhæfing. -BB 27 Sóknarnefnd Digranessöfnuðar sækir um nýja lóð fyrir kirkju AðaJatriðið að söfnuðuriim eign- ist athvarf og byggi upp starf segir Þorbjörg Daníelsdóttir formaður sóknarnefndar Sóknarnefnd Digranessöfnuð- ar hefur skilað kirkjubyggingar- lóð við Víghól og sótt um aðra lóð fyrir kirkjubyggingu neðan Hlíðavegar og vestan Digranes- vegar. Umsóknin verður af- greidd á fundi bæjarráðs í Kópa- vogi í hádeginu í dag. Þorbjörg Daníelsdóttir, formaður safnað- amefndar, segist telja að hér sé um mjög góða lausn að ræða og leggur áherslu á að aðalatriðið sé ekki staðsetning kirkjubygg- ingar heldur að söfnuðurinn eignist athvarf og geti farið að byggja upp sitt innra starf. Hún segir að fljótlega verði boðað til safnaðarfundar þar sem nýir möguleikar verði kynntir. Gylfi Sveinsson, sóknarbarn í Digranessöfnuði og meðlimur í Víghólasamtökunum, segir að hér sé um fyrirmyndarlausn að ræða. Gunnar Birgisson, oddviti sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn og for- maður bæjarráðs, sagði að gert væri ráð fyrir grænu svæði á lóð- inni samkvæmt aðalskipulagi. Lóð- in hefði engu að síður verið skoðuð með tilliti til kirkjubyggingar og þætti vel koma til greina að breyta skipulaginu og reisa kirkju á henni. Hann sagði að mikil skynsemi fæl- ist í lóðarvalinu því kirkja á þessum stað myndi væntanlega þjóna byggð niður í Kópavogsdal. „Þann- ig að ef menn eru að tala um að byggja of margar kirkjur í Kópa- vogi þá fækkar um eina við þetta því samkvæmt aðalskipulagi ætti að koma ein kirkja niður í Kópa- vogsdal,“ sagði Gunnar og kvaðst fagna lóðarumsókninni og vona að sættir næðust nú í söfnuðinum. „Það er mjög slæmt að söfnuðurinn sé klofinn vegna deilna um kirkju- byggingu sem er sameiginlegt sam- komuhús í hverjum söfnuði,“ sagði hann. Þorbjörg Daníelsdóttir, formaður sóknarnefndar, sagði að eftir við- ræður við forsvarsmenn bæjarins hefði verið ákveðið að sækja um lóðina. Hún kvaðst telja að hér væri um mjög góða lausn að ræða. „Þetta er ekki lóð sem stóð til að úthluta til eins eða neins en til þess að leysa þessi mál ákváðu bæjaryf- irvöld að gefa okkur kost á þessari lóð. Hún er í mjög fallegu um- hverfí og ég er mjög ásátt við þetta og vona að ekki sé komið efni í neitt deilumál heldur sættist fólk á þessa lausn,“ sagði Þorbjörg. Að- spurð hvort hægt væri að nýta kirkjuhönnun sem fyrir lægi sagði hún að hægt yrði að nýta grunn- skipulagshugmyndina að innri kirkjunni að miklu leyti þó breyta þyrfti ytra útliti. Hún kvaðst von- ast til að hægt yrði að ganga tiltölu- lega fljótt til verks að nýju þannig að ekki þyrfti að rifta samningum við fyrri verktaka. Gylfi Sveinsson, sóknarbam í Digranessöfnuði og meðlimur í Víg- hólasamtökunum, sagði að hér væri um fyrirmyndarlausn að ræða „Tvennt kemur til. Annað er það að þetta land, sem er þarna niður frá, hefur ekki verið í umræðunni með sama hætti og landið hérna uppfrá þar sem átti að byggja. Ekki er hitt síðra að þetta kirkju- stæði, sem þarna er talað um, horf- ir beint á móti suðurhlíðunum sem á að fara að byggja, en það er nýja hverfíð sem tengist Garðabæn- um. Það er mjög fýsilegur kostur í mínum huga að fólkið, sem er að fara að flytjast þangað, eigi aðgang að þessari kirkju á meðan það hef- ur ekki sjálft tekið ákvörðun um að byggja sér sína eigin kirkju.“ Hann sagði að sér litist vel á hugmynd um safnaðarfund. „Mér líst alltaf vel á þegar fólk kemur saman og ræður sín mál og tekur ákvarðanir í framhaldi af því. Ég tel að það sé mjög af hinum góða. Það kemur í veg fyrir misskilning, missætti og alls konar óáran sem annars getur komið upp.“ í vinnuplöggum er gert ráð fyrir að kirkja og safnaðarheimili rúmi 500—600 manns í sæti. Saman- lagður gólfflötur kirkju og safnað- arheimilis er áætlaður um 1.500 fermetrar. Þar af er gert ráð fyrií' að aðalhæðin verði um 1.000 fer- metrar og kjallari um 500 fermetr- ar. Ljósi punkturinn á þessari samsettu mynd er á lóðinni sem sótt hefur verið um fyrir kirkju Digranesssafnaðar. Tillaga um vaxtahækkun í félagslega kerfinu Greiðslubyrði hækkar um 29,3% Árleg greiðsla á afborgun og vöxtum af hverri milljón hækkar úr 29.000 í 37.500 kr. SAMÞYKKI ríkisstjórnin tillögu stjómar Húsnæðisstofnunar um hækkun vaxta í félagslega hús- næðiskerfinu úr 1% í 2,4% hefur það í för með sér um 29,3% hækkun á greiðslubyrði þeirra um 4.000 aðila sem tekið hafa lán í kerfinu síðan 1. júlí 1984. Um jafngreiðslulán til 43 ára er að ræða og hækka afborgun og vextir úr 29 þúsund krónum fyrir hverja milljón króna ár- lega í um 37.500 krónur, að sögn Grétars Guðmundssonar, hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Miðað við algengt lán sem hvíl- ir á íbúð og nemur 5 milljónuin króna hækkar greiðslubyrðin úr 150 þúsundum króna á ári í um 190 þúsund krónur á ári. Greiðslubyrði af jafngreiðslu- lánum ákvarðast af ákveðnu sam- spili afborgunar og vaxta, að sögn Grétars Guðmundssonar, þannig að við vaxtahækkun lækkar af- borgunarþáttur á móti þannig að vaxtahækkunin kemur ekki fram að fullu í aukinni greiðslubyrði en þess í stað er hægt á eignamyndun íbúðarkaupandans. Grétar sagðist vænta þess að framgangur málsins yrði sá að félagsmálaráðherra muni leggja tillögu Húsnæðisstofnunar fyrir ríkisstjórnarfund og það yrði síðan ákvörðun ríkisstjórnarinnar hvort í hækkunina yrði ráðist. Til þess þurfí ekki lagabreytingu enda séu ákvæði um breytilega vexti j skuldabréfum Byggingarsjóðs verkamanna eftir 1. júlí 1984.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.