Morgunblaðið - 24.09.1992, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992
31
Námsstefna um fullorð-
insfræðsluverkefni
Black Sabbath.
Sungið um dökku hliðamar
Breska þungarokksveitin Black Sabbath leikur á Skaganum á laugardag
Á FÖSTUDAG og laugardag
verða miklir afmælistónleikar
haldnir á Akranesi og koma þá
fram tvær rokkhljómsveitir sem
verða að tejast hátt_ skrifaðar í
rokkgoðafræðinni. Á föstudag
leikur Jethro Tull með Ian Ander-
son í broddi fylkingar og á laugar-
dag verður það Black Sabbath,
sem þeir leiða í sameiningu Tony
Iommi, einn fremsti gítarfrasa-
smiður sögunnar, og Ronnie Ja-
mes Dio, söngspiran fræga.
Þegar menn minnast Black Sabb-
ath muna vísast flestir eftir þeirri
útgáfu hljómsveitarinnar sem gat
af sér plötur eins og Paranoid og
Sabbath Bloody Sabbath þegar Ozzy
Osbourne sá um sönginn. Þungam-
iðja Sabbath hefur þó alltaf verið
gítarleikarinn Tony Iommi sem hefur
samið grúa klassískra gítarfrasa og
þungarokksveitir /seinni tíma hafa
verið að taka upp. Ekki er svo að
skilja að Iommi sé farinn að slá stöku
við lagasmíðar, því fyrir stuttu kom
út með Black' Sabbath platan De-
humanizer, sem hefur fengið af-
bragðs viðtökur gagnrýnenda og
margir þeir sem hafa veist að sveit-
inni áður hafa slíðrað sverðin og
taka nú undir lofgjörðina. Tony
Iommi segist sjálfur lítið fylgjast
með því hvað blöðin láti. „Ég er
búinn að vera í þessum bransa síðan
1968 og á þeim tíma hafa menn
ýmist mært sveitina eða formælt
henni, þannig að það kemur fátt á
óvart í blaðaumfjöllun. Á meðan
platan selst og fólk kaupir sig inn á
tónleika skiptir mig litlu hvað press-
an segir, þó ég neiti því ekki að það
kitlar hvað menn hafa tekið Dehum-
anizer vel. Ég sé ekki eftir neinu sem
við höfum gefið út, en fellst á það
að nýja platan sé öllu þyngri en oft
áður. Við einsettum okkur það þegar
Dio kom aftur í sveitina að semja
Islenskt
í öndvegi
á Púlsinum
í FRAMHALDI af Tónlístarsumri
’92, sem byggst hefur á beinum
útsendingum á útvarpsstöðinni
Bylgjunni frá tónleikum á Púlsin-
um í boði ýmissa fyrirtækja, hefur
verið ákveðið að halda þessum
vikulegu útsendingum áfram og
í samvinnu við hljómplötuútgef-
endur er stefnt að því að gera
væntanlegri íslenskri hljómplötu-
útgáfu sem best skil undir heitinu
íslenskt í öndvegi — Púlsinn á
Bylgjunni.
Fyrsta tónleikakvöld íslensks í
öndvegi verður í kvöld, fimmtudags-
kvöld. Þá verða útgáfutónleikar Silf-
urtóna. Þeir leika af fyrstu plötu
sinni sem ber heitið Skýin eru hlý.
Utsendingin er í boði Kassagerðar
Reykjavíkur sem á 60 ára afmæli
um þessar mundir og verður á milli
kl. 22 og 24 en tónleikar Silfurtóna
standa til kl. 1.
Annað kvöld leika Silfurtónar aft-
ur á Púlsinum en sérstakir gestir
kvöldsins verða Bogomil Font og
miHjónamæringarnir. Bogomil og
félagar leika svo aftur á laugardags-
kvöld.
(Úr fréttatilkynningu.)
þunga plötu og það var gaman að
vinna að henni. Það er líka gaman
að spila þessi lög á tónleikum og
fólk hefur tekið þeim vel.“
Iommi segir að dijúgur hluti tón-
leikdagskrár sveitarinnar sé byggð-
ur á nýju plötunni, eins og eðlilegt
verði að teljast, en sveitin bregði
einnig fyrir sig gömlum lögum, og
af nógu sé að taka. „Smekkur manna
er misjafn og við áttum okkur á því
og reynum að koma til móts við sem
flesta. Þannig leikum við lög af plöt-
unni sem við erum að kynna, en einn-
ig Ozzy-lög og lög frá því Dio var
í sveitinni. Við erum núna að velta
því fyrir okkur að bæta einhveijum
lögum inn fyrir íslandstónleikana.“
Á sínum tíma varð Black Sabbath
alræmd fyrir djöfullegan blæ á
textagerð sveitarinnar. Iommi vill
ekki gera of mikið úr þeirri hlið sveit-
arinnar, „það voru allir að syngja
um ást og unáð og okkur fannst
rétt að segja einnig frá dökku hliðun-
um“.
Tony Iommi hefur verið að með
sveit sinni í á þriðja áratug, en seg-
ir engin þreytumerki á sveitinni.
„Það byggist allt á áheyrendum. Ef
þeir eru ánægðir með hljómsveitina
og það sem hún er að gera höldum
við áfram vel inn í næstu öld. Ég
hef verið spurður um það allt frá
því snemma á áttunda áratugnum
hvað ég haldi að hljómsveitin eigi
eftir að lifa lengi og í raun alltaf
svarað því sama; á meðan einhver
kaupir plötu og tónleikamiða höldum
við áfram." Hann segir að Black
Sabbath sé þétt núna og samkomu-
lag með besta móti, þannig að sveit-
in stefnu ótrauð áfram í að fylgja
eftir Demumanizer og síðan á næstu
breiðskífu.
Eins og áður sagði leikur Black
Sabbath í íþróttahúsinu á Akranesi
á laugardag. Upphitunarsveit verður
norsk-íslenska rokksveitin ARTCH
með Eirík Hauksson í broddi fylking-
ar, en þetta verða kveðjutónleikar
þeirrar sveitar eftir mögur ár í út-
landinu.
Viðtal: Ámi Matthíasson
NÁMSSTEFNA um fullorðins-
fræðsluverkefni Evrópuráðsins
verður haldin á Hótel Loftleið-
um á morgun, föstudaginn 25.
september, kl. 10-16.
í nokkur ár hefur Evrópuráðið
haft í gangi samstarfsverkefni á
sviði fullorðinsfræðslu undir yfir-
skriftinni „Adult Education and
Social Change“. Á námsstefnunni
munu tveir fyrirlesarar frá Evr-
ópuráðinu greina frá meginniður-
stöðum þess. Annars vegar mun
Gérald Bogard, sem var verkefnis-
stjóri fyrir samstarfsverkefnið,
fjalla almennt um verkefnið og
hins vegar mun Tony Uden fjallar
sérstaklega um fullorðinsfræðslu
fyrir atvinnulausa og greina frá
reynslu Breta á þessu sviði.
Námsstefnan fer fram á ensku,
hún er öllum opin og óskast þátt-
taka tilkynnt til afgreiðslu
menntamálaráðuneytisins í dag,
fímmtudag.
-------♦ ♦ ♦
H INGI Gunnar Jóhannsson
trúbador heldur tónleika í
Stykkishólmi um helgina. Á
föstudags- og laugardagskvöld
leikur hann og syngur fyrir gesti
veitingahússins Knudsens. Ingi
Gunnar ætlar að halda uppi stuði
og stemmningu og leikur m.a.
nokkur lög af nýrri sólóplötu,
Undir fjögur augu.
lifandi tunga
8 VIKNA TUNGUMÁLANÁMSKEID
Spænska-franska fyrir byrjendur og lengra komna. Kennt í
fámennum hópum. Einkatímar í spænsku. Kennsla hefst í
skólanum þriðjuddaginn 29. september í Ármúla 36.
Innritun stendur yfir í skólanum alla virka daga frá kl. 14.00
-17.00 og laugardaga frá kl. 11.00-14.00 og í síma 685824.
^ HOLA, lifandi tunga, málaskóli, Ármúla 36, s. 685824, fax 685871. ^
Skr ifstofutækn i
• INNRITUN HAFIN •
Við leggjum áherslu á vandað nám sem sniðið er að
kröfum vinnumarkaðarins og nýtist þér í atvinnuleit.
Kenndar eru eftirtaldar námsgreinar:
^ Bór ærsla
Athugið okkar hagstæðu greiðslukjör, kr. 5000 á
mánuði til tveggja ára eða 15% staðgreiðsluafsláttur.
Tölvuskóli íslands
sími 67 14 66 • opið til kl. 22
AEG Tilboð á verkfærum
Borvél SB2E 24 RTP
1010 W
Ein sú fullkomnasta
Verð áður 28.468 kr.
Tilboð 24.998 kr. stgr.
Slípirokkur WSCE 1300
Öflugasti einnar
handar rokkurinn
Verð áður 21.441 kr.
Tilboð 18.498 kr. stgr.
Stingsög STEP 500
500 W með framkasti
á blaði og sogstút
Verð áður 16.090 kr.
Tilboð 13.998 kr. stgr.
Hefill H 500
500 W Léttur og lipur
Verð áður 14.703 kr.
Tilboð 12.998 kr. stgr.
Veldu þér tæki sem endast!
Tilboðið gildirtil 1. nóvember 1992. Umboðsmenn um allt land.
Umboðsmonn Reykjavik og nágrenni:
Byggt og búiö, Reykjavik
BYKO, Hringbraut
BYKO, Kópavogi
BYKO, Hafnarfiröi
Gos, Reykjavlk
Hagkaup, Reykjavík
Brunás innréttingar, Rcykjavík
Fit Hafnarfiröi
Þorsteinn Bergmann, Reykiavfk
H.G. Guöjónsson, Reykjavfk
Rafbuöin, Kópavogi
Vesturland:
Málningarþjónustan. Akranesi
Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi
Blómsturvellir, Hellissandi
Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi
Ásubúö, Buöardal
Vestfiröir:
Rafbúö Jónasar Þór, Patreksfiröi
Bjarnabúö, Tálknafiröi
Edinborg, Bildudal
Verslun Gunnars Sigurössonar, Þingeyri
Einar Guöfinnsson, Bolungarvfk
Straumur, fsafiröi
Noröurland:
Kf. Steingrimsfjaröar, Hóimavfk
Kf?V-Hún., Hvammstanga
Kf. Húnvetninga, Blönduósi
Rafsjá, Sauöárkróki
KEA, Akureyri
KEA, Dalvík
Bókabúö Rannveigar, laugum
Sel, Mývatnssveit
Kf. Þingeyinga, Húsavik
Urö, Raufarhöfn
Austurland:
Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum
Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi
Stál, SeyöisfiröT
Sveinn O. Elíasson, Neskaupstaö
Hjalti Sigurösson, Eskifiröi
Rafnet, Reyöarfiröi
Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi
KASK, Höfn
Suöurland:
Kf. Rangæinga, Hvolsvelli
Mosfell, Hellu
Arvirkinn, Selfossi
Rás, Þorlákshöfn
Brimnes, Vestmannaeyjum
Reykjanes:
Stapafell, Keflavlk
Rafborg, Grindavlk
BRÆÐURNIR
=)J ORMSSON HF
Lágmúla 8. Slmi 38820