Morgunblaðið - 24.09.1992, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992
TILBOÐ
Flúrlampar
1 x 36 w
verð: 1.295.-
RAFSOL
Skipholti 33
S.35600
Loftspaðaviftur í hvítu, kopar,
stáli og svörtu.
O
Borðviftur Gólfviftur
Fjölbreytt úrval ■ hagstætt verð!
Einar Farestveit & Co.hf
Botgartúm 28 - S 622901 og 622900
Um ástandið í Júgóslavíu
r/:r/:ls/:l:
ELFA V0RTICEI
VIFTUR
AUKIN VELLÍÐAN !
eftir Rúnar
Kristjánsson
Um alllangt skeið hafa blaða-
greinar sem fjallað hafa um ástand
mála í Júgóslavíu einkennst af hörð-
um áróðri gegn serbnesku þjóðinni.
Meðan deilur stóðu framan af
einkum milli Serba og Króata virtist
öll íjölmiðlaumræða byggjast á því
að Króatar væru góðir og Serbar
slæmir. Það eru afar leið mistök hjá
mönnum sem standa í því að íjalla
opinberlega um mál af þessu tagi
að mála atburðarásina eingöngu í
hvítum og svörtum litum. Það er
erfitt að skilja ástandið í Júgóslavíu
og varhugavert að setja sig í dóm-
arasæti yfir þeim sem þar berast á
banaspjótum. Fáir eru í raun svo vel
að sér um innanríkismál þessa heill-
um horfna sambandsríkis að þeir
geti fjallað um málefni þess af skiln-
ingi og sanngimi. Ég geri mér þá
staðreynd fullkomlega ljósa. Í fjöl-
þjóðaríki eru mál yfirleitt mjög flók-
in og margslungin. En nú er svo
komið að ég tel mig knúinn til þess
að tjá mig um nokkur atriði þessara
mála, því ég hef í allmörg ár verið
í tengslum við Júgóslavíu og er mjög
ósáttur við einhliða túlkun frétta um
það sem þar er að gerast. Ég held
að allt of lítið hafi verið gert í íjöl-
miðlum að skýra nægilega fyrir fólki
sögulegan bakgrunn þess harmleiks
sem nú á sér stað í Júgóslavíu.
í upphafi verð ég að leyfa mér
að segja að það er mín skoðun að
Króatar hafí ekki á neinn hátt
Vaskhugi
„Nú veit ég alltaf upp á hár stöðu inn-
skatts og útskatts. Hvilikur munur!"
Anna Möller,
framkvstj. heildversl.
Fantasia Hitt í Garðabæ.
Vaskhugi er nú meðal fullkomnustu
bókhaldsforrita hér á landi.
Hvað verð og einfaldieika snertir
á það sennilega engan jafningja.
Hringið og við sendum bækling
Vaskhugi hf. 1BP 682 680
hreinni skjöld en Serbar þegar sam-
skipti þessara tveggja þjóða eru
skoðuð. Þar er því ekki um neitt
hvítt og svart að ræða. Nægir í þessu
sambandi að benda á framferði Kró-
ata í seinni heimsstyijöldinni þar
sem þeir börðust við hlið nasista.
Full ástæða er að minna á Ante
Pavelic og Ustasha-hreyfinguna sem
framdi sín voðaverk á þessum árum
í nafni króatísku þjóðarinnar. Þekkt
er sagan um tuttugu kílóin af
mannsaugum sem Pavelic hafði í
körfu við skrifborð sitt sem sönnun
fyrir því hvað Ustashar hans gengu
hart fram í því að útrýma Serbum.
Menn geta í þessu sambandi hug-
leitt það hvers vegna Serbar eru nú
15-20% íbúa á svæðum þar sem
þeir voru allt að 90% íbúa fyrir stríð!
Staðreyndin er sú að á þessum árum
hinnar miklu styijaldar var í gangi
skipulögð útrýming á Serbum.
Mörg sár frá þeim tíma eru enn
opin og blæðandi í dag. Með þessu
er ekki verið að segja að Serbar eigi
fullan rétt á því að hefna sín vegna
þess sem þeir máttu þola á stríðsár-
unum, heldur er verið að benda á
það að hatur milli þjóða kviknar
ekki að ástæðulausu.
Á stríðsárunum var sáð til mikils
haturs í Júgóslavíu og nú virðast
allir aðilar telja tíma uppskerunnar
kominn. En enginn er saklaus í þeim
leik af þeim aðilum sem þar beijast.
Þá staðreynd ber hveijum heiðarlega
hugsandi manni að hafa í huga.
Sumir fjölmiðlar hafa ríka til-
hneigingu, að því er virðist, til að
gera Serba ábyrga fyrir öllu sem
aflaga fer í Júgóslavíu og helst er
að heyra að þeirra niðurstaða sé sú
að Serbar séu upp til hópa kaldrifjað-
ir morðingjar, gjörsneyddir mann-
legum tilfinningum!
Að fjalla um viðkvæm mál sem
daglega bera í skauti sér harmleik
mannlegrar þjáningar með slíka for-
dóma að leiðarljósi er vítavert og í
raun óafsakanlegt. Serbar og Króat-
ar hafa lengi átt í deilum og báðir
aðilar hafa gerst sekir um gróf of-
beldisverk. En Króatar eru á engan
hátt með betri málstað en Serbar í
þeim deilum.
Athyglisvert er að hugleiða hvem-
ig Króatinn Tító byggði Júgóslavíu
upp sem sambandsríki eftir styijöld-
ina. Hvers vegna eru landamæri ríkj-
anna svo fáránleg sem raun ber
vitni? Hvers vegna eiga Króatar
nánast alla Adríahafsströndina, eins
nauðsynlegt og það er talið hveiju
ríki að eiga aðgang að sjó? Ber það
vott um að hlutur þeirra hafi verið
fyrir borð borinn? Hvers vegna voru
hlutar af Serbíu, eins og Kosovo og
Vojvodina, .gerðir að sjálfsstjórnar-
svæðum? Hvers vegna var stuggað
við Serbum á ýmsa vegu í Kosovo
en landflótta Álbönum plantað þar
niður í stórum stíl?
Allt eru þetta spumingar sem
menn ættu að velta fyrir sér ef þeir
vilja í raun og vem skilja það sem
er að gerast í Júgóslavíu. Það þarf
að sjálfsögðu að skoða hlutina í víðu
samhengi og forðast að einblína á
sjónarmið eins aðilans. Aðrir aðilar
hljóta að hafa einhver rök fram að
færa og einhvern rétt. Ég trúi því
varla að í svo einhliða umfjöllun á
miklu vandamáli samtímans felist í
raun hin fijálsa og óháða fjölmiðlun
Jónasar Kristjánssonar ritstjóra.
Mér hefur fundist Jónas fara mjög
offari í dæmandi skrifum sínum um
atburðina í Júgóslavíu. Hann hefur
notað mjög stór orð og ég tel að
hann eigi að sýna meiri gát í skrifum
sínum, ef hann vill teljast ábyrgur
ritstjóri víðlesins blaðs. Hann hefur
kallað Serbíu herskátt ríki og síð-
asta útvörð útþenslustefnu komm-
únismans í Evrópu!
Hann hefur líkt Serbum við nas-
ista og villimenn! Hann sagði í blaði
sínu fyrir nokkrum mánuðum að í
Serbíu ynni enginn maður, Serbar
væru bara í hernum og í því að
stjórna Júgóslavíu sem væri látin!
Þessi orð Jónasar fela í sér harðan
dóm um heila þjóð. Þarna er ekki
verið að virða störf milljóna manna.
Auk þess hefði ég haldið að her-
mennska gæti út af fyrir sig verið
talsvert harður skóli.
Að líkja Serbum við nasista er
mjög gróf staðhæfing og sérstaklega
með tilliti til þess hvað Serbar börð-
ust af miklum hetjuskap gegn nas-
istum í stríðinu. Þá voru hundrað
borgarar skotnir fyrir hvem drepinn
þýskan hermann. Mér vitanlega er
þar um að ræða hæsta hlutfall slíks
í hernumdu löndunum.
Menn ættu t.d. að kynna sér
fjöldamorð nasista á Serbum í
Kraguevac 21. október 1941, þar
sem rúmlega sjö þúsund borgaraleg-
ir gíslar voru skotnir til að kveða
niður andstöðuna við nasista.
Það hæfir því ekki Jónasi ritstjóra
og öðrum skrifstofu-mannvinum að
tala um Serba sem kommúníska villi-
Rúnar Kristjánsson
„Neistinn í púðurtunn-
unni í Evrópu hefur
löngum verið til staðar
á Balkanskaga. Menn
ættu því að fara með
gát ef þeir ætla sér að
slökkva hann. Hann
verður nefnilega ekki
slökktur með sleggju-
dómum.“
menn. Serbar lögðu virkilega mikið
af mörkum í stríðinu til að sá sigur
ynnist sem enn í dag gerir mönnum
eins og Jónasi unnt að búa við lýð-
ræði og frelsi. Einn ávöxtur þess
sigurs er að menn fá að búa við
málfrelsi. Þeir sem stjórna opinberri
umræðu ættu því að virða það mál-
frelsi þess að nota það ekki til þess
eins að fella sleggjudóma í málefnum
anriarra þjóða.
Jónas ritstjóri hefur lengi verið
að telja mönnum trú um að hann
sé bæði fijálslyndur og víðsýnn
maður, en í greinum sínum um
málefni Júgóslavíu kemur hann fram
sem annar maður. Þar er hann bæði
þröngsýnn og fordómafullur. Það er
sárt til þess að vita að svo góður
Kjarnahvítlaukur - 100% hreinn
Er hvítlaukurinn þinn
hreinn hvítlaukur?
Komdu beinf aö kjarnanum!
Hreinleiki
Kjarnahvítlaukur er
100% hreinn hvítlaukur.
Hann er ekki þynntur
með neinum fylliefnum,,
s.s.olíum, geri, mjólkur-
sykri.spfraeða salti.
100% hvltlaukur
60% hvitlMiktMyAi
■pijji
40% hvitlaukur
pi —niiiini
f ,60% .
28% hvitlaukur
Kjarnahvitlaukur
hotlunU I hverju hylklt
Gamla aóferöln Garlic,
Langleginn hvltlaukur og mysa Citrus
Super Formúla 100 & Oil
S/yrkur
Kjamahvítlaukur
inniheldur500mg.af
hreinu hvltlauksdufti
•unnu úr rúmlega
1.250 mg.afhviUauk.
500 mg 300 mg 200 mg 67 mg
KjarnahviUaukur
- hollusta i hverju hylki!
GamJa aðferðin
Langleginn hvitlaukur og mysa
Super Formúla 100
Garlic,
Citrus
& Oil
Garlic, Cltrus
& Oif (huöaö)
Kjamahvítlaukur er framleiddur af stærsta hvltlauksframleiöanda
heims, Pure Gar i Bandarikjunum, með upplýsingum á islensku.
Kjarnahvitlaukur gefur framurskarandi virkní og góöan hvitlauksilm ÁN ANDREMMU.
EÐALVORUR
TILBOÐ
Cosmos (nýtt)
Vegna hagstæðra innkaupa bjóðum við
40.000,- kr. verðlækkun.
Áður kr. 159.897,- stgr. Nú kr. 119.897,- m/náttb.
og springdýnum.
Dæmi um lánakjör: Útb. kr. 32.659,- eftirst. á 30
mán. kr. 3.962,- á mán. eða Visa og Euro rað-
greiðslur.
Dæmi án útborgunar: skipt á 12 greiðslur, ca kr.
11.620,- á mán.
Grensásvegi 3 • sími 681144
ÖRYGGIS OG
GÆSLUKERFI
FRÁ ELBEX
SPARIÐ TÍMA FÉ
OG FYRIRHÖFN
og skapið öruggari
vinnu og rekstur með
ELBEX sjónvarpskerfi.
Svart hvítt eða í lit,
úti og inni kerfi.
Engin lausn er of
flókin fyrir ELBEX.
Kynnið ykkur möguleikana.
Einar Farestveit & co hf.
Borgartúni 28, sími 91-622900