Morgunblaðið - 24.09.1992, Síða 42
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992
STJORNUSPA
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þér gefast ný tækifæri í
viðskiptum í dag. Vinur
getur valdið þér áhyggjum.
Góður dagur til að íhuga
'“fjárfestingu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nú fer í hönd tími vináttu
og samvinnu við aðra. Þú
gætir fengið óvænt tæki-
færi til að fara í ferðalag.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) í»
Sumir geta lent í smá ástar-
ævintýri á vinnustað. Þér
verður falið verkefni sem
veitir þér mikla ánægju.
Krabbi
.-(21. júní - 22. júlí) Hfe
Einhleypir geta dottið í
lukkupöttinn í ástamálum.
Þú leggur meiri stund á
skemmtanalífið á næstu
vikum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Framundan eru mörg
ánægjuleg heimboð. Það
rætist úr peningamálunum
og horfurnar eru mjög góð-
t- ar í dag.
Meyja
(23. ágúst - 22. septemberl
Listrænir hæfíleikar og
ferðalög koma mikið við
sögu næstu vikurnar. Vinn-
an er eitthvað þjakandi, en
þú lyftir þér upp á öðrum
vettvangi.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Tekjurnar fara vaxandi á
komandi vikum. Þú vinnur
vel á bak við tjöldin við að
ná samningum um við-
skipti.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember) ®(jj0
Þér er umhugað um útlit
þitt og fatakaup eru þér
ofarlega í huga. Þér berast
góðar fréttir og gætir farið
að íhuga ferðalag.
Bogmaður
(22. nóv. — 21. desember)
Þér gefst betri tími til að
sinna einkamálum á næst-
unni. Viðskiptin eru þér
mjög hliðholl í dag.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Samkvæmislífið dafnar
mjög á komandi vikum.
Sumir eignast nýjan ástvin
í dag. Vinir og félagar
standa vel saman.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Þú ert í náðinni hjá áhrifa-
mönnum í dag og viðskiptin
ganga að óskum. Aukið
fjármagn stendur þér til
boða.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) K
Ferðalög eru í sviðsljósinu
í dag. Þú eignast nýja vini
á næstu dögum. Láttu ekki
aðra notfæra sér örlæti þitt.
. Stjörnuspána á að lesa sem
dœgradvól. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vísindalegra staóreynda.
DÝRAGLENS
TOMMI OG JENNI
syofjA, sta tto tcy/e.
£G 'S/á&AÐt þtG
...A& /tomn etoct nacægt
BtnueN/t BCJ/NU..EN þO
Þuen-n? flo Ftt ÞéK NÝrr
—__________UUNANGL—-•
LJÓSKA
SMÁFÓLK
Ekki segja mér að þú hafir gert það
aftur...
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Eina ógnunin við slemmu suð-
urs er að annar mótherjinn haldi
á gosanum fjórða í tígli.
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ G4
y D972
♦ ÁD95
+ Á106
Suður ♦ Á y ÁKG854 ♦ K1074 ♦ 84
Vestur Norður Austur Suður
- 1 hjarta
1 spaði 2 spaðar 3 spaðar 4 tíglar
Pass 5 lauf Pass 5 spaðar
Pass 6 hjörtu Allir pass
Hvernig er best að spila
spaðakóng út?
Eftir útspilið eru yfirgnæfandi
líkur á því að vestur haldi á
spaðadrottningu og tígulferðin
byggist á þeirri forsendu. Sagn-
hafi tekur og aftrompar AV og
leggur svo niður ás og drottn-
ingu í tígli. Þannig nær hann
gosanum fjórða af austri og
vinnur spilið einnig í þessari
legu:
Norður
+ G4
y D972
♦ ÁD95
♦ Á106
Vestur Austur
♦ KD1085
♦ 6
♦ G862
♦ KG5
♦ 97632
y 103
♦ 3
♦ D9732
Suður
♦ Á
*ÁkG854
♦ K1074
♦ 84
Öll trompin eru tekin og síðan
er blindum spilað inn á laufás.
Vestur verður að halda eftir Gx
í tígli og spaðadrottningu og
sagnhafí vinnur spilið með því
að senda vestur inn á spaða.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á minningarmótinu um Akiba
Rubinstein í Polancia Zdroj í Pól-
landi í ágúst kom þessi staða upp
í skák stórmeistaranna Viktors
Kortsnojs (2.575), Sviss, sem
hafði hvítt og átti leik, og Olegs
Romanishins (2.555), Ukraínu.
Svartur hafði gefið mann til að
fá upp þessa stöðu, hótar máti og
er tilbúinn til að svara 25. Df3
með 25. — Bxc6 og vinnur. En
gamli refurinn hafði séð allt þetta
fyrir:
25. Hg3! (Eftir þetta verður hann
ekki svældur út úr greninu) 25. —
fxg3, 26. fxg3! (Lagar kóngsstöð-
/úna og bætir nýrri hótun við: 27.
Hf8 mát) 26. - Hf6, 27. Hxf6 -
Dxf6, 28. cxb7 og Romanishin
gafst upp. Þrátt fyrir þetta tap í
þriðju umferð mótsins náði hann
efsta sætinu með glæsilegum
endaspretti, en Kortsnoj varð an-
ar. Ilann teflir nú mikið í A-Evr-
ópu, en hefur ekki ennþá hætt sér
aftur til Rússlands, þaðan sem
hann flúði árið 1976 og var bann-
færður af kommúnistum fyrir.