Morgunblaðið - 24.09.1992, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992
47
GONGUR
Morgunblaðið/RAX
Sálfræðileg meðferð
- dáleiðsla
Tímapantanir í síma 91-621776 milli kl. 15 og 17
daglega og í síma 91-24162 á miðvikudögum
kl. 20-22.
Meðlimur í The international Society of Hypnosis.
Víðir Hafberg Kristinsson,
* ||SSm: sálfræðingur.
&& (Geymið auglýsinguna).
NÝKOMIÐ
Grínarinn sem lofaði
að hækka ekki skatta
Frá Ásgeiri Hannes Eiríkssyni:
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
var afar gamansamur í skóla þó að
sá eiginleiki sé því miður að eldast
af karlinum. Grínið hans er orðið
grátt eins og vangahárin í ljóns-
makka ráðherrans. Því oftar verður
grátt úr gamni en gaman úr gráu.
Þegar virðisaukaskattinn bar á
góma fyrir nokkrum árum var þessi
Jóhannes grínari íslensku þjóðarinn-
YELVAKANDI
KETTLINGUR
KETTLINGUR fannst á Sólvalla-
götu. Ekki hefur tekist að ná í
eiganda hans, Sólrúnu Eiríks-
dóttur, vegna bústaðaskipta og
er hún beðin að hafa samband í
síma 15594.
HJÓLKOPPUR
NÝR hjólkoppur fannst við
Meistaravelli á mánudag. Upp-
Iýsingar gefur Hulda í síma
16655.
PÁFAGAUKUR
GULUR og grænn páfagaukur
tapaðist úr Fossvogshverfi. Vin-
samlegast hringið í síma 31579
eða 985-30579 ef hann hefur
einhvers staðar komið fram.
FRESSKÖTTUR
STEINGRÁR fressköttur tapað-
ist frá Huldubraut. í Kópavogi
laugardaginn 19. september.
Vinsamlegast hringið í síma
642052 ef hann hefur einhvers
staðar komið fram.
HLÍFÐAR-
PLAST Á
STRÆTÓKORT
Frá Ingibjörgu Jakobsen:
VÆRI ekki ráð að hafa plastum-
slög á strætisvagnakortunum?
Þau fara illa í vösum hjá ungling-
um, krumpast og eyðileggjast.
Það er dýrkeypt að þvo gallabux-
ur með strætisvagnakorti en það
gerðist hjá mér fyrir skömmu.
Kortið hefði ekki eyðilagst ef það
hefði verið í plasti. Ég vona að
forráðamenn strætisvagnanna
sjá sér fært að bjóða plastumslög
fyrir kortin en þau gætu vel nýst
áfram við endurnýjun korta.
Þetta yrði til bóta fyrir marga.
KETTLINGAR
ÞRÍR kettlingar, átta vikna og
kassavanir, fást gefins. Upplýs-
ingar í síma 45628.
ÁKEYRSLA
EINHVER var svo óheppinn að
keyra eða bakka inn í hliðina á
litlum Subaro Justy á bílastæði
Norræna hússins milli kl 20.30
og 22.00 föstudaginn 18. sept-
ember. Viðkomandi eða vitni að
atburðinum eru vinsamlegast
beðin um að hafa samband við
Ásdísi í síma 17473.
ÚLPA
GRÆN, síð nælon hettuúlpa tap-
aðist á Coca Cola-rokkhátíðinni.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 650836.
VESKI
VESKI með snyrtibuddu, lyklum
og skilríkjum tapaðist um helg-
ina. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í Margréti í
heimasíma 75895 eða vinnusíma
672110.
ar borgarstjóri í Reykjavík og brá
vitaskuld á glens með skattinn. Þá
sagði Davíð Oddsson: Virðisauka-
skatturinn virðist Auka Skattinn!
Og hver einasta kerling hló. Hún
hló og hún hló og hún skelli, skelli
hló. Síðan var Davíð Oddsson kosinn
á þing fyrir flokkinn sinn og nú er
hann orðinn ráðherra landsins en
ekki lengur grínari þess. Að minnsta
kosti á pappírunum. Enda er að
renna upp fyrir landsmönnum að
ekki hæfir lambi ljóns gaman.
Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar vill
nú leggja fleiri og hærri skatta á
íslensku þjóðina en öðrum skatt-
heimtumönnum landsins hefur áður
dottið í hug. Verða þeir þó seint
vændir um að vera hugmynda-
snauðir. Jafnvel meistarar matar-
skattsins blikna við hlið Davíðs
Oddssonar og kalla þeir ekki allt
ömmu sína. En þar með er ekki öll
sagan sögð.
Fyrir síðustu kosningar gekk
Davíð Oddsson um kjördæmið og
lofaði kjósendum gulli og grænum
skógum. Þá var borgarstjórinn ekki
orðinn ráðherra og varð að láta sér
nægja hlutverk Jóhannesar grínara.
Meðal annars lofaði Davíð að
hækka ekki skatta. Skrifaði og
sagði að hann hækkaði ekki skatta.
En rokkarnir eru nú þagnaðir og
komið annað hljóð í strokkinn.
í dag velkist enginn íslendingur
í vafa um hvað virðist Auka Skatt-
inn! Það er ekki virðisaukaskattur-
inn heldur sjálfur forsætisráðherr-
ann. Fjárlög ríkisstjómar Davíðs
Oddsonar em að breytast í árbók
Jóhannesar grínara. Því grínarinn
sem lofaði að hækka ekki skatta
er orðinn mesti skattheimtumaður
Islandssögunnar. Kerlingarnar eru
hættar að hlæja.
ÁSGEIR HANNES EIRÍKSSON
varaborgarfulltrúi og fyrrum
þingmaður Reykvíkinga,
Klapparbergi 16, Reykjavík.
LEIÐRÉTTINGAR
Misskilningur
í fyrirsögn
Þau mistök urðu í fyrirsögn í Morg-
unblaðinu í gær að hún var ekki í
samræmi við innihald fréttarinnar.
Fréttin fjallaði um stofnun lands-
samtaka foreldra barna í skólum,
en samtökin heita Heimili og skóli.
Ekki er um að ræða landssamtök'
foreldrafélaga í skólum eins og
mátti skilja af fyrirsögninni.
HÚSGAGNAVERSLUN
REYKJAVÍKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI - SÍMI 654100
ÍTÖLSK LEÐURSÓFASETT 3+1 + 1 FRÁ 149.600 STGR.
VISA - EURO RAÐGREIÐSLUR
□□□□□□
SIEMENS
Frystikistur og frystiskópar
Siemens frystitækin eru eins og aörar
vörur frá þessu öndvegisfyrirtæki:
traust, endingargóð og falleg.
Lítiö inn til okkar og skoðið úrvalið.
SMITH &NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
.A. mm*m JAMES BURN
” -BR| INTERNATIONAL
Efni og tæki fyrir NÍVS-tf
járngorma innbindingu.
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Símar 624631 / 624699
Gódandoginn!
STORUTSALA
Gluggatjaldaefni
30 - 50% afsláttur
Opib 10 - 18
Laugardaga 10 - 14
GARDÍNUBÚÐIN
Skipholti 35, sími 3 5 6 7 7