Morgunblaðið - 23.10.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.10.1992, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992 FASTEIGNA- 06 FIRMASALA AUSTURSTRÆTl 18. 101 REYKJAVlK Sigurbjörn Magnússon hdL, Gunnar Jóhann Birgisson hdl. Opiö laugardag kl. 11-14 u Sýnishorn úr söluskrá ■ 2ja herb. I Efstasund H 49 fm. Áhv. 2,2 millj.V. 4,8 m. 1 Sléttahraun — Hf. ■ 65 fm. V. 5,9 m. Kleppsveg- ur/Brekkuiækur Falleg 48 fm endaíb. á 3. hæö. Svalir. Nýl. endum. að utan. V. 5,2 m. 3ja herb. Austurströnd — bílskýli 87 fm. Áhv. 1,7 millj. Álfatún — bílskúr 76 fm. Áhv. 2,0 millj. Álfhólsvegur — Kóp. 85 fm. V. 6,9 m. Blikahólar — útsýni 90 fm. V. 6,5 m. Boðagrandi — bílskýli 73 fm.V. 8,2 m. Engihjalli 25 78 fm. Áhv. 3,4 millj. Sólvallagata - skipti 73 fm efri sérhæð í skiptum f. stærri eign í Vesturbæ. 4ra—5 herb. Drápuhlfð — bílskúr 110 fm efri hæð. 2,3 millj. áhv.V. 9,9 m. Kríuhólar — bílskúr Sk. á minni eign. Áhv. 4,5 m. Leirubakki — 5 herb. 121 fm.V. 9.750 þ. Ljósheimar — 4ra herb. Sk. á minni eign í sama hv. Ægisíða - útsýní Falleg efri sérhæð. Stórar stofur, stór svefnherb. Suð- ursv. Mikið endurn. Nýuppg. bílskúr. Einkasala. Mögul. ekipti á góðri 3ja herb. íb. í Vesturbæ. Hofteigur 2ja íbúöa parhús 195 fm. Góð kjör. Miðhús - einbýli Nýtt 185 fm hús auk 70 fm 8érib./aðstöðu. Mikið út- sýní. Áhv. 3,5 m. hagst. lán. I smíðum íbúöir: Skólatún - Álftanes. 3ja. 105 fm. Tilb. u. tróv. V. 7,9 m. Áhv. 3,4 m. Fróðengi - „stúdíó,,-íb. 36,5 fm. Tilb. u. tróv. V. 3,2 m. Garðhús - „penthouse". Tllb. u. trév. V. 8,7 m. Rauðarárstígur. 2ja herb. 80 fm tilb. u. tróv. Verð 7 millj. Þverholt - Rvk. 2ja-4ra herb. V. frá 5,1 m. tilb. u. tróv. Nónhœð - Gbœ. 3ja/4ra herb. V. frá 7,4 m. Hrísrími. 2ja og 3ja herb. 63-90 fm. V. frá 4,7 m. Gnípuheiði. 4ra og 5 herb. sórh. V. 8.950 þ. Raóhús: Háhœð - Gb. 163 fm. V. 8,5 m. Baughús - parhús. 164 fm, V. 8,6 m. Eiðismýrí. 200 fm, tilb. u. tróv. V. 11,8 m. Garðhús. 147 fm. V. 7,9 m. Einbýli: Suðurhvammur - Hf. 250 fm. Garðhús. 255 fm. Áhv. 4,8 m. V. 8,8 m. Langafit - Gbœ. 145 fm. Lækjarberg, Hf. 270 fm. Áhv. 5,3 m. Verð 14,5 millj. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þorsteinn Þorsteinsson verkfræðingnr og Páll Björgvinsson arkitekt. í baksýn sést öll suðurhlið hússins Krummahólar 4. Hún snýr því á móti sólu en er um leið áveðurshlið hússins. Þeir félagar voru ásamt Gesti Ólafssyni arkitekt hönnuðir að breytingunum á húsinu. Verktaki var Þorsteinn Einarsson húsasmíðameistari, en hann hefur sérhæft sig í viðgerðum og endurnýjun á húsum. Skemmdar svalir má gera að rnmgóðnm sólstofum - segir Þorsteinn Þorsteinsson verkfræóingur VIÐ íslendingar búum við afar hörð veðurskilyrði með tilliti til bygg- inga. Viðhald á þeim verður því ávallt meira og erfiðara verkefni hér á landi en í löndum með betra loftslagi. Víxlverkanir frosts og þíðu ásamt hinu lárétta slagregni valda hér meira álagi á húsum en annars staðar þekkist. Af þessum sökum er húsum hér mun « hættara við skemmdum. Viðhald á íbúðarhúsnæði hefur samt verið vanrækt hér. Astæðan er kannski sú, að íbúðarhúsnæði hér er tiltölu- lega ungt að árum. Skilningur á viðhaldi þess hefur því ekki verið jafn mikill og skyldi. En það er ljóst, að framundan eru gífurleg verkefni á þessu sviði. Víða má sjá hús, sem eru illa farin af völdum alkalískemmda og annarra steypuskemmda, en við- gerðir þar felast einkum í því ann- ars vegar að bijóta steypuna, þar sem hún er farin að skemmast og múra þar upp í með viðgerðarefn- um og hins vegar að setja klæðningu á húsin að utanverðu. í 38 íbúða blokk að Krummahól- um 4 í Reykjavík sáu íbúðareigend- urnir sig knúða til þess að taka saman höndum og láta klæða húsið að utan. í stað þess að endur- byggja svalir hússins, sem margar voru mikið skemmdar, var gripið til þess ráðs að gera þær að sólstof- um með því að setja yfir þær tré- grind með gleri. En hver var ástæðan fyrir því, að ráðizt var í þessa endumýjun nú? Fyrir svörum verður Þorsteinn Þorsteinsson verkfræðingur, einn af þremur hönnuðum þessarar breytingar. Þorsteinn er fæddur 1951 og al- inn upp í Hlíðarhverfinu í Reykja- vík. Hann gekk í Menntaskólann í Hamrahlíð og varð stúdent þaðan 1970 í fyrsta árgangnum, sem það- an útskrifaðist. Síðan lá leið hans í Háskóla íslands, þar sem hann lagði stund á verkfræði. Hann lauk þar prófí 1974, en vann síðan á verkfræðistofu í fjögur ár. Að svo búnu hélt hann til Þýzkalands, þar sem hann starfaði um árabil. Eftir heimkomuna vann Þor- steinn um skeið hjá Kópavogsbæ við áætlanir og eftirlit á mann- virkjagerð og síðan hjá Skipulags- stofu höfuðborgarsvæðisins. Nú starfar hann sjálfstætt sem verk- fræðingur og kennir auk þess við Háskóla íslands. íbúðirnar voru hættar að seljast — Þetta hús var illa farið, segir Þorsteinn. »- Það hafði sama og ekkert verið gert við það í þau tæp 20 ár, sem liðin eru frá því að það var byggt. Það er dæmigert fyrir steinsteypt hús frá þessum tíma. Verulegar skemmdir voru komnar fram að minnsta kosti á einni hlið hússins, bæði alkalíkemmdir og veðrunarskemmdir. Steypan var farin að springa og molna og farið að leka í gegnum svalir niður á hæðirnar fyrir neðan. Skemmdirnar voru komnar á það stig, að íbúðir í húsinu voru hættar að seljast eða þær gengu ekki út nema langt undir markaðsverði. Þegar hafízt var handa um viðgerð- ir á húsinu, var fyrst leitað til Rann- sóknarstofnunar byggingariðnaðar- ins um úttekt á því. Þar var lagt til, að fengnir yrðu ráðgefandi aðil- ar, arkitektar og verkfræðingar, til þess að leggja grundvöllinn að við- gerðunum. í þessu tilfelli voru steypuskemmdimar komnar það langt, að hefðbundnar viðgerðir hefðu getað orðið mjög dýrar. Þar er óvissuþátturinn mjög mikill. Slík- ar viðgerðir hafa víða farið 50-100% fram úr kostnaðaráætiun, því að það nægir ekki að bijóta upp sýni- legar skemmdir, heldur þarf að komast fyrir meinið. - Það var því tekinn sá kostur að klæða húsið og nýta þann burð, sem ennþá var í steypunni. Þetta var gert með því að setja viðbótarein- angrun á allt húsið og steniklæðn- ingu þar utan á. Með þessari aðferð er ekki rennt eins blint í sjóinn og magn- og kostnaðaráætlun stenzt betur, en reiknað var með 5-10% frávikum frá kostnaðaráætluninni. Þó að þetta sé óneitanlegt dýrt líka, hefði það getað orðið enn dýrara með því að bijóta upp svalimar og steypa þær að nýju. Þá hefði húsið litið út eins og það var, þegar það var nýbyggt og verið í sömu hættu við að skemmast aftur og fara að ieka á ný. Breytingin fólst hins vegar í því að gera gömlu svalirnar að garðhús- um eða sólstofum. Gerðir voru upp- drættir og þeir sendir til bygginga- fulltrúa borgarinnar, sem sam- þykkti þá. Með þessum hætti eru svalimar notaðar áfram og gólfið í þeim er gólfíð í sólstofunum. Uppi- staðan í sólstofunum er svo tré- grind, sem byggð er utan á svalim- ar. Síðan er bætt við einangrun utan á svalahandriðin og grindinni loks lokað með gleri. Á öllum svöl- um er svo hurð út á sérstakar brunasvalir en einnig stór renni- gluggi, sem hefur þann kost, að sá sem vill nota áfram svalimar sem svalir getur gert það með nokkum veginn sama hætti og áður. Hann getur verið þar undir berum himni að kalla, því að þessi gluggi er stór og ljósop hans nær fjórir fermetr- ar, ef vill. Með þessum hætti verður við- gerðin á húsinu að sjálfsögðu dýr- ari en ef það hefði verið klætt með þeim hætti, sem venjulega er gert. Á móti kemur, að húsnæðið stækk- ar í reynd. Fermetrafjöldi hverrar íbúðar verður meiri. Brunasvalir úr stáli — Ákveðið var að gera þessa breytingu þannig úr garði, að hún liti vel út og húsið yrði sem falleg- ast á eftir, heldur Þorsteinn áfram. — Að sjálfsögðu var ekki hægt að klæða húsið með þessum hætti án hliðaraðgerða. Þannig gátu bmna- yfirvöld ekki sætt sig við annað, en að það væri til staðar bmnaút- gönguleið, þar sem svalimar höfðu verið áður. Þetta var í sjálfu sér alveg eðlileg krafa, en fyrir vikið varð að búa til alveg sérstakar bmnasvalir, sem hægt var að kom- ast út á út úr íbúðunum. Brunasvalimar eru stálgrind með gólfí og galvaniseruðu stálhandriði fyrir framan. Þær eru sameiginleg- ar fyrir hveijar tvær íbúðir á hverri hæð og þeim er komið fyrir á miili fyrrverandi svala. Viðbótarkostnað- urinn af þessum sökum var ekki mikill eða um 5-10% af viðgerðinni í heild. Nú er nær lokið við suðurhlið hússins, en þar em þessar svalir, sem byggt hefur verið yfír og breytt í sólstöfur. Jafnframt hafa gaflam- ir verið klæddir með hefðbundnum hætti. Þegar því er lokið, má gera ráð fyrir, að um 3/4 hlutar af verk- inu séu búnir. Þá er norðurhliðin eftir, sem er mun minna skemmd, af því að hún er minna áveðurs. Áformað er að ljúka við hana næsta sumar. Kostnaðurinn við þessar fram- kvæmdir verður 30-35 millj. kr. eða nálægt einni millj. kr. á íbúð. Kostn- aðurinn er samt breytilegur, því að á húsfélagsfundi var lagt til og samþykkt, að kostnaðinum yrði skipt þannig, að 2/3 færu eftir svo- neftidu skiptihlutfalli, það er venju- Iegu stærðarhlutfalli íbúðanna og 1/3 eftir þeim fermetrafjölda, sem bættist við af yfírbyggðu rými á hveija íbúð. Þetta rýmni er mismun- andi, því að sumar af stærri íbúðun- um geta haft jafn stórar svalir og minni íbúðirnar. Kostnaðurinn fer eftir Magnús Sigurðsson J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.